Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. apríl 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 DC-6 á flugi Loftleiðir kaupa 2 Dc-6b vélar Elektra-kaupunum skotið á frest að sinni LOFTLEIÐIR undirrituðu í gær- kveldi samninga við Pan Ameri- can um kaup tveggja flugvéla af gerðinni DC-6b, en sem kunn- ugt er hafa Loftleiðir lengi haft í hyggju að endurnýja flugvéla- kost sinn. Enn er ekki ákveðið hvenær flugvélarnar verða af- hentar, en þær munu ekki koma inn á sumaráætlun félagsins, sem þegar er fullákveðin. Þessar tvær vélar eru 3—4 ára gamlar — og af nýjustu og fullkomnustu gerð þessarar tegundar. Kristján Guðlaugsson hafði orð fyrir stjórn Loftleiða, er hún hafði tal af blaðamönnum í gær. Kvað hann hér um veigamikiá skref í þróunarsögu félagsins að ræða — og þakkaði Norman Blake, varaforseta Pan American góða samvinnu um samningsgerð þessa. Norman Blake lét þess getið, að engar flugvélar hefðu verið jafn- arðbærar Pan American og DC- b6 — og þrátt fyrir tilkomu þot- anna mundi félagið starfrækja margar flugvélar þessarar gerð- ar enn um skeið, aðallega í S- Ameríkuflugi. Kaupverð flugvélanna var ekki gefið upp að svo stöddu — og heldur ekki afhendingartími, en Alfreð Elíasson, framkvæmda- stjóri Loftleiða, lét þess getið, að líklegra væri, að Skymaster-flug- vélar félagsins, sem eru tvær, yrðu ekki seldar þrátt fyrir til- komu fullkomnari véla. Þessar nýju flugvélar, DC-6b, eru fram leiddar hjá Douglasverksmiðjun- Ánœgjulegri tónleikaför til Tékkóslóvakíu lokið um í Bandaríkjunum, og eru tölu vert stærri en DC-4, Skymaster. DC-6b ganga undir nafninu Cloud master, þær hafa loftþrýstiklefa og taka' 80 farþega, eru um 4 metrum lengri en Skymaster, en hafa sama vænghaf — og eru fjögurra hreyfla. Fullhlaðin veg ur DC-6b liðlega 48 tonn, eða 15 tonnum meira en Skymaster. Cloudmaster ber tæplega 9 tonn af varningi, eða liðlega tveimur tonnum meira en Skymaster og samanlagður hestaflafjöldi hreyflanna er 10 þús., en 5,800 í Skymaster. Meðalflughraði Cloudmaster er 465 km. á klst. og mesta flug- þol 7 þús. km. Getur hún t.d. flogið 5 sinnum milli Reykjavík- ur og Glasgow án þess að taka eldsneyti. Meðalflugtími milli Reykjavíkur eg New York yrði því 8V2 klst. og milli Reykjavík- ur og Kaupmannahafnar 4,50 klst. Það var árið 1951, að Douglas- verksmiðjurnar hófu að fram- leiða DC-6b, en framleiðslunni lauk á síðasta ári vegna tilkomu þotanna. Enda þótt þessi flugvél þurfi töluvert meira athafna- svæði — og lengri flugbrautir en Skymaster mun Reykjavíkurflug völlur nægja henni í flestum til- fellum — þ. e. a. s. eftir að þeirri lengingu flugbrauta, sem nú stendur yfir, er lokið. Ekki mun DC-6b þurfa fjöl- mennari áhöfn nema hvað einni flugfreyju þarf að bæta við sak- ir fjölgunar farþega miðað við Skymasterflugvélarnar. Eftir að þessi kaup hafa verið gerð munu Loftleiðir hafa bætt aðstöðu sína í samkeppninni við erlend flugfélög — en samt mun enn ekkert ákveðið um fargjöld með hinum nýju vélum, hvort þau verða lægri en fargjöld ann arra félaga yfir Atlantshafið, eins og hingað til hefur verið. Mun félagið vera horfið frá Electra- kaupunum fyrirhuguðu að sinni DC-6 — séð að innan Rússar áhugasamir um NATO-stöðvar í Noregi KENNARAR og nemendur Tón- listarskólans hér í Reykjavík, sem fóru í byrjun þessa mánaðar í hljómleika- og kynnisför aust- ur til Tékkóslóvakíu, eru komnir heim. Árni Kristjánsson skóla- stjóri skýrði blaðamönnum frá því í gær, að för þessi hefði í alla staði verið hin ánægjuleg- asta, ljúfmannlegustu móttökur, skemmtileg ferðalög, hefðu verið farin. Ánægjulegt hafi verið að koma á hljómleika og hlýða á óperuflutning, hvortveggja eftir hina gömlu klassisku meistara. íslendingarnir höfðu aftur á móti K\ ikm vndasýning Germanín Á (MORGUN), laugardag, verð- ur kvikmyndasýning í Nýja Bíó á vegum félagsins Germanía og hefst hún kl. 2 e.h. Þar verða sýndar fræðslu- og fréttamyndir, m.a. mynd tekin á sjávarbotni, er sýnir samvinnu dýranna, sem þar lifa, hvernig þau hjálpa hvert öðru til að forðast hættur djúp- anna. Þá er mynd, er sýnir dýra- lífið í mýrlendi Norður-Þýzka- lands og gefur þar að líta ýmsa fugla, sem hingað koma einnig, hreiðurgerð þeirra og aðra lifn- aðarhætti. Enn verður sýnd mynd frá Berlín, þeirri marg- reyndu borg, sem nú verður enn einu sinni til umræðu á fundum utanríkisráðherra stórveldanna i næsta mánuði. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill, börnum þó einungis í fylgd með fullorðn- um. kynnt íslenzka nútímatónlist, með því að leika verk eftir Jón Nordal, eftir dr. Pál ísólfsson og Helga Pálsson. Sagði skóla- stjórinn að tónlistarflutningi ís- lendinganna hefði verið mjög vel tekið, svo og hinum íslenzku verk um, sem borið hafi verið lof á. Áhugi manna þar eystra fyrir íslandi virtist mikill og hafði út- varpið í Prag samtal við Árna Kristjánsson, um íslenzka menn- ingu, og ísl. atvinnulíf eins og það er í dag. Árni Kristjánsson sagði að í ráði væri að Ríkistónlistarháskól inn í Prag, kæmi hingað í boði Tónlistarskólans síðla næsta sum ar og myndi í þeim hópi vera rektor skólans, tveir kennarar og nokkrir nemendur, og myndu Tékkarnir halda hér tónleika. Skólastjórinn sagði að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem Tónlistarskólanum væri boðið í slíka heimsókn, en þær eru ekki óþekkt fyrirbrigði úti í löndum og hefði þessi tónlistarför að sín- um dómi heppnast mjög vel. í hópi Islendinganna voru auk Árna Kristjánssonar, skólastjóra, Jón Nordal, tónskáld, Björn Ól- afsson, konsertmeistari, Hildur Karlsdóttir, Árni Arinbjarnarson og Sigurður Björnsson, sern nú er við söngnám suður í Þýzka- landi. íslendingarnir nutu gisti- vináttu Tékka í 10 daga og á þeim tíma héldu íslendingarnir 6 tónleika, og léku að lokum inn á plötur fyrir útvarpið í Prag. Tíðarfar gott ÞÚFUM, N.-ís., 18. apríl. — Tíð- arfar er gott hér, en stormar nokkrir, og engin vorhlýindi kom in enn. Boðberi vorsins, lóan, er þó komin, en lætur lítið á sér bera ennþá. Farið verður að sleppa geldfé fram úr þessu. P.P. OSLÓ, 20. apríl. NTB. — í tvoj mánuði hafa staðið yfir viðræður milli norsku stjórnarinnar og sendiherra Rússa í Osló um vænt- anlega byggingu birgðastöðva fyr ir Atlantshafsbandalagið í Nor. egi. Þetta var tilkynnt af norska utanríkisráðuneytinu í dag. Málið var fyrst tekið til um- ræðu milli þessara aðila í viðtali sem rússneski sendiherrann átti við Halvard Lange utanríkisráð- herra 16. febrúar, og þá sagði Lange að birgðastöðvarnar yrðu hluti af sameiginlegum vörnum Atlantshafsríkjanna, og mundu þær á friðartímum vera undir norskri stjórn. Rækilegar skýrslur. Rússneski sendiherrann tók mál ið upp að nýju, og eftir að Ger- hardsen forsætisráðh. og Lange utanríkisráðherra höfðu gert ræki lega grein fyrir málinu í viðtali við sendiherrann 4. marz sl., fékk sendiherrann sérstaka skýrslu um málið hinn 17. marz, sem norska stjórnin hafði látið gera. Loks ræddi Lange enn rækilega við rússneska sendiherrann 15. apríl sl. Hvort niðurstöður þeirra við- ræðna voru komnar til Moskvu, áður en Sovétstjórnin sendi norsku stjórninni orðsendingu sína 16. apríl um stefnu Noregs í Atlantshafsbandalaginu, er ekki vitað með vissu, segir í tilkynn- ingu norska utanríkisráðuneytis- ins. Þeirri orðsendingu verður svarað með venjulegum hætti. Orsökin til þess að viðræður við rússneska sendiherrann hafa ekki verið birtar í Noregi er sú, að sendiherrann hefur látið á sér skilja, að Rússum væri ekki um það gefið að fá þær birtar, segir í tilkynningunni. Leikskýli og leikvöllor BÆJARRÁÐ hefur samþykkt smíði leikskýlis og að gerður skuli smábarnaleikvöllur. Hér er um að ræða smíði leikskýlis við Kambsveg í Kleppsholti og smá- barnavöllurinn er við Ljósheima og að á þessum velli verði einnig gert leikskýli. Um þessar fram- kvæmdir hafði leikvallanefnd fyrir nokkrum dögum gert til- lögur til bæjarráðs. — Barnadagurinn Framh. af bls. 1. bíói. Kl. 3 verður barnaleikritið Undraglerin sýnt í Þjóðleikhús- inu. Að venju ganga skátarnir fylktu liði í kirkju á sumardag- inn fyrsta, ylfingar og ljósálfar í Fríkirkjuna og skátarnir í Dóm- kirkjuna. f skátahreyfingunni í Reykjavík eru hátt á annað þús- und börn. Skátafylkingin leggur af stað kl. 10 f.h. frá Skátaheim- ilinu, og leika lúðrasveitir fyrir göngunni. í Dómkirkjunni mess- ar biskup íslands, herra Ásmund- ur Sveinsson, en í Fríkirkjunni séra Bragi Friðriksson. STAKSTEIIVAR „Fúaspott«r og hálmstrá“ Það er aðalfyrirsögnin í Tím- anum í gær, að „tillögur stjórnar innar eru fúaspottar og hálmstrá og hreint ekkert meira“. Þannig eru undirtektirnar hjá 1 Tímanum þegar verið er að gera ! upp þrotabú Eysteins Jónssonar, en það er stærra og meira en svo að það verði gert upp á nokkrum mánuðum og gerð sú nýskipan, ■ sem verða þarf, og mun fæsta undra, þó að ráðstafanir, sem nú eru gerðar, séu ekki til fullnaðar, 1 heldur hljóta endanlegar ráðstaf- ■; anir í efnahagsmálunum að biða nýrrar stjórnar sem hlýtur að skapast upp úr þeim kosningum, sem verða á þessu ári. ^ Nú er það alkunnugt, að fvrr- verandi ríkisstjórn gerði einar og aðrar ráðstafanir, sem hún kall- . aði svo, í efnahagsmálunum. i Manna á milli voru þær ýmist kallaðar „jólagjöf“ eða „bjarg- ráð“ eða einhverjum öðrum nöfn- ; um. Ekkert af þessu dugði. Og t það endaði loks með því að ríkis- j stjórnin sagði af sér út af ráða- ' leysi. Viðvíkjandi fjármálaráð- ' herranum er þess að geta, að hann hafði engar tillögur fram að bera um lausn efnahagsvand- ans, hann gat ekki einu sinni boðið Alþingi upp á „fúaspotta og hálmstrá“ hvað þá meira. En þessi yfirskrift sýnir það, að hroki Tímans er samur og áður og er sannarlega tími til kominn að þennan hroka Framsóknar- j klíkunnar setji nokkuð niður. I / Rifjað upp Alþýðublaðið rifjar það upp i aukablaði sínu í gær um kjöt- dæmamálið, að Tíminn hafi talið í febrúar að núverandi kjördæma skipun væri „óskapnaður" og hafi blaðið þá sagt: „Hér verður að vinna fljótt og vel og leita lækninga". Loks bendir sama blað á, að 4. þing ungra Framsóknarmanna á Akureyri 1948 hafi ályktað að það væri bót á núverandi kosninga- fyrirkomulagi að landinu verði skipt í nokkuð stærri kjördæmi. „Hvert er óréttlætið?“ | | í sama aukablaði Alþýðublaðs- ins er rætt um óréttlæti i kjör- dæmaskipuninni og segir þar m. a.: i „Framan af þessu tímabili þ. e. 1942—1956 voru sjö kjördæmi með innan við 1000 kjósendur fyrir hvern þingmann, en undir lokin voru þau orðin níu. Þannig vex óréttlætið á alla lund með timanum. Takið eftir, að litlu kjördæmin þurfa stöðugt færri kjósendur til að fá þingmann, en hin stóru stöðugt fleiri Nú kunna menn að segja, að uppbótarþingsætin hafi verið til þess gerð að bæta úr þessu órétt- læti í kjördæmaskiptingunni. Þau voru aðallega til að jafna á milli flokkanna, en ójöfnuður milli kjósenda í hinum ýmsu lands- hlutum jafnaðist íítið með þeim. Litlu kjördæmin fengu þá. býsna oft uppbótarmenn líka, þannig að misréttið óx um allan helming. Á tímabilinu 1942—56 fengu eftir- talin kjördæmi með færri en 1000 atkvæði á bak við þingmann sinn uppbótarsæti að auki: Vestur- Skaftafellssýsla einu sinni, N- Isafjarðarsýsla tvisvar, Austur- Skaftafellssýsla tvisvar, Dala- sýsla tvisvar og Seyðisfjörður sællar minningar fjórum sinum!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.