Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Suðvestan e5a veslankaldi, ^kúrir.
96. tbl. — Fimmtudagur 30. apríl 1959
Veðurspár:
Sjá bls. 10.
Enn einn brezkur fogari á
veiðum innan 4 mílna
Tundurspillir varnar
Albert að taka togarann
í GÆR barst Mbl. svohljóðandi
fréttatilkynning frá Landhelgis-
gæzlunni:
„Um hádegisbilið í. dag kom
varðskipið ALBERT að brezka
togaranum ASHANTI GY-16 þar
sem hann var að ólöglegum veið-
um næstum 9 sjómílur innan fisk-
veiðimarka vestur af Eindrang.
Varðskipið setti dufl í kjölvatn
togarans og annað þar sem hann
stöðvaði og hífði inn vörpu sína,
eftir að varðskipið hafði skotið
að honum 3 aðvörunarskotum.
Kom þá tundurspillirinn, BARR-
OSA á vettvang og gerðu yfir-
menn hans staðarákvarðanir við
duflin ásamt yfirmönnum á varð-
skipinu ALBERT.
Tóku mælingar þessar alllang-
an tíma m. a. vegna þess að
skyggni var misjafnt, en þeim
lauk með því að yfirmaður her-
ekipsins viðurkenndi að togarinn
hefði verið innan gömlu 4 mílna
fiskveiðitakmarkanna, en hann
kvaðst mundu leita fyrirmæla frá
yfirboðurum sínum viðvíkjandi
kröfu varðskipsins ALBERTS um
að færa togarann til hafnar, til
rannsóknar máli hans.“
☆
Er blaðið átti tal við Pétur Sig-
urðsson, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar í gærkvöldi, stóðu
málin enn þannig, að skipin þrjú,
íslenzka varðskipið Albert, tog-
arinn Ashanti og tundurspillirinn
Barrosa, biðu enn á svipuðum
slóðum.
„Það gerist vafalaust ekkert
meira í málinu í kvöld“, sagði
Pétur.“ Skrifstofum í London er
nefnilega lokað kl. 5“.
☆
í gærkvöldi símaði fréttamað-
ur Mbl. staddur í Vestmannaeyj-
um, að togarinn Ashanty mundi
vera staddur í aðeins IY2—2 tíma
siglingu frá Eyjum. Togari þessi
mun vera lítill og gamall. Ekki
Aprílbók AB:
„Maðurinn og máttar-
völdin" eftir Olav Dunn
gat ræðismaður Breta, sem þar
er staddur vegna Lord Mongo-
mery-málsins, Brian Holt, gefið
neina upplýsingar um málið og
heldur ekki Geir Zoega, umboðs-
maður brezkra togaraeigenda.
Kjördæmafrv. út-
rætt í neðri deild
KJÖRDÆMAFRUMVARPIÐ var
á dagskrá neðri deildar Alþingis
í gær á fundi sem hófst kl. 5,30
í deildinni. Var framhald þriðju
umræðu og varð umræðunni lok-
ið. Tók aðeins einn þingmaður,
Eysteinn Jónsson, til máls og tal-
aði rúman hálftíma. Atkvæða-
greiðslu um frumvarpið var
frestað þar til í dag.
SKÁLDSAGAN Maðurinn og
máttarvöldin eftir norska skáldið
Olav Duun er komin út á íslenzku
í þýðingu Guðmundar G. Haga-
lín. Er hún apríl-bók Almenna
bókafélagsins.
Olav Duun (1876—1939) er sem
kunnugt er einn úr hópi stór-
skálda Noregs. Um hann hefur
verið sagt, að hann sé einhver
djúpsæjasti sálfræðingurinn í
evrópskum bókmenntum, og
hann er tvímælalaust mesti stíl-
snillingurinn á nýnorsku. Hann
var keppandi Bernards Shaw
um bókmenntaverðlaun Nóbels,
en sá síðarnefndi varð hlutskarp-
ari.
Maðurinn og máttarvöldin er
síðasta bók Duuns, kom út ári
fyrir dauða hans, og er eitt af
heilsteyptustu verkum hans. Sag-
an gerist á lítilli ey, sem á —
samkvæmt gömlum spádómi —
að sökkva í sæ. Lesandinn verð-
ur þátttakandi í lífsbaráttunni á
þessum stað, en fyrst og fremst
lætur þó skáldið hann skyggnast
inn í sálarlíf fólksins barna og
fullorðinna, þar sem grafið er
fyrir dýpstu rætur. Og svo kemur
nóttin mikla, þegar hafið tekur
að stíga — táugaspennan, skelf-
ingin, lífsþráin. Þá nótt lifa þeir
einir, sem skáldið hafði dæmt til
lífsins.
Sagan er í senn mikið listaverk
©g mjög spennandi.
Félagsmenn í Reykjavík eiga að
vitja bókarinnar á afgreiðslu
bókafélagsins í Tjarnargötu 16.
Hún verður send út á land næstu
daga ásamt maí-bók félagsins,
Fjórtán sögum eftir Gunnar Gunn
arsson.
Sölubúðum lokað
kl. 12 á morgun
SÖLUBÚÐUM í Reykjavík verð-
ur lokað kl. 12 á hádegi föstu-
daginn 1. maí.
Frá og með næstkomandi Iaugar
degi verður búðum lokað kl. 12
á hádegi og verður svo í sumar.
Aftur á móti verða búðir opnar
til kl. 7 á föstudagskvöldum í sum
ar, eins og verið hefur á sumrin.
Bifreiða-
skoðun í
Reykjavík
SKOÐUN bifreiða er hafin. Bíll-
inn á efri myndinni er að vísu
aldarfjórðbingígamalVi en hann
reyndist í góðu lagi og fékk skoð-
un. Það er Fiat, árgerð 1934 með
Ford vél. — Á neðri myndinni
sést bílaaeftirlitsmaður líma nýtt
skoðunarmerki á bifreið. Þetta
er ný gerð af merkjum, sem eng-
in hætta er á að rifni af rúðun-
um. — Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.
Bretinn fékk 3 m án. varð-
hald og 147 Jhiís. kr. sekt
Sakfelldur fyrir öll 23 tiskveiðibrotin
NÆR því 6 sólarhringum eft-
ir að togarinn Lord Montgo-
mery var tekinn að ólögleg-
um veiðum á Selvogsbanka,
var dómur kveðinn upp í gær
kvöldi kl. 10 yfir brezka skip-
stjóranum George Harrison.
Hlaut hann þriggja mánaða
varðhald, 147 þús. kr. sekt og
12 mánaða varðhald til vara,
verði sektin ekki greidd inn-
Vatpaði spi engju inn í
bíl konu í Austurstrœti
KEFLAVIK
Hið vinsæla bingo verður spil-
að í Vík í kvöld kl. 9 í síðasta
sinn á þessum starf.fvetri, —
Margir og góðir vinningar. Ó-
keypis aðgangur. — Fjölmennið.
Sjálfstæðisfélögin í Keflavík.
KLUKKAN rúmlega fimm í gær
fór kona inn í bíl, sem hún hafði
lagt fyrir framan verzlun Egils
Jacobsen í Austurstræti. Opnaði
hún bílhurðina götumegin, þar
eð bíllinn er með vinstri-handar-
stýri. Þegar hún var rétt setzt inn
í bílinn og hafði ekki lagt aftur
hurðina var bifreið ekið framhjá.
Maður, sem sat við hlið bílstjór-
ans í þeirri bifreið, henti ein-
hverju inn um opnar dyrnar á bíl
konunnar og féll hluturinn við
fætur hennar. Beygði hún sig
niður og tók hann upp, en það
reyndist vera lítill sívalningur.
Þegar hún var að rétta sig upp
aftur með hlutinn, sprakk hann
í höndum hennar. Dofnaði hönd
konunnar og hún fékk hellu fyr-
ir eyrun, en hluturinn tættist í
smáagnir.
Rannsóknarlögreglan athugaði
agnirnar í bíl konurmar, og taldi
að hér væri um að ræða útlenda
sprengju af kínverjagerð. Konan
skýrir svo frá, að greinilegt hafi
verið L á bílnum og því um
leigubifreið að ræða. Bílstjórinn
hlýtur að hafa orðið var við at-
hafnir mannsins í framsætinu,
því að hann hefur kveikt í
sprengjunni áður en hann kastaði
henni. Hann stöðvaði þó ekki
bifreið sína.
Sprengjan var það öflug að-
hún hefði getað skaddað konuna,
ef hún hefði sprungið nær and-
liti hennar, en það vildi konunni
einnig til happs að hún var með
skinnhanzka og brann því ekki
á hendinni. Maðurinn, sem
sprengjunni varpaði, virtist vera
fullorðinn.
Fleira hafði ekki komið fram
er blaðið átti tai við rannsókn-
arlögregluna í gærkvöldi.
George Harrison
an fjögurra vikna. Auk þess
var honum gert að greiða
5000 kr. í málskostnað.
Dómsalurinn var þéttskipaður,
er réttur var settur kl. 10 í gær-
kvöldi. Harrison skipstjóri mætti
snyrtilegur að vanda fyrir rétt-
inum, nýrakaður, í hvítri dugg-
arapeysu.
Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti,
skýrði frá því að vegna pess hve
forsendur dómsins væru langar,
þá myndu þær ekki lesnar í rétt-
inum. Harrison skipstjóri mun
hafa verið dæmdur fyrir öll 23
sakaratriðin í ákæruskjalinu. Eng
inn sá Harrison bregða í réttin-
um. Hann kinkaði aðeins kolli til
dómtúlksins, er hann hafði þýtt
fyrir hann dómsorðin.
Þegar Harrison gekk út úr rétt-
arsalnum, fór hann yfir í lög-
regluvarðstofuna, settist þar nið-
ur stundarkorn, sótti vindlinga-
pappír og tóbak í vasa sinn og
vatt vindling rólega milli fingr-
anna. Hann kvaðst ekki óska að
taka neitt sérstakt fram í sam-
bandi við dóminn.
Áður en rétti var slitið, kvaðst
Harrison ekki mundu una dómi
þessum, og áfrýjaði hann honum
til hæstaréttar.
Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti,
sagði, að forsendur dómsins
væru allítarlegar og væru þær
um 30 síður í gjörðarbók dóms-
ins. — Sv. Þ.
ívar Guðmumlsson
blaðafulllrúi
í Genf
KAUPMANNAHÖFN, 29. april —
(Frá Páli Jónssyni) ívar Guð-
mundsson sem nú er starfsmaður
við Skrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn hefur ver
ið skipaður blaðafulltrúi Samein-
uðu þjóðanna í sambandi við ut-
anríkisráðherrafundinn, sem á að
hefjast í Genf 11. ma.í.