Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 6
e
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 30. apríl 1959
Gunnar Ólafsson
skipulagsstjóri
— Minningarorð —
DÁINN, horfinn! —■ Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er hi'ff'mn harmi gegn.
(J. H.)
ÞESSAR ljóðlínur skáldsins ljúfa
komu mér í hug, er ég frétti um
andlát Gunnars Ólafssonar, vin-
ar míns og nánasta samstarfs-
manns um árabil. —
Að áfloknum fundi í Iðnskól-
anum þ. 7. þ. m., urðum við
Gunnar samferða, fylgdi ég hon-
um nokkurn spöl heim á leið. —
Við ræddum um sameiginlegt
verkefni okkar nokkra stund,
hann var glaður í bragði og frísk-
ur, að því er virtist, og ekki datt
mér þá í hug, að þetta yrði í
síðasta sinn, sem ég sæi hann.
Næsta morgun var hringt til
min og mér sagt, að hann hefði
með erfiðismunum komizt heim
til sín, síðan verið fluttur í Lands
sþítalann og lægi þar helsjúkur,
— hjartabilun. —
l Hann barðist við sjúkdóm sinn
í rúman hálfan mánuð, andaðist
að morgni þ. 23. þ. m., sumar-
daginn fyrsta, aðeins 43 ára að
aldri. —■
Þótt við vitum, að öll eigum
við að deyja einhverju sinni, þá
er erfitt að átta sig á jafn sorg-
legum viðburði, er maður á
bezta aldri, í fullu lífsfjöri, er
á einni svipstundu kallaður í
burtu frá okkur, dáinn, horfinn.
Lífið er oft óskiljanlegt og
dauðinn harðhentur, en eins og
skáldið segir:
„En ég veit að látinn lifir.
það er huggun harmi gegn.“
Gunnar Ólafsson fæddist þ. 13.
sept. 1915 á Suðureyri í Súganda-
firði, en ólst upp á-ísafirði, son-
ur hjónanna Ólafs Gestssonar,
trésmíðameistara og Guðrúnar
Guðnadóttur, en yngri sonur
þeirra er séra Andrés Ólafsson,
prófastur, á Hólmavík. —
Árið 1941 kvæntist Gunnar
Þorbjörgu Sigríði Sigurbergs-
dóttur, hinni ágætustu konu. Þau
eignuðust þrjú börn, sem öll eru
í heimahúsum, Ingibjörgu, Þór-
unni og Gunnar Ólaf, sem nú eru
17, 15 og 12 ára að aldri. —
Móðir Gunnars andaðist í janú-
ar sl., og er því skammt á milli
andláts móður og sonar, og mik-
ill harmur er að ástvinum þeirra
kveðinn. —•
Að loknu undirbúningsnámi á
Isafirði tók Gunnar gagnfræða-
próf við Menntaskólann í Reykja
vík, settist í 4. bekk og lauk
stúdentsprófi við þann skóla
1930.
Haustið 1936 fór hann til
Þrándheims, hóf nám í húsa-
gerðarlist við tækniháskólann
(N. T. H.) og lauk því námi
1940.
Að námi loknu dvaldi Gunnar
Og fjölskylda hans í Þrándheimi,
en komu heim til íslands með
fyrstu ferð, að lokinni heims-
styrjöldinni, með Esju 1945.
Um tíma, á styrjaldarárunum,
starfaði Gunnar að húsameistara-
störfum í Þrándheimi, en styrj-
aldarárin voru mörgum íslenzk-
um námsmönnum, sem öðrum,
erfið í skauti, og auk þess fór
Þrándheimur ekki varhluta af
ógnum heimsstyrjaldarinnar,
eins og kunnugt er. —
Þann 1. ágúst 1945 réðist Gunn-
ar í þjónustu Reykjavíkurbæjar,
og starfaði í teiknistofu húsa-
meistara bæjarins, var þar deild-
ar-arkitekt ,þar til hann var ráð-
inn forstöðumaður skipalags-
deildar Reykjavíkurbæjar þ. 1.
ágúst 1955, en skipaður skipu-
lagsstjóri Reykjavíkurbæjar 1.
janúar 1957, er það embætti var
stofnað.
Gunnar Ólafsson hefur gert
uppdrætti að fjölda bygginga,
bæði hér í Reykjavík og annars
•taðar á landinu.
Meðal þeirra, er við höfum
unnið sameiginlega að, má nefna
t. d.:
Langholtsskóla.
Fjölbýlishús við Miklubraut,
er Reykjavíkurbær byggði.
Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur.
Skúlatún 2.
Bæjarsjúkrahúsið í Fossvogi.
Stækkun Landakotsspítala.
íbúðarhús Byggingarsamvinnu
félags prentara, við Nesveg og
Hj arðarhaga.
Hann vann 1. verðlaun í sam-
keppni um tillöguuppdrætti að
íbúðarhúsum í svonefndu smá-
íbúðahverfi í Reykjavík.
Hann gerði uppdrætti að skrif-
stofu- og dælustöðvarhúsi Hita-
veitu Reykjavíkur í Hlíðunum.
Hann gerði uppdrætti að
kirkju, sem nú er í smíðum á
Hólmavík, þar sem bróðir hans,
séra Andrés Ólafsson, prófastur,
þjónar.
Auk þess gerði hann uppdrætti
að fjölda íbúðarhúsa og vann að
undirbúningi nokkurra stórhýsa,
er hann lézt.
Gunnari Ólafssyni var falið,
ásamt fleiri arkitektum, að gera
uppdrætti að væntanlegu ráðhúsi
Reykjavíkur, og vann hann að
því verkefni af miklum áhuga
til hinztu stundar.
Hin síðari ár voru skipulags-
mál Reykjavíkurbæjar aðal við-
fangsefni Gunnars Ólafssonar, en
að þeim vann hann af víðsýni
og kunnáttu, og var ótrauður að
troða nýjar slóðir. — Hann var
skipaður fysrti skipulagsstjóri
Reykjavíkurbæjar, og hefur á
skömmum tíma lagt traustan
grundvöll að því vandasama
embætti, er síðar má byggja á.
Hann hefur gert skipulagstil-
lögur að stórum hluta bæjar-
landsins, endurskoðað og bætt
eldri tillögur, af stórhug og
smekkvísi, eins og bæjarbúum
gafst kostur á að sjá sýnishorn
af, á skipulagssýningu bæjarins
1957, í Þjóðminjasafninu, er vakti
mikla eftirtekt.
Það er mikill skaði fyrir
Reykjavíkurbæ að hans skuli
ekki lengur njóta við í þessu
starfi, og þótt „maður komi í
manns stað“ — þá hygg ég, að
staða hans verði vandfyllt, og
margir bæjarbúar munu sakna
Gunnars Ólafssonar, er þeir
þurfa að fá margs konar fyrir-
greiðslu í byggingar- eða skipu-
lagsmálum.
Með Gunnari Ólafssyni er fall-
inn í valinn einn okkar færasti,
traustasti og samvizkusamasti
arkitekt, er var hugljúfi allra er
kynntust honum, sakir dreng-
skapar, prúðmannlegrar fram-
komu og góðvildar hans.
Eftirlifandi konu hans, börn-
um, föður, bróður og öðrum ást-
vinum hans, votta ’ ég mína
dýpstu samúð í þeirra miklu
sorg, við fráfall þessa dreng-
skaparmanns.
Um leið og ég þakka Gunnari
Ólafssyni fyrir vináttu hans og
allt samstarf, kveð ég hann
hinztu kveðju með þessum orð-
um:
„en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.“ —
Einar Sveinsson.
GUNNAR H. ÓLAFSSON er
látinn. Þegar sú harmafregn
barst okkur samstarfsmönnum
hans og félögum, kom hún okk-
ur mjög á óvart, því allt hafði
áður bent til þess að hann, ung-
ur að árum og hraustur, ætti enn
fyrir sér langan starfsaldur og
farsælan.
En engin fær sköpum ráðið og
nú er Gunnar H. Ólafsson skipu-
lagsstjóri Reykjavíkurbæjar
horfinn sjónum á miðjum starfs-
degi, harmdauði öllum, er af hon-
um höfðu kynni og með honum
störfuðu.
Gunnar var óvenjulega heil-
steyptur og góður drengur. Hann
var mikils metinn í hópi stéttar
sinnar og samstarfsmanna, sak-
ir hæfileika, góðrar menntunar
og mannkosta. Að honum er mik-
il eftirsjá,
Frá því hann tók við starfi
skipulagsstjóra höfuðborgarinn-
ar, var harm jafnframt fram-
kvæmdastjóri Skipulagsnefndar
um öll þau atriði er varða skipu-
lag Reykjavíkurbæjar. Það er
verkefni skipulagsstjóra að und-
irbúa öll hin margslungnu mál-
efni skipulagsins, uppdrætti og
áætlanir, leggja fyrir skipulags-
nefndarfundi, og síðan afgreiða
til bæjaryfirvalda og byggjenda.
Þeir eru fáir, sem vita,
hversu geysi mikið starf hér er
um að ræða í hinni ört vaxandi
borg okkar, störf sem með mest-
um þunga hvíla á þessum eina
embættismanni.
Gunnar H. Ólafsson var far-
sæll í þessu starfi. Samvinnulip-
urð, ágæt dómgreind og festa,
ásamt öruggri þekkingu voru
aðalsmerki hans. Skipulagsmál
bæjarins hafa misst mikið við
fráfall Gunnars, og meira en enn
er unnt að gera sér grein fyrir.
Við, sem nánastir vorum sam-
starfsmenn hans að þessum mál-
um, söknum góðs vinar og mikil-
hæfs manns, er alltof fljótt var
kvaddur burtu.
Við kveðjum hann því hrygg-
um huga, en minning hans mun
lifa í starfi hans, er var til heilla
fyrir þetta bæjarfélag, og eigi
síður minningin um góðan
dreng, er var hvers manns hug-
ljúfi.
Ástvinum hans sendum við
dýpstu samúðarkveðjur.
Hörður Bjarnason,
form. Skiplagsnefndar.
skrifar úr
daglegq iífinu
Ýmislegt mátti betur
fara.
SUMARDAGURINN fyrsti var í
síðustu viku haldinn hálítð-
legur að vanda. Veður var ágætt
a. m. k. hér í Reykjavík, og krakk
arnir voru klæddir í sparifötin og
gengið með þau niður í bæ, eins
og venjan er. Það er reglulega
vel viðeigandi að fyrsti sumar-
dagur skuli vera helgaður börn-
unum.
Hátíðahöldin þennan dag hafa
lengi verið með svipuðu sniði,
sem í stórum dáttum virtist
ágætt. Þó er ekki laust við, að
vanda þyrfti ofurlítið betur und-
irbúning og skipuleggja kannski
ívið betur.
Faðir, sem fór með börn sín
í skrúðgönguna, áttx tal um þetta
við Velvakanda nokkrum dögum
seinna. Taldi hann að ýmsu smá
vægilegu þyrfti að kippa í lag
fyrir næsta sumardag.
Hann fór með börnin í skrúð-
gönguna frá Austurbæjarskólan-
um. Fremst fór lúðrasveit og
tveir menn á hestum og á eftir
flæddu svo krakkar og fullorðn-
ir í óskipulegum flota, uppi á
gangstéttum og úti á götu. Með-
fram öllum Laugaveginum stóðu
bílar við gangstéttarnar, og við
þá skiptist hópurinn og krakk-
arnir tróðust öðru hvoru megin
við þá eða einhvers vegar á milU
þeirra. Ekki voru neinsstaðar
fánaberar eða aðrir, til að halda
skrúðgöngunni í einhverj formi
eða gera hana skipulega. Á þessu
þyrfti að vera annar háttur. Ef
ekki er reynt að halda fylking-
unni innan ákveðins ramma, þarf
a. m. k. að rýma götuna sem hún
fer um.
Þegar niður í Lækjargötu var
komið, var þar aragrúi af börn-
um, einkum var það áberandi
hve mikið var af litlum börnum.
Þau biðu með eftirvæntingu eftir
skemmtiatriðunum. Þau byrjuðu:
Ávarp, formaður Sumargjafar,
söngur, ljúkraleikur, Baldur og
Konni. Maðurinn segir að sín
börn hafi aðeins kunnað að meta
Baldur og Konna, en það sjá að
sjálfsögðu smekksatriði. Sjálfum
fannst honum útiskemmtunin
ósköp klaufaleg og fara allt ann-
að en liðlega fram. T. d. var til-
kynnt að hestarnir mundu sýna
einhverjar listir, en þeir kunnu
þá ekki neinar listir. Samkom-
unni lauk með því, að tilkynnt
var að nú hæfust inniskemmt-
anir, alls staðar væri uppseit
nema í Trípólíbíó, en þar feng-
ust nókkrir miðar. Og börnin,
sem ekki voru á leiðinni á neina
skemmtun, réðust á foreldra sina
og fengu þá til að þjóta og reyna
að hremma einn af þessum fáu
miðum.
Helmingurinn af skemmti-
atriðunum gleymdist.
FYRRNEFNDUR faðir þurfti
ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af því, þar eð hann og hans
börn áttu miða í Iðnó, þar sem
sýna átti tvö leikrit og hafði sú
skemmtun verið valin eftir mikl-
ar bollaleggingar.
Eitt leikrit var leikið, en hinn
leikflokkurinn mætti víst ekki.
Kennarinn, sem stjórnaði skemmt
uninni gerði sitt bezta, lét
krakkana syngja og barðist hetju
legri baráttu til að hafa ofan af
fyrir þeim þann tiltekna tíma,
sem búið var að borga fyrir.
Skemmtiatriðin í hinúm hús-
unum hafa vafalaust farið fram
samkvæmt áætlun og með ágæt-
um, en það vai brotalöm í skipu
laginu, og það kom niður á fjölda
barna.
Þennan fyrsta sumardag var
sem sagt ýmislegt, sem betur
mátti fara, og verður því vafa-
laust kippt í lag fyrir næsta
fyrsta sumardag.
Uppgert fyrir kabarettinn
VEGNA fyrirspurnar í blaðinu
í gær um ágóða af kabarett-
sýningum, sem lofað var í söfn-
unarsjóðinn til aðstandenda
þeirra sem fórust á Júlí og Her-
móði, hefur Einar Jónsson, sem
hafði með umræddar kabarett-
sýningar að gera, skýrt Velvak-
anda svo frá að hann hafi
skömmu eftir að sýningum lauk
afhent söfnunarnefndinni öll
gögn og ágóða af sýningun-
um. Muni hún vafalaust birta þær
tölur.
GÓÐUR vinur og starfsfélagi,
Gunnar H. Ólafsson, skipulags-
stjóri bæjarins, er horfinn sjón-
um vorum, en eftir stendur end-
urminningin um góðan dreng,
sem var hvers manns hugljúfi.
Mannkostir hans og prúðmann-
leg framkoma var rómuð.
Það var því vel ráðið er for-
ráðamenn Reykjavíkurbæjar
völdu hann í stöðu skipulags-
stjóra, en þar komu hæfileikar
hans að góðum notum, meðal
annars við að samræma ólík sjón
armið í erfiðum málum og veita
glöggar upplýsingar þeim mörgu,
sem til hans leituðu.
Eitt af vandasamari verkefnum
hvers bæjarfélags er stjórn
slcipulagsmálanna, og er það
skoðun mín að á þeim fáu árum,
sem Gunnars H. Ólafssonar naut
við, sem skipulagsstjóra bæjar-
ins, hafi þau þróazt mjög í rétta
átt.
Á þessum árum bárust nýir
þróttmiklir straumar inn í skipu-
lagsmál höfuðstaðarins. Nýjar
gerðir húsa komu fram á sjón-
arsviðið — ný sjónarmið.
Sökum hinna miklu byggingar-
framkvæmda kom þróun skipu-
lagsmála fljótt í ljós. Árangur
af ágætu starfi Gunnars H. Ólafs-
sonar sem skipulagsstjóra mun
ágæta áfram. Ný hverfi, svo
sem Háaleitishverfið o. fl. munu
byggð verða og bera vott um
hans góðu stjórn þessara mála.
Gunnar H. Ólafsson var mik-
ill starfsmaður og mikilhæfur
arkitekt. Eitt af síðustu viðfangs-
efnum hans var viðbygging við
Landakotsspítalann, sem hann
teiknaði með Einari Sveinssyni
arkitekt. Einnig var hann einn
þeirra arkitekta, sem teikna ráð-
hús Reykjavíkur.
Við fráfall Gunnars H. Ólafs-
sonar sér arkitektastéttin að baki
góðum félaga. Höggvið er skarð
í raðir vorar, sem ekki verður
bætt.
Endurminningar mínar um
Gunnar H. Ólafsson eru ekki
hvað sízt tengdar æskustöðvum
okkar á ísafirði. Var okkur ávallt
Ijúft að dvelja við þær og rifja
upp ýmislegt frá bernsku og
æskuárunum.
Samvinna okkar hjá Reykja-
víkurbæ var með' ágætum og
minnist ég hans sem góðs vinar
og starfsfélaga.
Fjölskyldu Gunnars H. Ólafs-
sonar, eiginkonu, börnum, föður
og bróður votta ég mína dýpstu
samúð.
Aðalsteinn Richter.
★
VIÐ vinir Gunnars Ólafssonar,
sem með honum vorum í Noregi
á námsárunum og þeir sem hér
heima hafa notið vináttu Gunn-
ars og konu hans, viljum með
þessum fáu orðum þakka hon-
um samverustundirnar.
Hinn fámenni hópur Islend-
inga, sem dvaldi í Þrándheimi á
stríðsárunum var samheldnari,
en almennt er um íslendinga er-
lendis. Við vorum oft daglegir
gestir á heimili þeirra hjóna í
Þrándheimi og tókum þátt í gleði
þeirra og erfiðleikum á þessum
árum.
Gunnar kvongaðist Þorbjörgu
Sigríði Sigurbergsdóttur 1941,
nokkru eftir að hann lauk námi
við háskólann í Þrándheimi. —
Dætur þeirra báðar fæddust í
Þrándheimi, Ingibjörg 1942 og
Þórunn 1943, en sonurinn Gunn-
ar Ólafur fæddist í Reykjavík
1946.
Það fylgdi Gunnari ferskur
blær. Þegar í menntaskóla var
hann röskur við nám og í há-
skólanum í Þrándheimi stóð
hann sig svo vel að við vórum
öll hreykin af. Við starfið í Nor-
egi að námi loknu sýndi Gunnar
sama dugnaðinn.
Gunnar og fjölskylda hans
komu heim með fyrstu ferð til
íslands eftir að stríðinu lauk,
og gekk Gunnar þá þegar í þjón-
ustu Reykjavíkurbæjar. Árið
1955 varð Gunnar skipulagsstjóri
bæjarins. Mun það embætti án
efa vera eitt það erfiðasta og
erilsamasta allra starfa í þjón-
ustu bæjarins. Samt var svo vel
og duglega unnið að á þessum
fáu árum hefur hin ókomna
Framh. á bls. 17