Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNPr smn Fimmtudagur' 30. apríl 1959 ■ Það var íundur, sem hafði geysi- mikið, og í rauninni ómetanlegt gildi. —• Þessi nótt var ekki liðin, þegar Bleieher kom inn í klefa frú Bouf- fet. Viðarbálkur og fúinn bekk- ur eru öll herbergisgögnin. Vegg- irnir eru rakir og myglaðir. Kastal inn í Cherbourg með sínu æva- foma neðanjarðar hermannafeng- elsi er ekki búinn út handa konum. Þegar Þjóðverjinn kemur inn, rís frú Bouffet upp, fer aftur að veggnum, og heldur kápunni að hálsi sér með annari hendi, eins og hún ætli að hylja beran blett. Með hinni hendinni tekur hún um Viðarbríkina á bálkinum eins og til að leita stuðnings. Fjandi falleg kona, flýgur Bleicher í hug. Hún lítur ekki út eins og sá, sem rekur njósnir vegna ofstækis, metnaðar- girndar eða ágirndar. Ástæðan hjá 1) „Þú verður að vera í fel- wm, Linda. Endurnar hafa góða *jón,“ segir Siggi. — „Jæja, þá J>að, en það er svo þreytandi að hanga svona“. frú Bouffet hlýtur að vera kven- legri. Bleioher er fullviss um það. Líklega — ást, hugsar hann. Þá heitir ráðið, til þess að koma frúnni til að tala, áreiðanlega: Páll. „Við erum búnir að taka Pál fastan“, segir Bleioher án frekari umsvifa. Honum dylst ekki, að frúin verður lítið eitt fölari. Grun ur hans virðist þá réttur. Áður en frúnni gefst tóm til að segja neitt, breytir rann um umræðuefni. — Hann biður frúna kurteislega að fá sér sæti, býður henni vindling og kveikir fyrir hana eftir kurteis- innar reglum. Frú Bouffet sogar að sér reykinn, sem hana hefur svo lengi v-antað, og klefinn verður undir eins miklu vinalegri. II ugo Bleicher skrafar á meðan með svo þægilegu viðmóti, að þess- um hávaxna Þjóðverja með signu munnvikin og hörkusvipinn hefði varla verið til þess trúandi. Hann 2) ,Þær fljúga yfir í hringj- um. Má ég reyna að kalla á þær“, spyr Siggi. — ,‘,Það eru ekki miklar líkur til að það takizt, en reyndu bara“. fer úr einu í annað. Hann segir frá leyniflokkum, sem nú brátt verði teknir og nefnir, án þess að mikið beri á, nöfn nokkurra njósn- ara, sem hann veit um úr skjölum þeim. sem fundust. Honum tekst prýðilega og hann blekkir. „Eins og þór sjáið, frú, þá vit- um við nú þegar mikið, meira að segja mjög mikið. Viljið þér ekki líika gefa okkur svör við nokkrum spurningum?“ „Þér fáið ekkert að vita hjá mér, ekki eit-t orð“. segir frúin. — „Haldið þér að ég sé svikari?" „Hvernig ætti ég að hialda það“, svarar Bléioher til þess að bera af sér. Þannig gat hann þá ekki veitt frúna. Þá varð að reyna með öðru móti. Hann þagnar snöggvast. — Hann hefur ekki augun af frúnni á meðan hann segir hægt og með áherzlu: „Það er annars urn þenn- an Pál, að hann má eiga það, að hann hefur fegurðarsmekk, frú, meira að segja fjári góðan smekk". Bleicher brosir vingjarnlega. Því næst bætir hann skyndilega við: „En það er aðeins meinið, að herra Páll virðist vera nokkuð létt úðugur. Við urðum að taka hann fastan upp úr rúminu. Upp úr rúminu frá lítilli, laglegri, ljós- hærðri stúlku. Það er vissulega leið inlegur atburður-------“ 3) „Þú gerír þetta ansi vel, Siggi. Þú æítir að fara í unglinga keppnina í andakvaki“, segir Stína. ..Alis ekki svo slæmt, „Þér eruð að ljúga!“ Frú Bouffet þaut upp og æpir framan í Hugo. Hún stóð náföl frammi fyrir honum. „En frú mín góð, hvílík ásökun! Hvers vegna ætti ég að vera að ljúga að yður?“ segir Bleicher, ísmeygilegur í málrómnum. „1 hreinskilni sagt, þá kenni ég í brjósti um yður. Hvernig stendur á þvi að þér, einmitt þér komizt í kunningsskap við fólk, sem ekiki ber skyn á eðlisfar yðar og ekki kann að meta fegurð yðar og manngildi?" Konan dregur ótt andann. Hún er æst og kvíðir fyrir því, sem þessi virðulegi og siðfágaði maður með atihugulu og gáfulegu augun muni eiga eftir að segja henni. Og Hugo Bleicher hefur vit á að nota þetta augnalblik. Aftur heldur hann áfram í sínum kurteislega róm, en sem nú er ákveðinn og með þungri áherzlu: „Frú, hvað varð af yðar kven- legu eðlisávísun? Yðar góði vin- ur, Páll, hefur ekki aðeins svikið yður. Ég fékk heimilisfang yðar upphaflega hjá honurn. Hann fórn aði yður til þess að bjarga sér. Eða getur það verið, að þér hafið ekki tekið eftir því, að Pálil var fullur af óheflaðri eigingirni?“ Skyndilega fer titringur um líkama konunnar. Hún hnigur nið ur á bekkinn með ekka og hylur andlitið í höndum sér. Bleieher hallar sér aftur og kveikir sér í öðrum vindlingi. Hin fyrsta mikla blekking hans hefur heppnazt. Hann finnur það á sér, að nú muni þessi kona tala. —- Nú verður rakið ofan af heilum hnykli og hann, litli undirforinginn, held- ur þræðinum föstum í hendi sér. „Gerið svo vel að spyrja", segir Bouffet daufum rómi. „Ef Páll er búinn að segja frá, þá vitið þér mest allt nú þegar“, bætir hún við, Siggi. Þær eru að snúa-við“. — „Æ, mér er svo kalt, Siggi. Farðu með mig heim“, segir Linda. eins og til þess að róa sjálfa sig. Það sjást ekki svipbrigði á andliti hennar. Það eitt sézt, að í augum hennar bregður fyrir hatri og særðri sómatilfinningu. Bleicher hafði nærri óafvitandi komið við sár, sem fyrir löngu hafði verið ýft upp í hjarta þessarar konu. Og Bleicher spyr spurninga, sem frú Bouffet svarar, eftirlát eins og barn. Hún er sjálf bergnumin í þessum viðbjóðslega fangaklefa, snortinn af hinni áhrifaríku kari- mennsku, sem þessi þýzki risi hefur til að bera, fangin af hans ár- vökru, gáfulegu augum og töfruð af mannúðlegri hlýju þessa manns, «em hefur meiri áhrif á hana en nokkur karlmaður hefur haft áð- ur. — Frú Bouffet talar. Hún segir iHugo Bleioher allt, sem bún veit. Og hún veit margt, mjög margt. Hún segir Bleioher í fyrsta skiptið nafnið á hinu leyndardómsfulla, margþætta njósnafélagi „Inter- alliée". Hún nefnir nafn foringja iþessa félagsskapar, það er Aimiand nokkur Walenty. Hún segir honum frá því, hvernig Englendingar senda peninga yfir Ermarsund dagana kring um hver mánaða- mót, með flugvél af Lysander-gerð. Það er flugvél, sem á björtum tunglskinsnóttum þýtur yfir frakkneskt land í lágflugi til ákvörðunarstaðar, sem skýrt er frá með meinlausu kenniorði í leyni- sendinum. Þessi flugvél af Lysand- er-gerð þarf ekki nema engi til að lenda á, og hún kernur í hvert skipti með peninga, í bögglum, milljónir af spánýjum frankaseðl- um handa frönsiku andspymu- hreyfingunni, handa félagsskapn- um „Interalliée“, handa Armand Walenty. Frú Bouffet segir frá þessu öllu. Það er aðeins eitt, sem hún ekki getur um, þá staðreynd, að kenniorðið „Læða“ er ekki að- eins kveðjuorð, heldur dylst þar að baki mánneskja með holdi og blóði. Frú Bouffet segir þetta orð stöku sinnum og Hugo Bleicher lætur þar blekkjast enn sem kom- ið er. Hann hyggur meira að segja, að orðið „Læða“ sé hernaðarnafn á félagsskap, dulnefni á leynisend- inum. Síðar, og ekki fyrr en löngu síðar og annars staðar verður hon- um ljóst, að orðið „Læða“ er ekki aðeins kenniorð, að það var ekki aðeins dulnefni á senditæki eða fé- lagsskap. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 30. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni"; sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt- ir). 19,00 Þingfréttir. Tónleikar. 20,20 Tónskáldakvöld: Jón Leifs sextugur 1. maí. 1) Ávarp (Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld). 2) Útvarp frá tónleikum í Þjóðleik- húsinu; fyrri hluti. Sinfóniuhljóm sveit Islands leikur veric eftir Jón Leifs undir stjórn tónskáldsins. —- a) „Langspilið“, kvæði eftir Einar Benediktsson (Þorsteinn Ö. Step- hensen les). b) íslands-forleikur op. 9. c) „Grettir og Glámur", kafli úr Sögusinfóníu op. 26. d) Tveir íslenzkir dansar úr op. 11. 21,05 Erindi: 1 ævintýralandi Walts Disney (Axel Thorsteinson rithöfundur). 21,30 Útvarpssag- an: „Ármann og Vildís“ eftir Kristmann Guðmundsson; XVI. (Höfundur les). 22,10 Upplestur: Hannes J. Magnússon skólastjóri les úr minningabók sinni „Á hörðu vori“. 22,35 Sinfónískir cónleikar (plötur). 23,20 Dagskrárlok. Föstudagur 1. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. — Tónleikar. —■ 20,20 Hátíðisdagur verkalýðsins: a) Ávörp. b) Kórsöngur: „Þjóð- hvöt“, kantata op. 13 eftir Jón Leifs. — Söngfélaig verklýðssam- takanna í Reykjavík syngur ásamt félögum úr sam'kór Keykjavíkur; Sinfóníuhljómsveit Islands leikur, dr. Hallgrímur Helgason stjórnar (Hljóðritað á tónleikum í Þjóðleik húsinu daginn áður). c) Auglýst síðar. 22,05 Gamanvísur: Soffía Karlsdóttir syngur revíusöngva með hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar (plötur). 22,30 Danslög, þ. á. m. leikur hljómsveit Árna Is- leifssonar. 01,00 Dagskrárlok. Hyggin móðir! Hinn erfiði starfsdagur gefur henni engan tíma til að bjástra við van- gjöfula kúlupenna. Þess vegna velur hún hinn frábæra Park- er T-Ball . . . hinn nýja kúlu- penna sem gefur strax, skrifar mjúkiega á allan venjulegan skrifflöt, og hefir allt að fimm sinnum meiri blekbyrgðir. POROUS-KULA EINKALEYFI PARKERS Blekið streymir um kúluna og matar hin- ar fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker 'XffiMl kúlupenni A PRODUCT OF Ý THE PARKER PEN COMPANY 9-Bl 14 3/o herb. gíœsiíeg íbuð ásamt 1 herb. í risi á Birkimel, til sölu eða í skiptum fyrir 5 herb. íbúðarhæð. Nánari uppl. hjá Einari Sigurðssyni hdl., Ingólfsstræti 4, sími 16767. Stúlka ósfcast til aðstoðar í eldhúsi. — Upplýsingar hjá yfirmat- reiðslumanni. Þjóðleikhúskjallarinn. íilkynning um atvinnuíeysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram I Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 4., 5. og 6. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina tilteknu daga. óskað er eftir að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu 3 mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 30. apríl 1959. Borgarstjórinn í Reykjavík. a r L á A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.