Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 1
24 slðufí Góðar móttökur í Pittsburgh komu Krúsjeff i gott skap PITTSBURGH í Pennsylvaniu 24. sept. (Reuter). Móttökurnar, sem Krúsjeff hlaut í stálborginni miklu, Pittsburgh voru einhverj- ar hinar beztu, sem hann hefur hlotið í Bandaríkjaför sinni. Kr aagt, að hinir bandarísku fylgd- armenn hans hafi andað léttara eftir þetta, því að þeim hafi fallið Gilchríst hveriur oi londinu LONDON, 21). sept. — (Reuter). — Andrew Gilchrist, ambassa dor Breta á Islandi, hefur ver- ið skipaður aðalræðismaður (gcneralkonsúll) í Chicago. Tilkynnti utanríkisráðuneytið þetta í dag. Gilchrist hefur verið amh- assador síðan í ágúst 1956. I stað hans hefur verið skip- aður ambassador í Reykjavík, Andrew Stewart, sem fram að þessu hefur verið aðal- ræðismaður í Jerúsalem. — Hann er Skoti að ætt, fædd- ur á eynni Skye. þungt, hve almenningur víðast í Bandaríkjunum hefði tekið Krú sjeff kuldalega og gæti svo farið, að hann hyrfi á brott úr landinu fullur haturs og kala. Óttugst þeir að móttökurnar í Pittsburgh yrðu kúldalegar m. a. vegna þess að fjöldi flóttafólks frá Austur- Evrópu er búsettur þar. Pittsburgh er mesta stálfram- leiðsluborg Bandaríkjanna. En nú standa nær allar stálverksmiðj ur hennar auðar. Verkfall hefur staðið yfir í stáliðnaði Bandaríkj anna í 72 daga. Þrátt fyrir þetta gat Krúsjeff heimsótt eina stál- verksmiðjuna, Mesta Machinery Company, vegna þess að það fyrir tæki er ekki meðlimur í sambandi stálverksmiðja og nær verkfallið því ekki til hennar. Krúsjeff var í óvenju góðu skapi og munu hinar góðu mót- tökur hafa átt sinn þátt í því. Hann drakk úr CocaCoIa flöskum af stút og bauðst til að kaupa margar vélarnar í verksmiðjunni. Var hann hrifinn af véltækni þeirri er hann sá þarna. Meðan hann dvaldist í stórborg inni talaði hann meira en nokkru sinni fyrr um nauðsynina á að auka verzlun og viðskipti milii Bandaríkjanna og Rússlands. Enda eru stálvörur eitt af því fáa, sem Rússar hafa áhuga á Frh. á bls. 23 Fyrir nokkrum dögum urðu forsetaskipti í Þýzkalandi. .— Mynd þessi var tekin við þá hátíðlcgu athöfn í Bonn, þegar hinn nýi forseti tók við embætti. Sátu þeir hlið við hlið Theodor Heuss fráfarandi forseti (nær) og Heinrich Lubke, nýi forsetinn. StöBvun verðlags óhjá kvæmileg nauðsyn Virða verður þann ,,tví mœlalausa rétt", sem stöðvunarlögin byggjast á ÞESS verður vart, að sumir ætla, að deilan út af verð- lagningu landbúnaðarafurða spretti af því, að bændur hafi nú krafizt nýs réttar sér til handa um verðlagshækkanir. Þetta er alger misskilningur. Heldur er hér um að ræða þann rétt, sem bændur hafa haft frá 1947, og ákveðið var við setningu stöðvunarlaganna í vetur, að þeir skyldu halda. Þá var það upplýst, að verð lag landbúnaðarafurða mundi hækka nú í sptember vegna þeirrar kaupgjaldshækkunar, sem varð í fyrrahaust, eftir að landbúnaðarafurðaverð var þá ákveðið. Þegar stöðvunar- lögin voru sett í vetur, fór framleiðsluráð þess á leit, að Iækkun til bænda yrði þeim mun minni sem þessari hækk- un svaraði. Við því var ekki hægt að verða. Enda hefði það leitt til þess, að réttur bænda hefði orðið meiri en annarra. Þeir hefðu þá notið hækkunar mörgum mánuðum fyrr en lögin frá 1947 ætluðu þeim. Þegar verið var að lækka við aðra, var ekki hægt að veita bændum slík forréttindi. TVÍMÆLALAUS RÉTTUR í umræðum á.Alþingi í vet- ur sagði talsmaður Sjálfstæð- isflokksins, Jóhann Hafstein, þegar rætt var um að hækkun in til bænda kæmi þá strax til framkvæmda: „Til umræddrar hækkunar eiga bændur rétt — en ekki fyrr en á næsta hausti.------ Við Sjálfstæðismenn styðjum heilshugar málstað bænda til, jafns við aðrar stéttir.----- Þetta er verðhækkun, sem bændur eiga tvímælalausan rétt til að óbreyttum lögum, hins vegar myndi hún ekki koma inn í verðlagsgrundvöll þeirra fyrr en 1. september á þessu ári“. Framsóknarmenn báru fram tillögu um að verða við óskum framleiðsluráðs. Allir Sjálfstæðismenn, bændur jafnt sem aðrir, greiddu at- kvæði á móti þeirri tillögu, vegna þess að þeir vildu láta lækkunina í vetur koma jafnt við alla, bændur sem aðra. Til laga Framsóknar var þess vegna felld, en sú ákvörðun byggðist á því, að hinn „tví- mælalausi réttur“ bænda yrði viðurkenndur nú í september. JAFNT GANGI YFIR ALLA Alveg eins og Sjálfstæðis- menn vildu ekki í vetur halla á launþega bændum til hags, eru þeir nú sammála um, að bændur eigi að halda sinum „tvímælalausa rétti“, sem á var byggt, þegar stöðvunar- lögin voru sett. Stöðvun verðlags er óhjá- kvæmileg nauðsyn. Engir hafa staðið þar öruggar á verði en Sjálfstæðismenn. Hins vegar er sjálfsagt að standa við gef- in loforð. Öllum er Ijóst að á Alþingi nú í vetur verður að taka upp öll verðlagsmálin og finna ör- uggari grundvöll en þann, sem nú er fyrir hendi. Þangað til er ekki hægt að taka eina stétt út úr. Vísitölunni hefur verið hald ið niðri frá setningu stöðvun- arlaganna með greiðslu millj- óna tuga úr ríkissjóði. Sú stöðvun á verðlagi, sem AI- þýðuflokkurinn hælir sér af, er að verulegu leyti fólgin í slikum niðurgreiðslum. Þar hefði litlu munað, þó að 4—5 milljónum króna hefði verið bætt við. Niðurgreiðslurnar eru að vísu ekki til frambúðar einar • út af fyrir sig. En með því að bæta þessari f jár- hæð við hefði verið hægt að láta alla njóta sama réttar, því að kostnaðurinn við niður greiðslur lendir á öllum lands mönnum. Einmitt vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn leggur höf- uðáherzlu á að gera öllum jafnt undir höfði og stöðva verðlag á þann veg að til frambúðar verði, var tillaga hans um lausn málsins nú hin heilbrigðasta og raunar ein í samræmi við það, sem ráð- gert var við setningu stöðv- unarlaganna. Selwyn Lloyd þagði um land- helgisdeiluna í S.Þ. Thor Thors rœddi um Allsherjarþingið ÞAÐ hefur vakið nokkra at- hygli, að Selwyn Lloyd utan- ríkisráðherra Bretlands minntist ekkert á landhelgis- dciluna við ísland í aðalræðu sinni á allsherjarþingi S. Þ. Benti Thor Thors sendiherra á þetta í gærkvöldi í erindi frá New York, sem flutt var í Ríkisútvarpinu. Um leið gat Thor Thors þess, að hann sjálfur hefði ákveðið að taka þátt í hinum almennu umræðum og væri skráður á mælendaskrá mánu daginn 5. október. Kvaðst hann þá myndi minna á að þetta mál er ennþá óleyst og hversu illa Bretar hafa kom- ið fram í okkar garð og hvernig þeir beita okkur rangsleitni og ójöfnuði. Sendiherrann gat þess, að nú vildi svo ánægjulega til, að Kýpurmálið þyrfti ekki að taka langan tíma Allsherjarþingsins eins og undanfarin ár, því að það vær leyst á friðsamlegan hátt og hefðu umræður og samkomulags- tilraunir S.þ. átt mikinn þátt í því, að lausn náðist. Hann sagði, að við íslendingar hefðum staðið einlæglega og ætíð frá upphafi með Kýpurbúum f þessari deilu og skýrði Thor Thors frá því, að honum hefðu borizt hlýleg og mjög vinsamleg þakkarbré'f bæði ★---------------------------★ Föstudagur 25. september. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Bókaþjófnaðir. — 6: Bridge. y — 8: Við túngarðinn. — 10: Bandaríkjaferð Krúsjeffs. — 12: Ritstjórnargreinin: Haftakerfið bitnar á öllum. — 13: Dagur í Helsinki, eftir Njörð P. Njarðvík. — 15: Peningar og ást. — 22: Iþróttir. *---------------------------* frá utanríkisráðherra Grikklands Averoff og frá Makarios erki- biskupi, fyrir mikinn skilning ís- lendinga á málstað Kýpurbúa og stuðning við málstað þeirra í ræð um okkar. í sambandi við þetta kom Thor Thors inn á Alsír-vandamálið og sagði, að enn væri ekki vonlaust, um að enn kynni að koma til við- ræðna, sem kynni að leiða til vopnahlés. Eftir að de Gaulle flutti sína stórmerku ræðu, þar sem hann lofaði Alsír-búum sjálfsákvörðunarrétti um það hvort þeir vilja fullkomið sjálf- stæði og skilnað við Frakkland fjórum árum eftir að friður er á kominn í landinu. — Okkur ís- lendingum, sem háðum sjálfstæð- isbaráttu okkar síðasta áfangann í nær heila öld og sömdum að síðustu við Dani um 25 ára um- hugsunarfrest áður en við stigum síðasta sporið má það ljóst vera, að fjögur ár eru ekki langur tími til að bíða fulls sjálfstæðis. Um aðild kommúnista-Kína að SÞ. sagði Thor Thors, að íslend- ingar hefðu setið hjá við atkvæða greiðslu eins og s.l. ár enda þótt ástæða hefði getað verið til að greiða atkvæði gegn henni eftir síðustu árásir og aðfarir kín- verskra kommúnista í Tíbet, Laos og við landamæri Indland3. •« >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.