Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 3
FSmmtudagur 30. apríl 1959 MORGUISBLAÐIÐ 3 GreiBsluhallalaus fjárlög afgreidd frá Alþingi í gær STAKSTEIiAR Greiðsluafgangur rúm 74 Jbús. FRUMVARP til fjárlaga fyrir ár- ið 1959 var samþykkt í sameinuðu Alþingi í gær eftir þrjár umræð- ur og verður afgreitt til ríkis- stjórnarinnar sem lög. í blaðinu í gær var skýrt frá þreytingartil- lögum, sem fjárveitinganefnd og 1. minnihluti nefndarinnar báru fram við frv. við þessa umræðu. Voru þær breytingartillögur all- ar samþykktar. Þá var einnig sam þykkt till. 1. mhl. fjvn. að tekið skyldi erlent lán að upphæð allt að 6 millj. dollara og endurlánað til Raforkusjóðs, Ræktunarsjóðs og hafnarframkvæmda. Breytingartillögur einstakra þingmanna, sem höfðu verið tekn ar aftur til 3. umræðu voru flest- ar felldar. Þó var samþykkt til- laga frá Ragnhildi Helgadóttur um að veittar skyldu 300 þús. kr. til uppeldisheimilis fyrir' ungar stúlkur og tillaga frá Jóhanni Þ. Jósefssyni um að greiða allt að 60 þús. kr. til að lokið verði bygg- ingu sjómannaheimilis í Vest- mannaeyjum sem verið er að reisa þar á vegum góðtemplara- reglunnar. Jóhann Hafstein hafði flutt breytingartillögu við frv. þess efnis, að varið yrði 500 þús. kr. til íþróttasjóðs til greiðslu upp í hluta hans af kostnaði við aðal- íþróttaleikvang landsins í Lauga- dal í Reykjavík. Er forseti til- kynnti að þessi tillaga væri tekin aftur, gerði Björgvin Jónsson hana að sinni og ósakaði nafna- kalls. Var tillagan felld með 25:23 atkv. Jóhann Hafstein gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að hann hefði á mörgum undanförnum þingum flutt tillögur svipaðs eðl- is, en þær hefðu aldrei hlotið stuðning og kæmi mjög á óvart stuðningur Framsóknarmanna við þetta mál nú. Það hefði hins veg- ar orðið að samkomulagi að til- lagan yrði tekin aftur með tilliti til þess að auðnast mætti að af- greiða greiðsluhallalaus fjárlög. PáU Zóphóníasson gerði svo hljóðandi grein fyrir sínu at- kvæði: Það er rétt að það komi fram við atkvæðagreiðsluna hverjir eru vinir íþróttahreyfing- arinnar og hverjir látast vera það. Ég segi jó. — Þá hló allur þing- heimur og áheyrendur. Gunnar Thoroddsen kvað nú sem fyrr mikla þörf á að koma upp íþróttaleikvangnum í Lauga- dal. Hann kvaðst fullyrða, að stuðningur Framsóknarmanna við þetta mál væri ekki vegna máls- ins, heldur vegna þess/ að þeir vildu’reyna að fá greiðsluhalla á fjárlögin. Það hefði orðið sam- komulag milli þeirra, sem bæru ábyrgð á fjárlögum, að þessi til- laga yrði tekin aftur og með til- liti til þess segði hann nei. Er kom til atkvæða tillaga frá fjárveitinganefnd um að veita 150 þúsund kr. til æfingarstöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, kvaddi dómsmálaráðherra, Friðjón Skarphéðinsson sér hljóðs og óskaði eftir að þessar tillögur yrðu teknar aftur því þetta mundi veitt annars staðar frá. Framsögumaður 1. minni hluta fjvn. Magnús Jónsson, kvaðst fyrir sitt leyti geta fallizt á að tillögurn\r yrðu teknar aftur enda misstu félbgin af engri fjár- veitingu fyrir þær sakir. Fram- sóknarmenn kröfðust þess hins vegar, að tillögurnar yrðu bornar til atkvæða og var það gert og þær felldar með 27 atkv. gegn 23 að viðhöfðu nafnakalli. Samkvæmt þessum úrslitum atkvæðagreiðslunnar voru fjár- lögin afgreidd greiðsluhallalaus. Niðurstöðutölur fjárlaganna eru 1.033,060,000. Greiðsluafgang- ur er 74,076 kr. Jón Leifs stjórnar. Doktörsvörn í Iláskólanum EINS og áður hefur verið skýrt frá hefur heimspekideild Háskóla Isl-ands tekið gilda til varnar við doktorspróf ritgerð Haralds Matt- híassonar cand. mag. „Setninga- form og stíll“. Doktorsvörnin fer fram í hátíðasal háskólans laug- ardaginn 2. maí kl. 2 e.ih. Prófess- or Einar Ólafur Sveinsson mun stjórna athöfninni, en andmælend- ur af hálfu heimspekideildar verða þeir Halldór Halldórsson prófessor og Ja'kob Benediktsson orðabókarritstjóri. Öllum er heimill aðgangur að athöfninni. Sinfóníuhljómsveitin hefur undanfarið æft af kappi undir afmælistónleika Jóns Leifs, tónskáids, sem haldnir verða í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessi mynd er af hljómsveitinni á æfingu í Góð- templarahúsinu sl. mánudag. Jóns Þorkelssonar skóla- meistara veglega minnzt Á ALÞINGI 1955 kom fram þingsályktunartillaga um að kjósa fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um, á hvern hátt Jóns Þorkelssonar skólameistara, „föður íslenzkrar alþýðu- fræðslu“, verði maklegast og virðulegast minnzt á 200. ártíð hans hinn 5. maí 1959. Alþingi afgreiddi tillögu þessa með rök- studdri dagskrá „í trausti þess, að fræðslumálastjórnin og byggðar- lög þau, sem einkum njóta gjafa Jóns Þorkelssonar skólameistara, hafi forgöngu um að heiðra minningu hans með sérstökum hætti á 200. ártíð hans 1959“. Sama vor fól menntamálaráðu- neytið fræðslumálastjóra að gera tillögur til ráðuneytisins um, hvernig minnast skuli Jóns Þor- kelssonar. I ársbyrjun 1957 skip- aði svo ráðuneytið Helga Elías- son fræðslumálastjóra, Bjarna M. Jónsson námsstjóra, Egil Hallgrímsson fyrrverandi kenn- ara, Einar Kr. Einarsson skóla- stjóra í Grindavík, og Gunnar M. Magnúss rithöfund, í nefnd til þess að fjalla um málið. Nefndin ritaði fræðsluráðum, skólanefndum, skólastjórum og kennarafélögum í Gullbringu- og Kjósarsýslu og kaupstöðum á Aflamet við Breiðafjörð ÖLAFSVÍK, 29. apríl. — Afla- :net var sett hér í Ólafsvík í gær. Mótorbáturinn Týr, skip- kl. 10 í gærmorgun með 39 lestir og er það mesti afli, sem komið hefur á land í einum róðri. En þetta met stóð ekki lenigi. Á miðnætti sl. nótt^kom Jökull að með 49,5 lestir, og það Breiða- fjarðarmet. Skipstjóri á Jökli er hinn frægi aflakóngur Tryggvi Jónsson. Fyrra aflamet við Breiða fjörð átti Grundfirðingur II, rúm- ar 46 lestir. Annars var aflinn í gær almennt 3—12 lestir. Yfirleitt hefur aflast heldur illa hér að undanförnu. í dag er þó vonazt eftir betri veiði á allir bátarnir fóru til veiða á sömu Slóðir og Týr og Jökull fengu ofannefndan afla í gær. Reykjanesi utan Reykjavíkur og leitaði samstarfs við þessa aðila um málið. Ennfremur átti nefnd- in fundi með borgarstjóranum í Reykjavík um verkefni nefndar- innar. Hann hét nefndinni full- tingi sínu og fól fræðslufulltrúa Reykjavíkur að liðsinna nefnd- inni eftir föngum. Sýslunefndir Gullbringu- og Kjósarsýslu kusu nefnd í málið og er Björn Svein- björnsson, sýslumaður og bæjar- fógeti í Hafnarfirði, formaður þeirrar nefndar. Einnig kaus Fé- lag barnakennara á Reykjanesi nefnd til þess að vinna að þess- um málum. Formaður þeirrar nefndar er Hermann Eiríksson, skólastjóri í Keflavík. Að fengnum tillögum undir- búningsnefndar hefur ráðuneytið fallizt á, að 200 ára ártíðar Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors verði minnzt á eftirfarandi hátt: 1. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út minningarrit um Jón Þorkelsson, sem Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, hefur tek- ið saman. Gert er ráð fyrir, að bókin verði komin út fyrir 5. maí n.k. 2. Póst- og símamálastjórnin gefur út tvenns konar frímerki hinn 5. maí n.k., að verðgildi kr. 3 og kr. 2 og verður á þeim mynd, sem gerð er eftir teikn- ingu Ríkarðs Jónssonar, mynd- höggvara, af fyrirhuguðu minnis merki um Jón Þorkelsson. 3. í Njarðvíkum verði reist minnismerki um Jón Þorkelsson og hefur undirbúningsnefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu feng- ið Ríkarð Jónsson, myndhöggv- ara, til þess að gera það. Hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps hefur valið minnismerkinu stað í samráði við skipulagsstjóra rík- isins. Er gert ráð fyrir því, að meginkostnaður við gerð minnis- merkisins verði greiddur með fé, er safnað verði til þess í Kjalar nesþingi hinu forna (þ. e. Gull bringu- og Kjósarsýslu og kaup- stöðum á Reykjanesskaga). 4. Kvölddagskrá Ríkisútvarps ins hinn 5. maí verður helguð minningu Jóns Þorkelssonar og verða þar flutt ávörp og erindi um Jón, ennfremur söngur og hljóðfæraleikur, er skólar leggja til, og lesnir verða kaflar úr bók Gunnars M. Magnúss, um Jón Þorkelsson. 5. Eigi er að svo stöddu hægt að segja til um það, hvenær minnisvarði um Jón Skálholts- rektor verði afhjúpaður í Njarð- víkum, en í sambandi við þá at- höfn er gert ráð fyrir hátíðlegri athöfn, sýningu á skólavinnu nemenda, söng og hljóðfæra- slætti og fleiru. 6. Hinn 3. apríl 1759 gerði Jón Þorkelsson erfðaskrá sína, þar sem hann gaf allar eigur sínar eftir sinn dag fátækum börnum í átthögum sínum, þ. e. Kjalar- nesþingi hinu forna. Þetta er stærsta gjöf, sem íslandi hefur verið gefin og hún var til barna- uppeldis. Skyldi stofna skóla í átthögum gefandans og veita þar fátækum börnum bóklegt og verklegt uppeldi. Fyrir atbeina undirbúningsnefndar var mælzt til þess við skóla á framan- greindu svæði, að þeir minntust þessa atburðar, og mun það hafa verið gert. 7. Hreppsnefnd Njarðvíkur- hrepps hefur ákveðið að gata í Njarðvíkum verði kölluð Thor- killiigata, ennfremur hefur borg- arstjórinn í Reykjavík komið þeirri málaleitan á framfæri við gatnanefnd Reykjavíkur, að gata — helzt í háskólahverfinu — verði tegnd minningu Jóns Þor- kelssonar. 8. Eggert Guðmundsson, list- málari, hefur gert líkan af Hausastaðaskóla, fyrsta — og eina — skólanum, sem bæði var reistur og haldinn að öllu leyti fyrir fé úr Thorkilliisjóði. (Tilkynning frá Thorkilliinefnd) Framsókn einangruð Þegar forsætisráðherra vinstrf stjórnarinnar sálugu kom á fund í kjördæmi sínu á s.l. sumri, hafði hann aðeins ein gleðitíðindi aff flytja kjósendum sínum: Aff Sjálfstæðisflokknum hefði veriff vikiff' til hliðar í íslenzkum stjórn málum. Þarna þóttist þó hinn mikli vinstri hertogi geta bent eitt loforff, sem stjórn hans hefffi efnt. Hann varff aff viður- kenna, að öll önnur loforff henn- ar hefðu verið svikin. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Það sannaðist áþreifanlega á for- manni Framsóknarflokksins i þessu efni. Nokkrum mánuðum eftir aff hann hafði gefið hina hraustlegu yfirlýsingu sína um aff Sjálfstæffisflokknum hefffi ver ið vikiff til hliðar, var vinstri stjórnin fallin og hann sjálfur búinn aff lýsa því yfir, að hún hefði gefizt upp við aff leysa megin verkefni sitt. "* Síffan hefur þaff komiff í ljós, að flokkur hans, Framsóknar- flokkurinn, stendur nú uppi ein- angraffur og áhrifalítill. Sam- starfsflokkar hans úr vinstri stjórninni bera hann daglega svikabrigslum, og telja að flest, sem miður fór á hinum stutta valdatímabili hennar hafi veriff honum að kenna. Verklegar framkvæmdir í margar vikur hafa Fram- sóknarmenn þrástagazt á því í málgögnum sínum, að Sjálfstæff- isflokkurinn ætli aff skera niður framlög til verlclegra fram- kvæmda í sveitum landsins. En nú veit þjóðin öll, hver er sann- leikurinn í þessu máli. Þrátt fyr- ir fjármálaóreiðuna, sem Ey- steinn Jónsson lét eftir sig, þeg- ar vinstri stjórnin féll, hefur reynzt mögulegt að halda í horf- inu meff verklegar framkvæmdir. Framlög til vega og brúa í sveit- um landsins verða hin sömu og áður. Framlög til hafnargerðar og lendingarbóta um land allt eru hækkuff nokkuð og líkur benda til þess aff lán fáist til þess að hraffa framkvæmdum við ein- stakar hafnir. Þá hefur einnig tekizt að afla fjár til þess að halda raforku- framkvæmdunum áfram í sam- ræmi viff þá stefnu, sem mörkuff var meff rafvæðingaráætlun Sjálfstæffismanna áriff 1954. Sjálf hafffi vinstri stjórnin hins veg- ar dregiff stórlega úr raforku- framkvæmdunum á valdatíma- bili sinu. Þannig standa þá málin gagn- vart verklegu framkvæmdunum I þágu atvinnulífsins. Þeim verff- ur haldið í fullum gangi. Allt gaspur Framsóknarmanna um stórfeldan niðurskurff fjárfram- laga til þeirra hefur reynzt blekk ing ein og uppspuni. Kjördæmamálið til efri deildar f gær var gert ráð fyrir því, að umræðum um kjördæmamál ið lyki sl. nótt. Mun það koma til meðferðar í efri deild undir vikulokin, og væntanlega mun hún ljúka meðferð þess snemma í maí. Ræður Framsóknarmanna í neðri deld um þetta mál hafa annars vegar borið svip af glóru- lausu ofstæki en hinsvegar af al- gerum rökþrotum. Sjálfir hafa þeir flutt tillögur um að fjölga þingmönnum þéttbýlisins' eins mikið og gert er ráð fyrir í frum varpinu. En þaff eru hlutfalls- kosningarnar um land allt, sem þeir berjast gegn af trylltum ofsa. Þessi barátta Framsóknar á ekkert skylt við hagsmuni sveitafólksins. Hún beinist að- eins aff því aff tryggja klíku- hagsmuni Framsóknarflokksins og forréttindaaðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.