Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 24
VEDRID Allhvass sunnan. Skúrir. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 206. tbl. — Sunnudagur 20. september 1959 Pritchard yfirmaður loftva rna New York ÚTVARPSSTÖÐ varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli til- kynnti í gær, að Pritchard hershöfðingi myndi hverfa héðan af landi brott á mið- vikudaginn. Mun hann fara til Bandaríkjanna og taka við stöðu sem yfirmaður loft- varnakerfis New York-borg- ar, sem er ein mikilvægasta staðan í loftvörnum Banda- ríkjanna. — Ekki var þess getið í tilkynningunni, hver myndi taka við starfi Pritc- hards hér á landi. Nánari fregnir hafa nú borizt af spurningum þeim, sem blaða- menn í Washington lögðu fyrir Lincoln White fulltrúa í banda- ríska utanríkisráðuneytinu í sambandi við brottköllun Pritc- hards. Lincoln White var fyrst spurð- ur, hvort það væri rétt, sem frétzt hefði frá flugmálaráðu- neytinu, að Pritehaj'd hefði ver- ið kallaður á brott frá íslandi. White svuraði, að þetta væri rétt. x — Hvers vegna var maðurinn látinn fara? spurðu fréttamenn. — Það var gert samkvæmt beiðni íslenzku ríkisstjórnarinn- ar. —■ Er hér um það að ræða, að hershöfðinginn sé persónulega talinn óhæfur í starfi sínu? — Nei. — Hver mun taka við starfi hans og hvenær? — Við vitum það ekki enn, en einhver verður settur í stöðu hans til bráðabirgða, þangað til nýr hershöfðingi verður skipað- ur. — Hvers vegna ákvað ríkis- stjórn Bandaríkjanna að grípa til þessara ráðstafana og verða við ósk íslendinga. — Ráðstöfun þessari er ætlað að sýna íslenzku ríkisstjórninni, að Bandaríkjastjórn stendur við heit sín um að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja samstarf við hana í gegn- kvæmri viðleitni til að koma í veg fyrir árekstra í framtíðinni. Báðum ríkisstjórnunum eru ljósar hætturnar á árekstrum og báðar ríkisstjórnirnar eru að íhuga aðgerðir -til að hindra hugsanleg mistök í framtíðinni. Að lokum spurðu fréttamenn, hvaða ráðstaafnir væru í undir- búningi. Kvaðst Lincoln White ekki geta svarað því. Hitaveitan fær ekki ennþá jarðbor sem hún sötti um leyfi fyrir SÍÐAN á árinu 1955 hefur hita- veitustjóri staðið í stöðugu stríði við innflutningsskrifstofuna, því að Reykjavíkurbæ er nauð- synlegt að fá jarðbor vegna Hita- veitunnar. Er saga þessa jarðbors orðin löng og þar kemur fram, að alira hugsanlegra ráða hefur ver- ið leitað til þess að leiða málið til lykta. Nú er jarðborinn enn á dag- skrá. Á fundi bæjarráðs Reykja- víkur á föstudaginn, var lagt fram bréf frá hitaveitustjóra. Hann tilkynnir ráðinu í enn eitt skiptið, að Innflutningsskrifstof- an hafi synjað um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir jarðbor þeim, sem { ráði hefur verið að kaupa frá Svíþjóð. Bæjarráð gaf hitaveitustjóra nú fyrirmæli um að hann skuli enn á ný ítreka umsóknina. Eignast Flugfélagið þannig vél? Flugsamgöngur leggjasf niður til Siglufjarðar í hausf Flugfélag íslands hefur áhuga á flug- vél, sem nú er verið að reyna í GREIN, sem Örn Ó. Johnson ritaði í Mbl. 3. september s.l. í tilefni af 40 ára afmæli flugsins, sagði hann m. a. um starfsemi Flugfélags íslands: „Áður en langt um líður, þarf að endurnýja flugvélakost fé- lagsins til innanlandsflugs og fylgist félagið vel með öllum framförum á sviði flugvélafram- leiðslu, sem hagnýtar kunna að reynast f. -'ir okkar aðstæður“. Lítil Iendingarskilyrði í tilefni af þessum ummælum forstjóra Flugfélagsins hefur Mbl. reynt að afla sér upplýsinga um það, hvers konar flugvél fé- lagið hyggst kaupa til þess að bæta innanlandsflug sitt. Eins og kunnugt er, eru flug- dagar til Vestmannaeyja mjög fáir vegna þess að þar er aðeins ein flugbraut. Flugsamgöngur við Eyjar eru því ekki £ eins góðu lagi og vera ætti. Svipaða sögu er að segja um Siglufjörð. Flugsamgöngur þangað munu leggjast niður í haust, vegna erf- iðra lendingarskilyrða í bænum. Fairey Rotodyne Við athugun á þeim flugvéla- tegundum, sem nú er verið að framleiða, kemur í ljós, að ekki eru margar, sem til greina koma, og er óhætt að fullyrða, að eng- in hafi kosti Dakota vélanna og þá eiginleika, sem krafizt er hér- lendis, ekki sízt þar sem flug- vellir eru lélegir. Undanfarið hálft annað ár hefur flugvél sú, sem myndin er af hér að ofan, Fairey Rotodyne, verið í reynslu- flugi. Flugvél þesi ber yfir 40 farþega og flýgur álíka hratt og Skymaster-vélarnar. Hún hefur tvo hverfilhreyfla og er einnig með þyrilvængjuskrúfu og þarf því enga flugbraut, því hún hef- ur sig á loft eins og koptar. Mbl. Steíg ó benzinið í stnð hemianna ÞAÐ var skýrt frá því í blaðinu í gær, *í sambandi við bílinn sem ók á bílana sex sem á stæðinu stóðu, að fóthemlar bílsins hefðu reynzt óvirkir er ökumaðurinn ætlaði að hemla. Einn af eftirlitsmönnum Bif- reiðaeftirlits ríkisins skýrði Mbl. svo frá í gær, að hann hefði verið kallaður til þess að skQða bílinn á árekstrarstaðnum. Hafi hann þá reynt fóhemlana og hafi þeir reynzt í hinu bezta lagi. Taldi eft- irlitsmaðurinn sennilegra að ástæðan fyrir þessum árekstri, væri að maðurinn hefði stigið á benzínið í stað fóthemils, og misst stjórn á bílnum sem snöggv ast, og þá vildi óhappið til. A.S.V, segir upp samningum ÍSAFIRÐI, 19. sept.: — Á fundi bæjarstjórnar ísafjargar sl. mið- vikudagskvöld fluttu Sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn tillögu þess efnis að auglýsa eftir bæjarverk- fræðingi fyrir kaupstaðinn. Var tillagan samþykkt með 9 samhlj. atkvæðum, eða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Alþýðusamband Vestfjarða samþykkti nýlega að segja upp samningum landverka- fólks á Vestfjörðum. Falla samn- ingarnir úr gildi frá og með 15. október nk. Togarinn Sólborg landaði nú í vikunni 140 tonnum af karfa og 175 tonnum af þorski. Aflinn var af Grænlandsmiðum. ísborg er ab landa núna 175 tonnum aí karfa, sem var veiddur á heinxa- miðum. —GK. C flf* r r • íttmði a ny ju vitaskipi í undirbúningí MORGUNBLAÐIÐ hefur frétt , að hafinn sé undirbúningur s hér að því að láta byggja í nýtt vitaskip í stað Hermóðs. | Hefur verið ákveðið að skipíð j verði 300—350 tonna skip og S mun skipaskoðunarstjóri rík- ■ isins gera teikningar að vita- ^ skipinu, og síðan verði leitað S tilboða í smíði þess. er kunnugt um að Flugfélag ís- lands hefur fylgzt mjög náið míð þessari flugvélategund. Fram- leiðsla hennar mun hefjast á næstunni og hafa a. m. k. tvö erlend flugfélög pantað hana, m. a. B.E.A. Flugvél af þessari teg und mundi að öllum líkindum nægja til að leysa samgöngumál þeirra byggðalaga hérlendis, sem ekki hafa flugbrautir. Ef Flugfé- lagið keypti slíka vél, mundi það ekki þurfa nema eina fyrst í stað, því aðrar vé’lar félagsins gætu annað farþega- og vöruflutningi félagsins um landið að öðru leyti. • Á myndinni hér að ofan sést Fairey Rotodyne flugvélin með brúarhluta á flugi. Brúarhlutinn er rúmlega 34 m. langur, 3 m. á breidd og 2Vz m. á hæð. Er þetta þyngsti hiutur, sem flugvél hefur lyft á þennan hátt. Cóður lieyskapiir ÞÚFUM, 18. sept. — Þessa yfir- standandi viku hafa því nær öll hey, sem úti voru, náðst inn óskemmd og með góðri nýtingu-. Hefur því ræzt vel úr með hey- skap og hefur þegar náðst góður heyfengur á flestum bæjum. — Leitum verður ekki frestað hér í ísafjarðarsýslu, og mun slátrun hefjast í næstu viku. Slátrað verður nú nokkru meira fé en undanfarin haust, þar sem engin lambasala verður í fjárskipti. Ilópur manns á Vatnajökli UNDANFARNA daga hefur hóp- ur manna héðan úr Reykjavík dvalið á Vatnajökli. Hefur þar verið hið ákjósanlegasta veður. Hefur hópurinn, 12 manns, yfir- ráð yfir tveim bílum og hefur fólkið ferðazt mikið um jökulinn, og gert ýmsar athuganir í Gríms- vötnum. Á föstudaginn gerði vonzkuveður á jöklinum, þoku og úrkomu. Tafðist för fólksins þá svo að það náði ekki niður af jökl inum niður í Jökulheimaskála. Var búizt við að fólkið kæmi nið ur í gær. Fararstjóri er Magnús Jóhannsson. Hitaveitan þarf nauðsynlega á slíkum jarðbor að halda til áfíam haldandi leitar að heitu vatni í bæjarlandinu. Hinn mikli árang- ur við djúpboranir stóra jarðbors ins hér í bænum nú £ ár, eiga rót sína að rekja til hinna litlu jarðbora sem Hita- veitan á. En með því að kaupa hinn sænska jarðbor, sem getur dorað niður á 1200 metra dýpi, þá hyggst Hitaveitan endur- nýja alla sínb gömlu og úr sér gengna bora, með því að kaupa öflugan bor frá Svíþjóð. Þar kostar hann hálfa aðra millj- ón. í sambandi við þessi ráðgerðu kaup eru starfsm. Hitaveitunnar, hitaveitunefndar, bæjarráðsmenn og fleiri, búnir að ræða við ráða- mepn £ Innflutningsskrifstofunni, en árangurinn er alltaf hinn sami: Reykjavíkurbær fær ekki leyfið fyrir hinum sænska jarð- bor. Geta má þess, að sameignar- samningum um stóra jarðbofinn er þannig háttað, að Reykjavík- urbær hefur umráð yfir bornum annað hvert ár, en ríkið hitt. Sjálfvirkir rofar hafa brugSizt UNDANFARIÐ hafa Rafmagns- veitunni borizt kvartanir um, að víða um bæinn logi götuljós ó- slitið daga og nætur. Orsökin er sú, að sjálfvirkir rofar, sem rjúfa eiga straum til götuljós- anna, þegar birtir að morgm, hafa brugðizt. Er nú unnið að því að setja nýja rofa í stað þeirra, sem bfugðizt hafa. Birgð- ir Rarmagnsveitunnar af götu- ljósarofum eru mjög takmarkað- ar og væntir hún því þess, að inn- flutningsyfirvöldin veiti greið-: lega leyfi fyrir nýjum rofum. Hvað kostar það Rafmagns- veituna, þegar logar*á götuljós- um að óþörfu á daginn? 200 watta götuljósapera kostar kr. 7,15. Ævi hennar er að meðal- tali 1000 stundir. Það kostar því rúma 7 aura að láta loga á slíkri götuljósaperu í 10 klukkustundir. Friðrik stendur betur NÁNARI fréttir hafa nú borizt úr 8. umferð á skákmótinu i Bled. Friðrik hefur vinningsiikur í skák sinni við Petrosjan. Stað- an er sem hér segir: ABCDEFGH §1. ■ wm. iHf W. 63 mm. . Wf f? ■ M. ABCDEFGH’ Gligoric stendur betur gegn Benkö. Keres vann Fischer í 30 leikjum og Tal vann Smyslov glæsilega með drottningarfórn í 25. leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.