Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kjördœmabreytingín hefur engin áhrif á sjálfstœði héraðanna Réttlœtismál, sem þjóðin mun bera fram til sigurs Eftir Helga ívarsson búfræðing, Hólum Stokkseyrarhreppi SVO SEM kunnugt er hafa breyt- ingar verið það mikið ræddar í blöðum og á mannfundum, að öllum er orðið kunnugt efni þeirra í meginatriðum. Það er gkipting landsins í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningu, og um leið fjölgun þingmanna í hinum þéttbýlustu landshlutum, þar sem jafn og almennur kosn- ingaréttur er vissulega aðalundir- staða lýðræðislegs stjórnarfars. Þá ætti öllum að vera ljós nauð- syn breytinga á núverandi kjör- dæmaskipan, svo óréttlát og úr- elt sem hún er orðin vegna mik- illar fólksfjölgunar í sumum landshlutum og annarra breyt- inga í þjóðlífinu. Því hefði mátt setla að flestir eða allir lands- menn gætu sameinast um slíkt réttlætismál, sem hin margum- talaða kjördæmabreyting er. Svo hefir þó því miður ekki getað orðið. Einn stjórnmálaflokk anna, Framsóknarflokkurinn, hef ir snúist öndverður gegn máli þessu, og hefir verið hafin gegn því hatrammur áróður bæði í blöðum flokksins og af talsmönn um hans, hvar sem þeir hafa getað því við komið. Margt af því, sem andstæðingar hinnar fyrirhuguðu kjördæmabreytingar hafa fundið henni til foráttu hefur verið býsna langsótt, og hefir í stað þess að verða henni til áfellis sýnt fram á hve baráttan gegn henni er vonlaus og rökþrota. Ekki söguleg hefð í slíku stórmáli sem þessu er þó að sjálfsögðu skylt að reyna að gera sér á hlutlausan hátt grein fyrir því, hvort það sem einkum hefir verið fundið hinni breyttu skipan til foráttu hefir við rök að styðjast. Takist mönn um að skyggnast í gegnum þann mikla áróðursbyl sem þyrlað hef- ir verið upp gegn máli þessu er þess að vænta að við nánari at- hugun reynist flestar mótbárurn- ar gegn því að næsta léttvægar. Eitt af þvi, sem kjördæmabreyt- ingunni hefur verið fundið til for- áttu er að með henni væri rofin forn, söguleg hefð, og nauðsynleg tengsl við fortíðina í stjórnskipun landsins. Er því þó gjarna haldið fram um leið, að núverandi kjör- dæmaskipan sé í órofa tengslum við þjóðarsöguna, allt aftur á daga hins forna þjóðveldis. Sann- leikurinn er þó sá, að hin 28 kjör- dæmi, sem landið skiptist í, sam- kvæmt núverandi kjördæmaskip- an, standa að engu leyti nær eða eru fastari í tengslum við skiptingu landsins í þing til forna heldur en kjördæmin, sem lagt er til að landið skiptist í samkvæmt hinni nýju skipan. Skipting landsins í lögsagnar- umdæmi með sérstökum sýslu- mönnum hófst fyrst eftir að ís- land var komið undir Noregs- konung og komst þó eigi þá strax í fast form. Nú á síðari tímum hefir svo enn orðið mikil fjölgun lögsagnarumdæma með tilkomu kaupstaðanna. Enda fer fjarri að núverandi kjördæma skipan fylgi að öllu núverandi skiptingu landsins í umdæmi sýslumanna eða fógeta, þar sem sums staðar eru tvö til þrjú kjör- dæmi í umdæmisamasýslumanns ins og t. d. Skaftfellssýslur sem báðar lúta sama sýslumanni, þótt tvö kjördæmi séu, eða ísafjarðar- sýslur og ísafjarðarkaupstaður en þar eru þrjú kjördæmi í umdæmi eins sýslumanns. Sömuleiðis við- gengst nú að fleiri en ein sýsla eða kaupstaðir séu í sama kjör- dæmi, má þar t. d. minna á Gull- bringu og Kjósarsýslu en þar eru tvö sýslufélög og tveir kaup- staðir í sama kjördæminu, og Barðastrandarsýslu, sem er tvö sýslufélög en eitt kjördæmi. Tíu breytingar á 116 árum Þegar ákveðið var árið 1843 að endurreisa Alþingi voru á því ári settar af dönsku stjórninni reglur um kosningar til þingsins og þ. á. m. um kjördæmaskipan, var þar ákveðið að landinu skyldi skipt í 20 kjördæmi, 19 sýslur og kaup- staðurinn Reykjavík, og kysi hvert kjördæmi einn þingmann. Auk þess voru sex þingmenn tilnefndir af konungi: Þarna er að finna visinn að núverandi kjördæmaskipan. En síðan hafa orðið á henni miklar breytingar. Frá því Alþingi var endurreist fyrir 116 árum hafa alls verið gerðar 10 sinnum breyt- ingar á skipan kjördæma og tölu þingmanna. Hefir þarna verið um að ræða, ýmist skiptingu kjör- dæma eða fjölgun þingmanna í hinum einstöku kjördæmum. Margar þessara breytinga hafa að vísu aðeins náð til eins eða færri kjördæma, en þótt þær hafi ekki allar verið stórvægilegar sýna þær þó glöggt, að þarna hefir ekki ríkt nein fornhelg hefð eða óbreytanlegar reglur. Á þeim tima, sem liðinn er síðan 1843, er Alþingi var endurreist, hafa orðið slíkar gjörbreytingar á íslenzku þjóðlífi að engan þarf að undra þó að sú kjördæmaskipan, sem þá var grundvölluð sé nú úrelt. Þó er hitt enn fjarstæðra að láta hér- aðaskipan á tímum hins forna þjóðveldis eða frá valdadögum Noregskonungs á íslandi ráða mestu um skipan kjördæma nú í dag. Svo mjög eru nú allir lifs- hættir og stjórnskipan þjóðarinn- ar breytt frá því sem þá var. Á það má einnig minna að þótt landinu væri skipt í einmennings- kjördæmi eins og Framsóknar- menn virðast nú helzt hallast að þá er svo gífurlegur munur á íbúafjölda hinna einstöku sýslu- félaga t. d. Dalasýslu annars vegar og Árnessýslu hins vegar að tæpast yrði hjá þvi komizt að skipta hinum stærstu eða sam- eina hin minnstu. Svo það fyrir- komulag myndi ekki heldur geta fylgt skiptingu landsins í sýslur og bæjarfélög. Hln fyrirhugaða kjördæmabreyting hefir engin áhrif á það sjálfstæði, sem sýslur og kaupstaðir hafa nú sem sér- stök iögsagnarumdæmi, ög sjálf- stæðar fjárhagsdeildir. Sú fjár- málastjórn og það framkvæmda- vald sem nú er í höndum sýslu- nefnda í sýslum og bæjarstjórna í kaupstöðum stendur auðvitað óbreytt og er að öilu leyti óvið- komandi kjördæmaskipan. Þetta er að visu eða ætti að vera öllum augljóst. En þó hefir verið reynt að ófrægja breytinguna á kjör- dæmaskipuninni með því að telja hana brjóta niður sjálfstæði hér- aðanna. Því hefir einnig verið haldið fram að með kjördæmabreyting- unni og tilkomu stærri kjördæma myndi rofna persónulegt sam- band og kunningsskapur á milli þingmanna og kjósenda, en í staðinn ykist flokksvald stórlega, og þá einkum vald flokksstjórn- anna í Reykjavík. En sé málið athugað nánar, þá virðist ekki mikil hætta á slíku. Ekki þarf að búast við öðru en að bæði þingmenn og frambjóðendur muni halda áfram að keppa um hylli kjósendanna eftir kjördæma breytinguna eins og fyrir hana. Og vissulega munu þingmennirn- ir þá, sem nú gera sér far um að kynnast kjósendum sínum og hafa samband við þá. Flestir í kjördæminu ættu að eiga skoðana- bróðu?r á þingi Þá ætti ekki að vera óhægara fyrir kjósendurna að ná sam- bandi við einhvern af sínum mörgu þingmönnum eftir breyt- á val margra kjósenda og auk þess hreinlega ráðið búsetu það margra kjósenda að úrslitaáhrif hafi. En í stórum kjördæmum, þar sem kjósendur skipta mörg- um þúsundum kemur slíkt ekki til greina, þar verður baráttan málefnalegri og hin lágkúrulega togstreita um örfá óviss atkvæði hverfur. Frambj óðendum verður ekki neytt inn á flokksmenn Helgi ívarsson inguna, heldur en nú er þegar þeir geta aðeins snúið sér til eins eða í mesta lagi til tveggja manna. Þá er einnig á það að líta að í núverandi einmennings- kjördæmum eru þingmenn mjög oft kjörnir með minnihluta greiddra atkvæða. Þannig að stór hluti kjósendanna, oft meirihluti, sem er pólitískir andstæðingar þess eina fulltrúa, sem kjördæmið sendir á þing. En það er auðvitað að samband þingmannsins við kjósendurna verður fyrst og fremst við flokksbræður hans, sem kusu hann á þing. Sé hins vegar kosið hlutfallskosningu í stærri kjördæmum hafa kjósend- ur þeirra flokka er nokkurt fylgi hafa að ráði í kjördæminu líkur til að koma að manni. Og það er víst að flestir munu heldur vilja leita til skoðanabróður síns með sín mál þó hann sé sameiginlegur fulltrúi kjósenda í tveim eða þrem sýslum, heldur en til and- stæðings síns þó hann sé einka- fulltrúi þeirrar sýslu, sem þeir eru búsettir í. Annars getur samband milli þingmanna og kjósenda verið með ýmsu móti og ekki alltaf sem heppilegast. í fámennum kjör- dæmum þar sem kjósendur eru aðeins nokkur hundruð má segja að allir þekki alla. En einmitt í þessum kjördæmum er kosninga- baráttan oft hörðust og úrslit kosninga velta á örfáum atkvæð- um. í slíkum kjördæmum geta skoðanaskipti örfárra manna eða búferlaflutningur hjá tveimur til þremur fjölskyldum inn í kjör- dæmið eða frá því auðveldlega ráðið úrslitum kosninga. Og þeg- ar það er einnig haft í huga að sökum fámennis og kunnings- skapar er oft nokkuð ljóst hvern- ig kjósendur skiptast milli flokka, þá er við slíkar aðstæður mikil hætta á því, að reynt sé með annarlegum ráðum að hafa áhrif á hin fáu úrslitaatkvæði. Og geta sterkir aðilar sem hafa undirtök- in í atvinnu- og fjármálalífi lítilla héraða á ýmsan hátt haft áhrif Ekki virðist heldur ástæða til að óttast aukið eða óhæfilegt vald stjórnmálaflokkanná vegna hinnar breyttu kosningaskipun- ar. Að sjálfsögðu munu framboðs listar hvers flokks í hinum nýju kjördæmum ákveðnir og sam- þykktir af fylgismönnum flokks- ins í hverju kjördæmi fyrir sig svo sem venja hefir verið um á- kvörðun framboða. Engri flokks- stjórn er hægt að ætla þá ein- feldni að neyða inn á flokks menn sína frambjóðendur, sem þeir væru andvígir og ekki vildu styðja enda myndi slíkt fljótlega hefna sín. Framfarir í samgöng um hafa orðið slíkar nú á seinni árum, að auðveldara er fyrir menn að koma saman til funda eða hafa með sér félagsskap svæði er nær yfir þrjár-til fjórar sýslur, heldur en var fyrir fáum áratugum innan einnar sýslu. Enda er til markskonar félags skapur bænda, sem spennir yfir stærra svæði en eina sýslu. Má þar nefna Mjólkurbú Flóamanna, Sláturfélag Suðurlands og Bún- aðarsamband Suðurlands, og er ekki að sjá að stærð félagssvæð- isins hafi orðið þessum félögum til skaða. Andstæðingar kjör- dæmabreytingarinnar gera mik- ið úr því að með oftnefndum breytingum sé verið að minka áhrif sveitanna í þjóðmálum, en að sama skapi aukist áhrif Reykjavíkur og nágrennis. Þó mæla þær augljósu staðreyndir á móti þessari kenningu, að hinar dreifðu byggðir landsins halda sinni þingmannatölu óskertri, og þá ekki síður hitt að samkvæmt kjördæmabreytingunni munu verða meira en helmingi fleiri kjósendur bak við hvern þing- mann í Reykjavík heldur en úti á landi. Það er því tæpast hægt að telja að Reykjavík sé sýnd ofrausn samkvæmt hinum nýju tillögum. En að áhrif kjósenda í hinum dreifðu byggðum minnki við það eitt að þeir velja sína þingfulltrúa í hlutfallskosning- um í stærri kjördæmum en ver- ið hafa, er eins og hver önnur fjarstæða. Breytingin sem verð- ur er einfaldlega sú að í stað þess að nú getur einn og sami flokkur, með naumum meirihluta í hverju hinna smáu kjördæma, fengið alla fulltrúana í heilum landshlutum, þá verður i fram- tíðinni sæmilega tryggt að kjós- endur þeirra flokka úti á lands- byggðinni sem í minnihluta eru, en hafa þó fylgi y6 eða% kjós- enda í kjördæminu njóta þeirra mannréttinda að eiga fulltrúa úr sínum hóp á löggjafarþinginu, og verður ekki séð að slík breyt- ing rýri áhrifavald sveitanna. Fjölgun þingmanna Samkvæmt kjördæmabreyting- unni er gert ráð fyrir því að þingmönnum fjölgi nokkuð. Og er það í samræmi við þá þróun sem ríkt hefir siðan Alþingi var endurreist. En síðan 1843 hefir þingmönnum verið fjölgað hvað eftir annað og hefir fjölgun þeirra nokkurn veginn haldizt í hend- ur við aukinn íbúafjölda lands- ins. Þegar Alþingi var endurreist 1843 voru þingsæti 26 og komu þá um það bil 2200 íbúar á hvert þingsæti til jafnaðar. Eftir þing- sætafjölgunina 1874 voru þing- sætin orðin 36 og komu þá tæpir 2000 íbúar á þingsæti. 1903 er tala þingsæta 40 og eru þá enn 2000 íbúar á hvert. Eftir kjör- dæmabreytinguna 1934 er há- markstala þingsæta 49 og nálægt 2300 íbúar um hvert þeirra. 1942 verða þingsætin svo 52 og eru þá um 2400 íbúar bak við hvert. Nú er gert ráð fyrir 60 þingsætum og þá verða um 2800 íbúar bak við hvert þeirra til jafnaðar. Sést á þessum samanburði að væntan- leg fjölgun þingmanna gengur ekki neitt út fyrir þá þróun sem verið hefir. íbúar þéttbýlisins á Suðurlandi hafa verið slíkum ó- rétti beittir að ekki virðist auð- velt að mæla á móti því að þeir eigi rétt til aukins þingmanna- fjölda. Þó hafa heyrzt raddir, sem telja þetta eftir, og er jafn- vel stundum svo að heyra að Reykvíkingar þurfi ekki og eigi ekki neinn þingmann að hafa, og er þá sagt að fylgi því svo mikil áhrif og hlunnindi fyrir þá að hafa þing og stjórn staðsett hjá sér, að meira eigi þeir ekki skilið. Þessari firru til stuðnings er svo vitnað til, hversu þessu sé háttað á ýmsum stöðum erlendis, og er þá einkum vitnað til Washington höfuðborgar Bandaríkjanna, en íbúar þeirrar borgar hafa ekki kosningarétt svo sem kunnugt er. Þarna er þó mjög ólíku saman að jafna. í Washington er ekki búsett nema %% eða 1/200 hluti Bandaríkjamanna og hún er fyrst og fremst stjórnaraðsetur, byggð til þess að vera höfuðstað- ur ríkjasambandsins og störf flestra íbúanna þar við bundin. En hlutur Reykjavíkur í íslenzku þjóðlífi er slíkur að þar búa % allra landsmanna og hún er auk þess að vera aðsetur allra æðstu stjórnvalda landsins, höfuS- menntasetur þjóðarinnar, mesti iðnaðarbærinn, miðstöð verzlun- ar og siglinga landsmanna og á- samt nágrenni sínu, Reykjanes- skaga, mesta útgerðarsvæði lands ins. Þetta er ekki sagt hér til þess að draga úr hlut annarra fá- mennari byggðarlaga í þjóðar- búskapnum, því þau láta sannar- lega ekki sitt eftir liggja. En það er kominn tími til þess að menn láti af þeirri fjarstæðu, að ætla sér að útiloka íbúa þessa fjöl- menna og athafnamikla lands- hluta frá réttlátum áhrifum á stjórn landsins. Enda getur slíkt misrétti haft í för með sér hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir þingræði og lýðræði í landinu. Ef kjósendur í hinum fjölmenn- ustu landshlutum eru að veru- legu leyti sviptir rétti til áhrifa á skipun þings og stjórnar leita þeir að vonum annarra leiða til áhrifa á þjóðmálin. Afleiðingin getur orðið sú, að hin raunveru- legu völd í landinu tapist úr höndum þings og stjórnar og faar ist yfir á ýmsar aðrar stofnanir og fjöldasamtök. Með núverandi fyrirkomulagi getur það val hent að þingmeirihluti og þar með ríkisstjórn myndist með að- eins % kjósenda bak við sig og var raunar að slíku stefnt með Hræðslubandalaginu og munaði minnstu að tækist. Þingmeirihluti í og ríkisstjórn, sem þannig er til- komin í andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar, verður aldrei ánnað en valdalítil skrípa- mynd af því sem það á að vera, og án tiltrúar og virðingar al- mennings. Slíkt ástand skapar síðan í landinu hinn ákjósanleg- asta jarðveg fyrir þau upplausn- aröfl sem raunverulega vilja lýð ræðið feigt. Má því hiklaust full yrða að hin væntanlega kjör- dæmabreyting sé hið mesta nauð synjamál er muni þegar hún kemur til framkvæmda stýrkja þingræði og lýðræði í landinu og auka festu í íslenzkum stjórn- málum. Það er vafalaust að mik- ill meirihluti landsmanna er fylgjandi hinni breyttu kjör- dæmaskipan og mun það sannast í hinum almennu þingkosning- um í vor, en þá munu kjósend- urnir fylkja sér um málið og gera sigur þess glæsilegan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.