Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 2
9
MORCTrNfíLAÐIE
Fimmtudagur 30. apríl 1959
Gætum ræktað allt jboð
timbur sem hér jb arf
VEGFARENDUR um Banka-
stræti geta þessa dagana skoðað
8 feta háar fjalir af fínasta borð-
viði í sýningarglugga Málarans.
Er þetta 37 ára gamalt lerki frá
Hallormsstað, fyrstu borðin, sem
söguð eru úr íslenzkum barr-
trjám. Er þessi viður góð sönnun
þess að skógarnytjar koma miklu
fyrr fram hér á landi en fólk
almennt heldur.
— Það er auðveldara að rækta
svona við hér en að rækta kart-
öflur, sagði Hákon Bjarnason,
skógræktarstjóri, er hann átti
tal um þetta við fréttamenn í
gær, ásamt Valtý Stefánssyni,
formanni Skógræktarfélags ís-
lands, og fleiri' framámönnum
um skógrækt.
íslendingar eyða nú um 100
millj. kr. á ári í timburkaup frá
útlöndum, en það er um 15. hlut-
inn af öllum innflutningi til
landsins. Til samanburðar má
geta þess að í sementskaup fóru
um 30 millj. kr. árlega og í áburð
arkaup 17—20 millj. áður en hér
voru reistar verksmiðjur til þeirr
ar framleiðslu. Þennan 100 millj.
kr. viðarflutning ættum við að
geta losnað við, með því að rækta
timbrið í landinu sjálfu. En til
þess vantar fé.
Með því fé, sem skógræktin
hefur til umráða eru nú settar
niður 1,5 millj. plantna á ári.
Ríkið leggur fram 3,6 millj. kr.,
ágóði af tóbakssölu er 1,5 millj.,
skógræktarfélögin sjálf leggja
fram 1,5 millj. og 400 þús. berast
í gjöfum. Með 2—3 millj. króna
framlagi til skógræktar á ári til
viðbótar þessu, ætti ræktun að
geta tvöfaldazt, að því er Hákon
Bjarnason tjáði fréttamönnum.
Skógræktin hefur nú orðið gróðr
arstöðvar, nauðsynleg sambönd
og færa skógræktarmenn, sem
gætu annað miklu meiru, ef fé
væri fyrir hendi.
Með meiri skógrækt mundum
við ekki aðeins spara mikið fé í
erlendum gjaldeyri, heldur fengj-
um við einnig betri við en oft er
fluttur til landsins og tryggt væri
að aldrei vantaði hér timbur. —
Með því ynnist það einnig að f jár-
magn flyttist með eðlilegum
hætti upp í sveitirnar, og þar
sköpuðust ákjósanleg vinnuskil-
yrði. í því sambandi má geta þess
að byrjað var á skógrækt í Skorra
dalnum árið 1952. Nú eru þar
borguð á annað hundrað þúsund
kr. í vinnulaun á ári. Með veru
legri skógrækt mundum við
breyta landinu og gera það á
margan hátt byggilegra.
Frumsýning á
„Tengdasonur ósk-
ast46 í gærkvöldi
ÞJÓÐLEIKH,. SIÐ frumsýndi i
gærkvöldi gamanleikinn Tengda
sonur óskast, eftir William Doug-
las Home. Aðalleikendur voru
Indriði Waage, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Kristbjörg Kjæld
og Rúrik Haraldsson. — Leikn-
um var ágætlega tekið og voru
leikendur hylltir mjög í leiks-
lok. Leikstjóri var Gunnar Eyj-
ólfsson.
Kviknaði
í Ofnasmiðjunni
KLUKKAN tæplega hálf ellefu
í gærkvöldi var slökkviliðið
kvatt að Ofnasmðijunni við Ein-
holt 10. Kviknað hafði í þurrk-
ara og logaði í honum og upp úr
gólfinu á litlu svæði, er slökkvi-
liðið kom á vettvang. Gekk greið-
lega að slökkva eldinn og urðu
skemmdir tiltölulega litlar.
Mikil eftirspurn
eftir garðlöndum
UM þessar mundir eru menn að
undirbúa hverskonar ræktun í
görðum. Blaðið leitaði upplýs-
inga um undirbúning í garðlönd-
um Reykjavíkurbæjar, hjá Haf-
liða Jónssyni, garðyrkjuráðunaut
bæjarins. Sagði hann, að svo mik
il eftirspum væri nú eftir garð-
löndum, ekki yrði hjá því kom-
izt að taka garða af þeim, sem
ekki hefðu þegar greitt leigu-
gjöld sín. Væri þegar byrjað að
úthluta slíkum löndum á ný.
Hefur stundum áður komið fyrir,
að fólk hefur sleppt görðunum,
án þess að tilkynna það, og einn
og einn garður því staðið auður.
Þegar svo mikil eftirspurn er,
verður ekki hægt að eiga slíkt á
hættu.
Er miklu meiri eftirspurn eftir
garðlöndum vestan megin Elliða
ánna, en hægt er að sinna. Aftur
á móti er enn nóg af garðlönd-
um í Borgarmýri og við Rauða-
vatn.
Dagskrá Alþingis
1 DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis kl. 1,30. —
Á dagskrá efri deildar eru fjögur
mál: 1. Tekjuskattur og eiignar-
skattur, frv. — Fnh. einnar umr.
— 2. Gjaldeyrissjóður og alþjóða
banki. frv. — 2. umr. Ef leyft
verður. — 3. Gjaldeyrissamningur
Evrópu, frv. — 2. umr. Ef leyft
verður. — 4. Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar, frv. — 3. umr.
Fimm mál eru á dagskrá neðri
deildar: 1. Stjómarskrárbreyting,
frv. — Frh. 3. umr. (Atkvgr.).
— 2. Útfl .tningssjóður, frv. —
2. umr. — 3. Orlof. frv. — Frh.
1. umr. — 4. Dragnótaveiði í
fiskveiðilandhlgi, frv. — 2. umr.
— 5. Kornrækt, frv. — 2. uxnr.
Hópferð
VALDASTÖÐUM, 21. apríl. —
í gær fóru nær 30 bændur héðan
úr sveitinni hópferð upp í Borg-
arfjörð, og var ferðinni heitið að
Hesti til þess að skoða fjárrækt-
arbúið, sem þar er rekið. í upp-
eftirleið var komið við að veit-
ingaskálanum við Hvítárbrú og
snæddur þar hádegisverður. Var
þaðan haldið að Hesti, og búið
skoðað, og þegnar góðgerðir áður
en lagt var af stað heim. Á Hests-
búinu eru á fóðri í vetur full 600
fjár og 9 kýr. 1 bakaleið var
komið við á Hvanneyri og búfén-
aður skoðaður. Var þaðan haldið
rakleitt heim. — St. G.
Kostnaðurinn við aukna skóg-
rækt er að vísu nokkur til að
byrja með en sá kostnaður borgar
sig fyrr en margir gera sér ljóst
T. d. má geta þess að árið 1938
var lerkilundur gróðursettur í
Hallomsstað. Nú hafa fengizt þar
3000 girðingarstaurar af hektara
lands og stofnkostnaðurinn er
unninn upp. Benti Hákon Bjarna-
son á, að ef öllum tolli af inn-
fluttu timbri yrði t. d. varið til
skógræktar, þyrftum við eftir 50
ár ekki lengur að flytja inn neinn
við.
Bílstjóri gcfi
sig fram
AÐ KVÖLDI sumardagsins fyrsta
um kl. 24 var gráum skodabíl
ekið austur Hringbraut. Er hann
kom á gatnamót Hringbrautar
og Njarðargötu kom svartur
Volkswagenbíll norður Njarðar-
götu og skall í skodabílnum. í
Volkswagenbílnum voru karl og
kona, og lofaði maðurinn, sem
ók, að gefa skýrslu daginn eftir
og sættust bílstjórarnir á það.
Maðurinn í Volkswagenbílnum
hefur enn ekki gefið sig fram, en
bílstjóri Skodabílsins, sem var
einn í sínum bíl, hefur gleymt
númeri Volkswagenbílsins. Það
eru vinsamleg tilmæli rannsókn
arlögreglunnar, að bílstjóri Volks
wagenbílsins gefi sig fram hið
fyrsta og eins sjónarvottar ef til
eru.
Myndin er af felldu eikartré, sem var 34 ára. Það var orðið
yfir 12 metrar á hæð.
//
Harrison sagði:
Eg veit nú að jbetta
var skelegg reeba"
VESTMANNAEYJUM, 29 apríl
Réttarrannsókn í máli Harri-
sons skipstjóra á Lord Mont-
gomery lauk kl. 11,30 árdegis.
Gísli G. ísleifsson hdl. flutti rúm-
lega 6000 orða varnarræðu fyrir
skjólstæðing sinn og stóð ræð-
an yfir í 45 mínútur.
í upphafi ræðunnar krafðist
Gísli sýknu og til vara vægstu
refsingar er lög leyfa. „Það verð-
ur að taka tillit til þess að Harri-
son skipstjóri er fórnardýr óút-
kljáðrar deilu um 12 mílna fisk-
veiðimörkin og því óréttmætt og
ósanngjarnt að refsa honum þung
lega“, sagði Gísli.
Hann ræddi ýtarlega um stað-
setningu baujanna, sem Ægir
lagði út og hélt því fram að eng-
inn varðskipsmanna nema skip-
Heilulagt ú Arnuihóli og nýr
ofaníburður í Tjurnargarðinum
ÞESSA DAGANA er unnið að því
að helluleggja gangstíga á Arn-
arhólnum og endurnýja alla
gangstíga í Tjarnargarðinum,
Verða hellurnar með nýstárleg-
um hætti á Arnarhólnum og í
Tjarnargarðinum verður notaður
nýr og betri ofaníburður, sem
ekki hefur verið reyndur hér áð-
ur.
Síðan nýja strætisvagnastöðin
við Kalkofnsveg var tekin í notk
un, hefur Arnarhóll mætt miklu
meiri ágangi en áður. Steinsall-
inn, sem verið hefur á stígun-
um á hólnum undanfarið hefur
reynzt illa, því holklaki lyftir
honum og hann verður að eðju.
Hefur þetta orðið til þess að fólk
gengur ekki á stígunum, heldur
utan við þá, og var hóllinn orð-
inn illa farinn.
Hefur því verið tekið það ráð
að helluleggja stígana. Er þre-
föld helluröð og leggjast á víxl
sléttar gangstéttarhellur og hell-
ur, sem þrýst hefur verið muln-
ingi í. Er það gert vegna þess
hve hóllinn er brattur og hætt
við að fólki skriki þar fótur í
hálku. Ættu hrjúfu hellurnar að
draga úr slysahættunni.
Við endurnýjun gagnstíganna
í Tjarnargarðinum, verður núna
notaður nýr ofaníburður og allir
stígarnir verða kantlagaðir. Hafa
verið gerðar tilraunir með ofaní-
burð undanfarin fjögur ár og er
afleiðingin af þeim rannsóknum
sú, að nú verður hafður bruni úr
Rauðhólunum undir, en ofan á
annar bruni, sem líkist honum í
útliti, en er miklu fínni og betri
Efst er svo sérstakur leir, sem
bindur vel. Ætti því nú að vera
hægt að ganga þama um á há-
um hælum, á hvaða tíma árs sem
er án þess að eiga það á hættu að
eyðileggja skóna.
herra hefði treyst sér til að skýra
dómnum ákveðið frá fjarlægð
skipsins frá duflunum, er þeim
var lagt í kjölvatn og til hliðar
við skipið. Einnig ræddi hann í
þessu sambandi um dýptarmæl-
ingar brezka varðskipsins og
Ægis. Þar hefði munað þrem
metrum. Allt þetta kvað Gísli
renna stoðum undir fullyrðingar
Harrisons fyrir dómnum um að
hann hefði ekki verið fyrir inn-
an 4 mílna mörkin og staðsetn-
ing duflanna gæfi ekki rétta
mynd af staðsetningu togarans.
Næst ræddi Gísli um kæru-
atriðin innbyrðis og taldi aug-
ljóst að það gæti ekki talist nema
eitt brot í þeim tilfellum er tog-
arinn hefði verið dögum saman
samfleytt innan 12 mílna mark-
anna. Verjandinn kvað þetta
hafa þau áhrif að brotin yrðu 9
en ekki 23, eins og ákæru-
skjalið ber með sér. Þá ræddi
verjandi Harrisons um gildi laga
þeirra er Harrison hefði verið
kærður fyrir brot gegn nú.
Meginhluti varnarræðunnar
fjallaði um aðild íslands að al-
þjóðasamningnum og milliríkja-
samningnum er snerta þetta mál.
1 lok þess kafla varnarræðunnar
sagði Gísli, að augljóst væri að
einhliða útfærsla fiskveiðitak-
markanna væri andstæð íslenzk-
um lögum, alþjóðalögum og milli
ríkjasamningum. Og loks kvað
hann skýrslur sýna, að þjóðhags-
legar aðstæður gerðu það ekki
nauðsynlegt að færa fiskveiði-
takmörkin út.
Undir lok varnarræðunnar
sagði verjandi að dómurinn yfir
Harrison skipstjóra hinn 30.
ágúst hefði verið dæmdur eftir
öðrum lögum en nú og hefði sá
dómur því ekki ítrekunaráhrif
að þessu sinni. Gísli G. ísleifs-
son lauk varnarræðu sinni með
því að skora á dóminn að taka
fullt tillit varðandi sýknuatriðin
og önnur er hann hefði dregið
fram.
Skipstjórinn, sem auðvitað
skildi ekki eitt orð í varnarræð-
unni, sagði um leið og hann sté
upp í lögreglubílinn, er flutti
hann um borð í togarann, sem
liggur í spegilsléttri Friðarhöfn:
„Ég veit nú að þetta var
skelegg ræða“.
Klukkan var orðin hálf tólf,
er Torfi bæjarfógeti Jóhannsson
tilkynnti dómnum að réttarhöld-
unum væri lokið í málinu og
það tekið til dóms. Sv.Þ.
Indverjar órólegir vegna
hœttunnar úr norori
NÝJU DELHI, 29. apríl. (Reuter)
— Það er haft eftir áreiðanlegum
heimildum, að ábyrgir ráðamenn
Indverja vilji nú leitast við að
ná sættum í deilunum við Pak-
istan. Það, sem einkum veldur
þessu, eru atburðirnir í Tíbet.
Allt í einu er eins og það sé farið
að renna upp fyrir indverskum
ráðamönnum, að landamærin í
norðri séu langt frá því að vera
örugg og nú verði að vinda
bráðan bug að því að styrkja
varnir og öryggi Suður-Asiu, en
meðan Indland og Pakistan sitja
aldrei á sárs höfði hvort við
annað verða varnirnar í molum.
Það þykir nú augljóst, að hlut-
leysisstefna Indlands hafi beðið
skipbrot, eins og oft áður við of-
beldisverk árásarþjóða. Er talað
um það, að Indverjar eigi að
leita eftir öryggisloforðum frá
Bandaríkjunum og jafnvel að
gerast aðili að varnarsamtökum
Asíu.
Blaðið Times of India, sem er
mjög áhrifamikið, birtir í dag
forystugrein, þar sem lagt er til
að Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, og Ayub Khan, forseti
Pakistans, komi saman á fund og
reyni að leysa hin gömlu deilu-
máL