Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 8
8
MORCVNPF4fílfí
Sunnudagur 20. sept. 1959
Sigurður A. Illagnusson: ALSÍR B.
Eitt af nýju hverfunum í Algeirsborg.
Töfraorðið
Meðan Frakkar eru sterkir virð
ast þeir geta haft meginhluta Al-
sírbúa á sínu bandi. Það sanna
m. a. kosningarnar, sem fram
hafa farið í Alsír síðan de Gaulle
tók völd í Frakklandi. Hins veg-
ar væri fásinna að gleyma því,
að Afríkubúar hafa vaknað til
vitundar um nýjan tíma, og í
þeirra augum yfirgnæfir eitt hug
tak allar aðrar staðreyndir: sjálf-
stæði, en það hefur geig af „hin-
ir í Alsír er lítið vafamál hver
yrðu úrslit þjóðaratkvæðis í
landinu. Fólkið dreymir um sjálf-
stæði, en það hefir geig af „hin-
um sterka“ sem stjórnar því. —
Þessar staðreyndir eru vel ljósar
bæði de Gaulle og öðrum frönsk
um ráðamönnum, og af þeim sök-
um hefur de Gaulle nú komið
fram með kostina þrjá, sem Alsír
búar eiga um að velja þegar frá
líður.
Það virðist augljóst mál að yf-
irgnæfandi meirihluti lands-
manna vilji sjálfsforræði, en um
hitt má þrátta, hvort þeir kæra
sig um að losna úr tengslum við
Frakka, og ber margt til.
Sárfátækt land
Fyrst er þá þess að gæta, að
fólksfjölgun í Alsír er gífurleg,
um fjórum sinnum meiri en í
Frakklandi.'Alsír er land fátækt
að auðlindum og hrjóstrugt, enda
er atvinnuleysi tilfinnanlegt. —
móti fá þeir fjöldann allan af
bændum til að greiða sér mánað-
arlegan skatt, og eru Evrópu-
menn jafnt og Múhameðstrúar-
menn ofurseldir þeim örlögum á
svæðum þar sem uppreisnar-
menn láta mest til sín taka. Þá ;r
og haft fyrir satt að meginhluti
þeirra 400.000 verkamanna frá
Alsír, sem vinna I Frakklandi,
greiði uppreisnarmönnum allt að
helmingi launa sinna af einskær-
um ótta við hefndarráðstafanir.
Þá er vitað að uppreisnarmenn
fá álitlegan skilding frá Araba-
ríkjunum og nokkrum kommún-
istaríkjum. Fyrir vikið geta þeir
haldið uppi miklum og áhrifarík-
um áróðri, þó hitt sé líka alkunna
að leiðtogar þeirra lifa í vellyst-
ingum á dýrum gistihúsum í
Svisslandi, Ítalíu, Túnis og
Egyptalandi fyrir féð, sem þeim
áskotnast.
Hernaður og áróður
Hernaðaraðgerðir uppreisnar-
manna í Alsir eru lítt samræmd-
ar, enda eru margir herflokkar
vettvangi, enda hafa þeir sig
langmest í frammi hernaðarlega,
þegar mikið liggur við á hinum
pólitíska vettvangi, t. d. þegar
Arababandalagið eða Afríkuríkin
halda ráðstefnu og þegar Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
kemur saman.
10.000 uppreisnarmenn í Túnis
Im þriðjungur af her uppreisn
armanna er nú staddur í Túnis,
alls um 10.000 menn, og er það
stofninn í liðsstyrk þeirra. Þess-
ar hersveitir eru vel vopnum bún
ar og þjálfaðar í nútímahernaði.
Frakkar hafa komið upp tvö-
faldri víggirðingu meðfram landa
mærum Túnis og nær hún um
500 km. inn í landið. Svæðið
milli víggirðinganna er misbreitt,
nekkrir tugir kílómetra þar sem
það er breiðast. Frá þessu svæði
er búið að flytja nálega 150.000
manns, sem hafa fengið ný heim-
kynni. Hér er einkum um að
ræða Múhameðstrúarmenn, sem
var ekki vært á svæðinu vegna
árása uppreisnarmanna. — Þrátt
þjóð á krossgötum
ÞAÐ ER náttúra margra vanda-
mála, sem virðast einföld þegar
þau eru skoðuð úr fjarlægð, að
þau verða þeim mun flóknari sem
menn kynna sér þau nánar. Eitt
slíkra er Alsír-vandamálið svo-
nefnda. Staðreyndirnar, sem flest
ir þekkja, eru þessar: Un. 30.000
uppreisnarmenn (þeir voru á
tímabili rúmlega 100.000), hafa
um nokkurra ára skeið haldið
uppi skæruhernaði við hersveitir
Frakka í Alsír. í þessum hersveit
um eru um 500.000 menn, þar af
rúmlega 135.000 Múhameðstrúar-
menn. Mannfall í liði uppreisnar-
manna er 50—60 á viku, en þeir
fella vikulega álíka marga
óbreytta borgara í Alsír, og þá
einkum trúbræður sína sem eru
vegar hafa ýmis svæði í Alsír
haft sjálfstjórn, t.d. Algeirsborg.
Landið sem nú gengur undir því
einkennilega íslenzka nafni Alsír
(það ætti auðvitað að vera Al-
gería eins og á öðrum Evrópu-
tungum) var sameinað af Frökk-
um og greinist í sex sýslur eða
héruð, sem lotið hafa yfirstjórn
herforingja eftir byltinguna í
maí í fyrra.
Innbyrðis deilur
Múhameðstrúarmenn hafa jafn
an átt 1 illdeilum innbyrðis, og
þá fyrst og fremst Berbar og
Arabar. Hafa þessar aldalöngu
deilur stundum sínar kátlegu hlið
ar. Þýzkur blaðamaður, sem lengi
hefur dvalizt í Norður-Afríku og
Dansmeyjar frá Suður-Alsír.
hlynntir Frökkum. Uppreisnar-
menn heimta algert sjálfstæði ,il
handa Alsír og telja sig eiga
fylgi meirihluta þjóðarinnar. —
Þannig horfir málið í stórum
dráttum við umheiminum.
Hvers verða menn _vo vísari
þegar þeir heimsækja þetta
marghrjáða land og kynna sér
málin af gaumgæfni? — Þeirri
spurningu er vandsvarað, því upp
lýsingarnar eru sundurleitar og
stangast oft á. Erlendur stjórnar
erindreki í Algeirsborg sagði við
mig: „Báðir aðilar segja sann-
leikann — að miklu leyti“.
er nákunnugur foringjum upp-
reisnarmanna, sagði mér t. d. að
í þorpunum væru að jafnaði tveir
sterkir ættbálkar sem eltu sam-
an grátt silfur. Ef annar styddi
stjórnina, teldi hinn sér skylt að
Klofin
sem láta sig litlu skipta hugsjón-
ir eða heiðarleik, því slíkt er í
þeirra augum bara ein tegund af
heimsku. Arabískur málsháttur
segir: „Fylgdu þeim sterka, en
rektu lítilmagnann af höndum
þér“. Alsírvandamálið verður að
skoðast í ljósi þessara staðreynda.
Þjóðasafn
Ég hafði ætlað að stríðið í Al-
s.r stæði milli Múhameöstrúar-
manna og Frakka — m. ö. o. milli
nýlendubúa og nýlenduveldis. —
Málið er hreint ekki svona ein-
falt, og kemur þar til að Aísírbú-
ar eru samsafn sundurleitra
þjóða. Stærstar þeirra eru Ber-
bar (um 5 millj.) og Arabar (um
4 millj.), sem báðar eru Múham-
eðstrúar. Kristnir menn eru rúm
milljón talsins og skiptast í
Frakka, Spanverja, ítali og ýmis
smærri þjóðbrot. Loks eru í Alsír
um 100.000 Gyðingar. Þessar þjóð
ir hafa aldrei verið eitt ríki. Hins
ganga í lið með uppreisnarmönn-
um — og öfugt. Það er ekki óal-
gengt að heilir herflokkar (100
—200 manns) úr liði uppreisnar-
manna gangi í lið Frakka og
berjist síðan af móði gegn fyrri
samherjum sínum, stundum sama
dag og þeir tóku sinnaskipt-
um. Til þessara svipulu skipta
liggja oftast persónulegar orsak-
ir, svo sem óánægja með ákveðna
foringja eða von um betri fjár-
afla. Þjóðverjinn lagði áherzlu á,
að óhugsandi væri að leggja
sama mælikvarða á þetta fólk og
Evrópumenn. Berbar og Arabar
eru hagsýnir og raunsæir menn,
í Fral.klandi eru um 400.000
verkamenn frá Alsír, sem senni-
lega mundu svelta í heimalandi
síru. Um 2 milljónir Alsírbúa lifa
eingöngu af tekjum þessara
verkamanna. Frakkar hafa stjórn
að landinu í rúma öld og eiga
stærsta sök á því, hve þróunin er
skammt á veg komin, en hitt er
líka augljóst að engir nema þeir
geta iðnvætt landið að því marki,
að íbúarnir fái sæmileg lífskjör.
I þessu sambandi gegna olíulind-
irnar í Sahara .njög veigamiklu
hlutverki, því þær skapa nær
ótakmarkaða atvinnumöguleika
þegar fram líða stundir. Sahara-
svæðin eru strangt tekið ekki
hluti af Alsír, en Frakkar hafa
ákveðið að tengja olíuna í Sahara
efnahagslífi Alsírbúa. Slitni Alsír
hins vegar úr öllum tengslum við
Frakkland, lokast þar með mesta
tekjulind landsmanna.
Baráttuaðferð
uppreisnarmanna
Hvað vakir þá fyrir uppreisn-
armönnum? Augljóslega fyrst og
fremst það að koma á fót sjálf-
stæðu ríki í Alsír. En þeir eru
harla sundurlyndir. Ferhat Ab-
bas, forsætisráðherra hinnar árs
gömlu útlagastjórnar uppreisnar-
manna, og nokkrir félagar hans
vilja semja við Frakka með
ákveðnum skilyrðum, en aðrir
foringjar uppreisnarmanna þver-
taka fyrir það og heimta baráttu
unz fullt sjálfstæði er fengið.
Barátta uppreisnarmanna er
fyrst og fremst fólgin í skæru-
hernaði, hermdarverkum og ógn-
unum. Þetta hefur gefizt vel,
enda getur 40 manna skæruliða-
sveit unnið gífurlegt tjón og haft
í fullu tré við þúsundfalt fjöl-
mennara lið, því skæruliðarnir
ráða bæði stund og stað hverrar
árásar og hvers bardaga. Hermd-
arverkin hafa skapað mikinn ótta
í landinu, þannig að -iltölulega
fáum uppreisnarmönnum er í
lófa lagið að nalda stórum land-
svæðum í járngreipum með ógn-
unum einum saman. Með þessu
þeirra algerlega óháðir. Þess eru
dæmi að herflokkar séu svo ráð-
ríkir, að þeir berjist við alla sem
á svæði þeirra koma, hvort sem
um er að ræða uppreisnarmenn
eða franska herflokka. Það ;r
augljóst mál, að með þeim liðs-
styrk sem uppreiSnarmenn ráða
yfir geta þeir akki rekið neinn
verulegan hernað. í stríði er áróð
ur einatt hjálparmeðal hernaðar,
en í Alsír er þessu öfugt farið:
þar er hernaður uppreisnarm.
einungis hjálparmeðal áróðurs-
ins. Þeim er nauðsyn að vekja á
sér athygli umheimsins og
tryggja sér stuðning á alþjóða-
fyrir þessar miklu varúðarráð-
stafanir við landamæri Túnis og
svipaðar ráðstafanir á landamær-
um Marokkó, berast uppreisnar-
mönnum enn vopn frá öðrum
löndum. Nokkru af þessum vopn
um er smyglað yfir víggirðingarn
ar, en víst má telja að vopn ber-
ist einnig sjóleiðis yfir Miðjarð-
arhaf, þó Frakkar segist hafa tek
ið fyrir allt vopnasmygl þá leið.
„Siðbótin"
Um það er engum blöðum að
fletta að Frakkar höfðu vanrækt
Alsír og íbúana þar skammar-
Framh. á bls. 17.
Börnin eru skylduð til frönskunáms, og það getur kostað heilabrot.