Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. sept. 1959 MORGUlVIiLAÐlÐ 15 Lis Stolberg, fegurðardrottn- ing, er hér kom við á leið sinni vestur á Löngufjöru, en þangað fór hún til að keppa um titilinn „Ungfrú Alheimur“, hefur nú sagt skilið við allar kvikmynda grillur og snúið sér að hversdags læra leikfimiskennslu, jafnframt legri störfum. Er hún byrjuð að Mikið hefur verið rætt um þrí- hyrninginn Callas — Onassis og frú í heimsblöðunum undanfar- ið. Myndin hér að ofan er af þeim skötuhjúunum Mariu Callas og skipakónginum, en neðri myndin af eiginkonu hans, hinni ljós- hærðu Tinu Onassis. því sem hún hefur endurreist dag heimili það, er hún hafði áður en hún var kjörin fegurðardrottn ing. Leikur hún sér nú við börn- in, íklædd gallabuxum og flat- Hugurinn beinist í ýmsar Það er ekkert sældarbrauð að vera rokk-kóngur nú til dags. Roald Stensby, sem fyrir skemmstu var krýndur rokk- kóngur norðursins af 10.000 að- dáendum í Ósló, fékk hlýrri mót- tökur á Bellahþj í Kaupmanna- höfn en hann hafði gert ráð fyrir. Er síðustu tónar lagsins dóu út, trylltust áheyrendur, slógu hann í hausinn með hljóðnemanum og féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Ætlaði fagnaðarlatunum aldrei að linna. — Ég er nýbyrjuð í leikskóla Ævars Kvarans og stunda leik listarnám hjá honum þrisvar í viku, sagði ungfrú Sigríður Clausen, er kvennasíðan átti tal við hana fyrir skömmu. — Hann er strangur en dásam- legur kennari. Eftir að ég byrjaði í tímum hjá honum, hefur leiklistaráhugi minn aukizt um allan helming, og ég hlakka ætíð til næstu kennslustundar. Framsögu og Iátbragðsleikur er það fyrsta, sem við lærum þar. Látbagðs- leikurinn er sérstaklega skemmtilegur. Við lærum að túlka tilfinningar okkar og hreyfingar með svipbrigðum. Meira að segja eigum við að geta sagt það með andlitinu, hvort það sé rigning, sól, stormur eða hrið úti fyrir, einnig lærum við að gráta, hlæja og margt fleira. Þetta er dálítið erfitt en dásamlega skemmtilegt. ★ / * Sigríður var ein þeirra yng- ismeyja, sem stigu á „stokk- inn“ í Tívolígarðinum í sið- ustu fegurðarsamkeppni, ásamt 7 öðrum þokkadísum, og lenti í þriðja sæti í úrslita- keppninni.Hún er há og grönn, dökkhærð og fjörleg fríðleiks- stúlka, full af gáska — og ekkert taugaóstyrk að koma fram fyrir áhorfendur — sem betur fer, þar sem hún hefur hug á að ganga hina þyrnum stráðu braut leiklistarinnar. • botnuðum skóm, og hefur lagt á hilluna módelkjólana og hæla- háu skóna. Kvikmyndafélagið Warner-Bros bauð henni lokk- andi tilboð um að leika í reynslu- kvikmynd, en því hafnaði hún og sagði: — Leikfimiskennsla er miklu öruggara starf upp á fram- tíðina. Nina og Friðrik, calypso-parið danska, voru fyrir skömmu a ferðalagi í Stokkhólmi. Calypso- unnendur þar í borg héldu þeim dýrðleiga krabbaveizlu, og eins og nærri má geta var aðalrétt- urinn hárauðir og girnilegir krábbar. Veizlan fór fram á mjög sænskan hátt, en hápunkt- ur sænskra veizlna er •sá, að veizlugestir verða dús og taka niður hálsbindin því til staðíest- í fréttunum ingar. Er þá venjulega mjög far- íð að halla nóttu. Myndin er tek, in, þegar líða tók á veizluna, og má sjá að- gleðskapur er þar mikill, enda þótt hann sé ena ekki kominn í algleyming. Sigríður Clausen er fædd að Skagnesi í Mýrdal, en fluttist til bæjarins tveggja ára gömul og býr nú með móður sinni að Snekkjavogi 15. Hún telur nú 17 árin, og á feikimörg áhuga- mál: — Ég er mesta rólyndis- manneskja svona undir niðri og kann því vel að sitja heima og sauma eða teikna. Ég á fulla skúffu af hannyrðum og nokkr- ar myndir hef ég hengt upp á vegg. En auðvitað finnst mér mikil tilbreyting í að fá mér snúning svona við og við, hef gaman af söng og — — Aldrei orkt? — Nei, nei. Andinn fór fram hjá mér. — Hvaða andi? — Skáldskaparandinn auðvit- að Hann hefur bæði hrellt og glatt marga í minni ætt. Móður- amma mín, Sigríður Ófeigsdótt- ir, var mjög hagmælt kona og skrifaði nokkrar sögur, frændi minn Magnús Jónsson hefir gefið út ljóðabók, og í föðurætt minm I úir og grúir af skáldum, má 1 þar t. d. nefna Óskar Clausen, Jón Þorkelsson og fleiri. — Þú ert ekkert leið yfir að hafa orðið útundan? — Nei, síður en svo. Mér þykir ekkert gaman að kveðskap, nema að heyra hann vel lesinn upp. ★ — E'n svo við spjöllum dálítið um tízkuna og nýjustu tízkufyr- irbærin. Ertu á móti stuttu pils- unum? — Ha, á móti þeim. Aldeilis ekki. Stutt pils og breið belti finnst mér ljómandi búningur, og tízkuefnin svo þykk og h’ý. Mér finnst reglulega gaman að velja föt og klæða mig upp. — Tízkan er svo fjölbreytt og allt er leyft, jafnvel að ganga í rönd- óttum sokkum og með slaufur og belti á ólíklegustu stöðum. ★ — En hvað viltu segja mér um fegurðarsamkeppnina. — Um hana er ekki nema goít eitt að segja. Fólkið tók mjög vel á móti okkur og fannst mér það mikil uppörvun. Ég var líka hrifin af því, hve kátir og skemmtilegir meðkeppendur mín ir voru, afbrýðisemi fyrirfannst ekki. Við hittumst allar í fyrsta skipti hjá snyrtidömunni og fyrr en varði vorum við farnar að tala saman og spauga, eins og við hefðum þekkzt í mörg ár. — Var ekki mikiÍ5 horft á þig eftir lceppnina? — Nóg um það. Fólk sneri sér við og stakk saman nefjum næstu daga á eftir. Einnig kom fjöldi manna inn í búðina á Óðinsgótu, þar sem ég vinn ,og spurði um allt milli himins og jarðar. Mér eru sérstaklega minnisstæðar tvær stelur, 8—10 ára gamiar, sem komu inn, kímileitar á svip, og spurðu hvort ég gæti sagt þeim hvernig föt væru saumuð. Mig grunar nú að erindið hafi verið annað. — En svo að lokum, Sigríður. Hvða hyggst þú fyrir í fram- tíðinni? — Leiklistin er mér efst í huga, eins og ég hef áður sagt. Einhvem tíman í framtíðinni ætla ég samt að gefa mér tíma til að fara í húsmæðraskóla, það er nauðsyn- legt fyrir hverja stúlku að kunna að búa til góðan mat, tungumál er ég líka ákveðin í að læra, það er líka talsverður ljómi yfir flugfreyjustarfi. Þú sérð, að hugurinn beinist 1 ýmsar áttir. Það er erfitt að ákveða sig á þessum aldri, sagði Sigríður og dæsti. —Hg. Kvennasíðan birtir að þessa sinni þýzkan eftirmiðdagskjól, sérstaklega klæðilegan fyrir grannar stulkur, í litum. Hann er hnepptur að ' framán, beltið ^regið saman i mittið og bundið með fallegri slaufu. Og takið eft- ir: Síddin á kjólirum nær rétt niður fyrir hné.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.