Morgunblaðið - 05.08.1959, Qupperneq 11
Miðvik'udagur 5. ágúst 1959
MORCUNBLAÐIÐ
11
Níu íslenzk Ijóð í einu
víðlesnasta riti heimsins
„NEW WORLD WRITING" er
eitt víðlesnasta rit sem gefið er
út í heiminum. Kemur það út í
hundruðum þúsunda eintaka og
er selt um allan heim, enda gerir
ritstjórnin sér far um að kynna
bókmenntir frá ýmsum löndum.
Á sl. sjö árum hafa komið út 15
hefti af ritinu, tvö á ári, í apríl og
október. Hvert hefti er 300—400
blaðsíður í vasaútgáfubroti, og
kosta heftin nú 75 cent, en fyrri
hefti kostuðu 50 cent. Ritið er
þannig mjög ódýrt og hefur orð-
ið lífseigast bandarískra rita af
þessari gerð.
Fimmtánda heftið af „New
World Writing“ er lokahefti rits-
ins. Hafa útgefendurnir, iem eru
„The New American Library“,
ákveðið að leggja ritið niður og
segja í greinargerð, að það hafi
gegnf hlutverki sínu í miklu
fyllra mseli en menn þorðu að
vona í öndverðu. Það hafi greitt
götu nútímaskáldskapar með
þeim afleiðingum, að fjöldinn
allur af góðum badarískum bók-
menntatímaritum hafi komið í
kjölfar þess. Þessi tímarit muni
nú halda verkinu áfram. Hins
vegar lofa útgefendur einhverju
öðru góðu innan tíðar. Þess má
geta að „The New American Libr
ary“ gefur einnig út hinar víð-
kunnu Mentor- og Signetbækur.
Þetta síðasta hefti af „New
World Writing" er 345 blaðsíður.
Þar er nákvæm skrá yfir höf-
unda sem birt hafa efni í öllum
15 heftunum. Þá er og skrá
yfir einstakar þjóðir og þá höf-
unda frá hverri þeirra, sem birt
hafa efni í ritinu. Loks eru all-
ýtarlegar skrár yfir helztu bók-
menntatímarit í Bandaríkjunum
og í öðrum löndum. Á liðnum sjö
árum hefur ritið alls kynnt bók
menntir 43 þjóða, þ.á. m. Norð
urlanda að undanteknu Finn
landi. Frá Danmörku hefur ritið
birt efni eftir H. C. Branner og
Martin A. Hansen, frá Noregi eft-
ir Tarjei Vesaas og frá Svíþjóð
eftir þá Sivar Arnér, Stig Dager-
man, Gunnar Ekelöf, Erik Linde
gren, Arthur Lundkvist, Harry
Martinson og Karl Vennberg.
Efni hvers heftis er mjög sund
urleitt. Birt eru ljóð, smásögur,
kaflar úr skáldsögum, þættir úr
leikritum og ritgerðir um bók-
menntir og aðrar listir. í síðasta
hefti eru m.a. smásögur eftir Bor
is Pasternak, gríska stórskáldið
Stratis Myrivilis og kúbanska
skáldið Felix Pita Rodríguez, ný
þýðing á Canto II í Purgatorio
eftir Dante, ritgerðir eftir Ersk-
ine Caldwell, franska skáldið
Henri Michaux o. fl. Þá er kynn-
ing á ljóðum og smásögum eftir
höfunda í Ghana, og loks er kynn
ing á níu íslenzkum Ijóðskáld-
um.
Enda þótt hópurinn sé ekki
stór, er full ástaeða til að vekja
athygli á þessari kynningu hér
þjóð og gleðilegur vottur um
það, að íslenzk nútímaljóðlist er
fyllilega hlutgeng á alþjóða-
vettvangi.
Fyrir íslenzku ljóðunum er
stuttur inngangur eftir Isabellu
Fey, þar sem í stuttu máli er gerð
grein fyrir þróun nútímaljóðlist
ar á íslandi og ljóðskáldin kynnt.
Jafnframt fylgir stutt greinar-
Steinn Steinarr
Tómas
Guðmundsson
Jóhann
Sigurjónsson
Jónas Svafár
Jón Óskar
Stefán Hörður
okkar, en hún er samt skemmti-
leg vísbending um það sem hér
er gert. Ljóðin eru mjög sundur-
leit að efni og formi og leiða í
ljós ólíka þætti í islenzkri ljóða-
gerð. Yngri skáldin hafa fengið
ríflegra rúm, bæði vegna þess að
þau skapa strauma og stefnur
samtíðarinnar í ríkara mæli en
eldri kynslóðin og eins vegna
hins að þau hafa í hendi sér þró-
un íslenzkrar ljóðlistar næstu ára
tugina.
Isabella Fey hefur heimsótt fs-
land tvisvar og gert sér far um
að kynnast íslenzku menningar-
lífi. Hún var hér mánaðartíma á
sl. ihausti og tók þá m.a. 'á segul-
band tvo samtalsþætti við Sig-
urð A. Magnússon, um íslenzka
ljóðlist, sem fluttir voru af
WFUV-útvarpsstöðinhi í New
York, en þar hefur hún vikulega
þætti um skáldskap og ferðalög.
Hún hefur sjálf birt ljóð í ýmsum
brezkum og bandarískum tíma-
ritum.
Fimmtánda heftið af „New
World Writing" verður til sölu
í nokkrum bókabúðum hér þegar
það kemur til landsins, en það
kom út í apríl sl. í Bandaríkjun-
um.
Sig. A. Mágnúss.
Hannes
Pétursson
Matthías
Johannessen
heima, því þetta mun vera í
fyrsta sinn sem svo víðlesið og
gott bókmenntarit tekur íslenzk
an skáldskap til kynningar. Er
þetta mikill heiður fyrir land og
Góður afli á handfœri —
rœkjuveiðar að hefjast
aftur
••■..>»1 >■ “ ajpv
l tU 1 l( 'tl J 1
aiiúá "%1\t II. "in
’ »
1 lifli
Éɧl|l|
gerð um hvern höfund hverju
ljóði.
íslenzku ljóðin, sem birt eru
i enskri þýðingu, eru þessi:
,,Sorrow“ (Sorg) eftir Jóhann
Sigurjónsson, „The Great Cara-
van“ (Lestin mikla) eftir Tómas
Guðmundsson, „Verdun“ eftir
Stein Steinarr, „The Car at the
Clearing“ (Bifreiðin sem hemlar
hjá rjóðrinu) eftir Stefán Hörð
Grímsson, „betrayal“ (svik) eft
ir Sigurð A. Magnússon, „radio-
active moons“ (geislavirk tungl)
eftir Jónas E. Svafár, „A Black
She-cat“ (Svört læða) eftir Matt
hías Johannessen, „The Sheep
Roundup“ (Leitir) eftir Jón Ósk-
ar og „Copernicus“ (Kópernikus)
eftir Hannes Pétursson.
Magnús Á. Árnason hefur þýtt
„Sorg“. Hann hefur einnig ásamt
Isabellu Fey þýtt „Lestin mikla“
og „Verdun“. Sigurður A. Magn
ússon hefur þýtt ,Svört læða“, og
ennfremur hefur hann ásamt Isa-
bellu Fey þýtt hin fimm ljóðin.
Þessi kynning íslenzkra ljóða
er takmörkuð við aðeins níu
skáld og gefur því harla ófull
nægjandi hugmynd um ljóðlist
ÍSAFIRÐI, 4. ágúst. — Togarinn
Sólborg kom heim af Grænlands-
miðum í s.l. viku og landaði hér
um 300 lestum af karfa. — Aflinn
fór allur til vinnslu í Hraðfrysti-
húsi ísfirðings h.f.
í sumar hefir verið hér góð
handfæraveiði, og hafa allmarg-
ir aðkomubátar stundað þær veið
ar, auk heimabáta. — Rækju-
veiðar hafa legið niðri nú um
skeið, en næstu daga munu þær
hefjast að nýju. — Atvinna hefir
verið mikil hér í sumar, bæði I
sambandi við fiskverkun og hús-
byggingar. Einnig hefir flugvall-
argerðin hér veitt nokkra at-
vinnu, svo og lagning háspennu-
línu að vestan, frá Mjólkárvirkj-
un. — G.K.
GIœsiIegt brœðra-
brúðkaup
MIÐHÚSUM, Reykhólasveit, 28.
júlí: — Laugardaginn 25. júlí
gengu í hjónaband Ingimundur
Magnússon Bæ og Sjöfn Smith
úr Reykjavík og tvíburabróðir
hans Hákon Magnússon Bæ og
Unnur Jónsdóttir frá Vaðli á
Barðaströnd. Sóknarpresturinn,
séra Þórarinn Þór framkvæmdi
hjónavígsluna. Þeir bræður
gerðu veizlu mikla að „Hótel
Bjarkarlundi“ og mun hafa set-
Vestfirðingavaka haldin
í blíðuveðri á ísafirði
Ferðalag fílslns Jumbo, er feta skyldi „í fótspor Hannibals"
tókst raunar ekki eins og til var ætlazt, en allt um það vakti
gönguför hans um Alpana mikla athygli, og honum var hvar-
vetna tekið með kostum og kynjum, þar sem hann fór um. —
Þessi mynd var tekin í byrjun ferðarinnar og sýnir Jumbo og
leiðsögumann hans slökkva þorstann við komuna til þorps
nokkurs í Suður-Frakklandi.
ÍSAFIRÐI, 4. ágúst — Hin árlega
Vestfirðingavaka var haldin hér
á ísafirði um verzlunarmanna-
helgina. — Knattspyrnufélagið
Hörður sá um vökuna að þessu
sinni og minntist í þvi sambandi
40 ára afmælis síns.
Veður var hið ákjósanlegasta í
alla.staði um helgina. Hafnfirzk-
ir íþróttamenn sóttu ísfirðinga
heim af þessu tilefni, og komu
þeir hingað síðdegis á laugardag.
— Þann dag léku þeir knatt-
spyrnu við lið úr Herði, og lauk
þeim leik með jafntefli, 3 mörk
gegn 3. — Á sunnudaginn var
fyrst keppt í handknattleik, og
sigruðu Hafnfirðingar með 14
mörkum gegn 4. — Síðar þann
dag fór fram annar knattspyrnu-
kappleikur, og léku Hafnfirðing-
arnir nú við lið, sem valið var
bæði úr Herði og Vestra. Lauk
leiknum svo, að Hafnfirðingar
gengu með. sigur af hólmi — 4
mörk gegn 3.
Þá sýndi flokkur fimleika-
manna hér í bæ undir stjórn
Bjarna Bachman, íþróttakenn-
ara. — Ennfremur var drengja-
boðhlaup um bæinn, og kepptu
þar félagar úr Herði og Vestra.
— Lið Harðar sigraði.
Allmargt gesta var hér úr nær-
liggjandi kauptúnum og sveitum
um helgina. — Dansleikir voru
haldnir bæði á laugardags- og
sunnudagskvöld. — G. K.
ið hana nær 200 manns og var
veizlan að rausn og tign svipað
því og var hér fyrr á tímum.
Ræður voru fluttar og minni
drukkin til heiðurs hinum ungu
hjónum. Veislustjóri var faðir
brúðgumanna, Magnús Ingimund
arson, hreppstjóri í Bæ. Ungu
hjónin taka við búsforráðum í
Bæ og þriðji bróðirinn, Erlingur
Magnússon og kona hans Helga
Höskuldsdóttir úr Reykjavík, eru
að reisa nýbýli. Hér er almennt
talið að þetta framtak Bæjar-
bræðra sé til fyrirmyndar öðr-
um ungum bændasonum og
Magnús hreppsstjóri í Bæ hafi
nt mikla framsýni með því
að skipta jörðinni milli bræðr-
anna. — öll sveitin fagnar því
ungu hjónunum þrem og væntir
sér mikils af þeim í framtíðinni
til blessunar fyrir byggðarlagið
Sv. G.
Bezti kaiiinn
AKRANESI, 4. ágúst. — Togar-
inn Akurey landaði hér á laug-
ardaginn 297 lestium af framúr-
skarandi góðum karfa, þeim
bezta, sem hingað hefir borizt
lengi, en karfann veiddi Akurey
við Vestur-Grænland — ekki á
Nýfundnalandsmiðum, eins og
mishermt var í fyrri frétt undir-
ritaðs. — Karfinn var allur flak
að«ur og hraðfrystur. — Oddur.