Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 18
18
MORGlJTSBLÁÐlh
FJmmtudagur 30. apríl 1959
Þrjú frábær íslandsmet
Guðm.
Gísla-
sonar
''GUÐMUNDUR Gíslason ÍR
Ketti stórglæsilegt sundmet í
| gærkvöldi á síðara degi Sund-
1 meistaramótsins. 400 m skrið-
isund synti hann á 4:38,5 sem
I er 11 sekúndum betra en met
jHelga Sigurðssonar írá 1957.
i l>etta met er bezta met sem
i íslendingur hefur sett í sundi
á alþjóðamælikvaröa.
Timi var tekinn á Guð-
mundi við 300 m markið.
Reyndist það nýtt met, 3:26,9
mín. Gamla metið átti hann
3:30,2.
j Þá setti Guðmundur met' i
1200 m skriðsundi, er hann
| synti fyrsta sprett fyrir ÍR í
4x200 m boðsundi. Tími hans
var 2:10,5 en gamla rnetið
hans var 2:13,0. Einnig þetta
•afrek er mjög gott. Heggur
Guðmundur nú nærri Norður-
landametunum. Samkvæmt
stigatöflu vann Guðmundur
tvö beztu afrek mótsins og
hlýtur því Forsetabikarinn.
Mörg góð afrek voru unnin
í gær og mótið fór hið bezta
fram — nóg vatn í lauginni,
fánar við hún og allt hið
ánægjulegasta.
Um flöygin
í sundhöllinni
SVO SEM ritstj. íþróttasíðu
Morgunblaðsins mun kunnugt,
eru sundmót í Reykjavík haldin
á vegum einstakra félaga, sund-
ráðs eða Sundsambands íslands.
Um notkun fána á mótum hefur
verið reynt að fara eftir vilja
þeirra, sem mótin hafa haldið;
flaggað úti þegar þess hefur ver-
ið óskað. Á fyrra hluta Meist-
aramóts fslands sl. mánudags-
kvöld höfðu forráðamenn Sund-
hallarinnar enga hugmynd um,
að forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, yrði viðstaddur. Eng-
inn hafði minnzt á það við þá
einu orði.
(Frá Sundhöllinni).
Po/eze#
Hamburg
í Reykjavík
1 ÞÝZKA handknattleiksliðið,
T’olizei Hamburg, er hér á veg-
um Ármanns. Þetta er eitt sterk-
asta lið Hamborgar, m. a. vann
það Hamborgarkeppnina síðustu.
Fyrsta leik sinn hér léku Þjóð-
verjarnir gegn styrktu liði Ár-
manns. Leikurinn var rólegur og
gefur kannski ekki rétta mynd
af styrk Þjóðverjanna, en þeir
unnu með 26:25. í kvöld mæta
íþeir Reykjavíkurmeisturunum
KR og má ætla að þá þurfi báðir
að taka á sínum stóra til þess að
öðlast sigurinn. En sjón verður
I eögu ríkari.
Myndirnar eru af Þjóðverjun-
lum, sú efri er þeir stigu út úr
flugvélinni og hin neðri er þeir^
fylktu liði að Hálogalandi og
voru kynntir fyrir áhorfendum.
S krifs fofusfarf
Fyrirtæki hér í bænum vill ráða góðan skrifstofu-
mann. Umsækjendur sendi nafn og heimilisfang til
afgr. Mbl., merkt: „4485“.
AKRANESI. 29. apríl. — 12
þorskanetjabátar lönduðu hér í
gær. Afl-ahæstir voru þessir: Sig-
urvon 25,5 lestir, Höfrungur 24,3,
Sigrún 20,4 og Sæfari 19,3 lestir.
Minnstur afli var 1,4 lestir á bát.
18 trillubátar reru og í gær og
fengu samtals 25 lestir. Hæstur
var Hafþór með 2,7 lestir, þá Æg
ir með 2,6 og þriðji Reynir 2,4.
Báðar ílotadeildirnar fiskuðu
alls 154 lestir. — Oddur.
Björn Jónsson fram-
kvœmdastjóri 60 ára
Fyrir tæpum aldarþriðjungi
þegar „postularnir" stofnuðu Tón
listarfélagið til að hressa dálítið
upp á skemmtanalífið í höfuð-
borginni, var Bjössi í „Búðinni"
aðalsprautan. Þetta var nú ekki
sérlega beysinn hópur á verald-
arvísu, mest staurblankir iðnað-
armenn, búðarmenn og sendi-
sveinar. En það voru samhendn-
ir menn og vissu hvert þeir ætl-
uðu. Og ekki man ég eftir nema
einu hitamáli, sem um stund kom
okkur í uppnám af því tagi, sem
vel hefði getað leitt til þess að
raðirnar riðluðust. Þegar heimtað
var af okkur að við réðumst í stór
útgerð í Grænlandi. En þá stóðstu
þig vel Bjössi. Þá reyndist Vest-
urbæingurinn í þér, lærisveinn
og granni nafna í Brekkukoti,
góður liðsmaður eins og reyndar
oft síðar. Hefðirðu ekki staðið
jafnöruggum fótum í Brekkukots
móralnum er holskeflan reið yf-
ir, værum við nú líklega allir
glataðir okkar upphaflega mark-
miði og ekki lengur neitt lítil-
mótlegt tónlistarfélag með enga
bankakonto, heldur einhvers-
konar SÍS, miðgarðsormur með
hausinn I Viðey og hinn endann
í Engey — mjótt sund milli eyj-
anna fyrir. hina. Það var í þá daga
alveg eins og núna það erfiðasta
og fáum einum gefið að stöðva
sig á harðasprettinum og segja:
Hingað og ekki lengra.
Á fyrstu samstarfsárum okkar
í Tónlistarfélaginu voru flestir
fundirnir haldnir í „Búðinni“ hjá
þér, og aldrei mun ég gleyma
þeirri stöku þolinmæði, sem
blessaðar konunar í Vesturbæn-
um sýndu okkur, Þó man ég eft-
ir einni dálítið harðri í horn að
taka, sem þverneitaði að láta
bjóða sér músik í matinn. Hún
hætti að lokum að verzla á Vest-
urgötu 28 og flutti sig yfir göt-
una til Stjána bláa. Það hefir
alltaf verið talið dálítið erfitt
að þjóna guði og mammon við
eitt og sama borð, en þetta
gerðum við nú samt.
Manstu þegar við fórum til
'hans Ásgríms málara og báðum
hann að gerast styrktarfélagi. Sá
var nú hrifinn þá. Og sú upp-
örfun að hitta í þá daga þvílík-
an bjartsýnismann og öðling.
Hann vildi endilega að við tækj-
um hjá sér nokkrar myndir til
að selja upp í stofnkostnaðinn,
en við kusum að vera engum
háðir. Og þá tókst hann bókstaf-
lega á loft og sagði: Þetta er
alveg rétt hjá ykkur. Þegar fram
kvæmdirnar eiga að bíða þangað
til peningarnir eru komnir á
borðið verður aldrei neitt úr
neinu. Þið hafið sennilega lært
af snjótitlingunum, þessum harð
gerðu íslendingum, sem aldrei
flýja á náðir annarra fyrr en
fokið er í öll skjól, og hverfa aft
ur jafnskjótt og sést móta fyrir
mosabarði upp úr fönninni. Þetta
er mórall, og mættu sumir af
þeim læra, sem vilja láta bera
sér allt upp í hendurnar. Þið
getið nú samt tekið með eina
akvarellu upp í herkostnaðinn.
En við vorum sterkir á svellinu
þá eins og snjótitlingarnir.
Góði gamli vinur og fóstbróðir.
Nú eru nýjir og betri tímar, svo
það gerir ekkert til þó við séum
farnir að reskjast félagarnir, og
sumir flognir annað. Þeir sem
við taka gera alla hluti miklu
betur en við. Okkar gæfa var
raunar að við vissum sáralítið
annað en að við þráðum ákaflega
eitthvað fallegt, og við vissum
að það var á næstu grösum.
En stundum verður mér hugs-
að eitthvað á þessa leið: Verður
þessari þrá bráðum fullnægt end-
anlega, þessum sára þorsta svalað
svo duglega, að fólk hætti að
þyrsta. Við erum báðir búnir að
fá það fullreynt að okkur mun
hungra fram í andlátið, en við
eyddum líka svo miklum tíma
í að leita að nýjum lindum og
bora eftir þeim. Nú er allsstað-
ar búið að bora og grafa, allt
flýtur í sjóðandi vatni, lindir
lífsins streyma undan þrýstilofti
alla leið inn í æðar okkar, ham-
ingjunni er þröngvað inn í vitin.
Heldurðu að þetta geti verið
hættulegt mannlífinu?
Vilmundur frændi minnist oft
á það við mig að láta menning-
una í friði. Eflaust er mjög mikið
rétt í því sem hann segir um
þetta eins og margt annað. — Lík
lega er sú hamingja sem kristall
aðist í svitadropum okkar og
hrökk í neistaflugi undan járn-
Frh. á bls. 19.
Gretar Jónsson, Nesjnvöllum
Kveðja
í GÆR var kvaddur hinztu
kveðju Grétar Jónsson, sonur
hjónanna Guðbjargar Guðsteins-
dóttur og Jóns Sigurðsson bónda
á Nesjuvöllum í Grafningi. Hann
var fæddur 28. febrúar 1945 og
var því nýorðinn 14 ára er hann
lézt.
Grétar var í heimavistarskól-
anum að Ljósafossi er hann veíkt-
ist af bráðri botnlangabóigu í
byrjun febrúar sl. og var fíuttur
í sjúkrahúsið að Selfossi til upp-
skurðar. Þar var hann síðan um
fimm vikna skeið, en var þá
fluttur í Landsspítalann og þar
gerðar tvær skurðaðgerðir, en
allt kom fyrir ekki. Hann lézt
að morgni hins 19. apríl sl.
Það var sárt fyrir þá, er til
þekktu, en þó sárast fyrir for-
eldrana, að fylgjast með hel-
stríði Grétars, án þess að fá að
gert, en sjálfur æðraðist hann
ekki, en bar þjáningar sínar með
kjarki og karlmennsku til hinztu
stundar.
Minnisstæð er mér sú stund,
er skólasystkin hans stóðu kring
um sjúkrabílinn og kvöddu fé-
laga sinn, en hann veifaði á móti.
Það var hinzta kveðjan hans til
þeirra og skólans, sem hann átti
að kveðja með fullnaðarprófi í
vor.
Hvern gat grunað það?
Grétar var þrekmikill piltur,
stór og sterkur. Hann var vel
skapi farinn, glaðvær og gaman-
samur, góður félagi og vinsæll af
sínum skólasystkinum. Hans er
sárt saknað af þeim öllum og
fylgja honum hér hinztu kveðj-
ur þeirra og þakkir fyrir liðnar
samverustundir.
Full ástæða var að ætla, að
þessi mannvænlegi piltur yrði
átakamaður á akri lífsins, er hann
næði þroska. Sú von hefur brugð
ist, en eftir lifir minning um
góðan dreng og vissa um annað
líf og endurfundi í öðrum heimi.
Eg vil færa foreldrum Grét-
ars, systkinum og öðrum ástvin-
um innilega samúðarkveðju og
bið blessunar Guðs í þeirra sáru
sorg.
Böffvar Stefánsson.