Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUlSfíL AfílÐ
"'-nmtudagur 23. apríl 1959
Eftir matinn tökum við okkur
sæti í hægindastól og Ella heldur
áfram. „Fyrir þremur árum kom
hingað íslenzkur bátur og þá var
það mitt verk að koma þessum
blessuðum mönnum fyrir, og
gerði ég það í þetta sinn hjá
góðri vinkonu minni, ekkju sem
bjó hér skammt frá“.
Ella er nú eitthvað svo kím-
in á svipinn að ég er orðinn reglu
lega forvitinn. „í þessum hópi var
maður að nafni Steingrímur, og
nú, — segir Ella, er Steini og
þess vinkona mín gift og búa
hérna úti á öckerö. Þangað erum
við boðin í kaffi á eftir, ég
hringdi áður en þú komst og
sagði að ég ætti von á þér.
Eftir svolitla stund erum við
stödd fyrir utan reisulegt hús og
Ella fræðir mig um, að hér búi
Steini, sem heitir fullu nafni
Steingrímur Kristjánsson. Hann
tekur á móti okkur á tröppunum
og brátt erum við farnir að ræða
útgerð yfir rjúkandi kaffibolla.
Steini vill halda því fram að
betra sé að vera á bát hér en
heima. „Enginn munur er á mönn
unum um borð, allir fá jafna
hluti, skipstjórinn einn og 17 ára
háseti einn. Eigendurnir, sem
venjulega eru 2—3 eru alltaf
með i hverri ferð, taka fimm
hluti svo lengi sem báturinn er
í skuld, en eftir það minnkar
þeirra hlutur prósentvís. Hér fá
útgerðarmennirnir enga styrki,
en þrátt fyrir það fara þeir aldrei
á hausinn eins og heima. Eigend
urnir gera sjálfir við vélina og
mála bátana og hér er ekki um
að ræða marga skrifstofumenn
um einn og sama bát. Árslaunin
eru 17 til 2i0 þúsund sænskar
krónur. Legið er úti hálfan mán-
uð ef fiskað er fyrir heimamark
að, en annars oft nær 2 mánuði.
Aflinn, sem seldur er innanlands,
er svo seldur í Gautaborg eða
Lysekil".
Brátt kemur þó að því að ég
þurfi að kveðja og halda til borg-
arinnar. Hér hefur maður mætt
íslenzkri gestrisni á hæsta stigi og
gestgjafarnir báðir fylgja mér úr
garði og alla leið niður á höfn.
Með í hópinn hefur slegizt þing-
maður eyjaskeggja, Olle Johan-
son. Rekur hann fyrir mig sögu
eyjarinnar á leiðinni til skips og
ef til vill væri það efni í aðra
grein.
G. Þór Pálsson.
Eyrabakkastúlkan,
sem laqði út i lönd
augun þegar minnzt er á ísland í
útvarpinu, svo við minnumst nú
ekki á ef svo skyldi vilja til að
þjóðsöngurinn sé spilaður".
Útgerðarmennirnir sjálfir á
bátumum.
/ heimsókn hjá Ellu i Öckerö
Vitanefnd rœðir um
rramkvœmdir á árínu
rætt um að nauðsyn bæri til að
sett yrðu upp radarmerki en at-
hugun hefir leitt í ljós, að hent-
ugra mundi vera, að reistur
verði þar nýr viti milli Alviðru
hamarsvitans og Skaftárósvitans.
Þá var ennfremur lagt til, að
lagt verði rafmagn í 19 vita á
ýmsum stöðum á landinu, eða at-
hugaðir möguleikar á því.
T ónlistarky nning
í ísaf jarðarkirkju
ÍSAFIRÐI, 20. apríl. — Tónlistar-
kynning var í gær í ísafjarðar-
kirkju. Sunnukórinn söng 12 lög
úr nýútkomnu nótnahefti eftir
Jónas Tómasson, tónskáld. Þá
lék tónskáldið sjálft 4 orgelverk
úr sama hefti. Síðan gerði Jónas
Tómasson grein fyrir því hvernig
sönglögin urðu til og skýrði
form orgelverkanna. Að lokum
ávarpaði sóknarpersturinn séra
Sigurður Kristjánsson tónskáldið
og flutti því þakkir fyrir mikil
störf unnin í þágu tónlistarmála
bæjarins. — Guðjón.
ULLAREFNI
Kápuefni
Kjólaefni
★
POPLÍN
Kápuefni
Blússuefn.
★
Allskonar bútar
i
Laugavegi 116
sem þar unnu, „en ef til vill var
ekki málið erfiðast“, segir Ella
og fer að lýsa fyrir mér erfiðleik
unum í sambandi við að flytja
til öckerö og samlagast fólkinu
þar. Hún þekkti engan, en allir
þekktu hana þ.e.a.s. allir vissu
að þetta var stúlkan frá íslandi,
sem nýkomin var í plássið og allir
horfðu á. Ella vill sem minnst
um þetta tala, en eftir því sem
ég fæ bezt skilið, þá gekk henni
vel, hún var dugleg og gerði sjálf
það sem gera þurfti án hjálpar
annarra. Það líkaði Svíum vel
og brátt aflaði Ella sér mikilla
vinsælda.
Ég vék tali mínu að einhverju
öðru og þá losnar um málbeinið á
stúlkunni frá Eyrarbakka. Hún
segir mér frá því að á síðustu ár-
um stríðsins hafi íslenzku bátarn-
ir byrjað að koma til öckerö til
viðgerðar eða til að skipta um
vél. „Svo eru vélarnar alltaf sett
ar hér í bátana, sem hann Einar á
Djúpuvík byggir fyrir íslend-
inga“. Það kemur smám saman í
ljós að Ella er hálfgerður konsúll
á öckerö. íslendingar hafa ófáir
búið hjá henni jg margan góðan
Ella ásamt eiginmanni og syni ,,
in leiki sér hér, alls staðar sé
frjálst og óhindrað. Dóttirin Edda
Guðrún er hjá prestinum. Hún
á að fermast í haust. Gallinn við
Eddu Guðrúnu er sá að hún vill
ekki heita Edda, sem er mjög
sjaldgæft nafn í Svíþjóð. Krakk-
arnir uppnefna hana og kalla
Edda Skedda, en Skedda er nafn
á fiskitegund. Þetta á Edda, nei
ég meina Guðrún mjög erfitt
með að þola, en presturinn og
læknirinn á staðnum, sem eru
góðir fjölskylduvinir kalla hana
alltaf Eddu, Guðrúnu til mikillar
skapraunar. Áður en Edda Guð-
þar á eynni. Segist Ella þá vera
í rauðakrossdeildinni, öðru ekki.
„Hér er ekkert hægt að lyfta sér
upp, því flestir íbúarnir eru Hvjta
sunnufólk og úr Fíladelfíusöfn-
uðum. Þess vegna fer ég alltaf á
fundi og skemmtanir hjá Sænsk-
íslenzka félaginu í Gautaborg,
þegar eitthvað er“. Ella þarf ekki
að segja mér neitt um það hversu
oft hún fari á þá fundi, því það
veit ég bezt sjálfur og fleiri en
ég hafa dáðst að henni, þegar hún
kemur til borgarinnar í hvert
sinn er fundur er, í hvernig veðri
sem er. Fyrir Ellu er félagið mik-
ils virði og það held ég að það sé
fyjúr flesta íslendingana sem hér
eru. „Gallinn er bara sá að við
íslendingar erum ekki nógu marg
ir hér til þess að félagið geti bara
verið íslendingafélag, svo við
verðum að taka Svía inn í það
líka. Já, oft hefur verið gaman,
segir Ella, við fjölmenntum t.d.
á frumsýninguna á Sölku Völku,
það var ljóta myndin, svei mér
þá“.
Frá höfninni í öckerö
kaffisopann hafa þeir drukkið
hjá föðurlandsvininum frá Eyrar-
bakka, sem finnst gaman að geta
gert eitthvað fyrir landa sína.
Nú kemur stærðar strákur þjót
andi inn í stofuna, þar sem við
sitjum yfir góðum mat. Ella kynn
ir mig fyrir syni sínum, Kurt
Axel, sem segist vera rassblaut-
ur. Kurt Axel er nefnilega að
smiða sér flatbotna fleytu og í
dag á að sjósetja og því mikill
undirbúningur. Ella segir mér að
hugur drengjanna sé við sjóinn,
þar leiki þeir sér mestan hluta
dagsins, annars sé sama hvar börn
rún fermist verður hún að ganga
til prestsins tvisvar í viku allt
sumarið og mæta verður hún við
messu hvern sunnudag. Kverið
verður hún að læra utanbókar og
svara spurningum úr því á ferm
ingardaginn. „Þetta er ekkert
betra en þegar ég var að ferm-
ast“, segir Ella. „Þau eru mestu
andstæður greyin. Kurt Axel er
líkur mínu fólki, kátur og fjörug-
ur, en Edda Guðrún er aftur á
móti róleg eins og pabbi hennar.
Kurt Axel var heima á íslandi
fyrir tveim árum og líkaði mjög
vel. Hann skilur alveg íslenzku,
þó svo að hann tali hana ekki“.
Félagslif
Eg rek nú augun í rauðaxross
merki úr gulli, sem Ella á. Kemur
þá fram að þetta er heiðursmerki
sænska Rauða krossins fyrir 10
ára dygga þjónustu. Ég gerðist þá
forvitinn og spyr um félagslífið
Nú heyrist í útvarpinu þjóð-
söngur Englands og Ella tekur
undir og syngur hástöfum Eld-
gamla ísafold. Ég hálf hrekk við
því að Eyrarbakkastúlkan er gíf-
urlega raddmikil og hálfpartinn
átti ég ekki von á því að hún íæri
að syngja núna, þó svo ég vissi að
hún er söngelsk með afbrigðum
Segist Ella þá syngja mikið heima
við, ekki sízt til þess að halda
málinu við. Mikið hlýtur hún að
hafa sungið í þessi 20 ár, því
ekki heyrist á máli hennar, að
hún hafi verið erlendis svo lengi.
„Æ, segir Ella, ég fæ oft tár í
I NÝJUM Ægi er skýrt frá því
að nýverið hafi vitanefnd komið
saman til fundar til að gera til-
lögur um framkvæmdir við vita-
byggingar á þessu ári. Formaður
nefndar þessar er vitamálastjóri,
Aðalsteinn Júlíusson og aðrir
nefndarmenn þeir: Friðrik Ólafs
son skólastjóri Stýrimannaskól-
ans, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri
forseti Farmanna- og fiskimanna
sambands íslands og Davíð Ól-
afsson fiskimálastjóri.
Meðal þeirra tillagna er vita-
málanefnd gerði varðandi fram-
kvæmdir á þessu ári nefnir Ægir
m.a.
Blóm
Fyrir Sumardaginn fyrsta:
Afskorin blóm og
pottaplöntur. —
Gróðrastöðin við Miklatorg
Sími 19775
I. O. G. T.
St. Andvari nr. 265
Fundur fellur niður í kvöld. -
— Æ.t.
34-3-33
'Þungavinnuvélár
Gólfslípunin
Barmahiíð 33. — Simi 13657
Ýmsar endurbætur verði gerð-
ar á vitanum á Dalatanga þ.e. ljós
ljósvitann og breyta radióvit-
vitanum. m. a. að leiða rafmagn
vitanum, radióvitanum og hljóð-
anum þannig, að hann sendi
stöðugt.
Lengd ljósblossans í Garðskaga
vita verði aukin úr 0,1 sek. í 0,3
sek. en það jafngildir því, að
ljósmagnið væri aukið um helm-
ing með óbreyttri blossalengd.
Galtarviti verði endurbyggður,
ljóstækin endurbætt og sett raf-
magnsljós.
Á Meðallandssandi hefir verið
FYRIR rúmum 20 árum, þegar
Ella ákvað að fara til Svíþjóðar
var það ekki eins auðvelt og í
dag. Samgöngurnar voru ekki
eins góðar og nú. En Ella var á-
kveðin og loks komst hún fyrir
atbeina góðs kunningja á norsk-
an síldarbát, sem stundað hafði
veiðar við ísland og var nú á leið
til Noregs. Þannig komst Ella til
Svíþjóðar, eða nánar tiltekið til
Gautaborgar. Nú var hins vegar
annar Þrándur í götu hennar, —
atvinnuleysið, — sem þá var svo
gífurlegt meðal þjóðarinnar, að
þeir litu ekki við útlendingum.
Ella stóð samt vel að vígi, því
hún var vön matartilbúningi og
hótelrekstri frá Laugarvatni, en
þar hafði hún unnið í 3 ár. Brátt
kom því að því að hún fékk vinnu
hjá fjölskyldu einni í Gauta-
borg og þar vann hún fyrir 25
krónum sænskum á mánuði, sem
var lélegt kaup þá. Það var hins
vegar Ellu til hjálpar að þá
keyptu bankarnir íslenzku krón-
una, meira að segja á sæmilegu
gengi.
Örlagarík ferð
Á Siglufirði hafði Ella kynnzt
sænskum skipstjóra á síldarbáti.
Skipstjóri þessi átti heima á Öck-
erö fyrir utan Gautaborg. Hann
hafði einhvern tíma minnzt á það
við Ellu að ef hún kæmist til Sví-
þjóðar þá skyldi hún koma til
sín. Einn góðan veðurdag tók
hún sér far með eyjabátnum til
öckérö. Þá vildi svo til að ein-
mitt hjá þessum kunningja henn
ar var þá staddur annar íslend-
ingur Árni Helgason frá Kefla-
vík, sem var þá að kynna sér
meðferð flotvörpu. Ellu líkaði svo
vel á öckerö að hún ákvað að fara
þangað aftur í sumarfríi sínu, og
þa’ð varð örlagarík ferð. Hitti hún
þá dugmikinn sænskan sjómann,
og ekki leið á löngu áður en þau
giftu sig. Það hafði stúlkunni frá
Eyrarbakka aldrei dottið í hug að
koma ætti fyrir sig, að giftast út-
lendingi, — „svo mikill föður-
landsvinur sem ég er“, sagði Ella
og bætti síðan við: „ég vil að
minnsta kosti fara heim og
deyja“.
Yfirsteig örð*ugleikana
Ella komst fljótt inn i málið,
ekki sízt vegna þess að dönsku
kunni hún áður en hún fór. Einn-
ig hafði hún unnið við fyrstu
Sogsvirkjunina og þar haft tæki-
færi til þess að tala við Svíana,