Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 10
10
MORC VN-nr. 4ÐIÐ
Fimmtudagur 30. apríl 195t>
TJtg.: H.I. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V'
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innan
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
STEFNUBREYTING
FRUMVARP til fjárlaga og
afgreiðsla þess eru hvar
vetna um lönd talin til
hinna mestu tiðinda. Ástæða þess
er ekki eingöngu sú, að þar með
sé gerð grein fyrir hag sjálfs
ríkissjóðs, heldur vita allir, að
fjárlög ríkisins eru ein af und-
irstöðum efnahags- og atvinnu-
allrar þjóðarinnar. Eitt af sér-
kennum íslenzku þjóðarinnar er
hins vegar það, að sá maður, sem
hér hefur verið lengst allra fjár-
málaráðherra, hefur aldrei skil-
ið þetta. Eysteinn Jónsson hefur
með fjárstjórn sinni talið nægja,
að hann gæti sýnt greiðsluafgang
ríkissjóðs á pappírnum, hvað sem
liði afkomu fólksins í landinu
og þróun efnahagsmálanna yfir-
leitt.
★
Um raunverulegan greiðsluaf-
gang ríkisins hefur að vísu tek-
izt svo og svo. Á samstjórnarár-
um Sjálfstæðismanna og Fram-
sóknar gerðu Framsóknarmenn
beinlínis sitt til að hindra, að
greiðsluafgangur yrði á meðan
Sjálfstæðismaður var fjármála-
ráðherra. Eftir að Eysteinn Jóns-
son varð fjármálaráðherra á ný,
studdu Sjálfstæðismenn hann
hins vegar til þess að tryggja
greiðsluafgang ríkissjóðs. Þeim
kom ekki til hugar að gjalda
Framsóknarmönnum líku líkt,
heldur hugsuðu um ábyrga með-
ferð á málefnum alþjóðar.
Jafnskjótt og Eysteinn komst
undan handleiðslu Sjálfstæðis-
manna og fór í V-stjórnina skipti
alveg um. GreiðsluhalU kom í
stað greiðsluafgangs. Úr þessu
var raunar bætt á árinu 1958, en
aðferðin til þess var eftirminni-
leg.
★
Þá voru V-stjórnarflokkarnir
fengnir til að leggja á nýja skatta
bæði til ríkissjóðs og útflutnings
sjóðs, er námu allt að 800 millj.
kr. Skattarnir til ríkissjóðs áttu
samkvæmt skýrslu fjármálaráð-
herra þá ekki að vera hærri en
svo, að rétt væri hægt að forðast
halla. Þegar til kom reyndust
þeir veita miklu meiri tekjur en
frá hafði verið sagt, svo að þrátt
fyrir skefjalausa eyðslu várð
verulegur greiðsluafgangur. En
með þessu hafði einnig verulega
verið ýtt undir hækkun verðlags
í landinu og ríkisskattarnir áttu
sannarlega sinn hlut að vexti
verðbólgunnar á árinu 1958.
Hin nýja verðbólgualda, sem
Hermann Jónasson sagði í upp-
gjafarræðunni 4. desember með
réttu, að risin væri og stjórn
hans fengi ekki við ráðið, hafði
verulega magnazt við skatt-
heimtu Eysteins Jónssonar. Verð
bólguhítin og tómu sjóðirnir, sem
hann sjálfur fjölyrti um við um-
ræðurnar um stöðvunarfrumvarp
ið í janúar voru eki'i sízt hans
eigin verk sem fjármálaráðherra.
Að ógleymdu hinu, sem hann stóð
fyrir með því að leiða kommún-
ista til valda, að hækka kaup
starfsmanna SÍS haustið 1956 á
meðan kaupbindingarlögin voru
í gildi og senda deildarstjóra
sinn á fund bæjarstjórnar Reykja
víkur í september sl. haust, til
að heimta, að kaup yrði hækk-
að enn meira en jafnvel forystu-
menn Dagsbrúnar ætluðust þá
sjálfir til.
Til viðbótar þessu koma hin
óglöggu reikningsskil. Á síðasta
fundi V-stjórnarinnar ráðstafaði
hún, klofin með meirihluta at-
kvæða án samráðs við Alþingi,
rúmlega 60 millj. kr. sem „á-
skotnazt“ höfðu vegna setning-
ar bjargráðanna, og aldrei hafði
verið gerð grein fyrir, og vit-
anlega var óheimilt að kveða
á um, hvað gert skyldi við nema
með samþykki Alþingis. Áætlanir
um tekjur óg gjöld fjárlaga hafa
árum saman verið yísvitandi hafð
ar rangar til þess að Framsóknar-
herrarnir, sem yfir ríkissjóðnum
réðu, gætu ráðstafað tugum millj.
ef ekki meira utan við lög og
rétt. Viðskilnaðurinn var og slík-
ur, að rétt áður en V-stjórnin
endanlega hrökklaðist frá, voru
kosningasmalar flokksins víðs-
vegar skipaðir tollþjónar og hin
fylgispaka hirð í fjármálaráðu-
neytinu og skattstofu Reykja-
víkur hækkuð í launum.
Framsóknarráðherrunum brá
illa við, þegar gerð var tillaga
um, að komið yrði skynsamlegri
skipan á störf sjálfs Stjórnarráðs
íslands. Löggjöf um það er öll í
molum og starfsskipting af handa
hófi. f henni er hvorki hugsað
um sparnað í rekstri né að ná
nauðsynlegum árangri með miklu
starfsliði. Er þó ekki við góðu
að búast um hagkvæmi í rekstri
ríkisins yfirleitt, þegar sjálf yfir-
stjórnin er öll af handahófi og
frekar hugsað um að raða bitl-
ingamönnum á jötu en skynsam-
lega málsmeðferð.
Rétt eitt dæmi um fjársóun
er stjórn Framsóknar á rafvæð-
ingu sveitanna. Nú síðast snúast
þeir öndverðir við, þegar sýnt er
fram á, að hægt er að ná betri
árangri með 88 millón króna
sparnaði strax í stofnkostnaði
auk 25 millj. króna rekstrarhalla,
sem ella yrði.
Og enn vilja Framsóknar-
menn láta afgreiða fjárlög án
þess að tekið sé tillit til þeirra
miklu fjárgreiðslna, sem þarf til
að lægja verðbólguölduna, sem
þeir sjálfir komu af stað. í því
ábyrgðarleysi fara þeir jafnvel
fram úr kommúnistum, sem vissu
lega þarf mikið hugmyndaflug
til að geta náð í þessum efnum.
★
Þegar litið er á allan þennan
viðskilnað Framsóknar við fjár-
stjórn ríkisins, má það heita
undravert, að nú skuli hafa tek-
izt að afgreiða fjárlög hallalaust
án þess að hækkaðir væru al-
mennir skattar á landsmönnum.
Sjálfstæðismenn gera sér fulla
grein fyrir, að til frambúðarbóta
á hag ríkissjóðs og til lausnar
efnahagsmálanna þarf aðrar og
rækilegri ráðstafanir en enn
hafa verið gerðar. En nú hefur
tekizt að stöðva sig í skriðunni
áður en farið var niður fyrir
hengiflugið. Þjóðinni gefst þess
vegna færi á að kveða sjálf við
kosningar á um, hver frambúð-
arstefnan skuli vera. í þessum
efnum hafa Sjálfstæðismenn lagt
fram sundurliðaðar tillögur, svo
enginn þarf um að villast hver
stefnan verður, ef þjóðin fær
þeim nóg fylgi við kosningarnar,
sem nú fara í hönd.
UTAN UR HEIMI
FulSkomnari veðurspár
—árangur af rannsóknum jarðeðlisfræðiársins
EFTIR eitt eða tvö ár verður
fyrsta veðurathuganakortið af
gervöllum heiminum fullgert. í
framtíðinni má vænta þess, að
slík kort verði útbúin daglega.
Kortin eru byggð á veðurathug-
unum, sem gerðar voru á hinu
svonefnda alþjóða jarðeðlisfræði
ári frá 1. júli 1957 til ársloka
1958 og efnt var til af rúmlega
50 þjóðum víðsvegar um heim.
Það var dr. Hugh Odishaw,
sem gaf þessa yfirlýsingu fyrir
skömmu. Hann er framkvæmda-
stjóri bandarisku nefndarinnar,
er skipulagði og hafði umsjón
með þátttöku Bandaríkjanna í
rannsóknarstarfsemi jarðeðlis-
fræðiársins. Jafnframt skýrði
hann frá því, að Bandaríkin
mundu hafa umsjón með gerð
veðurkortanna af norðurhveli
jarðar, Suður-Afríka hefði um-
sjón með gerð veðurkorta af suð-
urhveli jarðar og þýzka veður-
þjónustan myndi sjá um veður-
kort af svæðinu kringum mið-
jarðarlínu.
★ ★
Á alþjóða jarðeðlisfræðiárinu
lögðu vísindamenn hvarvetna
í heiminum.sig alla fram við að
öðlast betri þekkingu á gufu-
hvolfi jarðar og veðrinu. Komið
var upp fjölmörgum athugastöðv-
um frá norður- til suðurpóls, þar
með taldar nýjar stöðvar á norð-
ur- og suðurskautslandinu, og
þannig var hægt að gera margs
konar nýjar rannsóknir, einkum
í efra gufuhvolfi.
Loftkaim!.
Eitt mikilvægasta tækið, sem
notað var við þessar rannsóknir
var loftkanni eða radiosonde, sem
skotið er upp i háloftin í loft-
belg. Veðurfræðingar byggja nú
mjög á þessu tæki í starfi sínu.
Það er á stærð við vindlakassa
og útvarpar til jarðarinnar upp-
| lýsingum um loftþrýsting, hitastig
og rakastig í efra gufuhvolfi.
Vegna þeirrar miklu áherzlu,
sem lögð var á veðurkannanir úti
í geimnum, gátu vísindamenn nú
gert fyrstu skipulögðu rannsókn-
ir í efra gufuhvólfi eða hinu svo
nefnda stratohvolfi og fengið
Gizkað hefur verið á, að upp-
lýsingar um vinda í mikilli hæð
yfir Suður-Ameríku séu nú 50%
öruggari og nákvæmari eftir rann
sóknir jarðeðlisfræðiársins. Von-
azt er til, að þessari rannsókn-
arstarfsemi og öðrum hagnýtum
athugunum, sem hafizt var handa
um víða um heim í jarðeðlis-
fræðiárinu, verði haldið áfram
hér eftir.
Einhver athyglisverðasti og
merkasti þáttur veðurathugana-
starfsins á þessu tímabili voru
rannsóknir, sem gerðar voru
á norður- og suðurskautssvæðun-
um. Þessar athuganir benda til,
að það er a. m. k. 40% meiri
snjór og ís í heiminum en áður
var reiknað með og kom það vís-
indamönnum mjög á óvart. Mest-
ur hlutinn — 90% — er á suð-
urskautslandinu, en þar eru sums
staðar allt að því 4,200 metra
þykk snjóa- og ísalög.
Þessar upplýsingar eru ákaf-
lega mikilvægar fyrir veðurfræð-
inga, vegna þess að hin víáttu-
mikla ísþekja, sem hylur suður-
skautslandið, veldur mestu um
Framh. á bls. 13.
Rannsóknarstöð á suðurskautslandinu.
Gervitungl og samband þess við rannsóknarstöðvar á jörðinni.
þannig upplýsingar, sem þeir
hafa verið að leita að í mörg
ár. Stratohvolfið liggur á svæð-
inu milli 16 og 80 km. ofan yfir-
borðs jarðar.
Það kom í ljós, að í efra gufu-
hvolfi getur hitastigið hækkað
skyndilega, og er það ef til vill
bein afleiðing af starfsemi sólar.
Sumir vísindamenn telja, að þetta
geti haft áhrif á þotvindinn
(hraðan loftstraum) í efra gufu-
hvolfi og þá jafnframt á veðrið
á jörðunni.
★ ★
Annað það, sem kom fram, var,
að á sama tíma og einn af þot-
vindunum fór í norðurátt í mik-
illi hæð yfir Bandaríkjunum fóru
hvirfilvindar yfir og mikið var
um flóð í suðurhluta Bandaríkj-
anna og einnig norðar. Þetta
gefur til kynna, að það geti ver-
ið náið samband milli hreyfinga
þotvindanna og meginbreytinga
á veðráttunni.
Gervihnettirnir, sem komið var
á sporbraut á jarðeðlisfræðiár-
inu, senda frá sér margskonar
upplýsingar, sem oft gefa til
kynna, hvað það er, sem ræður
veðri á jörðinni. Tækin í gervi-
hnöttunum, mæla bæði sólarork-
una, sem jörðin tekur til sín, og
orkuna sem jörðin endurgeislar
út í geiminn. Þegar þessar mæl-
ingar hafa verið sundurliðaðar
og skilgreindar og mikið af öðr-
um upplýsingum, sem útvarpað
var til jarðarinnar frá gervihnött
unum, verða þær veðurfræðing-
um um gervallan heim ómetan-
lega verðmætar.
★ ★
Fyrstu skipulögðu veðurathug-
anirnar veru gerðar á jarðeðl-
isfræðiárinu frá rannsóknar-
stöðum, sem komið hafði verið
upp sérstaklega í þessum tilgangi
í Suður-Ameríku. Þessar stöðv-
ar voru í Guayaquil í Ecuador,
Lima í Perú og Antofagasta,
Quintero og Puerto Monte í
Chile.
Árangur af rannsóknum, sem
gerðar voru í þessum stöðvum,
var m. a. sá, að nú voru gerðar
víðtækar athuganir í fyrsta skipti
á efra gufuhvolfi mjög víða í Suð
ur-Ameríku. Þær leiddu meðal
annars til þess, að á þessu svæði
fundust þotvindar, sem ekki var
búizt við, að væru þar.
Flugfélagið Pan American-
Grace Aairways hefur látið þess
getið, að aðeins einn dag — þ. e.
8. desember 1957 — hafi stöðv-
arnar í Suðu-Ameríku endur-
goldið allan þann kostnað, sem
rekstur þeirra og viðhald hafði
í för með sér. Þennan dag gátu
vísindamenn við stöðvarnar
reiknað út styrkleika og stefnu
mikils storms, og þar af leiðandi
gat flugfélagið hagað áætlunar-
flugi sínu á þessum slóðum í sam
ræmi við þessar upplýsingar og
forðað flugvélum sínum frá því
að lenda í hættu vegna veðurs.
¥ *