Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 30. apríl 1959 Kjördœmatilíögur F ramsóknarmanna Þeir gusa mest, sem grynnst vaða FRAMSÓKNARMENN halda því íram, að hlutfallskosningar auki pólitíska sundrungu og grafi undan lýðræði. Þess vegna segj- ast þeir vilja skipta landinu í einmenningskjördæmi. Látum vera þótt þeir hafi þessa skoðun, ef hún segir þá hug þeirra allan. En sá böggull fylgir skammrifi, að Reykjavík á ekki að skipta í einmenningskjördæmi. Þar skulu hinar „alræmdu“ hlutfallskosn- ingar gilda. Hið sama kosninga- fyrirkomulag og lagði IV franska lýðveldið að velli, auk Weimar- lýðveldisins, að því er gefur að líta í Tímanum. Mikið hlýtur við að liggja úr því að Fram- sóknarmenn vilja leggja höfuð- borg landsins undir þetta voða- lega kosningafyrirkomulag. Það dylst víst engum hvað á bak við býr. Það skyldi þó ekki vera að Framsóknarflokkurinn eigi meiri möguleika á að fá kjörinn þing- mann, ef hlutfallskosningar eru í Reykjavík? Hvernig má heim- færa þetta undir regluna: „í kjör- dæmatillögum Framsóknarflokks ins er ekki verið að berjast fyr- ir neinni forréttindaaðstöðu eins eða annars flokks"? Sem sagt hlutfallskosningar eru góðar, þar sem maddama Framsókn nýtur góðs af þeim. En víkjum nú út fyrir höfuð- Staðinn. Þar skal gilda Framsókn- arreglan: einmenningskjördæmi um allt land. Með núverrandi kjördæmaskipan fékk Frams.fl. 17 þingmenn í síðustu kosning- um. Þar af 10 í einmenningskjör- dæmum og 7 í tvímenningskjör- dæmum. Það er alkunnugt, að Framsóknarmenn börðust gegn tvímenningskjördæmunum, er þeim var komið á, og mundu skipta þeim, ef þeir fengju því við komið. Þá mundu þeir fá 10 af þeim 12 þingmönnum, sem í tvímenningskjördæmunum eru kjörnir, miðað við kosningatöl- ur 1956. Þ. e. a. s. 3 þingmenn til viðbótar. Stefna flokksins í því máli miðar því að því að græða á henni eins og tillögurnar um Reykjavík. í einmenningskjördæmunum fengu Framsóknarmenn 10 þing- menn af 21, sem í einmennings- kjördæmum eru kjörnir. Fékk þó flokkurinn ekki nema um 15% atkvæða á landinu I þeim kosning um. Það skilst því auðveldlega, hvers vegna flokkurinn vill halda einmenningskjördæmunum eins og þau eru nú. Það er eingöngu hræsni og yfirdrepsskapur, þeg- ar Framsóknarmenn þykjast vera að vernda sjálfstæði héraða o. s. frv. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei fengið uppbótarsæti, það er þá aðeins í samræmi við heild arstefnu hans í málinu að vilja leggja uppbótarsætin niður. Skv. nýjustu tillögum Fram- sóknarmanna segjast þeir vilja skipta Gullbringu- og Kjósar- sýslu í 4 kjördæmi, skilja Akra- nes frá Borgarfjarðarkjördæmi, og láta Akureyri kjósa 2 þing- menn hlutbundinni kosningu. Auk þess að fjölga þingmönnum Reykjavíkur um 4. Þessar til- lögur segjast þeir flytja til mála- miðlunar og til að rétta hlut þétt- býlisins. í sambandi við þessar tillögur er vert að athuga, að Framsókn- armenn hafa enga von um að fá kjörna þingmenn í einmennings- kjördæmunum Akureyri, Borgar firði eða Gullbringu- og Kjósar- sýslu. En ef þessu kjördæmum væri skipt skv. hinum nýju til- lögum þeirra, fengju þeir trú- lega annan þingmann Akureyr- ar og hefðu auk þess von um 1 í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þann þriðja í Borgarfirði. Þar á ofan kemur svo einn í Reykja- vík. Sem sagt Framsóknarflokk- urinn gæti grætt 2—4 þingmenn á þessum nýjustu tillögum sín- um, án þess að nokkur veruleg breyting yrði á fylgi flokkanna innbyrðis. - Vissulega eru þetta ósvifnar tillögur, svo ósvífnar, að þær eru alls ekki umræðuhæfar, en þó eru þetta málamiðlunartil- lögur frá Framsóknarmönnum. Framsóknarmenn ættu að gera sér ljóst, að það er með tillögum sem þessum, og einstrengings- legri forréttindabaráttu sinni, sem þeir hafa dæmt sig úr leik í þessu máli. Þessi flokkur, sem hefur um 15% fylgi meðal þjóð- arinnar, ætlar sér að hafa þrefald an rétt á við aðra flokka í land- inu. En um leið gefur að lesa í Tímanum 11. apríl: „f kjördæma- tillögum Framsóknarflokksins er ekki verið að berjast fyrir neinni forréttindaaðstöðu eins eða ann- ars flokks“. Nei, það heitir ekki! Það þarf mikla forherðingu til þess að taka sér þessi orð í munn, því að sannleikurinn er sá, að Framsóknarflokkurinn hefur aldrei flutt neina þá tillögu í kjör dæmamálinu sem ekki miðar að því að halda í núverandi forrétt- indaaðstöðu hans, eða þá bein- línis gengur í þá átt að auka á óréttlætið og forréttindin eins og í síðustu tillögum hans. Benedikt Sveinsson. f SL. marzmánuði var haldið í Reykjavík flokksþing þeirra afla þjóðfélagsins, sem kenna sig við framsókn. Leiðtoginn setti sam- komuna með hjartnæmri ræðu og lýsti ma. fjálglega þeim frjáls lynda og víðsýna félagsskap, sem Framsókn væri. Minnti hann á, „að innan okkar flokks er hátt til loft og vítt til veggja". Ekki var þó þessi lýsing á eðli Fram- sóknarflokksins látin nægja, held ur fylgdi með vel útilátinn skammtur af orðaglamri, sem leiðtoganum er tamast að bregða fyrir sig. Rétt í lokin minnti hann fundarmenn á, að þjóðin biði í ofvæni eftir þeim úrræð- um, sem samkundan myndi benda á. Hlutverk þingsins væri mikið, þar sem bjarga þyrfti þjóðinni úr hinu ömurlega efnahagsmálaá- standi, sem orðhagur maður líkti eitt sinn við eyðimörk. Ekki er að efa, að þessi orð hafa verið sögð af þeirri ein- lægni, sem leiðtoganum er af Guði gefin, en víst er um það, að mörgum lék bros um vör, er þeir heyrðu um þessi orð hans. Þeir hinir sömu rifjuðu gjarnan upp fyrir sér ýms fyrri orð og athafnir þessa manns. ★ Hér var jp kominn sá sami, sem í sumarbyrjun árið 1956 átti ráð undir rifi hverju til að leiða þjóðina til þess gnægtabrunns, er hann þekkti undir kletti í þeirri eyðimörk, sem vondir menn höfðu leitt hana í. Þó að landslýður gerði flokk hans að „pínulitla flokknum“ í kosning- unum þá um sumarið, þá fékk leiðtoginn það tækifæri til for- ystu, sem hann hafði lengi þráð. Með vinum sínum, kommúnist- um, myndaði hann „vinstri stjórn vinnandi stétta" og réði ríkjum í tvö og hálft ár. Eftir að hafa troðið þær mestu eymd- arslóðir, sem stjórnmálasaga síð ustu áratuga getur um, hrökkl- aðist svo leiðtoginn frá völdum, og hefur álit hans aldrei verið aumara, og er þá langt til jafn- að. Það eitt gott leiddi af brölti hans, að nú efast enginn lengur um gildi hins fornkveðna, að þeir busla mest, sem vaða grynnst. IUt er aS kenna gömlum hundi að sitja Hann hafði ekki látið sér segj- ast við undangengnar ófarir, heldur bað flokksmenn sína bless aða nefna til úrræði. Honum hafði ekki reynzt unnt, þann tíma, sem hans var ríkið og mátt urinn, að skilja þau sannindi, að bjargráð Framsóknar hafa ætíð reynst þjóðieni hin verstu óráð. Meiri ráðleggingar vildi hann fá, þó þjóðin sé fyrir löngu orðin fullsödd af slíku góðgæti. Þegar Júdas hafði brugðist þeim, er hann skyldi þjóna, gekk hann til skógar og hengdi sig. ★ Það er táknrænt fyrir þau orð leiðtogans, er hann viðhafði um víðsýni Framsóknarflokksins, og getið er hér að framan, að þau eru sögð í gömlu og gluggalausu íshúsi niður við Tjörn. Ýmsum getum hefur verið að því leitt, hvað valdið hafi áhuga Fram- sóknarfnanna á því að fá hús þetta undir starfsemi sína. Ekki er auðvelt að fullyrða, hvarjar kenndir hafa ráðið þar mestu um, en dæmigert er húsið fycir flokkinn í heild. í dag er hann merkisberi hins gamla fjárm«MP>* afturhalds, sem við fslendingar þekkjum bezt af dönsku einok- unarverzluninni. Hugsjónum hans og stefnu hæfir því vel að eiga miðstöð sína í húsi, þar sem enginn geisli dagsljóssins nær inn að smjúga. ★ Framsóknarflokkurinn hefur skellt flokksstimpli sínum svo rækilega á samvinnufélögin ís- lenzku, að illt er að greina á milli, hvort heldur flokkurinn sé deild í SÍS eða SÍS deild í hon- um. Þetta fyrirtæki framsóknar- manna er algerlega einstakt fyr- irbrigði með þroskuðum menn- ingarþjóðum. í skjóli fáránlegra skattalaga hefur vöxtur Sam- bandsins orðið slíkur, að það er nú orðið að ófreskju í íslenzku athafnalífi, og eru mýmörg dæmi til, sem styðja þessa fullyrð- ingu-. Fyrirbrigðið SÍS í upphafi voru samvinnufélögin stofnuð af illa efnum búnu al- þýðufólki, sem sá sér hag í sam- vinnu um útvegun nauðþurfta. Sem slík hafa samvinnfélögin fullan tilverurétt. En auðhring- ur, sem SÍS er orðið, á sér ekki hinn minnsta tilverurétt í þjóð- félagi okkar íslendinga. Oft og tíðum er það svo, að í skjóli auð- valds SÍS eru það kaupfélags- stjórarnir, sem ráða lögum og lofum í þeim þorpum og kaup- túnum, sem þeir starfa í. Kaup- félagið er sá miðdepill daglegs i lífs, sem allt snýst um. Kaupfé- lagið rekur verzlunina, það á | frysti- og sláturhúsin og mjólk- i urbúin njóta flest umönnunar og j forsjár kaupfélagssjóranna. Ef I einstaklingur hyggst koma sér upp verzlun eða öðrum atvinnu- rekstri í plássi úti á landi, þá endar það oftast á einn veg. Hann verður innan tíðar að hætta rekstrinum vegna bágrar fjár- hagsafkomu. Fantabrögð kaup- félagsstjóranna, þegar kæfa þarf keppinaut, sem dirfist að bjóða þjónustu sína í helgu véi kaup- félaganna, eru slík, að engu lík- ara er, en þar hafi komið til ötul tilsögn eins gamals leiðtoga þeirra sem bezt allra núlifandi íslendinga hefur numið og til- einkað sér slík fræði. Ótal dæmi eru tiltæk, sem sanna ofangreint. Alþekktar eru atvinnuofsóknir og fjármálapólitík kaupfélag- anna, þar sem framsóknarmenn hafa forgangsrétt til vinnu, auk þess, sem ekki aðrir en stuðn- ingsmenn framsóknar fá vörur út í reikning, þegar kosningar nálgast, og afla þarf framsóknar- flokksframbjóðendum fylgis. Landsfrægt er Seyðisfjarðarundr ið, þar sem Framsókn fékk 10 atkv. við kosningarnar árið 1953, en 240 atkv. um sumarið 1956. Þar sem hann hafði áður 2,4% atkvæða fær hann nú 58%. Skyldi nokkrum detta í hug, að eitthvað samband sé á milli fjár- austursins til Seyðisfj arðar og útlánapólitíkur kaupfélagsins þar og þessara kosningaúrslita?!! Dæmigert er einnig atferli kaupfélagsstjóra eins, sem einn- ig er hreppsnefndaroddviti í kauptúni þvi, er kaupfélag hans starfar í. Þar á staðnum er rek- ið gistihús, sem einnig rekur al- menna veitingasölu og hefur sali sína opna til miðnættis. Fyrir nokkru síðan kom einstaklingur sér upp sælgætissölu í þorpinu og hafði opið til kl. 23,30. Gekk svo til um hríð. En þar kom, að veitingasala gistihússins þótti dragast um of saman við tilkomu þessa keppinautar. En þeir deyja ekki ráðalausir þessir dánu- menn. Án allra umsvifa kvað odd vitinn upp þann úrskurð, að um- rædd sælgætissala væri háskaleg ungum börnum og líkleg til sið- spillingar! Þar með var fyrirtæk- inu lokað, en salan jókst aftur hjá gistihúsinu, sem kaupfélag- ið átti reyndar að mestu leyti. Ríki í ríkinu Hvílíkt risafyrirtæki SÍS er orðið, sést glöggt, ef bornar eru saman niðurstöðutölur fjárlaga fyrir árið 1958 og niðurstöðu- tölur reikninga SÍS fyrir sama ár. Sést þar svart á hvítu, að fjárlög sjálfs ríkisins eru litla hærri en hliðstæðar tölur hjá SIS. Er sannarlega kominn tími til að skattamál samvinnufyrir- tækja séu tekin til gagngerrar endurskoðunar, og þau látin bera sömu skattabyrðar og eir.kafyrir tæki. Hér munu framsóknarmenn að vísu standa sem klettur í vegi fyrir, en réttlæti það, sem þeir berjast fyrir, verður augljóst, þegar það er haft í huga, að SÍS og fyrirtæki þess greiða aðeins 300 þús. kr. í stóreignaskatt, en einstaklingar verða að greiða tugmilljónir. ★ Öllum hugsandi mönnum hlýt- ur að vera ljós sú hætta fyrir þjóðarheildina, sem fólgin er í hinu gífurlega veldi SÍS. Stærð fyrirtækisins ein útaf fyrir sig væri hættuleg, jafnvel þótt heið virðir menn stjórni málum þess. Óþarft er að fara mörgum orð- um um þær misfellur í starfi dótturfélaga SÍS, sem nú eru smám saman að koma fram í dagsljósið. En að sögn kunnugra manna, mun hér vera um ennþá grófara og víðtækara hneykslis- mál að ræða en olíumálið fræga, sem þó kom íslenzkri glæpa- menningu á nýtt og óskemmtilegt þroskastig. ★ Það sætir furðu, hvernig sið- menntaðir menn skuli leyfa sér slík lögbrot, sem um ræðir. sennilega telja þeir sér allt leyfi- legt í skjóli hinnar miklu valda- aðstöðu, sem Framsóknarflokk- urinn hefur fram á síðustu mán- uði. „Sól tér sortna“ Nú eru örlagatímar framund- an í íslenzkum stjórnmálum, og getur oltið á gangi mála í ná- inni framtíð, hvort á íslandi muni geta þróast fullkomið lýð- ræði, eða hvort framsóknarrétt- læti og framsóknarsiðferði eiga að fá tækifæri til að sverta heiður íslands frekar en orðið er. — ★ Þess sjást núna greinileg merki, að framsóknarbroddarn- ir finna glöggt, að veldi þeirra riðar til falls. í komandi kosn- ingum mun þjóðin setja sér heið- arlegar leikreglur um val þing- manna, og verður þá ekki að sök- um að spyrja. Framsóknarflokk- urinn mun uppskera svo sem hann hefir til sáð, sól hans mun sökkva í sæ og slokkna til fulls. Flokkur sem hefur það eitt stefnumál, að halda í og auka rangfengin völd og aðstöðu, hlýt ur að deyja út. Það verður erfitt viðfangsefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að útskýra, h i ig fyrirbrigði, sem Framsóknar- flokkuinn, gat nokkurn tíma þrifist í elzta lýðræðisiandi Evrópu. Gunnar Tómasson. Ein af stærstu búsáhalda- og járnvöruverzlunum bæjarins, vantar stúlku strax til afgreiðslustarfa. Eiginhandarumsókn með upplýsingum og mynd, ef til er, sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „999 — 9720“ fyrir 5. maí n.k. Jörðin Kálfavík í Ögurhreppi er til sölu og ábúðar nú þegar. Bústofn getur fylgt. Skipti á jörðinni og húsi í kaupstað koma til greina. — 1 ' singar gefa eigandi jarðarinnar, Guðröður Jónsson, símstöð Hvítanes, og Sigurður Bjarnason, ritstjóri, sími 2-24-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.