Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 1
24 siðut Dráðabirgðalög sett um að verð landbúnaðar- afurða hœkki ekki Kunna vel við Nínu i Forsenda Jbess talin að kaupgjald haldist óbreytt RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út bráðabirgðalög um að verð á land- búnaðarafurðum skuli ekki bækkað til 15. desember n. k. Fara þau hér á eftir í heild. Forseti fslands hefur í dag, að tillögu landbúnaðarráðherra sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, um verð landbúnaðarafurða. í úrskurði forseta ^egir: Landbúnaðarráðherra hefur tjáð mér, að vegna sérstaks ágrein- ings fulltrúa neytenda og framleiðenda hafi ekki tekizt að ákveða söluverð landbúnaðarafurða á innlendum markaði á þann hátt, sem lög nr. 94/1947 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskrán- ingu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl., gera ráð fyrir. Landbúnaðarráðherra hefur ennfremur tjáð mér, að til þess að tryggja efnahagsjafnvægi og atvinnuöryggi í landinu þangað til Alþingi getur fjallað um þessi mál að afstöðnum kosn- ingum þeim, sem fram eiga að fara 25. og 26. október n. k., og meðan kaupgjald í landinu helzt óbreytt, sé nauðsynlegt að verð Iandbúnaðarafurða hækki ekki. Fyrir bví eru hér með sett bráða- birgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: söluverð það á gulrófum, er kom til framkvæmda 22. sept. 1958, samkvæmt auglýsingu fram- leiðsluráðs landbúnaðarins 21. sept. 1958. Heildsölu- og smásöluverð það á eggjum, er kom til fram- kvæmda 1. apríl 1959 samkvæmt auglýsingu framleiðsluráðs land- búnaðarins 31. marz 1959, skal gilda óbreytt á tímabilinu 1. sept. til 15. desember 1959. Útsöluverð mjólkur í pappa- umbúðum má vera 20 aurum hærra hver lítri heldur en út- söluverð mjólkur á flösku. 2. gr. Fara skal með mál út af brot- um gegn lögum þessum að hætti opinberra mála, og varða brot sektum allt að 500.000,00 kr., nema þyngri refsing- liggi við sam- kvæmt öðrum lögum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 1. gr. Heildsölu- og smásöluvorð það á sauðfjárafurðum, mjólk og mjólkurvörum, nautgripakjöti og hrossakjöti, sem kom til fram- kvæmda 1. marz 1959 samkvæmt auglýsingu Framleiðsluráðs land búnaðarins 28. febrúar 1959, skal gilda óbreytt á tímabilinu 1. sept. til 15. des. 1959. Sumarverð á kartöflum skal niður falla eigi síðar en 25. sept. 1959. Á tímabilinu frá því að niðurfelling sumarverðs á sér stað og til 15. desember 1959 skal gilda óbreytt heildsölu- og smá- söluverð það á kartöflum, er kom til framkvæmda 1. marz 1959, . samkvæmt auglýsingu framleiðsluráðs landbúnaðarins 28. febrúar 1959. Sumarverð á gulrófum skal niður falla eigi síðar en 25. sept. 1959. A tímabilinu frá því að niðurfelling sumarverðs á sér stað til 15. desember 1959 skal gilda óbreytt heildsölu- og smá- Laos-stjórnin hyggst aí- henda fanga trá N- Vietnam Uppreisnarmenn taka mikilvægt vigi VIENTIANE, Laos, 19. sept. Reu- ter. — Uppreisnarmenn í Laos hafa aftur náð á sitt vald virkinu Sam Teu í hinni hörðu baráttu um hið mikilvæga svæði í suð- Sunnudagur 20. leptember. Kfni blaðslns er m.a.: BIs. 3: Ótti og kvíði, eftir sr. Óskar J. Þoriáksson. — 8: Utan úr beimt. — Bridge. — 8: Sig. A. Magnússon skrifar um Alsir. — 10: Sitt af hveriu tagi. — 12: Ritstjórnargreinarnar: Rang- læti, sem verður leiðrétt. — Kndurskoðun skattaiöggjafar- innar. — 13: Reykjavíkurhréf. — 1S: Fólk i fréttunum. Kvennadálkar. — 22: Krúsjeff í U.S.A. austanverðu Sam Neua-héraði. Þetta er haft eftir flugmönnum sem komu frá svæðinu í dag. Séu þessar fréttir réttar, er þetta i þriðja sinn á Viku sem virkið er hertekið. Her Laos-stjórnar tók virkið af uppreisnarmönnum á miðviku- daginn, eftir að hann hafði yiir- gefið það vegna handsprengju- árása. Yfirmaður hersins í Laos kvaðst ekki hafa fengið neina til kynningu um fall virkisins, en flugmenn hafa áður reynzt vera öruggustu og skjótustu boðber- arnir um gang bardaganna. í gærmorgun var haft síma- samband við Sam Teu-virkið. Vilja ekki alþjóðaráðstefnu Upplýsingamálaráðherra Laos, Sisouk Na Champassak, sagði fréttamönnum £ dag, að Laos- stjórn vildi ekki alþjóðaráð- Framh. á bls. 2. [ Við Blair Ilcuise. — Myndin inu eftir ökuferðina frá And- s i er tekin sl. þriðjudag, er þeir rew-flugvelli. — Nínu hefir i ) Eisenhower og Krúsjeff hjálpa tekizt Það> sem maöur henn- l l . . , . . ar hefir ekki megnað, þrátt í v Ninu, konu russneska forsæt- fyrir ö„ sín breið5I bros \ \ isráðherrans út úr bifreiðinni fyndni og fjörlegt látbragð — i i fyrir framan ,gestahús“ Banda að koma sér í mjúkinn hjá ; ríkjaforseta gegnt Ilvíta hús- Bandaríkjamönnum. > Stjórn Stéttarsambands bænda mótmælir bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar Bréí samtakanna til forsætisrdðherra STJÓRN Stéttarsambands bænda ritaði í fyrradag forsætisráðherra bréf þar sem mótmælt er harðlega því áformi ríkisstjórnarinnar að banna þá verðhækkun landbúnaðarafurða, sem bændur eiga rétt á á þessu hausti. Fer bréf stjórnar Stéttarsambandsins hér 1 eftir í heild: Reykjavík, 18. sept. 1959. Hr. forsætisráðherra Emil Jónsson, Reykjavík. EINS og yður er kunnugt, hæst- virtur forsætisráðherra, hafa samtök vcrkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna lagt fyrir full- trúa sína í „sexmannanefnd" að hætta störfum. Þar með var ekki unnt að Ijúka á löglegan hátt við samning verðlagsgrundvallar landbúnaðarafurða, hvorki með samkomulagi né úrskurði yfir- nefndar (samanber 59. gr. laga nr. 94 frá 1947), þar sem neyt- endur fengust ekki til að til- nefna fulltrúa í hana. Stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráð fóru þess á leit við ríkisstjórnina, að hún skipaði menn i yfirnefndina, en á það hef ur stjórnin ekki fallizt hingað til. Hins vegar mun hún hafa horfið að því ráði, að gefa út bráða- birgðalög, er feli í sér, að verð- lag á landbúnaðarvörum skuli standa óbreytt, þrátt fyrir það, að útreikningur Hagstofunnar sýni 3,18% hækkun frá síðasta verðlagsgrundvelli. Stjórn Stéttarsambandsins get- ur ekki unað þessum ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar og krefst þess enn á ný, að hún hlutist til um, að yfirnefndin verði full- skipuð, til þess að hægt sé að byggja upp verðlagsgrundvöllinn á löglegan hátt og verðleggja bú- vörur samkvæmt honum. Á það skal minnt, að fulltrúar bænda skildu ríkisstjórnina svo sl. vetur, þegar lögin um niður- færslu verðlags og kaupgjalds o. fl. voru sett, að bændur fengju á næsta hausti leiðréttingu á kaupgjaldslið verðlagsgrundvall- Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.