Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 20
20
MORCVHBLAÐIÐ
Föstudagur 25. sept. 1959
Hann er að leggja gildrur fyr-
ir hana, hugsaði Anton. Hann
xnælti:
„Nei, frú Wehr hringdi fyrst
til min“.
Verneuil ýtti gleraugunum
fram á nefbroddinn og horfði á
Anton upp yfir gleraugun.
„Hvers vegna einmitt til yðar,
Antóníó?"
„Hvers vegna ekki einmitt til
mín“, svaraði Anton ergilegur.
„Hann var bróðir minn“.
„Auðvitað — bróðir yðar. Og
þér hafið ráðið frú Wehr til að
kalla á lögregluna".
„Hún hefði gert það án minnar
ráðleggingar".
„Og síðan komuð þér hingað?"
„Finnst yður það líka undar-
legt?“
í fyrsta skipti brosti nú Verne-
uil þessa nótt sína sérkennilega
milda og jafnframt undirhyggju
lega brosi.
„Nei, Antóníó, það þykir mér
ekki undarlegt. Þér þurfið ekki
að æsa yður upp. Þér eruð sá eini
maður, sem hefur fullkomna fjar
vistarsönnun".
„Ég veit ekki, hvers vegna ég
ætti að þurfa fjarvistarsönnun".
„Jæja, þér hafið ekkert illt af
því“. Hann lyfti gleraugunum
aftur upp á nefið.
„Embættismenn mínir sátu í
hótelskálanum yðar þegar bróðir
yðar var skotinn“.
„Það er mjög vingjarnlegt af
yður, að hafa útvegað mér fjar-
vistarsönnun".
Lögreglustjórinn svaraði ekki.
Hann sneri sér aftur að Veru.
„Hafið þér nokkurn gru:i,
frú?“
„Það voru ekki aðrir á heimil-
inu en þjónustufólkið".
„Ég á ekki við það. Átti maður
yðar fjandmenn, sem hefðu getað
viljað hann feigan?" Hann beið
ekki eftir svari Veru, og Anton
furðaði sig á því. Næsta spurning
in kom óðara: „Um hvað voruð
þið að tala, áður en maðurinn yð-
ar gekk út í garðinn?"
| HAIVS WOLFGANGt
KÆLISKAPURIIMIM
Eflirlæti hagsýnna húsmæðra
Prýði eldhúsa — stolt húsmæðra
KEL^INATOR
• er rúmgóð og örugg
matvælageymsla.
• hefir stærra frysti
rúm en nokkur annar
kæliskápur af sömu
stærð.
• er ódýrastur miðið
við stærð.
• Stærð 8,2 rúm. cubfet VerÖ kr. 10,994 -
Takmarkaðar birgðir væntanlegar — Tökum á móti
pöntunum.
'Jfekla
Austurstræti 14
Það væri óskandi að hún segði
nú enga heimsku, hugsaði-Anton.
Hnefar hans krepptust.
Vera svaraði þegar í stað:
„Um málaferlin. Réttarhöldin
höfðu komið Hermanni í mjög
æst skap“.
„Hvers vegna?“
Hinn voti vasaklútur var orð-
inn mjög lítill i hendi Veru.
„Það vitið þér sjálfur", sagði
hún. „Hann átti mjög mikið und-
ir úrslitum málsins".
Anton til undrunar spurði lög-
reglustjórinn einskis frekar. —
Hann stóð upp og strauk lítilli,
kvenlegri hendinni yfir hökuna.
„Þér verðið'því miður að leyfa
mér, að taka mér göngu um hús-
ið, frú“, sagði hann.
Hún var líka staðin upp.
„Er það nauðsynlegt, herra
lögreglustjóri?“ spurði hún.
„Það er yður sjálfri fyrir
beztu“.
Anton nam staðar við hlið
Veru.
Verneuil skildi háttalag hans.
Hann hristi höfuðið.
„Nú verð ég að biðja yður, að
láta okkur vera ein, Antóníó",
sagði hann kurteislega.
Anton hreyfði sig ekki.
„Farðu nú“, sagði Vera, „ég
þakka þér xyrir“;
Hún gerir sér ekki það ómak
að þéra mig í viðurvist lögreglu-
stjórans, flaug Anton í hug.
Hann ætlaði að ganga til dyr-
anna, en í sama bili greip Vera
til hjartans.
„Börnin“, sagði hún veikum
rómi.
Anton greip hönd hennar. —
Hann horfði framan í Verneuil.
„Þér munuð ekki synja mér um
það, lögreglustjóri“, sagði hann,
„að ég fái að tala við börnin“.
„Gerið þér svo vel“, sagði
Verneuil.
Anton flýtti sér upp stigann á
undan þeim.
Honum fannst hann ganga erf-
iðustu spor ævi sinnar.
Frestunin á málinu gegn Adam .
Sewe kom eins og þruma yfir
Leopoldville. Réttarhöldunum
var ekki frestað nema í þrjá
daga, en ástæða frestunarinnar —
nauðsynlegar, nýjar skýrslur —
virtist öllum lítilfjörleg, einnig
þeim, sem ekki þekktu tií.
Anton var allan daginn í húsi
Veru.
Hann elskaði börn, en hann
vissi ekki mikið um þau. Honum
fannst það kynlegt, hvernig Sil-
vía og Pétur höfðu tekið fréttinni
um morð föður síns, og þá sýndi
það sig, hve þau voru ólík að
skaplyndi. Enda þótt Silvía gréti,
svo að manni rynni til rifja,
heppnaðist henni þó að hugga
móður sína og Pétur hvað eftir
annað. Enda þótt Pétur hefði að-
eins grátið snöggvast einu sinni,
þá virtist hann skilja það betur
en systir hans, hve mikill sorgar
atburður hafði átt sér stað. En
það, sem Anton furðaði sig mest
á, var hinn barnslegi hæfileiki
þeirra til að gleyma því, sem
gerzt hafði, eftir nokkra klukku-
tíma, að minnsta kosti stutta
stund í senn. Einkum gleymdu
þau því um skemmri og lengri
tíma, að kvíðinn og uppnámið,
sem húsið á útsýnishæðinni var
undir lagt, stafaði af hörmuleg-
um atburði, sem snerti þau sjálf.
Pétur talaði við lögreglumennina.
Hann var forvitinn og kom með
spurningar varðandi sakamál. —
Það leit nærri því svo út, að hon-
um fyndist hann vera leynilög-
reglumaður. Silvía kom aftur á
máti með spurningar varðandi
framtíðina og gerði móður sína
hissa og hrædda. Hin litla stúlka
fann auðsjáanlega ekki til þess,
að það var óviðeigandi að fara nú
þegar að tala um framtíðina. Síð-
an varð báðum börnunum skyndi
lega ljóst, að þau áttu engan föð-
ur lengur. Skerandi gráthljóð frá
telpunni barst úr barnaherberg-
inu og Vera flýtti sér þangað, og
Anton reyndi árangurslaust að
hrista drenginn upp úr hinni
þungbúnu þögn hans.
Enda þótt dyrnar væru lokað-
ar, náðu áhrifin af hinu hræði-
lega umstangi í húsinu einnig inn
í herbergið, þar sem þau Vera og
Anton sátu hvprt gegnt öðru síð-
ari hluta dagsins. Menn Verneuils
höfðu lagt húsið undir sig. —
Starfsfólkið var yfirheyrt hvað
eftir annað í eldhúsiau. — Léyni-
lögreglumennirnir fóru um hús-
ið, eins og þeir ættu þar heima.
I garðinum voru framkvæmdar
mælingar og myndir teknar á ný.
Þrír eða fjórir lögreglubílar voru
fyrir framan bifreiðaskýlið. Hið
músgráa höfuð Verneuils kom í
ljós, þar sem menn áttu sízt von
á því. Vera var í óbrotnum, svört
um kjól, sem var allt of heitur á
þeim tima árs. Gluggatjöldin, sem
hleypt var niður, hlífðu ekki
nema að nokkru leyti fyrir hinni
brennandi síðdegissól. Litlir svita
dropar glitruðu á efri vör henn-
ar. Kinnar hennar voru ennþá
þynnri og fölari en nóttina, sem
morðið var framið. Anton varð
oft að ávarpa hana tvisvar eða
þrisvar, áður en hún áttaði sig á
því, að hann var að tala við
hana.
„Hefur Verneuil yfirheyrt þig
ennþá einu sinni?" spurði hann.
„Já, hann er sannfærður um,
að ég hafi — —“
„Hvaða ástæðu Ættir þú að
hafa haft til þess?“
Hún leit niður fyrir sig.
„Ég veit það“, sagði hann.
„Hann heldur, að þú og ég — Ég
ætla að tala við hann“.
Anton stóð upp og gekk fram
að vínskápnum.
a
r
L
ú
á
Eftir að hafa skilið við Markús,
Bem er sakaður um gimsteina-
þjófnað, hraðar Ríkharður sér
aftur til fjallakofans. Þetta er
eins og að hrifsa sælgæti frá
barni, Markús fær sökina, en ég
fæ gimsteinana. Sennilega er
Markús einmitt núna að halda
fram sakleysi sínu við dómarann.
„Nei, talaðu ekki við hann“. —
Hún leit upp og herpti saman
varirnar, er hún mælti: „Anton,
það hræðilega við þetta er, að ég
hefði getað myrt hann“,
„Hvaða vitleysa er þetta!“
Henni fannst allt í einu, að hún
yrði að segja það, sem henni bjó
í brjósti. Hún hafði ekki leng-
ur hemil á, að segja frá því
„Ég hefði getað myrt hann, —•
ef ég hefði elskað hann meir. An-
ton — vilt þú segja mér sannleik
ann?“
Hann stóð við vínskápinn, en
hann greip ekki viskýflösku. Það
var ekki eingöngu vegna þess, að
hann vildi nú hlusta á hana al-
gáður. Það var líka vegna þess,
að hann hafði allt í einu þá kyn-
legu tilfinningu, nð bróðir hans
ætti viskýflöskuna. í gær hefði
hann ekki hikað við að taka kon-
una frá bróður sínum. Nú var
það þjófnaður, ef hann opnaði
viskýflöskuna.
„Auðvitað segi ég þér sann-
leikann", sagði hann.
„Sendir þú Zentu til mín?“
„Þú helúur að ég sé svín“.
„Og þú hefur ekki komið Lúlúu
inn á heimili okkar“.
„Þú ert viti þínu fjær“.
Bros færðist yfir andlit hennar
og það sýndi, að henni létti.
„Hann játaði allt fyrir mér“,
sagði hún.
„Var það samtál ykkar, áður
en hann gekk út í garðinn?“ .
„Já“.
Anton sneri aftur að hæginda-
stól sínum.
„Það vantar ekki annað, en að
Verneuil frétti það. Þá hefur
hann ástæðuna fyllilega“.
.......Opaxíö yðui hla.up
á milLli œargru vorzlfljia1-
ÚÖkLWÖL
Ö ÓIIUM
ttDUM!
- Austatrgtraet'i
SHÍItvarpiö
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn —
8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —•
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegistónleikar:
Fréttir og tilkynningar).
•16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
_19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
2^.30 Samvinna karla og kvenna —
samfelld dagskrá Mpnningar- og
minningarsjóðs kvenna. Erindi,
upplestur og tónleikar (Anna Sig»
urðardóttir undirbýr dagskrána).
21.30 Útvarp frá tónleikum Híkisút-
varpsins í Þjóðleikhúsinu: Aust-
urríski píanósnillingurinn Fried-
rich Gulda leikur verk eftir Chop
in.
a) Noktúrna í c-moll.
b) Barkarolle.
c) Sónata í h-moll op. 58.
22.15 Fréttir og veðurfregnir.
22.25 í léttum tón:
a) Yma Sumac syngur.
b) Stanley Black og hljómsveit
hans leika.
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 26. september.
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn —
Tónleikar. — 8.30 Fréttir/— 8.40
Tónleikar 10.10 Veðurfregmr).
12.00—13.15 Hádegisútyarp. — (12.25
Fréttir og tilkynningar).
13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir.
14.15 „Laugardagslögin** — (16.00 Frétt
ir og tilkynningar).
16.30 Veðurfregnir.
18.15 Skákþáttur (Baldur Möller).
19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum.
19.45 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Tónleikar: Norskir dansar op. 35
eftir Grieg. Hljómsveitin „Phil-
harmonía" leikur. Walter Súss-
kind stjórnar.
20.40 Leikrit: „Fyrsta leikrit Fanneyj-
ar“ eftir G. Bernard Shaw. (Áð-
ur flutt 1955). Þýðandi: Ragnap
Jóhannesson. Leikstjóri: Lárus
Pálsson. Leikendur: Þorsteinn Ö,
Stephensen, Helga Valtýsdóttir,
Lárus Pálsson, Jón Sigurbjörns*
son, Valdemar Helgason, Baldvin
Halldórsson, Gestur Pálsson, Jón
Aðils, Haraldur Björnsson, Reg-
ína Þórðardóttir, Herdís Þorvalds-
dóttir, Guðrún Stephensen og Rúp
ik Haraldsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.