Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 19
Fímmtudagur 30. apríl 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 19 — Rafvæðingin Framh. af bls. 1. Verður af þessu ljóst, hve hin nýja áætlun veldur litlum breyt- ingum í þessu efni. Seinag-angur vinstri stjórnar- innar raskaói framkvæmda á- ætlun. Vanræksla vinstri stjórnarinnar Fyrstu árin eftir að fram- kvæmd 10 ára rafvæðingaráætl- unarinnar hófst undir forystu Sjálfstæðismanna var lagning dreifiveitna um sveitirnar örari en áætlunin gerði ráð fyrir. Árið 1957 dró svo úr hraða fram- kvæmdanna að fresta varð þá til næsta árs ýmsum héraðsveitum, sem leggja átti á því ári, sam- kvæmt fyrrgreindri áætlun. Árið 1958 keyrði svo um þverbak í þessu efni, því að þá var frestað lagningu meirihluta þeirra hér- aðsveitna, sem Raforkuráð hafði samþykkt að lagðar yrðu á því ári. Var hér um að ræða frestun á lagningu 11 héraðsveitna á samtals 124 býli. Áætlað kostn- aðarverð þessara veitna var 12,6 millj. kr. Hér við bætist að auk þess- ara 11 veitna hafa enn ekki verið lagðar 6 héraðsveitur, sem samkvæmt 10 ára áætlun inni átti að leggja árin 1957 og 1958. Þessar 6 héraðsveitur eiga að ná til 108 býla. Sam- tals hefur því vinstri stjórnin vanrækt að leiða rafmagn til 232 býla, sem samkvæmt 10 ára áætluninni áttu að hafa fengið rafmagn í árslok 1958. í hinni endurskoðuðu áætlun verður því að reikna með kostn- aði við að leggja rafmagn á þessi býli til viðbótar þeim býlum, sem samkvæmt upphaflegu áætl- tminni áttu að fá rafmagn síðari 5 ár tímabilsins. Er gert ráð fyrir því þrátt fyrir þennan mikla samdrátt framkvæmda síðustu tvö árin, að rafvæðingunni verði lokið á tilsettum tíma. Reiknað er með að þetta takist án þess að - tekin verði frekari erlend lán en umræddar 45 millj. kr., sem skýrt var frá hér að ofan. Áætlnn rafotrkumála stjórnarinnar Magnús Jónsson sagði að end- urskoðun rafvæðingaráætlunar- innar hefði ekki verið gerð eftir neinum stjórnarfyrirmælum held — Björn Jónsson Framh. af bls. 18. uðum fjallgönguskónum varan- legri en hin, sem okkur er gef- in inn úr dropaglasi eftir resepti. En hvað sem rétt kann að vera í þessum flækjum öllum, vildi ég gjarna mega byrja upp á nýtt, stofna aftur til félagsskapar með gömlu postulunum, og gerast nú áhorfandi og áheyrandi að öllu því, sem hin framsækna nýja kynslóð er að brjótast í — og mér finnst hún nú, þrátt fyrir allt, fara ósköp líkt að og við gerðum. Ef til vill eru svitadropar og göngumæði ekki eini mælikvarð inn á afrek manna, og ekki líkj- ast börnin okkur foreldrum sínT um ef þau bagar skortur á gá- leysi og finna ekki upp á ein- hverjum fjáranum, sem stofnar lífi þeirra í nægilega hættu. Sjálfur held ég að hollast sé fyrir þá eldvígðu einstaklinga, sem áfram kjósa að byggja þessa sjóðandi jökulbungu, að friðlýsa hvorki landið, fólkið né menning una. Við eigum ennþá dálítinn gálgafrest ónotaðan, kæri bróð- ir, og munum halda hópinn hvað sem á dynur. Ragnar Jónsson ur hefði raforkumálastjórnin framkvæmt hana vegna þess, að hún hefði talið að ella myndu framkvæmdir og rekstur Raf- magnsveitna ríkisins komast í fullkomið óefni. Árlegur rekstr- arhalli, er myndi nema 15 millj. kr. var fyrirsjáanlegur um langt árabil. Hefði ekki verið um ann- að að ræða en annað hvort að hækka rafmagnsverð stórkost- lega eða verja árlega stórum fjár hæðum af framkvæmdafé raf- magnsveitnanna til að greiða hallann. Vel gæti verið að ým- issa breytinga væri þörf á hinni endurskoðuðu áætlun raforku- málastjórnarinnar. En í megin- atriðum virtist hún stefna í rétta átt og vera til mikilla hagsbóta fyrir rafmagnsnotendur og þjóð- félagið í heild. Félag ísl. flug- umferðarstjóra NÝLEGA var hallinn aðalfundur í Félagi íslenzkra flugumferða- stjóra. Félagið var stofnað 4. o'kt. 1955 og er markmið þess að efla samtök flugumferðastjóra og gæta hagsmuna þeirra. 1 félaginu eru nú um 50 félagsmenn og er mikið líf í félaginu og hagur þess góður. Stjórn félagsins skipa nú þess- ir menn: Valdimar Ölafsson for- maður og hefur hann verið for- maður félagsins frá stofnun þess. Jóhann Guðmundsson varaform., Hrafnkell Sveinsson, gjaldkeri Gunnar Stefánsson ritari og Guðni Ólafsson meðstjórnandi. Harðir dómar um sjón- varpsrœðu Montgomerys LONDON 29. apríl. (Reuter) — Sjónvarpsræða sú, sem Mont- gomery lávarður flutti í brezka sjónvarpið áður en hann lagði af stað í Moskvu-ferðalag sitt mælist mjög illa fyrir í Bret- landi, einkum þó þau ummæli N emendasýningar í dansi Þ E S S A dagana er Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari, að ljúka sínu fyrsta skólaári hér í Reykjavík og eru lokadansleik- ir nemendanna nú í þessari viku. Næstkomandi laugardag, 2. maí og sunnudaginn 3. maí mun svo Hermann Ragnar halda nem- endasýningar í Austurbæjarbíói og þar gefst almenningi kostur á að kynnast starfseminni frá sl. vetri. Báðar sýningarnar verða kl. 2,30 e. h. Þarna munu um 160 nemend- ur á öllum aldri koma fram og sýna ýmsa gamla og nýja barna- dansa ásamt gömlum dönsum og síðast en ekki sízt verða dans- aðir allir nýjustu dansarnir, sem vinsælastir eru í dag. Nokkrir dansar verða útfærðir sérstaklega sem sviðdansar og hafa sérstök leiktjöld verið gerð í því sambandi og hefur Gunnar Bjarnason, leiktjaldamálari, gert þau. Hermann Ragnar hefur sjálfur samið eða æft alla dansana sem þarna verða dansaðir, en Neo- kvintettinn aðstoðar við sýning- una. Montgomerys, þar sem hann á- mælti Bandaríkjunum og sagði að þau hefðu brugðizt hlutverki sínu, sem forusturíki vestrænna þjóða og þyrftu Bretar nú að taka við forustunni. Blaðið News Chronicle segir, að ræða Montgomerys hafi verið mistök. Hún muni gleðja Moskvu valdið, en eyðileggja starf Mac- millans að undanförnu og særa bandarískan almenning. Blaðið segir einnig að ummæli Mont- gomerys um veikindi banda- rískra leiðtoga hafi verið ósæmi- leg og lýkur forustugrein sinni með því að segja, að það sé sam- mála fyrri ummælum Montgom- erys um að „hermenn ættu ekki að koma nálægt stjórnmálum.“ Blaðið Daily Mail segir, að undanfarið hafi komið upp tor- tryggni í Bandaríkjunum og Mið- Evrópu í garð Breta fyrir utan- ríkisstefnu þeirra. Ummæli Mont komerys muni verða til að auka þá tortryggni. Þá segir blaðið Daily Express, sem oft er þó sjálft gagnrýnið á Bandaríkjamenn, að ræða Mont gomerys hafi verið ruglingsleg, segir, að nú þegar Macmillan sé kominn vel á veg með að sam- eina Vesturveldin á komandi ráð- stefnu æðstu manna stórveld- anna, þá þrammi þessi marskálk- ur inn, brýni brandinn og geri allt samkomulag hundrað sinn- um erfiðara. PÁLL S. PÁLSSON MÁLFLUTNINGSSKRIFSFOFA Bankastræti 7. — Simi 24 200. HILMAR FOSS lögg.dómt. og skjalaþýð. Hafnarstræti 11. — Sími 14824. Tónleikar Walters Klien AUSTURRÍSKI píanóleikarinn Walter Klien, sem hingað er kom inn á vegum Ríkisútvarpsins, er ungur maður, aðeins rúmlega þrítugur að aldri. Þó á hann merk an frægðarferil að baki. Hann hefir nú haldið tvenna tónleika í Þjóðleikhúsinu og vakið mikla ánægju áheyrenda. Sá sem þessar línur ritar, heyrði því miður að- eins fyrri tónleikana sem haldnir voru á sunnudagskvöld. Var þá leikin Partita í c-moll eftir J. S. Bach, Hándel-tilbrigðin eftir Brahms, Sónata (1924) eftir Strav insky, og Sónata í c-moll, op. 111, eftir Beethoven. Það leyndi sér ekki, að hér er á ferð afbragðs listamaður. Leik- ur hans er stílhreinn og fágaður, karlmannlegur en þó . innilegur. Bach-partítan var dregin skýrum línum. Sónata Stravinskys naut sín til fulls, en mikið skortir á, að hún sé jafn fersk og „spennandi" nú og hún þótti vera fyrir 20—30 árum. Sumt af nyju tónlistinni virðist „eldast" óeðlilega fljótt — Eitthvað vantaði á, að lista- maðurinn kafaði til botns hið mikla dýpi Beethoven-sónötunn- ar, en Hándel-tilbrigðin eftir Brahms voru flutt af eldmóði og miklum tilþrifum. Ef til vill voru þau það verkið, sem naut sín bezt á þessum tón1eikum, sem þó voru í heild mjög ánægjulegir. Vikar. ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI í ENSKU KIRKJUHVOLI — SÍMI 18655. Magnús Thorlaeius hæstaréttarlögmaóur. Málflutningsskrif stof a. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75. Hjartanlega þakka ég öllum þeim nær og fjær, sem glöddu mig með heillaskeytum, heimsóknum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu, 11. des. síðastliðinn. Guð blessi ykkur. Sigurrós Guðmundsdóttir. Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu mér vinsemd með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 50 ára afmæli mínu, 23. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Anna Guðmundsdóttir, Fögrukinn 4, Hafnarfirði. Hjartans þakkir til allra þeirra sem minntust mín og glöddu á áttræðisafmæli mínu. þann 25. apríl, með blóm- um, skeytum og gjöfum. Halldóra Halldórsdóttir frá Valdastöðum. Móðir okkar, ELlSABET BENEDIKTSDÓTTIR, andaðist á elliheimilinu Grund 29. apríl. Sigurður Ólafsson, Jón Ölafsson. Móðir okkar, KRISTlN HALLVARÐSDÓTTIR, andaðist 29. þ. m. að heimili sínu, Karlagötu 13. Börn hinnar látnu. Frá Golfklúhb Reykjavíkur: Golfvöllur við Grafarvog KAPPLEIKANEFND Golfklúbbs Reykjavíkur hefur fyrir nokkru gengið frá kappleikaskrá fyrir sumarið 1959. Eins og tekið er fram í kappleikaskránni, sem meðlimir G. R. hafa nú fengið, mun þetta vera síðasta sumarið sem spilað verður á golfvellin- um við Eskihlíð, vegna fyrirl.ug- aðra byggingaframkvæmda þar. Eftirfarandi kappleikir hafa verið ákveðnir: 2. maí Bogey-keppni 9. — Höggkeppni 16. — Hvítasunnukeppni (úrslit 23. maí) 23. — Firmakeppni (úrslit 6. júní). 9. júní Dunean-keppnin 16. — Fjórleikur (2 boltar) 20. — J ónsmessukeppni 23. — Valkeppni 30. — Eclectic-keppni 7. júlí Afmælisbikar G.S. 14. — Fjórboltaleikur 21. — Flaggkeppni 25. — Afmælisb. kvenna 28. — Berserkur og Gunn- laugsb. 1. ágúst Höggkeppni 8. — Olíubikarinn (úrslit 15. ágúst). 22. — Meistarakeppni karla og kvenna túrslit 29. ágúst). 5. sept. Öldunga- og Nýliða- keppni (úrsl. 12. sept.) 19. — Greensome 25. — Bændaglímar. 18 holu golfvöllur við Grafarvog Byrjað var sumarið 1958, að ryðja brautir á landi því, sem Reykjavíkurbær hefur úthlutað Golfklúbb Reykjavíkur. Kylfing- ar unnu í sjálfboðavinnu sl. haust við hreinsun á brautum og er fyrirhugað að halda þessari sjáli- boðavinnu áfram í sumar. Landsmótið í golf Landsmótið í golf verður að þessu sinni í Vestmannaeyjum og hafa kylfingar í Vestmannaeyjum I bætt 3 brautum við sinn gamla völl svo að holurnar verða 9. VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON skipstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. maí kl. 10,30 f.h. Svanhildur Þóroddsdóttir, Hörður Vilhjálmsson, Þorsteinn Þorvaldsson. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við fráfail og jarðarför GESTS HALLDÓRSSONAR frá Hóli. Aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför EYJÓLFS KRAKSSONAR. Fyrir hönd vandamanna. Jóhanna Jónsdóttir. Öllum þeim, sem sýnt hafa vináttu og samúð við andlát og jaröarför eiginmanns míns og föður okkar, ERNST F. BACHMANN, flytjum við alúðar þakkir. Jónína Helgadóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.