Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 17
SunnudagUr 20. sepf. 1959 fitORCUlKTlLAÐIÐ 17 — Alslr Framh. af bls. 8 lega þegar uppreisnin brauzt út fyrir fimm árum. Það er sagt að Lúther hafi m. a. siðbætt siálfa kaþólsku kirkjuna með uppreisn sinni. Á sama hátt má segja að uppreisnarmenn hafi í mjög eig- inlegum sikilningi „siðbætt" stjórn Frakka í Alsír. Af upp- reisninni hefur leitt að frönsk stjórnarvöld hafa vaknað af sam- vizkusvefni sínum og leggja nú á það megináherzlu að bæta fyr- ir gömul og ný brot sín. Upp- reisninni var í öndverðu mætt af dæmafárri hörku og grimmd- aræði, og mátti vart á milli sjá lengi vel, hvorir stæðu sig betur í grimmdinni, Frakkar eða upp- reisnarmenn. Nú virðist mörgum frönskum ráðamönnum hafa skil izt að svarið við uppreisninni er ekki vægðarleysi og blindur of- stopi, heldur umbætur og hjáip til handa hinum sárþjáðu íbúum landsins. Héraðsstjóri í Oran- héraði, sem verið hefur í Alsír 19 mánuði, sagði við okkur: „Ég er ekki hér vegna frönsku Alsír- búanna, því þeir eru flestir aura- sjúkir hundingjar, sem kæra sig kollótta um framtíðina. Ég er hér vegna Múhameðstrúarmannanna, sem þurfa á hjálp okkar að halda, og ef þeir vilja ekki að ég verði kyrr, þá fer ég“. Þessi ummæli tekur maður kannski ekki mjög hátíðlega þegar þau eru látin falla við hóp útlendinga, sem er kominn til að kynna sér ástandið í landinu, en þau fela eigi að síð- ur í sér viðurkenningu á sök Frakka, bæði þeirra sem búa í landinu og eins hinna, sem stjórna því. Pyndingar og aftökur Franskur liðsforingi, sem verið hafði í Alsír tvö ár, sagði mér áður en ég fór þangað, að allar sögusagnir um pyndingar og af- tökur án dóms og laga væru upp- spuni. En Gambiez hershöfðingi, hinn gamli og gæfi maður sem af stýrði blóðbaði í Túnis á örlaga- stund, viðurkenndi í samtali, að hvort tveggja hefði átt sér stað og ætti sér enn stað endrum og eins. Hann kvaðst gera allt sem í hans valdi stæði til að taka fyrir þetta á yfirráðasvæði sínu, Oran-héraði, og sagðist gefa stjórninni opinskáar skýrslur um allar slíkar misfellur. býrir vik- ið hefði honum verið núið það um nasir, að ástandið væri hvei gi verra en hjá honum. Sarmleik- urinn er hins vegar sá að hann er einn allra tarsælasti og rétt- aýnasti hershöfðingi Frakka í Alsír. Oran-nérað sem liggur í norðvesturhorni landsins, við landamæri Marokkó, hefur að miklu leyti verið friðað, enda hafa uppreisnaimenn haidið sig mest í norðausturhluta landsins, og þá fyrst og fremst í hinum torfæru Kabylíu-fjöllum. Nýr andi Það er mál kunnugra, að á- standið í Alsír hafi tekið mikl- um breytingum eftir valdatöku de Gaulles. Menn óttuðust í fyrstu að hann yrði verkfæri í höndum hersins, en hann hefur reynzt þeim vanda vaxinn að draga úr beinum völdum hersins og koma stjórn landsins í eðli- legra horf. Ein af rótum herfor- ingjabyltingarinnar í maí í fyrra var hin gegndarlausa spilling og kæruleysi franskra embættis- manna í Alsír. Undir stjórn hins unga og mikilhæfa nýja lands- stjóra (eða „umboðsmanns" eins og hann er nú nefndur), Pauls Delouvriers, virðist nýr andi ríkja á opinberum stöðum. Menn eru áhugasamari og óeigingjarn- ari, *það er kominn eins konar trúboðsandi í umbótastarfið. Inn- an hersins hefur t.d. verið stofnuð sérstök deild þjálfaðra sjálfboða- liða, „Section administrative Félagslíf Valsmenn Meistarafl. og 1. fl. æfing mánu dag kl. 18,30, mætið allir. ■— Nefndin. spécialisée“ (S.A.S.), sem hefur það verkefni með höndum að skipuleggja skóla, sjúkrahús og aðra hjálp til handa íbúum þorp- anna úti á landsbyggðinni. Nú þegar hafa um 1000 slíkar fræðslu- og hjúkrunarmiðstöðv- ar verið stofnaðar víðs vegar um landið, og mun ég segja nánar frá þeim í annarri grein. Á krossgötum Alsírbúar standa nú á kross- götum. Þeir hafa heyrt boðskap de Gaulles og eiga um þrjár leið- ir að velja fjórum árum eftir að landið hefur verið friðað. Frakk- ar halda því fram að takast megi að friða landið fyrir næstu ára- mót. Hvert verður svar uppreisn- armanna við tilboði de Gaulles? Það kemur sennilega á daginn i þessari viku, því útlagastjórnin ræðir málið nú um helgina. Á svari hennar getur oltið gæfa landsins á næstu árum. Frakkar trúa því greinilega ekki, að Alsír- búar kjósi algeran aðskilnað, og þeir hafa nokkuð til síns máls. De Gaulle hefur lagt fram fimm ára áætlun um iðnvæðingu og uppbyggingu landsins, sern felur í sér gífurlegar umbætur, en upp reisnarmenn hafa ekkert að bjóða nema sjálfstæði, sem er að vísu gott, en getur orðið létt í maga í landi sem naumlega getur brauð fætt 3 milljónir manna, en hef- ur 10 milljónir íbúa, sem munu tvöfaldast á næstu 30 árum. Með tilboði sínu hefur de Gaulle mjög veikt aðstöðu uppreisnarmanna, og nú er eftir að sjá hvort þeir verða minnugir hins forna ara- bíska málsháttar, sem nefndur var hér að framan. N Ý K O M I Ð Grip-tengur Verzl. Brynja Laugavegi 29 Ú tgerðarmsnn í góðri verstöð á Suðumesjum eru til sölu fiskaðgerðarhús ásamt góðum skil- yrðum til útgerðar og fiskverkunar. Þeir, sem óska eftir frekari upplýsing- um, gjöri svo vel að leggja nöfn sín í lokuðu umslagi inn á afgr Mbl. fyrir 30. þ.m., merkt: „Góður útgerðarstaður — 4219“. Gólf, sem eru áberandi hrein, eru nú gljáfægð með: SELF POLISHIN6 Mjög auðvelt í notkun! Ekki nudd, — ekki bog- rast, — endist lengi, — þoliir allt! I Jafn bjartari gljáa er varla hægt að ímynda sér! Reynið í dag sjálf-bónandi Dri-Brite fljótandi Bón. fcesf allsstaðar Kennsla í ensku hefst nú næstu daga og verður byrjað að kenna í fyrstu flokkunum á morgun. Kennsla í öðr- um málum hefst í næstu viku. Enn sem fyrr leggur skólinn áherzlu á úrvalskennara og létt og skemmtileg samtöl í kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli sem nemendur eru að læra, og venjast þeir því á það frá upphafi að tala tungumálin og hlusta á þau í sinni réttu mynd. Byrj- endaflokkum kenna sérmenntaðir íslendingar, sem skýra byggingu málsins fyrir nemendum og þjálfa þá í frumatriðum þess, síðan taka- útlendingar við og kennir hver þeirra sitt eigið móðurmál. Við slíkt nám öðlast nemendur þjálfun, sem að jafnaði næst ekki nema við dvöl í sjálfu landinu þar sem hið erlenda tungumál er talað. Nemendur verða innritaðir til mánaðamóta. Hiálaskólinn M í l\I I R Hafnarstræti 15 (Innritun í síma 22865 kl. 5—7) Dansskóli Hermanns Ragnars, Reykjavík tekur til starfa 1. október. Kenhdir verða barna- dansar og samkvæmis- dansar fyrir börn, ungl- inga og fullorðna, byrj- endur og þá sem lengra eru komnir. Munið okkar vinsælu hjónaflokka. Upplýsingarit fæst ókeypis í næstu bóka- búð. Innritun og allar nánari upplýsingar í símum 33222 og 11326 daglega. Karlmannaföt Pólsku fötin eru komin Nýjasta tízka í efni og sniði. 100% „Worsled“ ull. Pantanir óskast sóttar sem fyrst Manchester Skólavörðustíg 4 — Sími 14318 Sendisveinn óskast á skrifstofu okkar frá 1. október næstkomandi. Verzl. Lárus G. Lúðvígsson skóverzlun i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.