Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 1
20 slður 46. árgangur 96. tbl. — Fimmtudagur 30. apríl 1959 Prentsmiffja Morg amblaðsfaui Ehdurskoðun rafvœðingaráœtlunarinnar: Tryggir að rafvœðingu landsins verði lokið á tilsetfum fín.j Sparar þjóðinni 113 millj. kr. en veitir jafnmörgu fólki afnot raforku Vinstri stjórnin dró stórkostlega úr raforkuframkvœmdum í sveitum I FYRRADAG gerði Magnús Jónsson grein fyrir því, á Alþingi vlð þriðju umræðu fjárlaga, hvernig fyrirhugað væri að ráðstafa 6 milljón dollara láni, sem ætlunin er að taka í Bandaríkjunum. Er skipting lánsins fyrirhuguð þannig, að 45 millj. kr. gangi til raf- erkusjóðs, 25 millj. kr. til ræktunarsjóðs og 28 millj. kr. til hafnar- framkvæmda. Hins vegar er frestað að taka ákvörðun um ráðstöfun yfirfærslugjalds af þessu láni, sem nemur rúmum 50 miUj. króna. 10 ára áætluninni lokið á tilsettum tíma Magnús Jónsson skýrði frá því, að við 2. umr. fjárlaga- frumvarpsins hefði verið samþykkt að ríkissjóður legði ekki á þessu ári sjálfur fram 10 millj. kr. til nýrra raforkufram- kvæmda, svo sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. En hins vegar var það jafnframt tekið fram, að þessi ákvörðun byggðist á því, að auðið væri að tryggja nægilegt lánsfé tit þess að ekki þyrfti að verða samdráttur í fram- kvæmd 10 ára rafvæðingaráætlunarinnar. Með þessari fyrirhuguðu lántöku ætti að vera tryggt að hægt verði að halda rafvæðingunni áfram með þeim hraða, að 10 ára áætluninni verði lokið á tilsettum tíma og lagning dreifi- veitna um sveitirnar verði eigi minni á þessu ári en verið hefur undanfarin ár. að í engu verði skert sú þjón- usta við almenning, sem ákveð- ið var að veita samkvæmt 10 ára áætluninni. Hins vegar var ætlun in að haga framkvæmdum nokk- uð á annan hátt, og leiðir sú breyting af sér að heildarkostn- aður framkvæmda á tímabilinu 5 ár liðin 1 þessu sambandi skýrði Magn- ús Jónsson frá því, að raforku- málastjórnin hefði talið nauð- synlegt að endurskoða 10 ára áætlunina á grundvelli fenginn- ar reynslu. En nú væri lokið helming tímabilsins. Þegar framkvæmd 10 ára á- ætlunarinnar hófst, var gert ráð fyrir að hún myndi kosta 250 millj. kr. Var þá þegar lagður grundvöllur að öflun fjár til að tryggja framkvæmd áætlunar- innar. Kom það í hlut ríkis- stjórnar Ólafs Thors að hafa for- göngu um öflun þess lánsfjár. 80% hækkun stofn- kostnaðar Síðan framkvæmd rafvæðing- aráætlunarinnar hófst árið 1954, hafa orðið stórkostlegar verð- breytingar í landinu og eru nú horfur á að framkvæmd áætl- unarinnar muni kosta á 7 hundr- að millj. kr. Þessi stórkostlega hækkun raskar að sjálfsögðu mjög þeim rekstursgrundvelli, sem 10 ára áætlunin byggist á. Hefur því niðurstaðan orðið sú, að reksturshalli á Rafmagnsveit- um ríkisins er nú orðinn um 15 millj. kr. á ári. Verður þetta skiljanlegt, þegar þess er gætt, að stofnkostnaður hefur t. d. frá vorinu 1955 hækkað um 80% en rafmagnsverð ekki nema um 30%. Vegna þessarar alvarlegu þró- unar ihefur raforkumálastjórn- in að undanförnu lagt mikla á- herzlu á nauðsyn þess að endurskoða frumáætlunina fyrir síðari hluta tímabilsins og hefur nú nýlega verið gengið frá endurskoðaðri áætlun á raforkumálaskrifstofunni. Skýrði Magnús Jónsson frá því í stór- um dráttum, hvernig þessi nýja áætlun væri. Þjónusta ekki skert Samkvæmt hinni endurskoð- uðu áætlun er gert ráð fyrir því, mun lækka um 88 millj. kr. og heildarrekstrarafkoma rafmagns- veitnanna á árunum 1960—’64 mun batna um 25 millj. kr. að auki, án þess að fækka nýjum notendum og án þess að rýra þjónustu við eldri og nýja not- endur. Þessi niðurstaða fæst með því að fresta lagningu nokkurra tengilína milli héraða en setja í þess stað upp nýjar dieselraf- stöðvar. Mikil orkuaukning Með þessari breytingu fæst 10100 kw orkuaukning en sam- kvæmt eldri áætluninni hefði orkuaukningin aðeins orðið 6100 kw. Fæst því 4000kw meiri orka eftir hinni endurskoðuðu áætl- un. Um dreifingu raforkunnar er það að segja, að sú skipulags- breyting, sem leiðir af hinni end- urskoðuðu áætlun hefur það í för með sér að 110 sveitabýli, sem áður var ráðgert að tengja við samveitur Rafmagnsveitna rík- isins þurfa að fá raforku frá dieselstöðvum. En þar á móti fá jafnmörg býli annarsstaðar á landinu rafmagn frá samveitum. Samkvæmt 10 ára áætluninni var gert ráð fyrir að 3097 býli fengju rafmagn frá samveitum af 5680 sveitabýlum í landinu alls. Er þá miðað við býlafjölda árið 1957. Var því samkvæmt 10 ára áætluninni gert ráð fyrir því að rafmagnsþörf um þaö bil 2600 býla yrði að leysa með einka rafstöðvum eða dieselstöðvum. Framhald á bls. 19. Montgomery Montgomery i Moskvu: Talar v/ð Krúsjeff og kauoir leikföng Kínverjar ásaka Indverja um útþenslustefnr HONG KONG 29. apríl (Reuter) — Pennastríðið milli Kína og Indlands er nú í algleymingi. Streyma nú þúsundir orða dag- lega eftir ritsímalínum milli Pek- ing og Nýju Delhi og virðist sem báðir aðilar verði þungorðari með hverjum deginum sem líður. í dag birti dagblað Ta Kung Flóttamenn frá írak ISTANBUL í Tyrklandi 29. apríl (Reuter) 700 Kúrdar flýðu yfir landamærin frá írak til Tyrk- lands sl. mánudag og hafa leitað hælis þar sem pólitískir flótta- menn. Þeir komu yfir landamær- in á hestbaki og hefur tyrkneska stjórnin látið senda þeim 500 tjöld, til að búa í. Þeir segja að þeir hafi verið illa leiknir af Kúrdaforingjanum Barzani, sem nýlega sneri heim úr útlegð í Rússlandi og virðist hafa öll völd í norðurhluta íraks. SANDGERDI, 29. apríl. — 1 gær komu hing'að 22 bátar með 213 tonn. Ág-ústa var hæst með 28 tonn, Dúx með 25,3. Var þessi fiskur tveggja nátta. Allir Sand- gerðisbátar eru á sjó í dag. — A. Pao í Peking mjög harðorða for- ustugrein. Þar segir, að það séu ekki Kínverjar sem ráðist á ná- granna sína, heldur Indverjar, það séu ekki Kínverjar, sem séu að grafa undan vinsamlegri sam- búð þjóðanna, heldur Indverjar. Blaðið segir, að það hafi verið Indverjar, sem hafi æst Tíbet-búa til uppreisnar og að hin aftur- haldssömu blöð Indlands hafi fagnað uppreisninni. Önnur blöð í Kína ta!a um út- þenslustefnu Indverja og for- dæma stríðsæsingar þeirra. Hið óháða blað Hindustan Tim- es í Nýju Delhi segir, að virða eigi sjálfstæðisþrá Tíbeta og að ásakanir Kínverja um að Indverj- ar ásælist yfirráð yfir Tíbet séu fáránlegar. Moskvu, 29. apríl. (Reuter) MONTGOMERY marskálkur ræddi í dag í tvær klukku- stundir um heimsmálin við Nikita Krúsjeff, forsætisráð- herra Rússlands. — Sérstaka athygli vekur það, að Krús- jeff féllst á það að beiðni marskálksins að ræða við hann aftur á morgun. Eru þess engin dæmi, að Krúsjeff hafi rætt tvo daga í röð við óopinberan gest frá Vestur- löndum. Montgomery skýrði frá því, að samtal hans við Krúsjeff í dag hafi staðið í 2 klst. 15 mín. Hafi fallið vel á með þeim. Krúsjeff hafi verið vel upplagður og við- ræðurnar verið ágætar. Hann sagði, að þeir hafi talað um allt milli himins og jarðar, Þýzka- landsmálið og önnur deiluefni austurs og vesturs. Mynd var tekin af þeim saman, Krúsjeff og Montgomery, og eru þeir báðir brosandi á henni. Þegar blaðamaður einn spurði Montgomery, hver hefði stungið upp á öðrum viðræðufundi á morgun, svaraði hann: „Það var mín uppástunga. Ég sagði við hann, að ég yrði nú að fara í miðdegisverð og tíminn hefur orðið ódrjúgur. Eigum við ekki að hittast aftur á morgun? Og Krúsjeff féllst á það“. Blaðamaðurinn spurði Mont- gomery einnig hvort hann áliti að einhver árangur yrði af þess- um viðræðum og svaraði mar- skálkurinn þá: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og mun verða það, þangað til hið versta skeður“. Yfirmaður rússneska herráðs- ins, Sokolovsky marskálkur, tók á móti Montgomery þegar hann lenti á flugvellinum við Moskvu og hefur fylgt honum síðan á ferð hans um borgina. Sokol- ovsky mun einnig fara með hon- um á seinni fundinn með Krús- jeff á morgun. Seinni hluta dagsins hefur Montgomery m. a. heimsótt Moskvu-háskóla og farið í stóra ríkisverzlun. Hann gekk inn í barnadeildina og keypti leik- föng handa barnabörnum sínum, bækur, plastbrúður og lítinn mótorbát. Hvar á ég að borgaT spurði Montgomery. En fylgdar- menn hans sögðu: „Þér eigið ekkert að borga, en getið samt tekið hvað sem þér viljið. 20 júgóslavneskir flótta- á leið til íslands menn KAUPMANNAHÖFN, 29. apríl — (Frá Páli Jónssyni) í dag komu j til Kaupmannahafnar 20 júgó- slavneskir flóttamenn, sem eru á leið til íslands þar sem þeir ætla að setjast að. Sextán þessara manna eru einhleypir en fjórir fjölskyldumenn. Hallgrímur Dal- berg skrifstofustjóri fór til Ítalíu og valdi þessa 20 úr hópi 50 um- sækjenda. Allir eru þessir Júgó- slavar gamlir sjómenn frá Adria- hafsströnd Júgóslavíu. Munu þeir fara með flugvél Fiugfélags- ins til íslands á morgun. Framkvæmdastjóri flóttamanna stofnunar S. Þ. August Lindt fer viðurkenningarorðum um þá á- kvörðun íslendinga að taka við þessu flóttafólki og segir að aðrar þjóðir ættu að fylgja fordæmi þeirra „því að það sem Davíð getur gert, ætti Golíat líka að geta,“ segir hann. Auglýsendurj athugið! ! s s s s s s s s s s j s s s s s s s s i ★ s s s s s s s i i I ! \ ( s i i s AHar þær auglýsingar sem j birtast eiga í sunnudagsblaS j inu, þurfa að berast 1 DAG ) fimmtudag og í síðasta lagi j fyrir hádegi á morgun, 1,1 maí. Eftir þann tíma er ekki ] hægt að koma auglýsingum | til birtingar í sunnudags-! blaðið. \ S Efni blaðsins m.a.: * Fimmtudagur 30. april 1959 Bls. 3: Greiðsluhallalaus fjárlög. — 6: Minning Gunnars Ólafssonar, skipulagsstjóra. — 8: Síða S.U.S. — 10: Forystugreinin: Stefnnbreyting. Fullkomnari veðurspár (Utaa úr heimi.) — 11: „Vábeiður« — PáU G. Kolluu — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.