Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 12
12 MOJtcrnvnr 4ðið Föstudacrur 2S. sept. 195o Utg.: H.i. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, símí 33045. Auglýsíngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýíingar og aígreiðsla: Aðalstræti 8, Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaiuands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. HArTAKERFIÐ BITNAR Á ÖLLUM ALLT frá því, að Sjálfstæðis flokkurinn varð til, hefur frjálst athafna- og við- skiptalíf verið eitt af megin stefnuatriðum hans. Flokkurinn hefur bent á þá reynslu þjóðar- innar frá liðnum tímum, að þess meira frelsis, sem einstaklingar hennar nutu til framkvæmda, þeim mun örari urðu framfarir og umbætur. Óhætt er að fullyða, að yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga taki athafna- og viðskiptafrelsi fram yfir höft og ófrelsi. Þrátt fyrir það verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að íslendingar hafa ótrúlega oft orðið.að búa við haftakerfi, sem lamað hefur at- hafnalíf þeirra og valdið almenn- ingi margvíslegu óhagræði.Þetta sprettur m. a. af því að til eru heilir stjórnmálaflokkar í land- inu, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni, að þröngva kosti einkaframtaks og félags- framtaks með ofurvaldi nefnda og ráða, sem fólkinu er fyrirskip- að að sækja um leyfi til, til þess að ráðast í margs konar fram- kvæmdir, eða reka verzlun og viðskipti. Þetta er stefna hinna svo- kölluðu vinstri flokka, sem jafnan hafa haldið því fram, að athafna- og viðskiptafrelsi væri beinlínis hættulegt hags- munum almennings. Fráleit staðhæfing Þessi staðhæfing er vissulega hin fráleitasta. Það liggur til dæmis í augum uppi, að frjáis samkeppni í verzlun hlýtur að tryggja betur hagsmuni neytenda og alls almennings heldur en haftakerfi, sem skapar einstök- um aðilum einokunaraðstöðu að meira eða minna leyti. Ef inn- flutningur er frjáls og heilbrigð samkeppni ríkir í vörudreifing- unni innanlands hefur allur al- menningur aðstöðu til þess að velja og hafna, gera innkaup sín þar sem þau eru hagkvæmust, vöruverðið lægst og varan bezt. Ef innflutningshöft ríkja hins vegar og innanlandsverzlunin er að meira eða minna leyti í viðjum einokunar og hafta, hefur al- menningur ekkert valfrelsi. Hann verður að kaupa það sem að hon- um er rétt, það sem hinni opin- beru forsjón þóknast á hverjum tíma að leyfa innflutning á, og þá við því verði, sem verzlunaraðil- anum þóknast að setja á vöruna Allir íslendingar muna hvaða áhrif haftastefnan hefur oft og einatt haft á verzlunar- nefndir og ráð gera upp á milli einstaklinganna um leyfi til þess að mega ráðast í margvíslegar þjóðnýtar og nauðsynlegar rann- kvæmdir. Menn verða þá að sækja um leyfi til þess að mega byggja hús, leyfi til þess að fá vél í bátinn sinn, leyfi til þess að eignast sláttuvél eða önnur nauðsynleg tæki til atvinnu- rekstrar í landinu. Öllum má vera ljóst, að slíkt fyrirkomulag býður heim margs konar ranglæti og misrétti. Eng- in opinber nefnd eða ráð, hversu vitrum og góðviljuðum mönnum, sem það kann að vera skipað, get- ur tryggt réttlæti í störfum sín- um, þegar þannig þarf að gera upp á milli einstaklinga þjóðfé- lagsins. Um það er lika til ara- grúi dæma, að haftakerfið hefur haft í för með sér herfilegt órétt- læti og misrétti. Það hefur í tör með sér alls konar brask, for- réttindi og spillingu. Á engum bitnar haftakerfið, í hvaða mynd sem er, þó eins harkalega eins og fólkinu í strjál- býlinu, sem versta aðstöðu hefur til þess að herja út leyfi til eins og annars hjá hinum opinberu nefndum og ráðum. Flestar sitja þessar ne^pdir í höfuðstað lands- ins. Það kostar bæði mikið fé og fyrirhöfn fyrir bónda, sjómann eða iðnaðarmenn úti á landi að taka sig upp og fara til þess að fá hin nauðsynlegu leyfi, sem þeir kunna að þurfa á að haida hverju sinni. Og árangurinn af slíkri för er heldur engan veginn fyrirfram tryggður. Allt ber því að sama brunni um það, að íslendingum er á því höfuðnauðsyn að afnema hið úrelta og spillta hafta- kerfi, hverfa til aukins at- hafnafrelsis og heilbrigðari viðskiptahátta. Meiri gjaldeyrisöflun Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt á það megináherzlu i baráttu sinni fyrir athafna- og viðskipta- frelsi í landinu, að eitt af frum- skilyrðum þess hlyti að vera mik- il og þróttmikil framleiðslustarf- semi og gjaldeyrisöflun. Til þess að þjóðin geti hafta- og hindrana- laust veitt sér þá hluti, sem hún þarfnast til atvinnurekstrar síns og í daglegu lífi, þarf útflutnings- framleiðsla hennar að standa traustum fótum. Hún þarf að framleiða svo mikið til út- flutnings að hún hafi nægan er- lendan gjaldeyri til þess að kaupa fyrir nauðsynjar sínar. Sjálfstæðismenn munu þess Helztu ágreiningsefni Rússa og Bandaríkjanna I SAMSKIPTUM Bandaríkja- stjórnar og stjórnar Sovét- ríkjanna eftir síðari heims- styrjöldina' hefur hvað eftir annað risið upp alvarlegur ágreiningur út af ýmsum mál- um, sem þó eru skyld í eðli sínu. — Ríkisstjórnir þessara tveggja ríkja hafa til dæmis ekki getað komið sér saman um, hvernig eigi að fram- kvæma afvopnun í heiminum, og jafnilla hefur þeim tekizt að ná samkomulagi um sam- einingu Þýzkalands og fram- tíð Berlínar. ★ Hér að neðan verður stuttlega drepið á þau mál, sem nú eru efst á baugi, og meginorsakirnar fyrir því að ekki hef"T" náðst samkomulag um þau. ★ — Afvopnunarmálin Bæði Bandaríkin og Sovétrík- in hafa lagt fram ótal tillögur og áætlanir um afvopnun, en allar hafa þær strandað á sama atrið- inu. Sovétríkin vilja, að gert verði almennt samkomulag um afvopnun £ grundvallaratriðum. Bandaríkin heimta hins vegar, að afvopnun verði framkvæmd þannig, að tryggt sé með raun- hæfu eftirliti, að báðir aðilar standi við skuldbindingar sínar. Þetta skilyrði hafa Sovétríkin fram að þessu neitað að sam- þykkja. sem valdastefna Rússa náði há- marki, og ennfremur Tékkósló- vakíu og Austur-Þýzkaland. ★ í lok utanríkisráðherrafundar- ins í Genf 5. ágúst s.l. hélt Herter utanríkisráðherra ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir vissum undirstöðuatriðum, sem hann taldi aðalástæðurnar til þess, að fundarmönnum tókst ekki að ná ★ — AbyrgS Sovétríkjanna varðandi útbreiðslu kommúnismans Krúsjeff forsætisráðherra og aðrir forustumenn Sovétríkjanna neituðu því ekki alls fyrir löngu, að flokkur þeirra hefði forustu um alþjóðasamsæri kommúnista, er miðaði að því að ná yfirráð- um yfir öllum heiminum, en stað reyndirnar tala öðru máli. So- vézkir herir eru staðsettir í Aust ur-Þýzkalandi, Ungverjalandi og öðrum löndum, þar sem kommúa Utdráttur úr grein \ eftir Henry V. Burke Berlínarvandamálið og spurningin um sameiningu Þýzkalands hafa Iöngum verið meðal helztu ágreiningsefna austurs og vest- urs. — Þjóðverjar hafa margoft og með ýmsu móti látið í ljós óskir sínar um að land þeirra verði sameinað. Á myndinni sjást menn reisa stórt spjald á markalínunni milli Austur- og Vestur- Berlínar, þar sem þess er m. a. krafizt, að markalínan verði afnumin. — kjör þeirra. Menn muna bið- vegna £ framtíðinni halda áfram raðir og svartan markað, alls konar brask og spákaup- mennsku, sem alltaf þrífst í skjóli haftanna. Enginn heil- vita maður faést til þess að trúa því, að slíkt verzlunar- fyrirkomulag tryggi betur hagsmuni almennings heldur en frjáls óhindruð verzlun og samkeppni um viðskipti fólks- Bönn við framkvæmdum En haftastefnan birtist ekki aðeins í formi innflutningshafta og margs konar spillingar á sviði verzlunar og viðskipta. Hún birt- ist einnig í hinu, að opinberar að beita sér fyrir því, að þjóðin eignist ný, fullkomnari og af- kastameiri framleiðslutæki. Þessi framleiðslutæki ber að hagnýta alls staðar þar á íslandi sem að- staða er góð til arðsköpunar við framleiðslustörf. Á þann veg verða kraftar þjóðarinnar hag- nýttir bezt. Sjálfstæðisflokkurinn skorar á íslendinga að fylkja nú liði til stuðnings við athafnafrelsi og heilbrigða viðskiptahætti. Allir frjálslyndir menn verða að snúast gegn haftastefnunni, sem hefur í för með sér kyrr- stöðu og margs konar misrétti og spillingu í þjóðlífinu. Á: — Eining Þýzkalands og Berlínarvandamálið Síðan Rússar settu mörkin um brottflutning á liði Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands úr Berlín árið 1958, hefur Berlín armálið verið aðalágreiningsefni „austurs og vesturs". Að dómi flestra verður það vandamál þó ekki slitið úr tengslum við at- burðarásina í heild — fraaakomu Rússa og stefnu þeirra í Evrópu síðan stríðinu lauk. Sú atburða- rás hófst með því að Rússar drógu sig út úr stjórnarnefnd fjór veldanna í Berlín, og borginni var skipt í tvo hluta. Þá gerðu RúsSsr tilraun til þess að ein- angra Berlín með því að banna flutninga til borgarinnar, og síð- ar fylgdu aðrar aðgerðir af hálfu kommúnista, sem töfðu fyrir sam einingu Þýzkalands. Bandaríkin, ásamt Bretlandi, Frakklandi og Þýzka-sambands- lýðveldinu, heimta, að sameining Þýzkalands verði framkvæmd í samræmi við óskir þýzku þjóðar innar eins og þær koma fram við frjálsar kosningar. Sovétríkin hafna þessari grundvallarreglu, og kemur það engum á óvart, þar sem þau hafa þegar virt að vett- ugi gerða samninga, er áttu að tryggja sjálfákvörðunarrétt allra Austur-Evrópuþjóða. Þótt Sovét- ríkin virtust samþykk þessari grundvallarreglu í Jalta og Pots- dam, tóku leiðtogar þeirra upp algerlega andstæða stefnu og stofnuðu stórveldi með leppríkj- um í Austur-Evrópu. — Til dæm- is um þetta benda bandarískir talsmenn á Ungverjaland, þar samkomulagi um lausn Þýzka- landsmálanna og Berlínardeil- unnar. I ræðu þessari sagði Herter meðal annars, að Sovétríkin neit- uðu að fallast á frjálsar kosning- ar í öllu Þýzkalandi vegna þess, að „þau vissu, að frjáls samein- ing Þýzkalands myndi binda endi á völd kommúnista í Austur- Þýzkalandi. . . . Eftir því sem ég kemst næst, er Sovétstjórninni i rauninni ekki umhugað um að bæta ástandið í Berlín. Að því er virðist, er áframhaldandi sambúð frjálsra borgara og kommúnista £ Berlín ekki Sovétríkjunum £ hag. Skoðanamunur okkar um Berlínarmálið snertir ekki svo mjög hin einstöku mál, sem voru á dagskrá, heldur miklu fremur þá grundvallarspurningu, hvort Berlínarbúar eigi að halda frelsi sínu óskertu eða ekki“. ___ Gildi milliríkjasamninga Talsmenn Bandaríkjanna telja, að nú séu allir samningar mun erfiðari en fyrr, þar sem Sovét- ríkin hafi æ ofan í æ rofið skuld- bindingar .sínar á alþjóðavett- vangi. — Afstaða Sovétríkjanna £ þessu efni hefur oft verið sett í samband við þá kenningu Len- ins að sáttmála eigi aðeins að nota sem bráðabirgðamálamiðl- un sem missi sjálfkrafa gildi sitt, þegar hún þjónar ekki lengur til- gangi kommúnista. Þessi kenning Lenins er einnig sennileg skýring á samningsrofum Sovétríkjanna við Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Finnland. Það er ferill Sovétríkjanna í þessum málum sem gerir það að verkum, að tryggingarráðstafanir eins og eft- irlit með afvopun eru óhjákvæmi legar nú, ef semja á með nokk- urri raunsýni. — Þá er það oft nefnt sem dæmi um óbilgirni Rússa í utanríkismálum, að inn- an Sameinuðu þjóðanna hafa þeir beitt neitunarvaldi hvorki meira né minna en 88 sinnum. istar ráða ríkjum. Sovézk her- gögn hafa verið notuð til árása, sem ýms ríki á valdi kommún- ista standa á bak við. Tugum sovézkra tæknisérfræð- inga og sendifulltrúa hefur verið vísað brott úr ókommúnískum löndum vegna áróðurs og njósna- starfsemi. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna heldur uppi víð- tæku áróðurs- og útbreiðslustarfi. Hann veitir kommúnistaforingj- um ýmissa landa tæknilega þjálf un, sem auðveldar þeim að smjúga inn í raðir andstæðing- anna og koma af stað skemmdar- verkum og byltingastarfsemi. Moskva er fastur fundarstaður, þar sem kommúnistaleiðtogar Kvarvetna að úr heiminum sitja á ráðstefnum. Sú er skoðun margra, sem fylgzt hafa með al- þjóðamálum, að þessi starfsemi Sovétríkjanna sé ein af veiga- mestu orsökum þeirrar spennu, sem nú ríkir £ heiminum. ★ Þótt skoðanamismunur ríki milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna varðandi mörg opinber iriál, eru fulltrúar þeirra beggja sammála um eitt höfuðatriði: Að hinir óbreyttu borgar £ báðum löndum óska einskis fremur en *að komið verði á vinsamlegum skiptum og samvinnu milli ríkj- anna. í Bandaríkjunum er það mjög algengt að heyra menn láta £ ljós þá skoðun, að þeir efist um að hinn almenni bargari í So- vétríkjunum samþykki af frjáls- um vilja sumar gerðir kommún- istáflokksins, og má þar nefna herferðir gegn trúarbrögðum, ofsóknir stjórnarinnar gegn þjóð- arbrotum, ritskoðun bæði á efni og tjáningarformi o. s. frv. — Það er að visu rétt, að margir ein- staklingar í Bandaríkjunum hafa látið í ljós vanþóknun á vissum aðgerðum Rússa og stjórnarað- ferðum, en þeirri gagnrýni hefur ekki verið beint að rússnesku þjóðinni heldur stefnuskrá komm únistaflokksins og stjórn hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.