Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. apríl 1959 RóSrarfélag Reykjavíkur EINS og undanfarin ár, hefjast útiæfingar Róðrarfélags Reykja- víkur á Sumardaginn fyrsta, og verða með svipuðu sniði og und- anfarin sumur. Róið verður úr Nauthólsvík við Skerjafjörð og verða almennar Drengjahlaup UMFK 1959 HEÐ árlega drengjahlaup Ung- mennafél. Keflavíkur fór fram sunnudaginn 19. apríl. Þátttaka í hlaupinu var góð, eins og ávallt áður ,eða 20 keppendur. Hlaupaleiðin var sú sama og und anfarin ár en hún er kringum 2000 metra löng. í hlaupinu var keppt um tvo bikara. Hlýtur sig- urvegari hlaupsins annan en hinn það félag sem sigrar í þriggja manna sveitarkeppni. Sigurvegari hlaupsins að þessu sinni var Hólmbert Friðjónsson UMFK. Tók hann þegar í upp- hafi hlaupsins forustuna og hélt henni út allt hlaupið. Tími Hólm- berts var 5.52,0 mín. í fyrra sigr- aði Hólmbert einnig í þessu hlaupi og þá á 5.59,8 mín. Fyrstu 10 menn í hlaupinu urðu þessir: 1. Hólmb. Friðjónss. Umfk5.52,0 2. Marg. Sigurbj.ss. Umfk 6.02,0 3. Ólafur Gúnnarss. Umfk 6.16,0 4. Kjartan Sigtr.ss. Umfk 6.22,0 5. Agnar Sigurv.ss. Umfk 6.30,0 6. Hörður Karlsson Kfk 6.31,0 7. Ragnar Guðlaugss. Kfk 6.31,5 8. Magni Sigurhanss. Kfk 6.38,0 9. Einar Magnússon Umfk 6.38,5 10. Guðm. Guðmundss. Kfk 6.39,0 1 þriggja manna sveitarkeppni sigraði UMFK með 6 stig. Önnur varð B-sveit UMKF með 18 stig og þriðja sveit KFK með 21 stig. Keflvíkingar munu senda 8 keppendur í drengjahlaup Ár- manns sem fer fram n.k. sunnu- dag. Knattspyrnumólin að hef jast K.R og Þróttur keppa í dag REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knatt- spyrnu hefst í dag kl. 4.30 á Melavellinum og leika þá KR og Þróttur. Dómari verður Einar Hjartarson. Flest félaganna hafa æft vel undanfarnar vikur og leikið nokkra æfingaleiki í meistara- flokki. Valur hefur náð beztum árangri, sigrað Fram með 1:0 og KR með 2:0, KR hefur sigrað Víking með 5:1 og Fram hefur sigrað Þrótt með 10:0. Tveir kunnir knattspyrnumenn hafa skipt um félag, Halldór Halldórsson úr Val, hefur ákveð- ið að keppa með Þrótti í sumar, og mun hann jafnframt þjálfa hjá Þrótti. Þá hefur Albert Guð- mundsson tilkynnt, að hann muni keppa með Val í sumar. Þó mun hann ekki hafa réttindi til þess að leika fyrir sitt gamla fé- lag fyrr en eftir 20. maí. Næsti leikur verður síðan á sunnudag og leika þá Valur og Víkingur. — (Frá K.R.R.) Handknattleiks- mótið ÍSLANDSMÓTINU í handknatt- leik verður fram haldið annað kvöld. Þá verða leiknir eftirfar- andi leikir: Mfl. kv. Ármann — —Valur. Þróttur — Fram. — Mfl. karla Valur — Ármann. — 2. fl. karla FH — Fram (úrslit). æfingar tvisvar til þrisvar í viku og er þá öllum karlmönnum frá 14—70 ára heimil þátttaka. Æf- ingatími mun verða auglýstur í Mbl. undir „Félagslíf“ innan skamms. Þeir ræðarar, sem lengra eru komriir, og hafa ef til vill hugsað sér að taka þátt í keppn- um á sumrinu æfa að sjálfsögðu oftar. f vetur hefur Róðrarfélag Reykja víkur haft æfingar í íþróttasal Miðbæjarskólans einu sinni í viku. Hafa þessar æfingar orðið til ómetanlegs gagns fyrir félag- ið. Þær gera mönnum kleift að halda sér í þjálfun allan veturinn. Eins og vitað er, þá er róðrar- íþróttin sumaríþrótt a.m.k. hér á landi. En með þeim áhöldum sem notuð eru við innanhússæfingar, verða átök á vöðvum líkamans þau sömu og mundu verða ef ró- ið væri í bát. Ýmsar æfingar eru og gerðar að auki til styrktar þeim vöðv- um, sem mest á reynir, þá er ró- ið er. Að auki hefur þol ræðara verið aukið með hlaupum. Fyrstu æfingar Róðrarfélags Reykjavíkur verða eins og að framan greinir í dag, og hefjast kl. 2 í Nauthólsvík. Allir þeir, sem áhuga mundu hafa á að kynn ast þessari fögru íþrótt eru hvatt- ir til að mæta á æfinguna. Gott væri ef þeir sömu hefðu með sér íþrótabúning eða vinnubuxur og peysu til að róa í. — Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega og var mik-ill áhugi fyrir væntanleg- um æfingum ríkjandi. — G. Ól. Ball ettd ansmærin farin frá Panama Lundúnum, 22. apríl. — í DAG var brezka ballett- dansmærin Margot Fonteyn leyst úr varðhaldi og henni leyft að fara heim til Bret- lands. Fór hún með flugvél þegar í stað. * Panamastjórn sagðist harma, að hún skyldi þurfa að skipta sér af ferðum brezks þegns í Panama, en það hafi verið nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins. Stjórnin neitar, að dansmærin hafi verið sett í fangelsi en geta má þess í því sambandi, að hún var höfð í stofufangelsi heima hjá yfir- manni leynilögreglu landsins í fyrrakvöld og síðan svaf hún í fangelsinu í Panamaborg um nótt ina. Þá heldur stjórnin því fram, að dansmærin sé flækt í bylting- aráform til að steypa Ernesto de la Guardia forseta af stóli. Segir stjórnin, að byltingin hafi átt að hefjast um leið og herlið frá Kúbu gerði innrás í landið. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, er dansmærin gift dr. Roberto Arias, fyrrum sendi herra Panama í Lundúnum, en hann er sagður fyrirliði bylting- armanna. Frúin er sögð hafa ver- ið um borð í fiskibátnum Nola, ásamt manni sínum og hafi báts- verjar, ásamt skipshöfninni á tog- aranum Elaine, reynt að smygla vopnum á land í Panama. Dr. Arias komst undan, en lögreglan hafði hendur í hári frúarinnar. Handtaka dansmeyjarinnar vakti mikla athygli, enda eru konur frægra stjórnmálamanna mjög sjaldan fangelsaðar í Pan- ama. Ekki er vitað um dvalarstað dr. Arias, en sumir haf da, að hann hafi komizt undan til útlanda. Aðrir fullyrða aftur á móti, að hann hafi farið í land í Panama af Nola í litlum báti. Hann er sonur dr. Harmodios Arisa, sem er einn af helztu málflutnings- mönnum Panama og að áliti La Guardia forseta, skæður stjórn- arandstæðingur. Undanfarið hefur staðið yfir sýning á verkum eftir tvo unga listamenn í „Mokkakaffi“ á Skólavörðustíg. Eru það þeir Þor- lákur Haldorsen (h. h. á myndinni) og Guðmundur Karl Ás- björnsson (t. v.) Málverkið á milli þeirra heitir „Brimlending“ og er eftir Þorlák Haldorsen. * Akurnesingar draga þorsk upp við landsteina AKRANESI, 22. apríl. — Tuttugu þorskanetjabátar lönduðu hér í gær 247 lestum. Minnstur afli var 4 lestir, en aflahæstir voru þess- ir: Höfrungur með 32 lestir, Sig- urvon með 31,5, Sigrún með 25,6 og Sæfari með 24,7. í gær reru hér 14 trillubátar og fengu alls 23 lestir. Hæst var Sæljón með rúmar 2 lestir, Freyr og Ægir höfðu 2 lestir hvor og Reynir fékk 1,5 lest. Þrír unglingsdrengir reru kl. átta í morgun og komu að kl. 3 í dag með 1 þús. kg., er þeir drógu úti hjá baujunni, sem er rétt út af Suðurflasartagli. Tveir menn xeru í morgun á tveggja tonna trillu á sömu slóðir. Þeir komu að landi kl. 11 f.h. með 800 kg. Reru þeir svo aftur e.h. og fengu samtals lVz lest í þess- um tveimur róðrum. — Og einn á báti fékk á 3 klst. 700 kg. Þorskurinn var svo grunnt, að hægt var að sjá, þegar hann tók önglana. Þetta er annar dagurinn, sem þorskurinn gefur sig svona til. — Oddur. Hafnarfjarðar- deild B.F.Ö. stofnuð SL. fimmtudagskvöld var hald- inn stofnfundur Hafnarfjarðar- deildar Bindindisfé.lags öku. manna, en í fyrra mánuði var kjörin sérstök nefnd til þess að undirbúa stofnun félagsins. — Stofnfundurinn var vel sóttur og voru stonfélagar 50 talsins. Kosin var stjórn deildarinnar og er hún þannig skipuð: Formaður, Ásgeir Long, vél- stjóri, og meðstjórnendur þeir Árni Gunnlaugsson, hdl., og Jón Jóhannesson, trésmiður. Vara- menn í stjórn eru þeir Pétur Óskarsson, verkamaður og Ólaf- ur G. Gíslason, verzlunarmaður. Sem gestir á fundinum voru mættir þeir Ásbjörn Stefánsson, framkvæmdastjóri B.F.Ö., og Sig- urgeir Albertsson, forseti B.F.Ö. Fluttu þeir fundinum ávörp og deildinni árnaðaróskir. Mikill áhugi ríkti á fundinum á aðalmálefnum Bindindisfélags ökumanna, sem er algert bindindi og efling umferðarmenningar. Víðavangshlaup Meistaramótsins VÍÐAVANGSHLAUP Meistara- móts íslands í frjálsum íþróttum, verður háð í Borgarnesi að þessu sinni á vegum Ungmennasam- bands Borgarfjarðar. Hlaupið fer fram 10. maí næst- komandi og þátttökutilkynningar þurfa að berast í pósthólf 1099, Reykjavík fyrir 5. maí n.k. (Fréttatilkynning frá FRÍ) Horfur á mildu veðri í dag AÐþví er Veðurstofan tjáði blað inu í gær, voru horfur á, að í dag yrði austangola, dumbungsveður, en rigningarlítið og milt, 6—9 stiga hiti. - - Myndin sýnir kórinn í hinni nýju kirkju Óháða safnaðarins. T.h. á myndinni sést skírnarfonturinn, sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði. Altarisklæðið gerði Unnur Ólafsdóttir. Fonturinn og klæðið eru hvort tveggja mjög fallegir gripir. Kirkja Óháða satnaðar- ins við Háteigsveg vígð í dag KL. 2 í dag vígir biskup fslands, herra Ásmundur Guðmundsson, hina nýju kirkju Óháða safnað- arins við Háteigsveg. Má búast við, að mikið fjölmenni verði við vígsluathöfnina. Athöfnin hefst með klukkna- hringingu. Þá ganga prestar í skrúðgöngu í kirkju og bera muni kirkjunnar, og verður biskup- inn í fararbroddi. f upphafi vígsluathafnarinnar verður fluttur kafli úr Vígslu- kantötu eftir Karl O. Runólfsson, tónskáld, undir stjórn Jóns fs- leifssonar. Einsöngvari verður Kristinn Hallsson, en Einar Sturluson syngur stólvers. Þessi kantata er samin sérstaklega fyr- ir þetta tækifæri og jafnframt vígsluljóð við hana. Séra Emil Björnsson, prestur Óháða safn- aðarins, orti vígsluljóðin. Vígsluvottar við athöfnina verða séra Jón Auðuns, dómpró- fastur, séra Jón Thorarensen, prófessor og séra Kristinn Stef- ánsson, Fríkirkjuprestur í Hafn- arfirði. Biskupinn flytur vígslu- ræðuna og safnaðarpresturinn prédikar. Kirkjuna vantar ennþá pípu- orgel, og að vígsluathöfninni lokinni gefst þeim, sem vilja, kostur á að leggja eitthvað fram x sjóð til orgelkaupa. Ánægjuleg h\öld- vaka Norræna félagsins NORRÆNA félagið í Reykjavík efndi til kvöldvöku í Þjóðleik- húskjallaranum fimmtudags- kvöldið 16. apríl í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 40 ár síðan norrænu félögin í Dan mörku, Noregi og Svíþjóð voru stofnuð. Kvöldvakan hótst með því, að Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri flutti ávarp. Stuttar ræður fluttu Bjarne Börde sendiherra Norðmanna, Jens Ege sendiráðs- ritari við danska sendiráðið og prófessor Sven B.F. Jansson frá Stokkhólmi. Frú Britta Gíslason söng norræn lög með undirleik dr. Páls ísólfssonar. Fil. mag. Kai Sanila. frá Helsingfors las ljóð frá Finnlandi og loks flutti Karl Guðmundsson, leikari, gaman- þátt, sem ekki hefur verið flutt- ur áður opinberlega. Að lokum var svo stiginn dans. Kvöldvakan var vel sótt og hin ánægjulegasta. STÚDENTAR 1939 frá M.R. eru beðnir að mæta á fundi í Þjóð- leikhúskjallaranum kl. 8,30 á föstudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.