Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 6
f
MORGVTSBLÁÐIÐ
Fimmtudagur 23. apríl 1959
KINN NÝI 5-FRANKA PENINGUR. — Hér sést franski fjár-
málaráðherrann, Antoine Pinay, vera að skoða hinn nýja 5-
franka pening, sem nú hefur verið sleginn í Parísarborg, en
þessi siifurpeningur er jafnmikils virði eins og 500 frankar
voru áður. —
Nasser gegn kommúnismanum
Nasser heldur nú hverja ræð-
una á fætur annari gegn komm-
únismanum. Og það er ekki nóg
með að hann haldi ræður, held-
ur lætur hann í té blaðaviðtöl
íil beggja handa. þar sem hann
lætur í Ijós ótta sinn við yfir-
drottnunarstefnu Rússa og er eitt
dæmið um það viðtal, sem hann
hefur átt við blaðið New York
World Telegram and Sun og við
indverskt blað, þar sem hann
kemur fram með ýmsar ásakanir
gagnvart kommúnistum. Talaði
hann um „hið geigvænlega
kommúnistiska samsæri" í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs
og sakar rússnesku stjórnina um
að standa á bak við þetta sam-
særi. Nasser lýsir því yfir í við-
tölum þessum, að leyniþjónusta
Egypta hafi komizt að því, að
allar áætlanir um þetta samsæri
hafi verið gerðar á 21 flokks-
þingi Sovét-Rússa í Moskvu i
janúar í ár. Þar höfðu arabiskir
kommúnístar fengið þá „línu“ af-
henta, að þeir ættu að stefna að
því að kljúfa Sýrland og Egypta-
land í sundur, ná yfirráðum yfir
Irak og stofna til nýs „rauðs
hálfmána“, sem væri sambands-
ríki undir stjórn kommúnista,
sem samanstæði af Irak, Sýr-
landi, Jórdaníu, Líbanon og Ku-
weit. Þess má geta hér, að sams-
konar ríkjasamband milli íraks,
Sýrlands, Libanons og Jórdaníu
vakti fyrir Nuri E1 Said, sem
var forsætisráðherra í írak og
myrtur var hinn 14. júlí.
Nasser sagði það sannfæringu
sína, a, Sovét-Rússar ætluðu eft-
ir þessum leiðum ekki einungis
að komast að Persaflóa og Akab-
flóa, heldur einnig allt að Ind-
landshafi. Hann sagði við hinn
ameríska fréttaritara, skýrt og
skorinort, að það væri stefna
Rússa að nota löndin fyrir botni
Miðjarðarhafs, sem stökkbretti
yfir til sjálfrar Afríku.
Nasser gaf að vísu um leið í
skyn, að það væri ekki hugmynd
hans að slíta sambandi við
Moskvu. Það væri mögulegt að
endurreisa að fullu vináttu Araba
sambandsins og Rússa ef Krúsjev
vildi lofa því að skipta sér ekki
að málefnum þessara ríkja. Það
hefur vakið athygli, að Kreml-
stjórrin hefur svo sem engu svar-
að ásökunum Nassers, heldur
þvert á móti látið í ljós opinber-
lega, að þeir muni standa við
loforð sín um þá fjárhagshjálp,
við byggingu Assuan-stíflunnar,
sem þeir hafa lofað.
Það er auðséð, að Nasser er nú
orðinn hræddur við kommúnista
og það alvarlega. Það mun fyrst
hafa orðið honum ljóst, eftir af-
leiðingar uppreisnarinnar í írak,
hvert Rússar raunverulega
stefndu. Nú var hættan komin að
sjálfs hans dyrum. Enn þykist
Nasser vera nægilega sterkur til
þess að geta staðið mitt á milli,
eins og hann orðar það, án hjálp-
ar Vesturveldanna, en í vináttu
við Sovétríkin, en hversu lengi
það verður er vafamál. Sumir
spá því, að á þeim degi, sem það
gerðist að kommúnistar næðu
til fulls yfirráðum í írak, þá
mundi Nasser leita til Vesturveld
anna um hjálp og aðstoð til þess
að tryggja sjálfstæði og frelsi
Egypta. Hvort eða hvenær sá
dagur rennur upp sker framtíðin
úr.
í þessu sambandi má geta þess,
að fyrir fáum dögum var haldinn
míkill fundur í Kairó út af olíu-
málum varðandi löndin fyrir
botni Miðjarðarhafs og sóttu
þann fund yfir 300 fulltrúar og
áheyrnarmenn víðsvegar að úr
veröldinni, þar á meðal frá
AV
♦ *
BRIDCE
♦ *
ÞREM umferðum er nú lokið í
tvímenningskeppni Tafl- og
bridgeklúbbsins og er röð fjög-
urra efstu paranna þessi:
1. Þórður Elíasson og Sölvi
Sigurðsson ......... 753 st.
2. Zophanías Pétursson og
Sigurður Helgason .. 752 st.
3. Svavar Jóhannsson og
Brandur Brynjólfsson 749 st.
4. Róbert Sigmundsson og
Guðjón Tómasson .... 746 st.
Fjórða umferð fer fram annað
kvöld og verður spiluð í Sjó-
mannaskólanum.
— O —
Tvenndarkeppni þeirri er fram
fór á vegum Bridgefélags kvenna
og Bridgefélags Reykjavíkur er
nú lokið. Sveit Hugborgar Hjart-
ardóttur bar sigur úr býtum,
hlaut 732 stig. Auk Hugborgar
eru í sveitinni þau Guðrún Bergs
dóttir, Guðmundur Ó. Guðmunds
son og Steinn Steinsen. — 17
sveitir tóku þátt í keppni þessari
og varð röð 8 efstu sveitanna
þessi:
1. Hugborgar Hjartard. . 732 st.
2. Laufeyjar Þorgeirsd. . 727 —
3. Eggrúnar Arnórsd. .. 703 —
4. Magneu Kjartansd. .. 697 —
5. Lovísu Þórðarson .... 666 —
6. Elínar Jónsdóttur .... 666 —
7. Rósu ívars ......... 660 —
8. Ingu Lýðsdóttur .... 655 —
— O —
Eftirfarandi spil, sem kom fyr-
ir í keppni í Bandaríkjunum,
sýnir hve oft nauðsynlegt er að
spila varlega og vera vel vakandi
gagnvart slæmum legum. Suður
er sagnhafi og spilar 6 spaða og
Vestur lætur út hjartakóng.
Venezuela. írak, sem ræður yfir
miklum olíulindum, átti þar eng-
an fulltrúa. Á fundi þessum var
rætt um það meðal annars, hvern
ig arabisku löndin gætu fengið
meiri hlutdeild í gróða hinna
evrópisku ólíufélaga, sem hafa
starfrækslu í löndum þessum,
heldur en nú er.
* 8 7 5 2
V Á
* Á K G 6 2
* D 7 3
* 10 6 4 3 *D
VKDG9 V 8 7 5 4 2
* 9 5 V hT A ♦ 8 7 3
* K 6 2 N *G10 84
* Á K G 9
V 10 6 3
* D 10 4
* Á 9 5
Hjartaásinn í borði tók fyrsta
slaginn. Spaði var nú látinn út
úr borði og austur lét drottning-
una á og Suður gaf. Þetta varð
til þess að sögnin vannst. Austur
lét nú út lauf, sem Suður drap
með ás. Hjarta var trompað í
borði, tromp látið út og drepið
með gosa og enn var hjarta
trompað í borði. Því næst var
tigli spilað úr borði og drepið
með drottningu og trompin tekin
og afgangurinn á tigul.
Ef við hugsum okkur að Suður
hefði í hugsunarleysi drepið
spaðadrottninguna í upphafi, þá
er útilokað að vinna spilið.
Margur góður bridgespilari
hefði fallið fyrir freystingunni að
drepa spaðadrottninguna, en ef
staðnæmzt er augnablik, þá er
augljóst að gefa þarf slag á tromp
hvort sem er og þá er alveg eins
gott að gera það strax og hafa
valda á spilinu, heldur en að geta
aldrei tekið trompin af andstæð-
ingnum og láta þá stjórna spil-
inu.
Ferming í dag
í Hafnarfjarðarkirkju
Fermingarbörn á sumardaginn fyrsta
klukkan 10.30 f.h.
Stúlkur:
Aldís Gústavs Garðarsdóttir, Garða-
veg 8.
Auðbjörg Jónsdóttir, Eyrarhrauni.
Ásthildur Bryndís Ólafsdóttir, Kirkju-
veg 9.
Bryndís Þórarinsdóttir, Þórsmörk,
Garðahr.
Elísabet Hrefna Jónsdóttir, Hverfis-
götu 16.
Fjóla Aðalsteindóttir, Suðurg. 81.
Gíslína Ingveldur Jónsdóttir, Hlíðar-
br. 2.
Gréta María Garðarsdóttir, Silfurtún
F 3, Garðahr.
Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjavík-
urveg 6.
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Öldugötu
Í4.
Ingibjörg Guðmunda Ólafsdóttir,
Melabraut 7.
Kristín Árnadóttir, Ásbúðartröð 9.
Ólafía Birna Brynjólfsdóttir, Álfa-
skeið 53.
Ólína Margrét Jónsdóttir, Lækjar-
götu 6.
Sigríður Finnbogadóttir, Grænukinn 6.
Sylvia Þórunn Hallsteinsdóttir, Tjam-
arbr. 11.
Valgerður Guðmundsdóttir, Tjarnar-
braut 5.
Vigdís Gunnlaug Sigurjónsdóttir,
Garðsstíg 1.
Þuríður Guðmundsdóttir, Suðurgötu 60
Piltar:
Árni Brynjólfsso*. Álfaskeið 24.
Árni Hrafn Guðmundsson, Sunnuvegi 1
Bjarni Hafsteinn Jóhannsson, Mýrar-
götu 2.
Böðvar Hermannsson, Þórsbergi Garða
hreppi.
Friðþjófur Einarsson, Setbergi, Garða-
hreppi.
Gils Stefánsson, Grænukinn 1.
Gísli Magnús Garðarsson, Silfurtún
H 42, Garðahr.
Haraldur Valgeir Schou, Hinriksson,
Austurgata 27.
Magnús Helgason, Vitastíg 12.
Magnús Magnússon, Hringbraut 74.
Reynir Kristinsson, Hávallagötu 25,
Reykjavík.
Reynir Svansson, Mörk, Garðahreppi.
Örlygur Sigurbjörnsson, Hraunsholti,
Garðahreppi.
Hrognkelsaveiði oð
glœðast á Húsavík
Cott veður, en jörð alhvít
HÚSAVÍK, 21. apríl. — Eftir
nokkuð langan óveðurskafla hef.
ur í gær og í dag verið ágætt
veður. í dag er 8 stiga hiti hér.
: -• j skrifcir úr daglega lífinu J
Læknavaktin laugardaginn
fyrir páska
IÞESSUM dálkum var 2. apríl
rætt um helgidagavakt lækna
hér í bænum, og einkum vikið að
vaktþjónustunni laugardaginn fyr
ir páska. Einnig kom fram kvört-
un um að almennt væri erfitt að
ná í lækni síðdegis á laugárdög-
um.
Velvakandi átti í gær tal um
þetta við ritara Læknafélags
Reykjavíkur, sem er sá aðilinn
sem sér um vaktþjónustuna.
Skýrði hann svo frá að þennan
umrædda laugardag hefðu orðið
mistök, sem urðu þess valdandi
að milli klukkan 8 og 9 um
morguninn gat verið erfitt að ná
í lækni.
Þannig er mál með vexti, að
laugardagurinn fyrir páska hefur
um langt skeið verið frídagur hjá
sjúkrasamlagslæknum. Á því að
vera læknir á vakt þann dag og
var svo einnig að þessu sinni. En
þau mistök urðu, að nafn helgi-
dagslæknis féll niður af lista
þeim, sem sendur er dagblöðum
og slysavarðstofu. Þess vegna var
ekki getið um helgidagsþjónustu
lækna í blöðum þann dag. Lækn-
irinn gerði þó Slysavarðstofunni
aðvart kvöldið áður, en vegna
vaktaskipta um morguninn vissi
stúlkan, sem á vakt var frá kl. 8
um morguninn, ekki að neinn
læknir væri á vakt. Um kl. 9
hafði læknirinn samband við
Slysavarðstofuna og kom þá þessi
misskilningur í ljós og eftir það
var helgidagsþjónustan með eðli-
legum hætti.
Varðandi kvörtun um að erfitt
sé að jafnaði að ná í lækni síð-
degis á laugardögum, vill lækna-
félagið geta þess að yfir sumar-
mánuðina, júní til september
hefst helgidagsvakt kl. 14 á laug-
ardögum.
Aðspurður taldi ritari Lækna-
félagsins oft ófullnægjandi það
að einn læknir væri á nætur- og
helgidagsvakt í bænum, en sagði
að það hefði valdið vaxandi erfið-
leikum, hve vegalengdir eru
miklar og ekki hægt að hafa sam-
band við lækninn meðan hann
er í sjúkravitjunum. Hefði verið
reynt að fá talstöð svo að Slysa-
varðstofan gæti jafnan haft sam-
band við læknisbílinn, en staðið
á gjaldeyrisleyfi. Nú hefði málinu
miðað það vel á veg, að ekki yrði
langt þangað til tækið fengist og
mundi það spara lækninum spor- |
in og sjúklingunum biðina. Eru
það ánægjulegar fréttir.
Nýung í öryggismálum
Reykjavíkurbæjar
BIFREIÐAKENNARI skrifar:
„Á árinu 1956 voru settar
j járnstengur með málmhylkjum,
* gæddum endurskini víðs vegar í
I útjaðri bæjarins, þó aðallega í
suður og austurhluta hans. Málm-
hylkin eða endurskinsdósir, eins
og ég kalla þau, voru staðsett á
ýmsum viðsjárverðum stöðum,
gatnamótum, beygjum og víðar.
Eins og margir vita er lýsingu
gatna víða ábótavant í útjaðri
austurhluta bæjarins. Gatnagerð
er þar yfirleitt skammt á veg
komin og skurðir víða meðfram
vegum og gatnamótum, enda
engin byggð við marga þeirra.
Þessari nýju aðferð við merk-
ingu malargatna ber mjög að
fagna. Hún virðist vera afar ódýr,
þrengir ekki að umferðinni og er
ómetanleg fyrir alla ökumenn,
sérstaklega í myrkri, bleytu og
snjó. Þegar ég fyrst sá þessi merki
ók ég í myrkri og bleytu. Sá ég
þá glitta í þessi ljós sem mörk-
uðu bæði gatnamót og beygjur,
langt að. Að mínu áliti ætti þessi
nýja merking að koma víðar.“
Velvakandi tekur undir orð
bifreiðakennarans, en vill um
leið stinga upp á að ljósmerki
þessi verði höfð nokkru sterkari.
Þau eru æði veikbyggð, enda hafa
þau víða hallazt, sigið eða horfið
Snjó hefur þó lítið tekið upp og
er alhvítt yfir að líta.
Á laugardaginn lagði áætlun-
arbíll af stað til Akureyrar, en
komst ekki Vaðlaheiði fyrir snjó.
Fór hann Dalsmynni og gekk
sæmilega. I morgun var sá veg- •
ur aftur á móti ófær vegna aur-
bleytu, en áætlunarbílinn fór
Vaðlaheiði, sem nú er búið að
opna aftur.
Þorskafli er hér lélegur bæði
á net og línu, en hrognkelsa-
veiðin er að glæðast, enda stöð-
ugra tíðarfar og betur hægt að
sækja sjóinn. Síðustu dagana hef
ur verið ágæt veiði.
Af grásleppunni eru aðeins
hirt hrognin, en hinu hent. Fara
ar mikil verðmæti forgörðum.
Rauðmaginn er aftur á móti hrað-
frystur og virðist vera góður
markaður fyrir hann.
Lóan er komin hingað að kveða
burt snjóinn og mun það vonandi
verða vorboði.
—Fréttaritari.
HÚSAVÍK, 16. apríl — í dag er
hér hægviðri, en þungbúið og
lítils háttar úrkoma hefur verið
í dag. Hiti er við frostmark, al-
hvít jörð — jafnfallinn snjór yfir
allt.
Alljr vegir í lágsveitum eru
greiðfærir, en á heiðum er skaf-
renningur og Vaðlaheiði er ófær.
Ætlunin er að ýta á heiðarbrún-
inni og troða á háheiðinni, undir
eins og veður batnar. Aðalfyrir-
staðan er í Flóanum á háheið-
inni, og er það töluverður snjór.
Áætlunarbíllinn frá Húsavík til
Akureyrar lagði ekki í að brjót-
ast yfir heiðina í dag. Fór áætl-
unarbíllinn þessa leið sl. mánu-
dag og gekk þá ágætlega.
í gær var flogið til Húsavíkur.
Enginn snjór hefur safnazt fyrir
á flugvellinum í þessum snjóa-
kafla. — Fréttaritari.