Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNBf, 4 *> I ® Flmmtudagur 25. april 1959 Skrifstofustúlka Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða dug- lega og helzt vana skrifstofustúlku. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „9574“, fyrir næstu helgi. Hús til leigu Húsið nr. 18 við Miðtún er til leigu frá 1. maí til 1. okt. n.k. Upplýsingar í skrifstofu Loftleiða Reykja- nesbraut 6, sími 18440. Loftleiðir 2ja herbergja rúmgóð í búð í tvíbýlishúsi með öllum þægindum og sér inngangi á fögrum stað á hitaveitusvæði í austurbænum, er til leigu strax. Fyrirspurnir seridist afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt: „4183". Nýleg 3ja herbergja íbúðarhœð um 80 ferm. jarðhæð, með harðviðarhurðum i stein- húsi við Nökkvavog til sölu. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546 7—8 herb. íbúð helzt einbýlishús, á góðum stað óskast tii kaups eða leigu. Nánari upplýsingar veitir malflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6 — Sími 12002 og 13202 Tenfjord stýrisvé! ÍE5. Það er öruggt, að hún er góð NORSK UPPFINDING, einföld, mjög- sterkbyggð, örugg t notkun, tekur litið pláss og viktar litið. t>essi snjalla framleiðsla, gerð eftir öskum og kröfum norskra sjófarenda um vél sem aldrei má bregðast, snildarlegt cinfalt vél- fræðilegt afrek, hefir auk þess þann kost að verðið er hóflegt. Afgreiðist fljótt, eingöngu hand- stýrð cða rafkniiinn með hand- stýringu til vara. 500 i notkun i NOREGI. — TEN- FJORD er stýrisvélin sem allir sjómenn hafa beðiö eftir. Stýrissúla Klnkaumboðsmenn á lalandl EGGERT KRISTJANSSON & tu„ H.t. Símar 1-14-00 Sigurjón Magnússon í Hvammi sjötugur ENGINN ekur svo þjóðbraut um Vestur-Eyjafjöll, að honum geti sézt yfir reisulegan bæ í fögrum hvammi rétt ofan við veginn, en yfir bænum gnæfir í bogadregn- um sveig ein tígulegasta fjalla- hyrna byggðarlagsins. Þessi bær er Hvammur undir Eyjafjöllum, heimili Sigurjóns Magnússonar. Og þeir eru orðnir margir ferða- mennirnir, innlendir og erlendir, sem numið hafa staðar í Hvammi síðustu tvo mannsaldra og notið ógleymanlegrar gestrisni og greiðasemi þessa heimilis og væntir mig, að þes* muni marg- ur minnast á þessum tímamótum í ævi Sigurjóns Magnússonar, er hann verður sjötugur. Sigurjón Magnússon fæddist í Hvammi undir Vestur-Eyjafjöll. um 23. apríl 1889, sonur hjónanna Magnúsar 'Sigurðssonar og konu hans Þuriðar Jónsdóttur er þar bjuggu þá. Eigi kann ég að rekja ættir þeirra, en hitt veit ég gerla, að bæði voru þau atgerfis- og mannkostamenn, heimilið annál- að fyrir gestrisni, greiðasemi og allan myndarskap,- enda mjög í þjóðbraut. Magnús var glöggUr maður, greindur og athugull, ,en Þuríður hin mesti fróðleiks- og gáfukona og erfði Sigurjón drjúg- um þessa kosti beggja. Sigurjón ólst upp í þessum for- eldrahúsum og tók ungúr að leggja stund á smíðar. Gerðist hann er frá leið hinn mesti völ- undur til hvers, er hann tók hönd um, útsjónarsamur. og verkhygg- inn og kappsmaður mikill til starfa. Varð hann jafnvígur á alla smíði, tré og járn, silfur og kopar, hugvitssamur og smekkvis í hverjum hlut sem hann lagði hönd að, Hefi ég séð ýmsa smíðis- gripi Sigurjóns forkunnar fagra. En þess er þó jafnframt að minn- ast, að smíðarnar voru Sigurjóni lengst af tómstundavinna, því að allan meginhluta ævinnar varð hann að vinna að búi sínu hörð- um höndum, hvað sem öðrum áhugamálum leið. Og fylista ástæða er til að minnast þess einnig að margt þarft handar- vikið hefur Sigurjón unnið ná- grönnum sínum og sveitungum, því að svo greiðasamur er hann, að hann myndi vilja vera hvers manns hjálparhella, er einhvers þurfti við. Sigurjón Magnússon kvæntist árið 1912 Sigríði Einarsdóttur frá Varmahlíð hinni ágætustu konu og hóf þá búskap í Hvammi eftir foreldra sína. Sigurjón var á þeim árum afrenndur maður að dugnaði og Sigríður hin mesta atorkukona. Hélt heimilið því öll- um sínum gömlu góðu kostum og myndarbrag, en. fylgdist ávallt vel með breytingum til framfara. Hefur það jafnan verið í forustu um framtak-og myndarskap í bún aði,. greiðasemi og gestrisið rheð afbrigðum, enda vandfundinn sá staður þar sem gesti og gangandi er fagnað af vinsamlegri alúð, en í Hvammi. Eru þeir því harla margir, sem eiga góðar minning- ar um heimilið í Hvámmi, fyrir utan þá fjölmörgu, sem Sigur- jón hefur orðið að liði með smið- um sínum og drengilegri hjáip- semi. Árið 1951 var Ásólfsskálakirkja “undir Eyjafjöllum niður tekin og efnt til nýrrar vandaðrar kirkju. Söfnuðurinn er fámennur og fé var lítið fyrir hendi, eins og ger- ist. En Sigurjón Magnússon tók að sér að standa fyrir smíði kirkj- unnar og leysti það af hendi með alkunnum dugnaði sínum og hag- sýni, og hinu fegursta hand- bragði. Varði hann til þessa verks meginstarfi sínu hátt á annað misseri og sýndi að lokum hinum fámenna söfnuði það rausnar- bragð, að gefa að mestu vinnu sína við kirkjuna. Er þessa aðeins getið sem dæmis um drengskap Sigurjóns, þegnlund hans og manndóm. Þau Sigurjón og Sigríður í Hvammi eignuðust fimm börn og af þeim eru þrjú á lífi. Þau eru: Magnús bóndi í Hvammi, Einar vélstjóri í Reykjavík og Þuríður húsfreyja í Reykjavík, öll mann- vænleg og drengir góðir eins og þau eiga kyn til. Ég óska Sigurjóni og öllum ást- vinum hans innilega til hamingju á þesum tímamótum með þökk fyrir vináttu og drengileg kynni. Sigurður Einarsson. ☆ ! HVAMMUR undir Eyjafjöllum er eitt fegurst býli á Suðurlandi að umgengni, gerð húsa og um- hverfi, auðþekkt öllum, er þar eiga leið um þjóðgötu, Sigurjón Magnússon bóndi í Hvammi á 70 ár að baki í dag. Flestir Sunnlendingar kunna skil á hon um og margir aðrir, smiðnum og manninum og báðum að miklum ágætum. Sízt þó fyrir það, að Sigurjóni hafi verið keppikefli að vinna sér „til lofs né frægðar", fremur en hagleiks- maðurinn austfirzki. Margs má minnast á merkum tímamótum, en eitt framar öðru kemur mér í hug. Árið 1951 hófu íbúar Ásólfs- skálasóknar byggingu kirkju af ærnum vanefnum. Þá varð það til hjálpar, að Sigurjón í Hvammi ] tók að sér að leiða verkið. Með verkhyggni hans og hagleik að bakhjarli þurfti engu að kvíða. Heilsa hans stóð þá höllum fæti, en hlífisemi við hana kom aldrei til greina. Ég efa mjög. að. Ás- ólfsskálakirkja stæði nú fpllsmíð- uð ef ekki hefði notið við for- ystu og eigi síður fórnfýsi Sig- urjóns í Hvammi. Þar á hann líka minnisvarða, er að vonum varir lengur en „grafletur á grjóti". Heimili Sigurjóns og hans'veg lyndu könu, Sigríðar Einarsdótt- ur, hefur jafnan verið mikilsvert vitni íslenzkrar bændamenning- ar eins o| hún getur bezt orðið. Gestrisni hefur þar jafnan verið í hávegum höfð og ást á fróðleik, iðjusemi og góðum siðum setið í fyrirrúmi. Fáir menn, lífs eða liðnir, eru mér hugstæðari en hin gáfaða og margfróða móðir Sigurjóns í Hvammi, Þuríður Jónsdóttir. Faðir hans, Magnús Sigurðsson, var vel metinn sveit- arhöfðingi, vinfastur maður og ráðhollur svo að af bar. Af við- horfi þeirra mótaðist Sigurjón á æskualdri. Ungur byrjaði hann að vinna öðrum gagn, og enn er hann flesta daga í smiðju sinni, sem hýst hefur harm hans og gleði á liðn- um árum. Smíðisgripir hans hafa víða borizt og sóma sér hvar- vetna Vel. Nám Sigurjóns í barnaskóla nam eigi mörgum mánuðum og önnur varð skóla- ganga hans ekki, en þó stendur hann mörgum lærðum meistur- um á sporði í smíðum sínum. . Ég óska Sigurjóni, konu hans og skylduliði öllu til hamingju með daginn og árna honum góðs á ókomnum árum. Þórður Tómasson. Ég bef feagið nýjan stýrimann um borð »IO*n R0BBRT80N atýrtaiMður Uom ttza óorð Mfftaun vtfl mN aem tmr- tNfu- Mfflr •kipatýörlna ðS( b«fl raynt nfl *týru bator aJAlfur cmi mér MiMui ávallt ROBERTSON ijálf»týrtng I Auto- Pílot) »r véiknúinn stýrimaflur mefl rnfmmgnshelin. Hann heldur nákvem- lega þelrrl otefnu sem þér ákveflið hvort Km veðrlð er gott eðn vont Hœgt er afl stýra frá hvaða atað aem er á skipinu, frá dekki stýrishúsþakí eða öflrum æskilegum etöflum Það er auðveit afl koma ROBERTSON sjálfatýrtngu fyrir, hún er fyrlrferða- Util örugg i notkun og sterkbyggfl LAtlð Mtja R0BKRT80N ajálfstýriagu • sktp yðar og sparlfl mefl þvl vinnukraft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.