Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 23
f Föstudagur 25. sept. 1959 MORCTJNBÍ 4ÐÍÐ 23 Bókauppboð Sig- urðar Benedikts- sonar í dag SIGURÐUR Benediktsson heldur fyrsta bókauppboð sitt á þessu hausti í Sjálfstæðishúsinu kl. 5 í dag, og er það 54. uppboð hans. Bækurnar verða til sýnis í Sjálf- stæðishúsinu kl. 10—4 í dag. Meðal bóka sem á boðstólum verða má nefna Annála Björns á Skarðsá, pijentaða í Hrappsey; Sýslumannaævir Boga Benedikts sonar; „Feðgaævir" eftir sama höfund; Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens; Steins-Biblíu og. mörg tímarit komplett. — Góðar viðtökur Framh. af bls. 1. að kaupa í Bandaríkjunum, en þá um leið eitt af því fáa sem Bandaríkjamenn hafa ekki mik- inn áhuga á að selja til Rússlands, þar sem telja að slíkar sölur yrðu til að efla hernaðarstyrk Rússa. í kvöld fór Krúsjeff síðan frá Pittsburgh með flugvél til Wash- ington. Hringferð hans um Banda ríkin er lokið og fer hann á morg un til Camp David, þar sem hann mun eiga þriggja daga viðræður við Eisenhower forseta. Tunglflaug springut Bandaríkjamenn urðu fyrir miklum vonbrigðum, jafnvel áfalli í dag, þegar það var til- kynnt að óhapp hefði orðið í eld- flaugastöðinni á Kanaveral höfða í Flórída. Sprenging varð skyndilega í gtórri eldflaug af Atlas-gerð, sem stóð þar á skotbakkanum og ger- eyðilagðist hún. Þetta var einmitt eldflaug sú, sem Bandaríkjamenn hugðust nota í næsta mánuði (sennilega um 3. október) til að skjóta til tunglsins. Verður því að fresta tilrauninni, a. m. k. fram í októ- ber. Þykir mönnum óheppilega hafa til tekizt. Rétt fyrir komu Krú- sjeffs til Bandaríkjanna tókst Rússum að skjóta eldflaug til tunglsins og rétt fyrir brottför hans eyðilagðist hin væntanlega tunglflaug Bandaríkjanna. — Stjórn SKÍ Framhald af bls. 22- sveit íslands önnur í landskeppni, næst á eftir Austurríki. Sveit Sviþjoðar varð þ.<ð‘i‘> ' röðinni. Afrek Eysteins Þórðarsonar er það bezta sem íslendingur hefir náð á Holmenkollen, varð hann 4. í svigi, 6. í stórsvigi og 9. í bruni S.K.Í. hefir jafnan haft lítið fé milli handa. Á þessu ári var það ekki nema tæp ellefu þúsund krónur. Svigmönnum voru afhent verð laun frá Holmenkollen, Skíðafé- lagi Fljótamanna verðlaunabikar frá göngukeppni á afmælismóti Í.R. íþróttabandalág Ólafsfjarðar fékk bikar fyrir að hljóta annað sæti í Landsgöngunni. Þá færði stjórn S.K.Í. skíðadeild Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur vegg- skjöld, sem vott viðurkenningar Og þakklætis fyrir frábæran dugn að við að reisa mjög nýtízkulegan og vandaðan skíðaskála í tilefni 60 ára afmælis K.R. Kosningar í stjórn S.K.Í. fóru þannig að Hermann Stefánsson var endurkjörinn form. sambands ins. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Gísli B. Kristjánsson og Ólafur Nilsson frá Reykjavík, Einar B. Ingvarsson frá ísafirði, Bragi Magnússon frá Siglufirði, Einar Helgason, Haraldur Sigurðsson, Hermann Sigtryggsson og Guð- mupdur Ketilsson frá AkureyrL Dauðadómur í Lundon fyrir morð á lögregluþjóni London, 24. sept. (Reuter). ÞRÍTUGUR Þjóðverji Gúnther Fritz Podola var í dag dæmdur til dauða í Old Bailey-réttinum fyrir morð á lögregMþjóni í Lundúnum. Réttarhöldin yfir honum eru talin einstök í sinni röð fyrir það að málflutningur um það, hvort hann gæti talizt sakhæfur stóð í 9 daga í réttin- f um. Podola, kvaðst algerlega hafa misst minnið og því ekkert geta sagt um það, hvort hann hefði framið manndrápið eða ekki. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri eintóm uppgerð hjá honum og byggði það m.a. á skýrslum um framkomu hans í fangelsinu síð<ustu vikur, þar sem hann hafði t.d. ágætt minni á atburði mannkynssög- unnar. Var hann því talinn sak- hæfur og liðu síðan aðeins tveir dagar, þar til dauðadómurinn var kveðinn upp. Podola er Ijósmyndari að át- vinnu .Hann er fæddur í Austur- Berlín 1929, og bjó þar unz hann kom sem flóttamaður til Vestur- Berlínar 1954. Síðan flutti hann til Kanada. í júlímánuði sl. kvartaði banda rísk kvikmyndaleikkona frú Verne Schiffman, einnig af þýzku bergi brotin, að ókunnur maður hringdi oftsinnis til hennar og hefði fjárkúgun í frammi við hana. í næsta skipti sem maður- inn hringdi komst lögregian að því að hann var staddur i almenn ingssímaklefa og ætluðd tveir lögreglumenn að handtaka hann. Þá snerist hann til varnar, tók upp skammbyssu og skaut ann- an lögregluþjóninn og komst und an. Þremur dögum síðar var hann handtekinn í gistihúsi einu i ná- grenninu. Þetta hefur vakið feikimikla athygli í Bretlandi vegna þess, að fyrir skömmu var dauðarefs- ing numin úr lögum, þó að þeirri undantekningu gerðri, að hún skyldi haldast í lögum fyrir morð á lögreglumönnum. Losnuðu úr ísnúm eftir 3 vikur AÐALRÆÐISMAÐUR Dana hér í Reykjavík, Ludvig Storr, skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að sér hefði í gærmorgun borizt skeyti þess efnis, að skipin tvö, sem festust í ís undan Græn- landsströnd fyrir þrem vikum, hefðu komizt út úr ísnum aðfara- nótt fimmtudags. Hér var um að ræða flutningaskipið Anita Dan og selveiðiskipið Polaris. Þau höfðu farið frá námabænum í Meistaravík með blýfarm áleiðis til Kaupmannahafnar, en er þau komu út úr Kong Ólafsfirði, fest- ust þau í ís, og undanfarnar 3 vikur hafa þau verið á reki með ísbreiðunni suður á bóginn, hundruð kílómetra. í fyrrnótt voru þau komin suður fyrir Scoresbysund, en þar losnuðu skipin út úr ísnum og sigla nú áleiðis til Kaupmannahafnar. Staður sá, sem þau voru á er þau losnuðu, er um 1000 km. beint norður af Reykjavík. Lítill árangur lijá Laos-nefnclmni VIENTIANE t Laos, 2Jf. sept. — Reuter). — Rannsóknar- nefnd S. Þ. í Laos mun heim- sækja norðausturhéruð lands- ins í næstu viku. Nefndin kom til Laos 15. sept. en það er nú almennt vitað, að árang- urinn af störfum hennar hef- ur verið sama og enginn. — Skömmu eftir að hún kom til landsins afhenti ríkisstjórn Laos henni skjal upp á 20 síð- ur, þar sem rakin voru al- menn sjónarmið í sambandi við ástandið í landinu. — Nefndin svaraði með því að óska eftir nánari upplýsing- um um 20 atriði og fékk ekki skýrslu stjórnarinnar um það fyrr en í gær. í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Japan, ítalíu, Túnis og Argen- tínu. Hyggst hún leggja af stað til óróasvæðanna í norðaustur- hluta landsins þann 30. sept. Sér ríkisstjórn Laos henni fynr flutningi. Meðal þeirra staða, sem nefndin hyggst heimsækja, eru virkin í Sam Neua og Sam Teu. Talsverðir bardagar hafa verið einkum um það síðar- nefnda svo að yfirráðin yfir því hafa oftsinnis gengið á milli fj andmannaherj anna. I dag hefur dregið úr bardög- um í Sam Neua-héráði en í stað þess hefur áróðurshernaðurinn verið aukinn. Segir stjórnin í Laos, að kommúnistar geri nú ráðstafanir til að reyna að sann- færa rannsóknarnefndina um það, að hér sé eingöngu háð borgarastyrjöld án utankomandi íhlutunar. Talsmaður kommúnistastjórn- arinnar í Norður-Vietnam skýrði hins vegar frá því í dag, að Laos-stjórn hefði bannað hópi er- lendra blaðamanna að ferðast um óróasvæðin, en tilgangurinn með því sé að breiða yfir sann- leikann og magna lygasöguna um íhlutun frá Norður-Vietnam. Sjö ára drengur á ljóslausu hjóli LAUST fyrir klukkan 10 í gær- kvöldi varð enn umferðarslys hér í bænum, en sem betur fer ekki alvarlegt. Sjö ára drengur, sem var á ljóslausu reiðhjóli, var fyr- ir bifreið ofarlega á Ásvallagötu. Svo vel tókst þó til, þó í óefni væri komið, að drengurinn slapp með áverka á höfði, og var harm fluttur heim til sín eftir að lækn- ar slysavarðstofunnar höfðu gert að meiðslum hans. REYKJANESKJÖRDÆMi Kosningaskrifstofur Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi: t Keflavík: 1 Sjálfstæðishús- inu. Opin daglegra frá kl. 10—18. Sími 21. t Hafnarfjörður: f Sjálfstæðis- húsinu. Opin daglega kl. 10—18. Sími 5-02-28. t Kópavogur: Melgerði 1. Opin kl. 10—19. Símar 1-97-08 og 1-10-91. Uppboð á Stekkjarholti við Bergstaðastræti, nú Bjargar- stíg 14, hér í bænum, fer fram til slita á sameign á morgun, laugardaginn 26. september 1959, kl. 2.30 síðdegis. BORGARFÓGETINN I REYKJAVlK Mínar innilegustu þakkir til H.f. Hamars og starfs- anna, fyrir peningagjöf. Soffía Þorvaldsdóttir Ég sendi öllum fjær og nær hjartanlegustu þakkir fyrir að gera mér 22 .sept. síðastliðinn ógleymanlegan. Jón S. Björnsson. Hjartans þakkir til sona minna og tengdadætra, barna- barna, systur, frændfólks og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugs afmæli mínu þann 22. þ.m. Guð blessi ykkur öli. Þórunn Jóhannesdóttir, Vesturgötu 105, Akranesi. ' Innilegar þakkir til vina minna, fjær og nær, sem sýndu mér vináttu sína, með heimsóknum, skeytum og gjöfum, á sjötugs afmæii mínu 20. þ.m. Sérstakar þakkir vil ég færa starfsfólki Útvegsbanka íslands fyrir þeirra höfðinglegu gjöf, og alla vinsemd í minn garð. Guð blessi ykkur. Eyþór Þorgrímsson Innilegar þakkir færi ég börnum og tengdabörnum, vinum og sveitungum er glöddu mig á sjötugs afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég þeim börnum mínum og tengdabörnum, er fóru langan veg, til að gleðja mig á þessum degi. Guð blessi. ykkur öll. * Sólveig Árnadóttir, Leiðólfsstöðum. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu, víðs- vegar um landið, sem á margvíslegan hátt glöddu mig á níutíu ára afmæli mínu þann 4. sept. s.l. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Drottinn blessi ykkur öll. Maribil Ölafsdóttir Faðir okkar, STEFÁN PÉTURSSON andaðist 23. þ.m. í Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Fyrir hönd vandamanna. Kristinn Stefánsson, Björgvin Stefánsson. Ástkær fósturmóður mín - INGIBJÖRG HANNESDÓTTIR lézt 23. þ.m. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 30. þ.m. kl. 3 í Fossvogskirkju. Fyrir hönd aðstandenda Alda Valdimarsdóttir Fósturmóðir okkar MARlA EINARSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Kvigindisfirði í Múlasveit Aust- ur Barð. að morgni hins 23. sept. s.l. Árelíus Níelsson, Guðbjörn Jóhannesson, Ólöf Jóhannesdóttir Einar Guðmundsson. Jarðarför bróður okkar, ÓLAFS MATTHfASSONAR fer fram Iaugardaginn 26. þ.m. kl. 1,30 og hefst með húskveðju að heimili hans, Hafnargötu 75, Keflavík. Systkinin. Jarðarför móður okkar, BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Felli fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 26. þ.m., kl. 10,30. Emilía Helgadóttir, Birgir Helgason Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför, GUÐRÚNAR ÁRMANNSDÖTTUR Skólavörðustíg 23 Böm og tengdabörn i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.