Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. sept. 1959
MORGUNBLÁÐIÐ
23
Stefán Ö. Stephensen
STEFÁN Ó. Stephensen lézt að-
faranótt 13. september síðastlið-
inn. Hann hafði kennt hjartabil-
unar hin síðustu ár, en fráfall
Ihans kom þó á óvart, því að í
isumar hafði hann verið með
hressasta móti. Stefán var fædd-
ur á Mosfelli í Grímsnesi 17. maí
árið 1900. Foreldrar hans voru
Ólafur Stephensen og Hallbera
Pétursdóttir. Ólafur var sonur
séra Stefáns Stephensens hins
sterka, sem var lengi prestur á
Ólafsvöllum og sígast á Mosfelli.
Séra Stefán var sonarsonur Stef-
áns amtmanns á Hvítárvöllum.
Kona séra Stefáns var Sigríður
Gísladóttir prests í Kálfholti ís-
leifssonar. Hallbera, kona Ólafs
Stephensens, var dóttir Péturs
Þorsteinssonar hreppstjóra á
Grund í Skorradal og Kristínar
Vigfúsdóttur konu hans.
í>au Ólafur og Hallbera bjuggu
í fáein ár í Árnessýslu, lengst-
um í Austurey, en fluttust svo
til Reykjavíkur, og þar ólst
Stefán upp, og var heimili hans
æ síðan hér í bænum. Á æsku-
árum mun hugur hans hafa stað-
ið til náms, enda var hann ágæt-
lega greindur maður. Hann náði
góðri kunnáttu í tungumálum, að
miklu leyti á eigin spýtur. En
lífsbaráttan var hörð í þá daga,
hann varð snemma að fara' að
vinna fyrir sér, og ekki rættust
vonir hans um að ganga mennta-
veginn.
Stefán var ágætur verkmaður,
rammur að afli og fylginn sér,
að hvaða verki sem hann gekk.
Um tvítugsaldur gerðist hann bíl-
stjóri og var það lengstum upp
frá því. Fyrir meira en þremur
áratugum réðist hann í þjónustu
Mjólkurfélags Reykjavíkur og
starfaði þar til dauðadags. Um
langt árabil annaðist hann mjólk
urflutninga úr Kjós til Reykja-
víkur, og voru þær ferðir stund-
Sími 19636
Maiseðill kvöldsins
★
20. sept. 1959.
Blómkálssúpa
Rækjur a la Thalea
★
Hreindýrasteik
eða
Tornidos Tivoii
★
Cokteillilaup með rjóma
★
★
Húsið opnað kl. 7.
RÍÓ-tríóið leikur.
L.eikhúskjallarinn
Max Facfor
Creme Puff
Make-up
fljótandi í túpum
Augnabrúnalitir
fyllingar.
i*- *
iKu.5t.a
Oipv
Austurstræti 1.
Hafnarfjörbur
Góð 3ja—4ra herb. íbúðarhæð
óskast til kaups. Helzt með sér
hita, sér inngangi og nauðsyn-
legum þægindum. Góð útb. —
Tilb. sendist afgr. blaðsins fyr
ir 25. þ.m., merkt: „Milliliða-
laust — 4748“.
um erfiðar að vetrarlagi. En öll
þau störf leysti hann af hendi
með mikilli prýði. —
Árið 1930 kvæntist Stefán Sig-
fríði Arnórsdóttur prests í
Hvammi í Laxárdal Árnasonar.
Þau eignuðust einn son, Ragnar,
hinn mesta myndar- og efnispilt.
En hann lézt 1947, sextán ára
gamall, og var þá þungur harm-
ur kveðinn að foreldrum hans.
Þau Stefán og Sigfríður ólu upp
Ragnheiði Stephensen, bróður-
dóttur Stefáns, en systurdóttur
Sigfríðar, og reyndust henni sem
beztu foreldrar. Ragnheiður er
nú við hjúkrunarnám.
Stefán Ó. Stephensen var oftast
glaður, hýr og hress í máli og
manna skemmtilegastur í viðræð
um. En þeir, sem þekktu hann
vel vissu, að hann var í eðli sínu
alvörumaður. f rauninni var hann
dulur í skapi og lítt gefinn fyrir
að flika tllfiningum sínum. Hann
var karlmenni í lund og traust-
ur sem bjarg. Hann kunni mik-
ið af ljóðum, en á engum vísum
íslenzkum hygg ég, að hgnn hafi
haft eins miklar mætur og vís-
um Gísla Brynjólfssonar „Að
bíða þess, sem boðið er“. Hann
lifði sjálfur samkvæmt hinni
karlmannlegu lífsskoðun, sem þar
er boðuð, að:
Standa eins og voldgrátt fjall
í frerum alla stund,
hve mörg, sem á því
skruggan skall,
sú skyldi karlmanns lund.
Með Stefáni er horfinn fá-
gætur skapíestu- og mannkosta-
maður, sem menn mátu því meir
sem þeir'kynntust honum betor.
Ég kveð þennan frænda minn
með kærri þökk fyrir margra
áratuga vináttu og tryggð og bið
ástvinum hans allrar blessunar.
Ólafur Hansson.
Innilega þakka ég öllum þeim, sem sendu mér kveðjur
og árnaðaróskir á 70 ára afmæli mínu 5. sept. s.l. Mér
þykir leitt að geta ekki sent hverjum einstökum vina
minna kveðju, en til þess skortir mig vitneskju um
heimilisföng margra þeirra.
Jón Sigurðsson, vélstjóri, Bergen.
Laus sfaða
Staða gjaldkera við bæjarfógeta- og sýslumanns-
embættið í Hafnarfirði er laust til umsóknar.
Laun samkvæmt Vlll. flokki launalaga.
Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist
undirrituðum fyrir 30. þ.m.
BÆJARFÓGETINN I HAFNARFIIÖDI.
Kvenskátafélug Beykjavíkui
Innritun fer fram í Skátaheimilinu sunnud. 20. sept-
ember kl. 2—6. Árgjöld kr. 25. — fyrir skáta og kr.
15. — fyrir ljósálfa greiðist um leið. Umsóknareyðu-
blöð fást í Skátabúðinni, gegn einnar krónu gjaldi.
STJÓRNIN.
L ö g t ö k
Að kröfu bæjarstjórans í Keflavík og að undangengn-
um úrskurði verða lögtök látin fram fara fyrir ógreidd-
um útsvörum til bæjarsjóðs Keflavíkur árið 1959, á kostn
að gjaldenda, að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýs-
ingar þessarar.
BÆJARFÓGETINN I KEFLAVÍK
18. september 1959.
Alfreð Gíslason.
Fiðlukennsla
Byrja að kenna 1. október.
Væntanlegir nemendur tali við mig frá kl. 4—7 í
síma 35-7-31.
Ruth Hermanns
Hjartans þakkir færi ég öllum, er heiðruðu mig með
heimsóknum, skeytum og gjöfum í tilefni af sjötíu ára
afmæli mínu. Sérstaklega þakka ég rausnarlegar gjafir
er mér bárust frá Hvalfjarðarstrandarhreppi og
Innri-Akraneshreppi.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Gnðmnndsson.
Vegna jarðarfarar
Stefáns Ó. Stephensen verða skrifstofur
okkar, búð og vörugeymslur lokaðar
mánudaginn 21. september frá kl. 12 á
hádegi.
Mjólkurfélag Reykjavíkur
Móðir okkar
KRISTRÚN benediktsson
lézt að morgni 18. þessa mánaðar.
Unnur Árnadóttir, Ásta Björnsson, Katrín Stephensen,
Benedikt E. Árnason, Ragnar T. Árnason.
'Hjartkær eiginmaður minn og faðir
BRYNJÓLFUR ÓLAFSSON
Hverfisgötu 41, Hafnarfirði.
andaðist þann 18. þessa mánaðar.
Guðrnn Árnadóttir,
börn, fóstursonur, tengdabörn.
Móðir okkar
BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Helli,
lézt í Bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur föstud. 18. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Emelía Helgadóttir, Birgir Helgason.
Útför mannsins míns,
STEFÁNS Ó. STEPHENSEN,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. sept. kl.
1,30 e.h.
Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð.
Sigfríður Arnórsdóttir
Útför mannsins míns
ÞÓRHALLS SIGTRYGGSSONAR
fyrrverandi kaupfélagsstjóra
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. þ.m. kL
1 eJi. Athöfninni verður útvarpað.
Kristbjörg Sveinsdóttir
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Fáskrúðsfirði.
Sólveig Bjamadóttir, Kolbrún Karlsdóttir.
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu, sem
sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður,
STEFÁNS DAGFINNSSONAR,
skipstjóra.
Sérstaklega þökkum við H.f. Eimskipafélagi íslands
fyrir veitta aðstoð í veikindum hins látna erlendis, ein-
læga hluttekningu og velvild við útför hans.
Skipshöfninni á M.s. „Dettifoss“ og Stýrimannafélagi
íslands þökkum við einnig sýnda tryggð og vináttu.
Júníana Stefánsdóttir,
Dagfinnur Stefánsson, Soffía Haraldsdóttir
Þóra Stefánsdóttir, Haraldur Björnsson,
Áslaug Stefánsdóttir, Bjarni Júlíusson,
Sigrún og Hannes Hafstein