Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. sepí. 1959
JltriptiMaMli
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavflc.
Framkvæmdastjóri: Sígfus Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargáld kr 35,00 á mánuði innamands
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
RANGLÆTI SEM VERÐUR LEIÐRETT
RÍKISSTJÓRN Alþýðufl.
hefur nú tekið þá ákvörð-
un að banna með bráða-
birgðalögum þá hækkun á verði
landbúnaðarafurða, sem bændur
áttu rétt á að fá lögum sam-
kvæmt. Enda þótt stjórnin telji
þetta gert til þess að hindra nýja
dýrtíðaskriðu, verður sú stað-
reynd ekki sniðgengin, að með
þessu er framið ranglæti gagn-
vart bændastéttinni, sem óhjá-
kvæmilegt er að leiðrétta. Mið-
stjórn og þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins hafa gefið út yfirlýs-
ingu um þetta mál, þar sem m.
a. er komizt að orði á þessa leið:
„Vegna ósamkomulags hefur að
þessu sinni ekki reynzt kleift að
ákveða verð landbúnáðarafurða
lögum samkvæmt. Ekki skal um
það dæmt, hverjum það er að
kenna, en á það bent, að æski-
legast hefði verið að úr því hefði
fengizt bætt. Það hefur ekki tek-
izt og er því þangað til annað
reynist réttara ekki við annað að
miða en þann verðlagsgrundvöll,
sem verið hefur í gildi.
Samkvæmt þeim grundvelli
hefði verðlag landbúnaðarafurða
nú átt að hækka um 3,18%. Sú
hækkun er hliðstæð því, eins
og ef kaup launþega hækkaði
vegna hækkaðrar vísitölu fyrir
verðlagshækkanir og þess vegna
annars eðlis en beinar grunn-
kaupshækkanir".
í ályktun miðstjórnar og þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins er
siðan að lokum skýrt frá því, að
flokkurinn hafi lagt til að greidd-
ar yrðu niður þær verðhækkan-
ir, sem leitt hefði af þeirri af-
urðahækkun, sem bændur ættu
rétt á. Skyldi þetta gert til bráða
birgða, þangað til Alþingi heíði
gefizt kostur á að taka ákvarð-
anir um efnahagsmálin í heitd.
Ríkisstjórnin fellst hins vegar
ekki á þá lausn, en ákvað að
banna hækkanir á verðlagi land-
búnaðarafurða með lögum.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir
því síðan yfir, að hann muni
beita sér fyrir því á Alþingi,
að bændum verði bætt npp
það tjón, sem þeir verða fyrir
af þessum sökum.
Áttu skýlausan rétt
Bændur áttu skýlausan rétt á
því að fá 3,18% hækkun á verð-
lagi afurða sinna á þessu hausti.
Þessa hækkun hafa þeir átt inni
í heilt ár, þar sem kaupgjald
hækkaði haustið 1958 rétt eftir að
þá hafði verið reiknað út afurða-
verð til bænda. Þegar lögin um
yfirfærslu verðlags og kaup-
gjalds voru samþykkt á Alþingi
sl. vetur, var einnig almennt gert
ráð fyrir því, að bændur fengju
nú á þessu hausti leiðréttingu
á kaupgjaldslið verðlagsgrund-
vallarins, í samræmi við kaup-
hækkun Dagsbrúnarmanna haust
ið 1958. Bændur höfðu því fyllstu
ástæðu til þess að gera ráð fyrir
að þeir fengju nú þessa hækk-
un á afurðaverði sínu.
Hefði kostað 4—5 millj.
Ef fylgt hefði verið tillögum
Sjálfstæðismanna, þurfti þessi
afurðaverðshækkun, sem bændur
áttu rétt á, ekki að valda nýrri
dýrtíðarskriðu. Það hefði aðeins
kostað 4—5 millj. kr. að greiða
verðhækkunina niður þann stutta
tíma, þar til nýtt Alþirigi kem-
ur saman, og tækifæri gefst til
þess að taka ákvarðanir um efna
hagsmálin í heild. En þessi leið
var þvi miður ekki farin, held-
ur gefin út bráðabirgðalög, sem
fela í sér mikið ranglæti og mis-
rétti.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
eins og kemur fram í yfirlýs-
ingu miðstjórnar hans og þing-
flokks beita sér fyrir því, að
úr þessu verði bætt. Er það
von hans að um það geti tekizt
gott samkomulag. enda þott nú
sé öðru vísi að farið af stjórn-
arvaldanna hálfu en hyggilegt
verður talið.
ENDURSKOÐUN SKATTA
LÖGGJAFARINNAR
ASÍÐASTA landsfundi Sjálf
stæðisflokksins var gerð
svohljóðandi samþykkt
um endurskoðun á skattakerfinu:
„Tolla- og skattakerfi ríkis og
sveitafélaga skal endurskoða frá
rótum, endurbætt og aðhæft nýj-
um kringumstæðum. Uppbygg ng
skattakerfisins miði að því að
koma í veg fyrir, að skattaálög-
ur hindri eðlilega þróun atvinnu
veganna, én tryggi jafnrétti skatt
greiðenda, örfi menn til starfa
og geri kerfið einfaldara og ó-
dýrara í framkvæmd".
Sjálfstæðismenn munu beita
sér fyrir því, að þessi stefnuyfir-
lýsing landsfundar þeirra verði
framkvæmd. öllum hugsandi
mönnum er orðið ijóst, að skatta-
kerfi okkar felur í sér mikla
hættu fyrir efnahagslíf þjóðar-
innar. Hinir gífurlega háu skatt-
ar hafa dregið mjög úr möguleik-
um landsmanna til þess að
byggja upp heilbrigðan atvinnu-
rekstur. Þeir hafa auk þess dreg-
ið úr sparnaðarviðleitni almenn-
ings og þannig átt sinn þátt í til-
finnanlegum skorti á lánsfé til
nauðsynlegra framkvæmda.
Bitnar harðast
á almenningi
Því miður hafa hinir svoköll-
uðu vinstri flokkar haft lítinn
skilning á þeirri hættu, sem felst
í hinu rangláta og úrelta skatta-
kerfi. Þeir hafa alltaf þótzt vera
að skattleggja „hinu ríku“, enda
þótt vitað sé að ranglæti skatta-
löggjafarinnar bitnar ekki síður
á öllum almenningi en hinum
tiltölulega fáu efnamönnum í
þjóðfélaginu. Þannig lagði vinstri
stjórnin rúmlega 1200 millj. kr.
í nýjum sköttum og tollum á
almenning á sama tíma sem hún
lagði um 100 millj. kr. stóreigna-
skatt á ,hina ríku“.
Skattamálin verða ekki frek-
ar en önnur þýðingarmikil þjóð-
mál leyst með slagordum og
sleggjudómum, eins og vinsiri
flokkarnir hafa haft í frammi.
Þau verður að taka raunhæfum
tökum og byggja úrbætur í þeim
á þeirri reynslu, sem þjóðin hefur
öðlast á undanförnum árum.
I
Bar út Morgunblaðið
meðan hann bjó sig undir doktorspróf
1 VIKUNNI sem leið kom hér
við þýzkur fræðimaður, sem er
mörgum íslendingum að góðu
kunnur, dr. Ulrich Grönke. Var
hann á leið til Bandaríkjanna,
en þar hefur hann verið ráðinn
aðstoðarprófessor í germönskum
málum við ríkisháskólann í Ohio.
Ulrich Grönke dvaldist hér við
nám á árunum 1951—53 og lærði
þá íslenzku til nokkurrar hlítar,
enda er hann mikill málamaður,
talar norsku eins og innfæddur,
en auk þess finnsku, rússnesku,
frönsku, ensku og einhver fleiri
Evrópumál. Hann varð doktor
við háskólann í Göttingen árið
1954, og var efni hans smækk-
unarendingar í íslenzku.
Meðan Grönke dvaldist hér á
landi vann hann ýmis störf sér til
framfæris. M. a. var hann vinnu-
maður hjá séra Sigurði Pálssyni
í Hraungerði og tungumálakenn-
ari á Keflavíkurflugvelli. Um
tveggja mánaða skeið vann hann
fyrir sér með því að bera út
Morgunblaðið í einu hverfinu
hér í bænum og á eflaust marga
kunningja meðal lesenda blaðs-
ins síðan.
Ulrich Grönke gat aðeins haít
hér fjögurra daga viðdvöl að
þessu sinni og komst því ekki
yfir að heilsa upp á alla kunn-
ingja sína hér. En áður en hann
fór í gær bað hann Morgunblaðið
að flytja kveðjur sínar öllum
þeim mörgu vinum, sem hann
náði ekki til, og gerum við það
með ánægju.
Ulrich Grönke
ejCitld ótáÍL i
an
ióci
t Þessi litla stúlka, sem við
sjáum á myndinni hér fyrir
neðan á heima í kaupstað, nán
ar til tekið norður á Akureyri.
Hún er svo lánsöm að geta
verið í sveit á siumrin. Hér
sjáum við hvar hún er að gefa
kisu mjólkursopann sinn og
hún er ekki að skera skammt-
inn við nögl eða velja kisu vin-
konu sinni minnsta ílátið sem
hún finnur. Nei, ekkert minna
en vaskafat dugði fyrir kisu
litlu. Og eins og þið sjáið hef-
ir kisa verið ákaflega þyrst,
því að hún gefiur sér ekki einu
sinni tíma til þess að líta upp
og brosa rétt á meðan Ijós-
myndarinn smellir af. Litla
stúlkan er alsæl. Hún hefir
lokið því húsmóðurstarfi sínu
að gefa kisu að drekka og því
hefir hún nógan tíma til þess
að brosa hæversklega framan
í ljósmyndarann.
Sem betur fer njóta mörg
íslenzk kaupstaðabörn sömu á-
nægjunnar og þessi litla
stúlka að fá að dveljast í sveit
inni að siumrinu. Fátt eða ekk-
ert þroskar þau jafnmikið og
viðkynning og samlíf við dýr-
in og í sveitinni er alltaf nóg
að starfa, verkefni, sem hæfa
öllum jafnt smáum sem stór-
um, þróttlitlum sem sterkum.
(Ljósm. vig).
f