Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 15
Fimmtudaeur 25. apríl 1959 MORCUNBLAÐIÐ 15 Vorsýning í Minja- safni Reykjavíkur- bæjar SÝNIN G ARDEILD Skjala- og xninjasafns Reykjavíkurbæjar hef ur verið opin almenningi frá því í október í haust og hefur rúm- lega 2000 manns heimsótt safnið, en 4000 manns sáu Reykjavíkur- myndasýninguna, sem haldin var með tilstyrk Reykvíkingafélags- ins í ágúst og' september í fyrra, en með þeirri sýningu voru hin nýju salarkynni safnsins í Skúla- túni 2 tekin til afnota. Að undanförnu hefur verið unnið að upphengingu mynda og safnmununum komið fyrir _til sýningar í vor eða þar til Ár- bæjarsafn verður opnað. Hefur Minjasafninu borizt mikill fjöldi góðra gripa og mynda í vetur og er leitast við að koma sem flestu fyrir í sýningarsalnum á vorsýn- ingu, sem hefst á morgun, fyrsta sumardag. Meðal gjafa, sem safninu hafa borizt má nefna gamlar Reykja- víkurmyndir, teikningar frá leið- angri Gaimards 1836 o. fl., sem Sigurgeir Sigurjónsson hæstarétt- arlögmaður gaf safninu. Til við- bótar við þessa gjöf áskotnaðist safninu ein Gaimard-mynd frá Ólafi kaupmanni Þórðarsyni, sem einnig hefur gefið fleiri myndir, og frá Danmörku voru keyptar enn aðrar Gaimard-myndir, svo að safnið á nú allar hinar ljóm- andi fallegu og verðmætu myndir frá Reykjavík 1836. Eins og kunnugt er fannst ræðis manns- búningur Kristjáns O. Þorgrímssonar fyrrum bæjargjald kera og leikara í járnkistu milli þilja í húsi Kristjáns við Kirkju- stræti, er breyting var gerð á hús- inu í fyrra. Búning þennan hafa börn Kristjáns, Kristinn Kristjáns son og frú Guðrún Hoffmann, nú gefið safninu, en gullbúið sverð, sem fylgdi búningnum, var áður komið í eigu Matthíasar Einars- sonar læknis, og gaf það nú safn- inu sonur hans, Matthías Matthí- asson tryggingarfulltrúi. Búning- urinn, hin mesta gersemi, hefur verið settur upp og komið fyrir í glerskáp í safninu. Þá skal þess getið, að Magnús Guðbjörnsson póstmaður hefur nú afhent safninu hinar rausnar- legu gjöf sína, verðlaunagripi út- skorna og úr dýrum málmum fyrir frækileg íþróttaafrek, en I Magnús var, sem kunnugt er, þolhlaupari á langleiðum og bar sigur af hólmi í Þingvallahlaup- um og Álafosshlaupum meðan hann stundaði íþróttagrein sína. Verðlaunagripir Magnúsar eru í félagsins frá Hilmari Finsen stipt- amtmanni 1869. Ýmsir hafa gefið gamla hús- muni og húsgögn, sem hægt verð- ur að nýta í sambandi við gömlu húsin í Árbæjarsafni, en af mun- um á vorsýningunni má nefna veggskáp úr búri Magnúsar Step- hensens landshöfðingja, gefinn af Carsten Jörgensen, og ýmsir hús- munir úr gömlu tómthúsunum m. a. gefnir af Sveini Þórðarsyni bankaféhirði. Magnús Kjaran stórkaupmaður afhenti safninu og nýverið metaskálar og lóð, sem komið er frá Árna Thorsteinssyni land- og bæjarfógeta. Þá má ekki minna vera en að minnast á hina þýðingarmiklu gjöf Reykvíkingafélagsins er það afhenti safninu myndasafn Ge- orgs heitins Ólafssonar banka- stjóra, sem nú er komið fyrir að nokkru á einum sýningarveggn- um ásamt myndum úr Reykja- víkurkvikmynd Lofts Guðmunds- sonar ljósmyndara frá 1930, en Valgeir Björnsson hafnarstjóri færði safninu þær myndir. Því miður er ekki hægt að hafa uppi við nema örlítið sýnishorn af ljósmyndum og mannamyndum Reykvíkingafélagsins, en þær eru í allt á fjórða hundrað talsins. Öllum gefendum, en ekki verð- ur við komið að tilgreina þá alla hér, og öðrum styrktarmönnum kann safnið beztu þakkir. Með því fyrirkomulagi, sem nú er á safninu, verður það opið al- menningi á hverjum degi, nema á mánudögum, á tímanum kl. -5, og er aðgangur ókeypis. Lárus Sigurbjörnsson. Heiða og Pétur FJÖLDI barnabóka er mikill og fer vel á því. Orðaforði barna þroskast, ekki hvað sízt við lestur bóka og sama máli gegnir um sið- gæðisvitund þeirra. Þegar þetta tvennt er haft í huga má öllum ljóst verða að miklu máli skiptir að barnabækur séu ritaðar á góðu máli og hafi hollan boðskap að flytja á skemmtilegan hátt. Barnabókin Heiða og Pétur eft- ir Jóhönnu Spyri í þýðingu Lauf- eyjar Vilhjálmsdóttur hefur flesta þá kosti til að bera, sem góða barnabók mega prýða. Hún er heillandi ævintýri um litla stúlku, sem oft verður að skipta um dvalarstað í bernsku sinni en varðveitir alltaf hjartahlýju sína og góðvild til alls sem andar. Eins og öll falleg ævintýri endar sag- an um Heiðu og Pétur vel Heiðu litlu tekst að bræða klakaskelina, sem afi hennar hefur skriðið inn , , , “ - “, ., . ,i sem ari nennar nerur sirrioio ínn glerskap og þar með brjostmynd en þegaj. sagan hefst kynnumst af Magnúsi, sem Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal hefur gert. Er gert ráð fyrir því, að þennan hátt megi hafa um verðlaunagripi og persónulega minjagripi annarra íþróttamanna bæjarins sem fela vilja safninu þessa muni til varð- veizlu, svo að æskufólk geti, er tímar líða fram, virt fyrir sér myndir afreksmanna á sviði íþróttanna og verðlaunagripi þeirra, sem margir eru hin dýr- ustu listaverk að skurði og smíði. Málverk hafa gefið málararnir Eiríkur Jónsson og Engilbert Gíslason í Vestmannaeyjum, en frá Englandi komu tvær gamlar Reykjavíkurmyndir að gjöf frá Mr. Mark Watson, sem sýnt hefur safninu velvilja sinn á ýmsan hátt. Fyrir velvilja Kristjáns Eld- járns þjóðminjavarðar hefur safn ið fengið nokkra muni til sýn- ingar m. a. fána Skotafélagsins frá 1867 og verðlaun Þorgríms Guðmundssonar fyrir skotfimi 1893, en lítil stúlka fann nýverið silfurskjöld á bersvæði hér í bæ við afa sem einrænum manni, er lifir fjarri öðru fólki í fjallakofa. Heiða nýtur lífsins með afa, Pétri litla og geitunum og þangað hverfur hún aftur eftir ævintýra- lega veru í stórborg. Segja mætti að Heiða litla væri ótrúlega þroskuð á allan hátt, 5 ára að aldri. En sagan er ævin- týri og ekki um slíka smámuni að sakast. Frú Laufey hefur þýtt bókina á gott mál og auðgað þannig barnabókaforða ísienzkra barna um ema skæra perlu. Setberg hefur gefið Heiðu 03 Pétur út og sama forlag hefur einnig sent á markaðinn Jóla- vísur sem Baldur Pálmason hefur tekið saman og Barnavers, sem Sigurbjörn Einarsson hefur valið. Þetta eru hvort tveggja gullfall- egar bækur, prýddar smekkleg- um myndum eftir Bjarna Jóns- son, en sumar þeirra hefðu raun- ar sómt sér enn betur í iitum. Setberg á þakkir skilið fyrir þessa barnabókaútgáfu og heldur vonandi áfram á þeirri farsælu Bergmól Ítnlíu Eggert Stefánsson: Bergmál Ítalíu 176 bls. _(_ myndir. Reykjavík 1959 Menn ingarsjóður. Mig langar til að minna á bók, sem er væntanleg á bókamark aðinn innan skamms. Bergmál Ítalíu eftir Eggert Stefánsson söngvarann góðkunna. Ég ætla ekki að sinni að skrifa ritdóm um hana, heldur eins og ég sagði minna á hana, hún er þess virði að hún sé keypt og lesin. Kafla fyrirsagnir gefa dálitla hugmynd um hið fjölbreytta inni hald bókarinnar, þeir heita eftir- farandi nöfnum: í heimi fegurðarinnar. Urbino — arnarhreiður mannsandans. Listir í Feneyjum. Menningar- straumar á Sikiley. Carlo Gold- oni. Richard Wagner og Feneyj- ar. Sumarfrí. Endurfæðing og nútími. Páfinn, sem skrifaði Jóni Arasyni. Skammdegi í Róma- borg. Um áramót. Noccolo Macchiavelli. Hitar og skýja- gjálfur sumarsins. Hugleiðingar um fréttir. Nóbelsverðlaun hinn- ar nýju Ítalíu. Það er ekki alltaf sól og sumar í Suðurlöndum. Skyldur við ferðamenn. Benia- mino Gigli. Giovanni Papini. Frá Ítalíu — Firenze. Háskólinn í Padova. Arturo Poscanini. Huldu hallir. Eins og menn sjá er það býsna yfirgripsmikið efni, sem er hér samankomið í þessari bók. Bók- in speglar, heiðríkju hugans og hjartans ást /Sól og sumar I suðurlöndum/ Listir vísindi læðra manna. Ég byrjaði á því að lesa kaflan um Páfan, sem shrilaði Jóni Arasyni. Það er gott innlegg í íslenzkar bókmenntir. Andi listarinnar svífur yfir vötnunum og stjórnar penna höfundarins í bók hans um Ítalíu, en undirspilið er Hjarta íslands. íslendingurinn skýtur víða upp kollinum. í þessari bók Eggerts, bæði ieynt og ljóst. Kæri vinur Eggert! í kvæði, sem ég orti eitt sinn til þín, og sem birtist hér í Mbl. fyrir rétt- um áratug, eða svo, dirfðist ég að kalla þig 100% íslending. „Hygginn veiztu hvað þú syng- ur hundrað prósent íslendingur", segir þar, ef ég man rétt. Þig alheimsborgarann. •— 100% ís- lendingur og alheims'borgari. — Það er einn af leyndardómum lífsins. Að endingu þetta: Hafðu þakk- ir fyrir bók þína um Ítalíu. Hún er fögur sumargjöf til íslenzku þjóðarinnar. Reykjavík, 19. april 1959. Stefán Rafn. og afhenti safninu, en skjöldurinnj braut, sem forlagið hefur markað. bar áletrun sem gjöf til Skot-1 Ólafur Gunnarsson. Auglýsingcigildi blaða fer aðallega eftir Its- endafjölda beirra. Ekkert hérlent blaf kein bar í námunda við 771 sœnaurgjafa Þýzkur ungbaima- fatnaður í úrvali. — Teddy barnagallar verð frá 157,00 ® wi Laugavegi 70 — Sími 14625 Verzlunarskólonemendur Útskrifaðir 1929, eru beðnir að mæta á fund í dag Sumardaginn fyrsta kl. 4 e.h. í Silfurtunglinu. Cjle&ilecjt óumar: / Bustaðabuðin Hólmgarði 34 CjLkLyt óumar. Breiðfirðingabuð Cfle&ilecjt óumar / H.F. ÖLGERÐIIM EoILL SKALLAGRÍMSSON C'JLkLft óumar / VERÐANDI H.F. Cjle&ilecjt óurnar 1 ! Ferðaskrifstofa PALS ARASOMA Cjle&ilecjt óumar 1 t Sundhollin Sundlaugarnar Framkvœmdabanki íslands óskar eftir að ráða skrifstofustúlku nú þegar Góð kunnátta í vélritun og ensku nauðsynl<jg. Skrifleg umsókn afhendist í bankanum, Hverfisg. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.