Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. apríl 1959
MORGVNBLAÐIÐ
u
Páll V. G. Kolka:
Vábeiður
ÉG ER FÆDDUR undir bað-
stofusúð. Hún var ómáluð og
í gömlu greniborðunum voru
margar undarlegar æðar og kyn-
legir kvistir, sem vöktu hug-
myndaflug og ímyndunarafl
barnsins, svo að maður las út
úr þeim furðulegar myndir og
ævintýri. Einar Jónsson mynd-
höggvari hefur lýst sams konar
áhrifum, sem baðstofusúðin á
Galtafelli hafði á barnshuga
hans. Sennilega hafa þúsundir
sveitadrengja haft. sömu sögu
að segja á liðnum öldum.
Gömlu sveitabæirnir áttu sér
sál. Engir tveir þeirra voru al-
veg eins, hver átti sinn persónu-
leika, sem nýju steinhúsin með
sléttmáluðu veggjunum og stöðl-
uðu, verksmiðjugerðu gluggun-
um og hurðunum geta aldrei eign
azt. Það voru hvergi í heiminum
til sams konar hús, því að þeir
voru vaxnir upp úr sérstæðri
bændamenningu þessarar ein-
angruðu eyþjóðar.
Mér þótti vænt um gömlu bað-
stofuna mína. Við hjónin höfð-
um þann sið, eftir að við flutt-
umst hingað norður, að fara þang
að á hverjum nýársdegi og gista
í henni næstfyrstu nótt ársins.
Nú er hún horfin og jarðýta hef-
ur sléttað yfir allt gamla bæjar-
stæðið. Gamli bærinn varð að
víkja, hann lak í mestu rigning-
um og hann samsvaraði á eng-
an hátt kröfum nýrra vinnu-
bragða og heilbrigðishátta.
Ekki get ég ásakað hann bróð-
urson minn fyrir það að hafa
rifið gamla bæinn og reist stein-
hús í staðinn, né fyrir það að
leggja niður gamla, dimma fjósið
með mygluðu stoðunum og
byggja stærra fjós úr steini, með
stórum gluggum og kalkað inn-
an, né fyrir það að leggja nið-
ur gömlu fjárhúsin upp á grund-
inni, úti á balanum og niður við
túnfótinn og reisa eina stóra
húsasamstæðu í staðinn, né fyr-
ir það að afmá síðustu þúfurnar
úr túninu, þar sem ég vakti í
þrjú vor yfir velli og dreymdi
mína drauma, sitjandi á einhverri
þúfunni eða liggjandi í laut á
milli þeirra. Þó átti þetta allt
sér nokkra forhelgi í huga mín-
um.
Ég á frænda, sem er einum
áratug eldri en ég. Hann hefur
búið lengst af á föðurleifð sinni,
er talinn mjög vel stæður, en
hefur svo mikla helgi á því, sem
áður var, að hann vill engu breyta
á jörðinni. Hann hefur því enga
þúfu sléttað í túninu, engan kofa
rifið, og eru þó sumir þeirra
orðnir hundrað ára, þar á meðal
baðstofan. Einkum hefur hann þó
mikla helgi á einum hesthúskofa,
af því að inn í hann hafði verið
borið lík ólánsmanns, sem úti
varð í aftakaveðri fyrir 90 árum
síðan. Hann sagði mér, að sá kofi
skyldi aldrei verða hreyfður,
meðan hann sjálfur lifði.
★
Frændi minn var mikið glæsi-
menni á yngri árum, talinn vel
greindur, mjög gestrisinn heim
að sækja og hrókur fagnaðar á
mannamótum, en hann hefur orð-
ið viðskila við samtíð sína. Ég
efast ekki um, að bróðursonur
minn er miklu heppilegri full-
trúi íslenzkrar bændamenning-
ar á tuttugustu öld, einmitt af
því að hann hefur lagt niður
gömlu bæjarhúsin og afnumið
allar þúfurnar í túninu. fslenzk
sveitamenning á að geta lifað
það af, að fráfærur voru lagðar
niður, ekki er lengur farið á
grasafjall, fléttuð hrosshársreipi,
spunnið á rokk efni í vaðmál né
rímur kveðnar í rökkrinu við
flöktandi skímu grútarlampans.
Þetta var allt gott á sínum tíma,
en það hentar ekki lengur. Menn
ingin á að geta staðið það af sér,
að börnin fæðast ekki lengur und
ir ómálaðri súð, þar sem þau
gátu lesið myndir út úr víindun-
um í viðnum. Um þetta eru víst
flestir eða allir sammála, en sum
ir gera sig svo heimska að halda
því fram, að landsföðurleg til-
skipun Kristjáns konungs átt-
unda af Aldinborg um einmenn-
ingskjördæmi á íslandi sé fjör-
egg íslenzkrar bændamenningar,
svo það boði hrun og fall henn-
ar, ef handaverkum þessa há-
sæla konungs verður breytt. Er
þá sú íslenzka menning, sem við
höfum státað mest af, orðin svo
blaktandi skar. að ekki þurfi
annað til þess að hún slokkni
alveg út? Er löngu dauður Krist-
ján konungur lífgjafi hennar og
verndarengill?
Dreifðu fjárhúskofarnir úti um
allt tún voru spegilmynd af at-
vinnuháttum og efnahag síns tíma
og hæfðu honum. Það gerði til-
skipun Kristjáns konungs líka.
Hún var miðuð við gömlu skatt-
heimtuumdæmin, sýslurnar. Með
þeirra tíma samgöngum og einum
einasta kjörstað í hverri sýslu
máttu kjördæmin alls ekki vera
stærri þá. í hálfa öld hafa menn
þó séð á henni ýmsa galla og
ýmsir af ágætustu forustumönn-
um bændamenningarinnar í land
inu hafa á undanförnum áratug-
um mælt með hlutfallskosning-
um í stærri kjördæmum. Það
virðist því svo, að mál þetta
mætti ræða með stillingu og rök-
um, en sleppa slíkum gífuryrð-
um sem þeim, að með því sé
verið að ræna sveitirnar rétti
sínum og að það boði hvorki
meira né minna en fall og hrun
íslenzkrar bændamenningar. Slík
eru viðbrögð manna, sem eru viti
sínu fjær af geðofsa eða svo móð-
ursjúkir, að þeir hafa misst alla
trú á stétt sína. fslenzk bænda-
menning á sér rætur í fornum og
frjóvum jarðvegi, hefur verið að
vaxa og mótast í þrjátíu kynslóð-
ir og hefur staðið af sér marga
stóra raun á þeim tíma. Sá mað-
ur, sem trúir því í raun og veru,
að menningu landsins og sveit-
anna sér í lagi sé búið fall og
hrun með auknu jafnrétti og auk-
inni samvinnu samliggjandi
svéita og héraða, er sjúk grein á
þessum forna ættarmeiði. Þess
vegna verða alþingiskosningarn-
ar í vor nokkur prófsteinn á
þroska og lífsmátt þeirrar nýju
bændamenningar, sem nú er að
mótast eftir þær miklu breyt-
ingar, sem orðið hafa á atvinnu-
háttum sveitanna. Á nýja kyn-
slóðin í sveitum landsins trú á
sjálfa sig eða er hún haldin
slíku hugarvíli, að hægt sé að
æra hana með hrakspám og vá-
kveinum? Ber hún traust til fram
tíðarinnar eða er hún haldin
sjúklegri tortryggni í garð sam-
borgara sinna? Hefur hún kjark
til að horfast í augu við lífið
eða er hún haldinn minnimáttar-
kennd, svo að hún skoði sjálfa
sig sem vesaling, er verið sé að
níðast á? Hvort ljær hún heldur
fylgi sitt þeim mönnum, sem vilja
aukna samvinnu milli sveitanna
og nærliggjandi kaupstaða og
milli samliggjandi héraða eða vá-
beiðunum, sem boða henni hrun
og fall, ef hvert sveitahérað og
hver kaupstaður hokrar ekki út
af fyrir sig, þegar kjósa skal
fulltrúa á Alþingi?
Menn dæma ekki aðeins milli
flokka í hverjum kosningum.
Menn kveða þá líka upp dóm
yfir sjálfum sér
*
Fyrir rúmlega hálfri öld tókst
pólitískum æsingamönnum að
æra svo nokkur hundruð bænda
á Suðurlandi, að þeir riðu til
Reykjavíkur um hásláttinn til
þess að mótmæla lagningu síma
um landið. Þá var boðað hrun
og fall íslenzkrar bændamenn-
ingar, ef símamálið næði fram
að ganga. Nú vill enginn bóndi
vera án síma, því að síminn var
Páll Kolka.
það fyrsta, sem rauf einangrun
býlanna, sveitanna og héraðanna
og það gerir hann enn. Símamál-
ið náði fram að ganga, þrátt fyr-
ir andmæli skammsýnna aftur-
haldsmanna, og það mun kjör-
dæmamálið einnig gera. Sigur
þess mun minnka einangrunina,
skapa sterkari samvinnuheildir
úti um landið til framgangs nauð-
synjamála einstakra landshluta
I nýju kjördæmunum mun hverj
um flokki gefast tækifæri til að
fá sinn fulltrúa á þing, því að
með því skapast jafnrétti milli
þeirra. Hneykslið úr Austur
Húnavatnssýslu frá 1956 mun
ekki endurtakast, þegar nokkur
hundruð framsóknarmenn, þreytt
ir á að ná ekki fulltrúa á þing
í heilan aldarfjórðung, létu kúga
sig af Reykjavíkurvaldi flokks-
forustunnar til að samþykkja
kosningu manns úr öðrum stjórn
málaflokki, án þess að fá einu
sinni að vita fyrirfram, hver sá
maður yrði.
Það er engin ný bóla, að ein
hverjir telji gengið á rétt sinn,
þegar verið er að koma 'ram
þjóðfélagslegum umbótum. Ein-
valdskonungar töldu gengið á
rétt sinn, þegar þegnarnir fóru
að heimta þátttöku í stjórn lands
síns. Einstrengingsháttur þeirra
kostaði suma þeirra höfuðið. Að-
allinn taldi gengið á rétt sinn,
þegar ánauðugir landsetar hans
voru losaðir úr átthagafjötrum.
Það má vel vera, að einhverjir
Seyðfirðingar telji lika gengið
á rétt sinn, ef þeir fá ekki að
hafa áfram tífaldan kosningarétt
á við hvern Akureyring, eða
Austur-Skaftfellingar telji það
réttarskerðingu fyrir sig, ef hver
þeirra hefur tuttugufaldan at-
kvæðisrétt á við stéttarbróður
sinn í Kjósinni. Þetta er mann-
legt, en það er ekki skynsamlegt
og ekki sanngjarnt eða réttlátt.
Framsókn hefur nú eins og svo
oft áður valið þann kostinn, sem
verstur er. Hún einangraði sig
með þvergirðingshætti sínum,
þegar um það var að ræða að
verja styrjaldargróðanum til upp-
byggingar atvinnulífsins á ný-
sköpunarárunum og sveik með
því hagsmuni bændanna, sem
hún þykist vera að berjast fyr-
ir. Hún hefur undanfarið verið
að einangra sig með því að gera
griðasamninga við alla hina
stjórnmálaflokkana í landinu
sitt á hvað og svíkja þá alla. Nú
einangrar hún sig enn á ný með
því að hafa dregið á langinn alla
samninga um breytta kjördæma-
skipun, þangað til að hún er
alls ekki höfð með í ráðum. Hún
hefur klofið bændastéttina með
að sýna þeim þúsundum Sjálf-
stæðismanna, sem í sveitum búa,
fullan fjandskap og yfirgang,
hvar og hvenær sem því varð
við komið. Þess vegna er henni
nú þýðingarlaust að heita á þá
sér til bjargar. Henni þýðir ekki
að hrópa það út um landið, að
fall og hrun íslenzkrar bænda-
menningar sé yfirvofandi. Það
tekur enginn mark á slíkum óp-
um vábeiðunnar miklu nema þeir,
sem eru haldnir minnimáttar-
kennd fyrir sig og stétt sína og
hafa misst það sjálfstraust, sem
er nauðsynlegt í lífsbaráttunni.
Með því að reyna að veikja það,
er hún að fremja glæp gagnvart
bændastéttinni og þjóðinni allri,
auka vantrú uppvaxandi kynslóð
ar á lífsstarfi sitt og á framtíð
átthaga sinna, sýkja þann gróður,
sem á fyrir sér að vaxa í sveitum
landsins.
★
Engin flokksforusta hefur farið
jafn klaufalega og illa með völd
sín og alla aðstöðu og forustulið
Framsóknarflokksins. Fyrir þrem
ur árum gengu fylgismenn hans
vonglaðir og sigri hrósandi til
kosninga. Nú ganga þeir þangað
einangraðir og vonlausir um sig-
ur. Kjördæmamálið er reykský,
sem flokksforustan reynir að
nota til að hylja mistök sín. En
einnig það er mislukkaður klók-
skapur. Það er aldrei sigurvæn-
legt að ala á hræðslu og örvænt-
ingu liðsmanna sinna. f mesta
lagi má fá þá æstustu til að stofna
nokkurs konar sjálfsmorðssveitir,
eins og Japanir notuðu, þegar
þeir sáu fram á hrun drauma
sinna um heimsveldi. Þeir, sem
gætnari eru og ekki gripnir
slíkri móðursýki, munu heldur
kjósa að ganga til sætta við stétt
arbræður sína — í Sjálfstæðis-
flokknum, unna þeim jafméttis
í stað yfirgangs, og binda með
því enda á þann ófrið, sem hef-
ur klofið bændastéttina á liðn-
um árum, lamað lýðræðisflokk-
ana og staðið í vegi fyrir heil-
brigðri stjórnmálaþróun 1 land-
inu.
Flestir okkar bíða einhverja
ósigra í lífinu. Suma gera þeir
bitra, einangraða og í ósátt við
lífið. Aðrir læra af þeim og
verða vitrari menn og mildari.
Saga Framsóknarflokksins hefur
verið ein hrakfallasaga síðan
hann rauf stjórnarsamvinnuna
við Sjálfstæðisflokkinn fyrir
þremur árum. Fyrsta ósigurinn
beið hann í kosningunum þá,
þegar Hræðslubandalaginu mis-
tókst að ná meiri hluta á Alþingi.
Barátta hans við lausn efnahags-
málanna var mótuð eintómum ó-
sigrum, þangað til sjálfur for-
inginn kastaði frá sér hertygjun-
um og flúði úr orrustunni. Hon-
um mistókst að kaupa sér frið
við kommana, þótt heitið væri
riflegum stríðsskaðabótum. Þá
ætlaði hann að bjarga bænda-
menningunni í landinu, fyrst með
því að gefa kommúnistum yfir-
ráðin í Alþýðusambandinu, síð-
an með því að standa í vegi fyr-
ir réttlátri kjördæmaskipan. Það
fyrra tókst, en það síðara er
dæmt til ósigurs.
Ef Framsóknarforingjarnir
tryðu því í raun og veru, að sveit
irnar yrðu rændar rétti með af-
námi einmenningskjördæmanna
og að sú breyting boðaði fall og
hrun þúsund ára gamallar bænda
menningar í landinu, þá hafa
þeir brugðist bændum illa. Það
var löngu vitað, að verkalýðs-
flokkarnir vildu helzt, að landið
allt væri eitt kjördæmi og Sjálf-
stæðisflokkurinn einn var við-
mælanlegur um viðhald einmenn
ingskjördæma. Það var því
glannaskapur að slíta stjórnar-
samvinnuna við þann flokk og
sýna honum í öllu fullan fjand-
skap, jafnvel að hælast um yfir
því, að hann væri sviptur öllum
áhrifum á gang þjóðmálanna. Ég
varaði Framsóknarmenn við
þessu fyrir síðustu kosningar og
þeir gerðu óp að mér fyrir. Nú
er það Sjálfstæðisflokknum að
þakka, að byggðarlögin úti um
land halda fullri þingmannatölu
sinni, ef Seyðisfjörður er reikn-
aður frá, af því að Sjálfstæðis-
menn í Reykjavík sætta sig við
að hafa aðeins tólf þingmenn
fyrir það kjördæmi. Sá staður
hefði átt heimtingu á meira en
helmingi fleiri þingmönnum, ef
höfðatölureglan ein hefði verið
látin gilda. Stór kjördæmi með
hlutfallskosningu er sú langbezta
framtíðarlausn fyrir héruðin úti
um land, sem kostur er á, og sú
hætta er yfirvofandi, að jafngóð
lausn fáist ekki síðar, ef málið
dregst frekar á langinn. Bægsla-
gangur Framsóknar sýnir því það
eitt, að hún þekkir aldrei sinn
vitjunartima. Ósigrar hennar að
undanförnu hafa ekki gert hana
vitrari né mildari, heldur öfga-
fengnari og þvergirðingslegri.
Allir bændur, sem hugsa mál-
in af viti og stillingu, hljóta að
sjá, að það er stétt þeirra lífs-
nauðsyn að eignast svo sterk ítök
í Sjálfstæðisflokknum, að þeir
geti haft áhrif á stefnu hans. Ef
þeir misstu þau ítök og einangruð
ust frá öðrum stéttum undir mis
viturri forustu Framsóknarflokks
ins, þá hlyti áhrif þeirra að
minnka og aðstaða þeirra öll að
versna etfir því sem fólksfjölda-
hlutföllin í þjóðfélaginu breytast
þeim í óhag. Með hverju ári
verður það lífsnauðsynlegra fyrir
þá, að sanngirni og réttlæti ríki
í þjóðfélaginu, en ekki hnefa-
réttur. Það verða að vísu enn
um nokkra hríð til meðal þeirra
ýmsir menn, sem ekki skilja
þetta, heldur láta þær vábeyður,
sem spá þeim að öðrum kosti
hruni og falli, æsa sig upp til
örþrifaráða. Slíkir menn munu
heldur kjósa að ganga í sjálfs-
morðssveitir öfgamannanna en
að unna öðrum jafnréttis og rétt-
lætis. Þeir vitrari munu kjósa
heiðarlega samvinnu milli héraða
og stétta.
Otstœki Framsóknar í
kjördœmamálinu vekur
orðið góðlátlegt glott
BREIÐDAL í apríl: — f byrjun
apríl brá til kulda, svo sem enn
mun fara sem fyrr, að vor með
gróðri verði seint á ferð, því
miður. Þótt vetur hafi verið all-
stórviðrasamur, hefur þó, að frá-
dregnum 5—6 vikum, um og eft-
ir áramót, verið mjög hagsælt,
og beit notast allvel. Hey ættu
því að vera með meira móti um
þetta leyti, enda mikils þörf, ef
vorkuldar og gróðurleysi helzt
fram á sauðburð. Skepnuhöld
eru góð.
Gæftir voru með fádæmum
erfiðar á línuvertíð. Síðan netja-
veiði hófst hefur veðrátta verið
skárri, og afli mjög misjafn, af
og til þó sæmilegur, en mjög
er langsótt fyrir Austfjarðabáta.
Hinn 1. apríl hélt Búnaðarfélag
Breiðdæla aðalfund sinn, og þar
var m.a. tekin afstaða til frum-
várps um búfjártryggingar.
Bændur eru almennt andvígir
skyldutryggingu að svo stöddu,
en töldu heimildarlög æskilegri.
Það er virðingavert, að máli
i þessu skyldi vísað til umsagnar
bændanna, ef farið verður þá eft-
ir áliti þeirra, sem mun mjög á
einn veg, að því er séð verður
af fréttum.
Ofstopi Xímans og Framsóknar
í kjördæmamálinu vekur orðið
góðlátlegt glott hjá öllum þorra
manna, ekki síður framsóknar-
manna, sem hafa verið. Sérstak-
Iega eru fundarsamþykktir kímn
isefni, þegar málflutningur minn
ir helst á niðurlag gamallar
víau: „Helmingurinn öfgar og
afgangurinn lýgi“. En þetta hæf-
ir allt málstaðmim. Sjómenn,
verkamenn og aðrir, t.d. á Reykja
nesi, ættu að bjóða rithöfundun-
um utan af landi, sem fengnir
hafa verið til að senda Tímanum
linur um málið, að koma og
skýra málið á opinberum fund-
um þar í byggðunum. Þetta eru
allt gæðakarlar, og rétt að láta
þá freista að koma fólkinu þar
í skilning um hvað það er frá-
leitt — að þeirra dómi —, að það
hafi sama rétt til fulltrúakjörs
á Alþingi og blessað dreifbýlis-
fólkið, sem vondir menn ætla nú
að svipta einhverjum rétti. — PG