Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 9
Miðvilcudagur 5. ágúst 1959
WOVCTJISBLAÐIÐ
9
* KVIKMYNDIR +
AUSTURBÆJARBÍÓ:
Hættulegur leikur.
ÞESS ERU ærið mörg dæmi, að
konur hafi haft veruleg áhrif á
gang veraldarsögunnar, ekki að-
eins sem valdhafar, heldur ein.n-
ig og oftar miklu, á bak við tiöld-
in, með gáfum sínum eða kven-
legum yndisþokka. Einkum gætir
þessa mikið í sögu Frakklands á
tímum Loðvíkanna, og sagan
greinir einnig að Napoleon mikli
og síðar frændi hans Napoleon
þriðji hafi verið allkvenhollir og
konum eftirlátir að vissu marki.
— Kvikmynd sú, sem hér ræðir
um, er eitt dæmi þessa. Hér er
það Napoleon þriðji sem tekur
veigamikla pólitíska ákvörðun
fyrir áhrif ungrar og fagurrar
konu.
Það er árið 1853. Ítalía lýtur
yfirstjórn Austurríkismanna, en
ítalskir frelsisvinir, undir íor-
ustu stjórnmálamannsins Cavour,
vinna að því leynt og ljóst að
frelsa land sitt úr viðjum hms
erlenda kúgunarvalds. Austur-
ríski stórhertoginn er staddur í
óperunni og með honum margt
annarra austurrískra stórmenaa.
Frelsisvinirnir ítölsku hafa fjöl
mennt þarna og koma af stað al-
mennu uppþoti, er leiðir til pess
að stórhertoganum er sýnt bana-
tilræði. Lögreglan handsamar
marga uppreisnarmenn, en einn.
af foringjum þeirra, Lucio íál-
engo, glæsilegur ungur maður,
kemst særður undan með þvi að
stökkva inn í vagn Virginiu Oldo-
ini, frænku Cavours, sem er ung
og fríð kona. Þau verða hrifin
hvort af öðru, en þó hljóta v^gir
þeirra að skilja. — Síðan berst
leikurinn til Parísar, til hirðar
Napoleons keisara. — Virgi.iia
hefur tekið að sér að töfra keis-
arann og fá hann tit að veita
ítölum lið í frelsisbaráttu þeirra.
Gerast nú margir atburðir en
keisarinn er unninn að lokum og
ræður það úrslitum um frelsun
Ítalíu — og hamingju Virginíu og
Lucio Falengo’s.
Kvikmyndir, sem byggðar eru
á atburðum veraldarsögunnar
eru skemmtilegar þegar vel er á
efninu haldið. Oft bregður pa
fyrir á sjónarsviðinu þekktum
persónum. Svo er einnig í þess-
ari mynd. Getur þar að líta, með-
al annarra merkra manna, Nap-
oleón þriðja, Cavour og Franz
Lizt. Mynd þessi er ekki stö'--
brotin að efni, enda gætir þar
meira glæsileiks hins franska
hirðlífs, en mikilla átaka, þó er
myndin fremur skemmtileg og
vel leikin. Einkum er ágætur
leikur Yvonne de Carlo í hlut-
verki Virginíu og gervi Cavours
er mjög gott. — Myndin er
frönsk-ítölsk og tekin í litum.
NÝJA BÍÓ:
Innrásardagurinn 6 júni.
ÞETTA er amerísk kvikmynd í
litum. — Rammi myndarinnar,
ef svo mætti segja, er örlagarík-
Þorbergur Cunnarsson
máiari — M'mning
í DAG verður til moldar borinn
einn af eldri borgurum þessa
bæjar, Þorbergur Gunnarsson
málari, hann andaðist í Lands-
spítalanum mánudaginn þann 27.
júlí.
Þorbergur var fæddur í Reykja
vík þann 1. nóvember 1887. For-
eldrar hans voru merkishjónin
Þorbjörg Pétursdóttir Jónssonar
óðalsbónda á Gufuskálum og
Gunnar Björnsson skósmíðameist
ari og er hann kominn af Skóg-
ætt.
Ungur að aldri réðist Þorberg-
ur til frænda síns Sveins Jóns-
sonar trésmíðameistara í Völ-
undi, sem nemandi í trésmíði og
að því námi loknu þá lærði hann
að mála hjá Jóni Setberg mál-
arameistara, en þar sem lítið var
um atvinnu í þessum greinum
um þetta leiti þá réði hann sig
sem nemanda hjá Hansen bak-
arameistara og vann hann við
bakaraiðnina í 12 ár, en þar sem
atvinna var farin að glæðast í
málaraiðn þá hætti hann við
bakaraiðnina og fór að stunda
málaraiðnina og vann hann að
henni til dauðadags, eða um 35
ára skeið.
Það kom snemma fram hjá
Þorbergi að hann hafði yndi af
hljómlist og hljóðfæraleik, en
naut lítillar tilsagnar í þeirri list,
heldur var það meira sjólfnám og
„eftir eyranu“ og munu margir
miðaldra menif minnast þess að
hafa heyrt hann leika á dans-
leikjum á harmónikku eða man-
dólin og stundum önnur hljóð-
færi.
Þorbergur var léttur á fæti og
léttur í lund og sömuleiðis var
hann mjög bóngóður og vildi allt
fyrir alla gera, og nutu margir
góðs af, enda þar sem hann var
mjög laghentur hvort heldur var
trésmíðar, málning, veggfóðrun
eða dúklagning.
Þorbergur var kvæntur Soffíu
Þorvaldsdóttur, systur Agústs al-
þm. Arnesinga, • mestu myndar-
konu enda var hjónaband þeirra
mjög farsælt. Ekki var þeim
barna auðið, aftur á móti var
Þorbergur kvæntur áður og átti
9 mannvænleg börn sem öll eru
uppkomin.
Þorbergur var stakur reglumað
ur, hefir hann aldrei látið vín
inn fyrir sínar varir á ævinni og
hin síðari ár notaði hann ekki
tóbak. Hann var mikill eljumað-
ur, féll aldrei verk úr hendi og
oft var það þegar vinnudagur
var að enda að einhver kunningi
hans bað hann um að hjálpa sér
með handarvik og aldrei gat Þor-
bergur neitað því, svo að oft var
vinnudagur hans langur. Hann
var ennfremur mesta snyrti-
menni í klæðaburði og allri um-
gengni.
Vinir Þorbergs munu minnast
hans, sem hins síunga, glaða og
fríska manns sem alltaf hafði
spaug og gamanyrði á vörum.
Blessuð sé minning hans.
— G.P.
asti atburðurinn í síðasta stríði,
innrás bandamanna á meginland
Evrópu 6. júní 1944, en megineíni
hennar er ástarsaga ungrar og
góðrar stúlku, sem heyr sterka
innri baráttu milli tveggja á-
gætra manna, -- unnustans, og
hins, — sem hún elskar. Sagan
er mannleg og sönn, með skini og
skúrum, en harmleikur stríðsins
leysir vandann að lokum.
Mynd þessi er hvorttveggja,
efnismikil og ágætlega gerð og
leikurinn prýðilegur, enda fara
þarna með aðalhlutverk þau
Robert Taylor, Richard Todd og
Dana Wynter. Innrás banaa-
manna á strönd Normandi er sér-
stklega vel sett á svið og sann-
færandi og gefur þvi áhorfand-
anum glögga hugmynd um það
stórkostlega afrek og þann ógur-
lega hildarleik, sem þar var háð-
ur
Guðjón Bögn-
vnldsson - Kveljn
GUÐJÓN Rögnvaldsson var
fæddur 11. apríl 1879. Hann lézt
að heimili sínu Tjörn í Biskups-
tungum 17. apríl sl. Hann lauk
kennaraprófi 1909, og varð kenn-
ari í Biskupstungum sama ár og
gegndi því starfi um nokkur ár
með mikilli ástundun og góðum
samskiptum við nemqndur sína.
Guðjón var gáfumaður og unni
bókmenntum. Átti gott bókasafn,
sem hann kunni vel að nota og
meta. Honum var lagið að miðla
góðum áhrifum nemendum sín-
um og þeim er á vildu hlýða.
Urðu erindi þau er hann flutti
við ýms tækifæri mörgum minn-
isstæð, og þá eigi síður orð hans
er hann kvaddi nemendur sína
á vorin að afloknu vetrarnáminu.
— Guðjón gerðist bóndi á Tjörn
þegar hann lét af kennslu. Farn-
aðist honum það vel eins og önn-
ur störf sín.
Um mörg hin síðustu ár bjó
hann þar með bústýru sirtni Guð-
rúnu Lýðsdóttur. Og nú í sam-
býli við einkadóttur hennar
Ernu, mann hennar Guðjón Gunn
arsson og börn þeirra. Hafði Erna
alizt upp með móður sinni og
Guðjóni Rögnvaldssyni í ástúð-
legri sambúð. Og börnunum
sýndi hann mikinn kærleika og
umönnun, og naut einnig í rík-
um mæli þeirrar gleði og þess
trausts, sem börnum er svo eigin-
legt að láta í té. Ég hygg að þau
muni lengi muna þennan fræð-
ara sinn og velgerðamann. Ég
hygg einnig að Guðjón hafi un-
að vel og unnað þessu hlýja og
umhyggjusama umhverfi sínu.
Þessu fólki sem líka var hans
fólk í beztu merkingu, og sem
nú saknar hans og hugsar til
hans með hjartanlegu þakklæti
fyrir 28 ára samveru.
Mót dauða sínum gekk Guð-
jón með karlmannlegri ró. Hann
mun hafa sannað í hjarta sínu
hin sí gildu og sí endurteknu orð:
„Dauði ég óttast eigi, afl þitt né
valdið gilt. 1 Kristi krafti ég segi,
kom þú sæll þegar þú villt“. —
Þannig var trúar styrkleiki þessa
mæta og mikilhæfa manns.
— G.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er gtum ódvr ra að auglýsa
i Morgunfclaðinu, en í öðrum
blöðum. —
IHðrgmikfa&fö
Góður vörubíll
Til sölu er Chevrolet vörubíll, model ’54 með tvi-
skiptu drifi. — Bíllinn er nýyfirfarinn, og á góðum
hjólbörðum. — Lítil keyrður.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt:
„Ný sprautaður — 4446“.
íbúð
Sölumaður óskar að fá á leigu nýtízku íbúð strax.
Má vera i Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 35135 kl. 4—6 e.h. í dag.
Vantar góða
íbúð
í Reykjavík eða á Selfossi. Uppl. í síma 19904,
Reykjavík milli kl. 7 og 8 næstu kvöld og í sima
122, Selfossi, eða hjá undirrituðum í Rafstöðinni
við írafoss.
PÉTUR STURLUSON, Vélstjóri.
íbúð
Til leigu er 1. okt. n.k. kjallaraíbúð, 2 herbergl eld-
hús, bað og geymsla. Sér inngangur. Sér kynding
Leigutilboð ásamt upplýsingum um möguleika á fyr-
irframgreiðslu, sendist afgr. Mbl. merkt:
„Séríbúð — 4533“, fyrir sunnudag.
Clœsileg 8 herb. íbúð
Nýtízku hæð 120 ferm., mikið innréttuð með harð-
viði, ásamt rishæð í nýju steinhúsi við Kársnesbraut
til sölu. — Skipti á 4ra til 5 herb. íbúðarhæð f
Reykjavík, æskileg.
Mýja Fasteignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
í kvöld og næstu kvöld í síma 24647
5 herbergja íbúð í Hafnarfirði
Til sölu
ný og vönduð 5 herb. efri hæð (103 ferm.), með
rúmgóðu geymslurisi á fallegum stað í suðurbæn-
um. Sér hiti. — Sér inngangur.
ÁRNI GUNNLAUGSSON, hdl.
Austurgötu 10 Hafnarfirði.
Sími 50764, 10—12 og 5—7.
Fokhelf
raðhús í Kópavogi er til sölu. Á neðri hæð er stór
stofa og eldhús með borðkrók. Á efri hæð eru 4
herbergi, bað og rúmgóð geymsla. I kjallara er
þvottahús, geymsla o. fl. Húsið selst fokhelt með
járni á þaki.
Góð 3ja herb. íbúð í timburhúsi á Seltjarnarnesi er
til sölu. Hagkvæm lán áhvílandi.
Austurstræti 14 in hæð
Simi 14x20.