Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNRIAÐIÐ Sunnudagur 20. sepf. 1959 Mannaferða til tungls- ins skammt að bíða MOSKVU, 19. sept. — Reuter. — Forseti sovézku vísindaaka- demíunnar í Moskvu lýsti yfir því á fundi vísindamanna í morg- un, að geta mannsins til að fljúga til annarra stjarna væri ekki lengur einber draumur, heldur raunveruleiki. Með tunglflaug sinni hefðu rússneskir vísinda- menn komizt að ýmsum mikils- verðum sannindum um eðli tungls og jarðar. Hann sagði að fjöldinn allur af fundarmönnum mundi lifa þá stund, að menn hefðu stigið fæti á tunglið. Fyrst yrðu mannlausar eldflaugar látn- ar setjast þar og hefja sig aftur á loft. Annar ræðumaður sagði, að tími væri til kominn að hefja virkan undirbúning að flugi til tunglsins. Panchen Lama í kín- versku stofutangelsi NÝJU DEHLI, 19. sept. — Reuter — Indverska blaðið „Hindustan Times“ skýrði frá því í dag, að kínversku stjórnarvöldin í Tíbet hefðu sett Panchen Lama í stofu- fangelsi í höll hans í Shigatse. Hefur hann verið geymdur þar í fjórar vikur. Eins og kunnugt er gerðu kommúnistar Panchen Lama að leppi sínum í Tíbet, þegar Dalai Lama neitaði að beygja sig fyrir kínversku of- beldi. Margir lamar sem komið hafa til Gangtok, höfuðborgar smá- ríkisins Sikkim á landamærum Tíbets, frá Nagorpa- og Shwe- Málverkasýningu Valgerðar Hafstað lýkur í kvöld MÁLVERKASÝNINGU Valgerð- ar Árnadóttur Hafstað, sem stað ið hefur yfir undanfarið, í sýning arsalnum á Freyjugötu 41, lýkur kl. 10 £ kvöld. Frúin sýnir á þess ari sýningu 19 olíumálverk og nokkrar vatnslitamyndir. Tölu- verð aðsókn hefur verið að sýn- ingunni og hafa 8 myndir seizt. Sýningin er opnuð í dag kl. 2 Og stendur eins og áður segir til kl. 10. Ættu þeir sem áhuga hafa fyrir að kynnast verkum hinnar ungu og efnilegu listakonu ekki að láta hjá líða að skoða sýningu hennar í dag. klaustrinu nálægt Shigatse, hafa þá sögu að segja, að Panchen Lama hafi ekki verið leyft að taka á móti gestum undanfarinn mánuð né heldur yfirgefa höll sína. Höllin er umkringd fjöl- mennu, kínversku varðliði. Samvínnan breytir uni búning TÍMARITIÐ Samvinnan hefur breytt um ytri og innri búnað að undanförnu og hefur verið ráð- inn nýr ritstjóri að blaðinu. Er það séra Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnuskólans í Bifröst, en Benedikt Gröndal lét af ritstjórn um síðustu áramót. I gær skýrði ritstjórinn frétta- mönnum frá helztu breytingum, sem fyrirhugaðar eru á ritir.u. Sagði hann sögu blaðsins, er fyrst kom út árið 1896 og nefnd- ist þá Tímarit kaupfélaganna. Þá skýrði hann frá því hvernig ritið hefði smám saman breytzt frá því að vera barátturit samvinnu- manna og i það að vera heimilis- blað. Nú er áformað, að tímaritið hætti svo til alveg að skrifa um samvinnumál, en í þess stað verð- ur lagt kapp á að gera ritið sem glæsilegast og hefur þegar verið lagt í mikinn kostnað í því skyni. í fyrsta heftinu, sem út er kom ið með hinu nýja sniði, eru 8 síð- ur prentaðar í fjórum litum, en í framtíðinni munu 12 síður prent aðar í fjórum litum Aðalsfeinn P. Ólafsson Patreksfirði sextugur LÍTI maður í kirkjubækurnar, I verður það séð, að sl. laugardag' fyllti Aðalsteinn P. Ólafsson, sjötta áratuginn, þótt í reynd og sannleika geti hann enn keppt á vettvangi þrítugra í hvívetna. Aðalsteinn er fæddur Patreks- firðingur, og hefur alið mestan sinn aldur hér á staðnum. Hann er sonur merkishjónanna, Maríu fædd Arnesen, og hins þjóðkunna framfara og athafnamanns, Pét- urs Á. Ólafssonar, konsúls, eig- andi Geirseyrarverzlunar frá 1905 til 1916, en það ár fluttist hann með . fjölskyldu sína tii Reykjavíkur, og byggði húsið Valhöll við Suðurgötu, sem nú er félagsheimili Sjálfstæðismanna. Að loknu verzlunarnámi heima og erlendis tók Aðalsteinn við stjórn á fyrirtæki föður síns hér á Patreksfirði og rak það til loka skútualdarinnar 1931. Síðan rak hann, ásamt þeim feðgum, hvalveiðistöðina Kóp á Suður- eyri við Tálknafjörð, til ársins 1939, er styrjöldin leiddi til stöðv unar á þessum atvinnurekstri. Síðan hefur hann helgað fyrir- tækjunum á Vatneyri starfs- krafta sína, enda fulltrúi og pró- kúruhafi þeirra. Aðalsteinn fluttist með foreldr- um sínum til Reykjavíkur árið 1916. Auk náms tók hann þar mikinn þátt í alhliða íþróttaiðk- unum, þó kvað mest sem fram- herji í Fram. Árið 1923 lá leið hans aftur til Patreksfjarðar og hefur hann æ síðan haft mikil afskipti af trúnaðarmálum sveit- arfélags síns, ekki hvað sízt ver- ið í stjórn Eyrarsparisjóðs frá stofnun hans. Árið 1926 kvæntist hann 'Steí- aníu Erlendsdóttur, sem lézt á bezta aldri 1943 frá sex ungum börnum þeirra hjóna. Er hún, föður þeirra og þeim enn óbættur ástvinamissir. Börn þeirra eru Bolli, húsgagnasmiður_ í Reykja- vík, Heba, gift Páli Ágústssyni, kaupmanni, Sif, gift Hauk Jóns- syni skrifstofumanni, Sjöfn ógift, sem heldur heimili með föður sin- um, Hera, gift Ingvari Guðmunds syni kennara, Keflavík og Pétur Andrés, verzlunarmaður í Rvík. Aðalsteinn er hinn mezti bú- stólpi og ótrauður Sjálfstæðis- maður, enda formaður héraðs- nefndar flokksins í Vestur-Barða- strandarsýslu og þrítugur stjórn- armeðlimur í Sjálfstæðisfélaginu Skjöldur. Hann er stefnufastur, hispurslaus, traustur og heill vin- um sínum. Við samstarfsmenn og vinir hans beiðumst þess, að enn sé langur gangur léttra lífdaga ófarinn. Úr fjarlægð sendum við þér öll okkar beztu árnaðaróskir, og hugheilar kveðjur. Patreksfirðingur. Krúsjeff hitti Marilyn Monroe í gœr TillÖgur hans um afvopnun þykja öljósar Þetta eru þær Peggy Lee og Ella Fitzgerald sem syngja í kvikmyndinni Pete ' Kelly’s Blues, sem Austurbæjarbíó sýnir um þessar mundir. Þetta eru tvær af vinsælustu söng- stjörnum Bandaríkjanna um þessar mundir. Kvikmyndin þykir mjög spennandi og mjög vel gerð. LONDON, 19. sept. — Reuter. — Vestræn blöð hafa tekið tillögum Krúsjeffs í gær um algera af- vopnun á fjórum árum heldur fálega og bent á, að hann hefði ekki komið fram með neinar nýj- ar raunhæfar tillögur um leiðina að þessu mikilsverða marki. Benda þau á að samkomulag um tillögur Vesturveldanna um af- — Stéttarsamband Framh. af bls. 1. arins. En með bráðabirgðalögum, ef sett verða, verða þeir sviptir þeirri leiðréttingu. Þessum aðförum mótmælir stjóm Stéttarsambandsins harð- lega og mun hafa samráð við fulltrúa bændasamtaka víðs veg- ar um landið um það, hvernig við skuli bregðast, ef svo frek- lega verður gengið á rétt bænda- stéttarinnar eins og nú horfir. Virðingarfyllst, Sverrir Gíslason, Jón Sigurðsson, Bjami Bjarnason, Einar Ólafsson, Páll Metúsalemsson. GLASGOW, 19. sept. — Reuter. — Nú er talið vonlaust að nokk- ur þeirra 46 námumanna, sem hafa verið lokaðir í námugöng- um um 350 metra niðri í jörð- inni síðan í gær, bjargist. — Björgunarsveitir dældu vatni niður í göngin til að slökkva eld sem brauzt út niðri í námugöng- unum. Ættingjar námumannanna og hundruð annarra manna frá ná- vopnun hefðu jafnan strandað á því, að Rússar hefðu ekki fall- izt á traust alþjóðlegt eftirlit, sem væri hornsteinn allrar við- leitni til afvopnunar. Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra Breta, kvaðst sjálfur hafa borið fram tillögur um afvopnun, áður en Krúsjeff hélt ræðu sína, og væru þær í aðalatriðum sam- hljóða tillögum Rússa. Herter utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ekki mundi standa á Bandaríkja mönnum að fallast á takmörkun vígbúnaðar. Yfirleitt eru fréttaritarar þeirrar skoðunar, að Krúsjeff hafi hitt í mark með ræðu sinni frá áróðurssjónarmiði. Tillögum hans verði vafalaust vel tekið af þeim þjóðum, sem ekki eigi aðild að hernaðarsamtökum. Hins veg- ar finnst mörgum miður, að hann skuli ekki hafa gert nánari grein fyrir framkvæmd tillagna sinna. í dag er Krúsjeff gestur kvik- myndaleikara í Hollywood og hittir meðal annarra leikarana Frank Sinatra og Marilyn Monroe. lægum þorpum biðu í þögufli örvæntingu, meðan reykjarmekk irnir héldu áfram að stíga upp frá námuopinu. Einn námumað- ur, Tommy Green, 51 árs gamall, brauzt gegnum eldinn í gær og komst lífs af, Starfsmenn við námuna segja, að slysið hefði getað orðið hörmu legra. Verkfalli við námuna lauk á fimmtudaginn og margir námu- menn voru ekki komnir til vinnu 46 menn toldir nf í nómuslysi Forstjórinn svarar engum fyrir- spurnum um reikninga og útsvars mál S. í. S. FYRIR nokkrum dögum síðan vakti Mbl. athygli á skýrslu nið- urjöfnunarnefndar um útsvars- mál S.Í.S. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vegna þess að tap varð á viðskiptum S.Í.S. við utanfélagsmenn í Reykjavík, þá væri ólöglegt að leggja útsvar á Sambandið í Reykjavík. í niðurlagsorðum í grein, sem forstjóri Sambanlsins skrifar Mbl. í gær, er staðfest að nefndin gat ekki lagt útsvar á S.f.S. í Reykjavík og afneitar hann þar mtð öllu skvaldri Tímans um kosningabombu um útsvarsfrelsi S.Í.S. Forstjórinn segir, að hann hefði fremur viljað hafa hagnað af utanfélagsviðskiptum en tap til þess að geta greitt útsvar í Reykjavík. í þessu lýsir sér virð- ingarverð umhyggja fyrir hags- munum Reykvíkinga. En hann getur þess þó ekki, að önnur atvinnufyrirtæki verða að greiða útsvör til Reykjavíkur, þó þau tapi. Forstjórinn hefði átt að þakka framámönnum Framsókn- ar fyrir þau sérfríðindi, sem fyrir tæki hans nýtur £ þessu efni. Annars notar forstjórinn allt efni greinar sinnar til þess eins að staðfesta það. sem áður var sagt í Mbl. að tap sem varð á við. skiptum S.f.S. við utanfélags- menn árið 1958 orsakaðist að mestu leyti af rekstrarhalla m/s Hamrafells. Hins vegar gerir hann enga til- raun til að svara öðrum atriðum sem fram hafa komið í skrifum Mbl. um þessi mál og þess vegna skulu þær spurningar nú endur- teknar. Tíminn upplýsir að hagnaður hafi verið á rekstri Sambandsins árið 1957 er nam 434 þús. kr. og 882 þús. kr. árið 1958. Rekstrarafkoman í heild er skv. þessu 450 þús. betri árið 1958 en árið 1958. En nú liggur það fyrir, skv. birtum skýrslum niðurjöfnunar- nefndar, að árið 1957 var hagn- aður á utanfélagsviðskiptum í Reykjavík um 4,3 millj. kr. en árið 1958 er 3,7 millj. kr. tap á þessum sömu viðskiptum, reikn- að á sama hátt bæði árin eftir reikningum S.Í.S. Rekstraraf- koman á þessum hluta viðskipta S.f.S. er þannig 8 millj. kr. lak- ari árið 1958 en árið áður. Þar sem rekstrarhagnaður í heild er 450 þús. kr. meiri árið 1958 en árið áður hlýtur hagnaður af við- skiptum við félagsmenn að vera 8,5 millj. kr. meiri 1958 en árið áður. Hvernig stendur á að hagnaður er svona miklu meiri á félag- mannaviðskiptum en árið áður? Þetta hafa mörgum þótt imdar- lega miklar breytingar og hafa viljað fá skýringar á, en forstjór- inn leiðir alveg hjá sér að ræða þetta atriði. Forstjórinn staðfestir í grein sinni, að rétt var frá skýrt í Mbl. um það, að sömu reglum um af- skriftir var ekki félgt árið 1958 eins og árið áður. Var þetta gert til að bæta rekstursafkomuna árið 1958? Sú spurning skal nú endurtek- in, hvort einnig hafi verið skipt um reglur við birgðamat til þess að sýna betri rekstrarafkomu 1958 en árið áður? Eftir að hafa lesið skýrslu nið- urjöfnunarnefndar hafa margir leitt ýmsum getum að því, hvernig raunveruleg rekstraraf- koma S.Í.S. hafi verið árið 1958. Margir halda því fram, að aug- ljóst sé að milljónatap hafi verið á rekstri S.f.S. árið 1958. Þetta hafi síðan verið lagfært með þvl að hækka birgðamat á þeim vör- um, sem verzlað er með við fé- lagsmenn. Þannig hafi rekstrarafkoman verið sýnd mörgum milljónum betri á þessum viðskiptum en raunverulega hafi verið. Þetta hafi stjórnendur S.Í.S. talið hættulaust að gera vegna þess, að sá reiknaði hagnaður yrði ekki skattlagður . Ekki er vitað hvað rétt er í þessu efni, en á meðan forstjór- inn leiðir hjá sér að svara fyrir- spurnum um hag „þessa fyrirtæk is fólksins" verða menn að geta sér þess um það, hvernig ástatt muni vera á þessu búi. — Laos Framh. af bls. 1. stefnu sem ræddi sameiningu og sjálfstæði Laos. Hann hafði í huga tillögu Rússa um aðra ráð- stefnu, svipaða Genfarráðstefn- unni 1954 sem batt enda á stríðið í Indókína. Sisouk sagði, að í næstu viku mundi stjórnin afhenda sjö fanga úr her Norður-Vietnams til yfir- heyrslu hjá rannsóknarnefnd Ör- yggisráðsins, en hún kom til Laos á þriðjudaginn til að rannsaka ákærur Laos-stjórnar um íhlutun Norður-Vietnams. Meðal þessara sjö fanga eru majór og kafteinn. Talsmaður utanríkisráðuneytis ins í Norður-Vietnam ásakaði hins vegar Laos-stjórn um að hafa í undirbúningi fölsun á upp- lýsingum og sönnunargögnum. Hanoi-útvarpið *i Norður-Viet- nam sagði, að yfirmaður upplýs- ingadeildar utanríkisráðunéytis- ins hefði stimplað fréttina um, að Laos-stjórn hefði í hyggju að afhenda rannsóknarnefndinni fanga frá Norður-Vietnam sem „nýtt svikabragð" í „rógsher- ferðinni“ gegn Norður-Vietnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.