Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 17
Föstudagur 25. sept. 1959
MOnr.Ti\rti 4T)1Ð
17
Guórún Jönsdóttir
frá Njarðvík—minning
SÁ háttur hefur tíðkazt mjög
einkum á síðastliðnum árum að
minnast með nokkrum orðum
látinna manna eða kvenna, sem
að einhverju leyti hafa þótt skara
fram úr á leið sinni í gegnum
brim og boða æviáranna. Margir
munu þó liggja óbættir hjá garði
sem slíks hefðu verið verðugir.
Stundum verður sú frásögn all-
mikið í molum, sem vonlegt er,
í eins til tveggja dálka grein i
einhverju blaðinu. Svo mun og
verða hér, að aðeins verði drepið
á það helzta sem í hugann kem-
ur, en hinum smærri þáttunum
sleppt, sem oft geta þó verið ör-
lagavaldar og átt drjúgan þátt
1 hvaða stefnu lífsfleyið tekur.
En ekki skal farið frekar út i
það hér.
f>ann 14. júlí sl. var jarðsungin
frá Fossvogs Kapellu Frú Guðr-
ún Jónsdóttir, til heimilis. Máva-
hlíð 27 ReykjaVík og var þeirri
virðulegu athöfn útvarpað. Guð-
rún var fædd 24. febr. 1883 og
var því á 77 aldursári er hún
lézt. Foreldrar hennar voru Jón
Guðmundsson bóndi á Freyshói-
um á Völlum og kona hans Ljós-
björg Magnúsdóttir. Áttu þau 5
börn sem komust til fullorðms
ára og var Guðrún það fjórða í
röðinni. Guðrún tók út bráðan
þroska og bar snemma á að hún
mundi búa yfir hæfileikum. Hún
las þar bækur, sem hún gat náð
í og féll sá fróðleikur sem af
þeim mátti hafa í góðan jarðveg
þar sem Guðrún var. Var hún oft
með bækur hverja stund, sem
til vannst, án þess þó að láta nið-
ur falla þau störf sem dagleg
önn lagði henni á herðar.
Nýfermd fluttist Guðrún burt
úr foreldra húsum og til vanda-
lausra. Fór hún þá að Hallorms-
stað til Frú Elísabetar Sigurðar-
dóttur Gunnarssonar prófasts,
sem þá var orðin ekkja. Börn
hennar Guttormur Pálsson skóg-
arvörður og Sigrún (Blöndal)
voru þá orðin nokkuð vaxin.
Sigrún var einu ári yngri en
Guðrún. Urðu þær að vonum
mjög samrýmdar. Varð Guðrúnu
margt minnisstætt frá þeim ár-
um. Eitt var það að Sigrún hafði
ekki verið neitt hrifin af að þurfa
að læra kverið og hafði fengið
hjá móður sinni ákúrur fyrir að
hún kynni það illa. Tók hún þá
kverið og fór að lesa betur, kom
svo til Guðrúnar og spurði hvort
hún mundi ekki geta spurt sig
útúr„ því hún vildi ekki láta móð-
ur sína gjöra það, var það auð-
sótt mál og taldi Guðrún að ekki
hefði brostið á skilninginn fyrir
henni. Bókakostur mun hafa ver-
ið góður á Hallormsstað og mun
Guðrún hafa reynt að nota sér
það. eftir því sem tök voru á.
Ekki varð hún nema árið á Hall-
ormsstað en fór næsta vor vinnu-
kona að Arnkelsgerði til Niku-
lásar bónda, sem var þá oddviti
Vallahrepps. Þuríður hét kona
hans og var ljósmóðir. Var hjá
þeim allmikill búskapur og i
mörgu að sýsla. Orð fór af að
Nikulás stundaði mikið rjúpna
veiðar, var hann af þeim sök-
um, einnig líka vegna oddvita-
starfa sinna, mikið að heiman og
kom oft ekki nálægt fjárhirð-
ingu. Urðu þá vinnukonur að
hirða féð og gefa því, en húskarl
ar munu hafa verið sendir með
rjúpurnar á Seyðisfjörð, því þang
að voru þær fluttar til _að fá eitt-
hvert verð fyrir þær. í Arnkels-
gerði ílengdist Guðrún í 3 ár
og vandist þar ýmsu því Þuríður
húsfreyja varð líka að vera að
héiman og gegna sínum skyldum.
(ljósmóðurstarfinu) Komu hús-
móðurstörfin þá í hlut vinnu-
kvenna, en Guðrún var bæði dug
leg og myndarleg, og hafði jafn-
framt áhuga fyrir að vinna hús-
bændum sínum það gagn sem
hún mátti. Má vel vera að þetta
hafi komið henni sjálfri eitthvað
að gagni seinna á ævinni.
Vorið 1901 fór Guðrún vinnu-
kona að Eyjólfsstöðum á Völl,
um til Vigfúsar Þórðarsonar,
kona hans var Sigurbjörg Boga-
dóttir. Þetta sama vor var Vig-
fús vígður prestur og veittur
Hjaltastaður og fór Guðrún með
prestshjónunum þangað þá um
vorið. Um veturinn naut Guðrún
einhvern tíma tilsagnar séra
Vigfúsar í dönsku og varð það
undirstaða þess að hún gat seinna
lesið bækur á Norðurlandamál-
um, sér til fullkomins gagns.
Guðrún dvaldist bara árið á
Hjaltastað, en fór vorið 1902
kaupakona að Kóreksstöðum til
Sveins bónda Björnssonar, sem
bjó þar þá ókvæntur með móður
sinni. Um haustið að loknum hey-
önnum fór svo Guðrún á sauma-
verkstæði Rósu saumakonu á
Seyðisfirði og lærði þar að smiða
og sauma karlmannaföt, en það-
kaupakona að Kórekstöðum árið
á eftir 1903. Var þá Guðrún lið-
lega tvítug og orðin fullvaxta
kona. Hún var vel í meðallagi
há, beinvaxin og samsvaraði sér
vel, kvikleg á fæti og létt í hreyí-
ingum, hárið bleikrautt að lit,
nokkuð mikið. Hún var bláeyg
og augnaráðið fast og ókvikult,
en jafnframt fullt af glampandi
fjöri og.kátínu. Guðrún var líka
glaðlynd og gamansöm, en þó hóf
söm í gleðinni. Hún var prýðisve)
vinnandi, iðjusöm og vandvirk.
Líka var Guðrún djarfleg í fram
komu, ófeimin og öll var konan
hin skörulegasta. Má nærri geta
hvort Guðrún hefur ekki átt
ýmsa aðdáendur í hópi ógittu
mannanna. En hlutskarpastur
varð Sveinn Björnsson húsbóndi
hennar og gengu þau í hjóna-
band þann 26. júni 1905. Tók nú
Guðrún við búsforráðum með
manni sínum og voru ungu hjón-
in mjög vinsæl bæði á heimili og
í Héraði. Liðu nú fram árin til
1916 að Sveinn maður Guðrúnar
lagðist í heiftugri lungnabólgu,
sem leiddi hann til dauða. Varð
hann mörgum harmdauði. Þótci
Sveinn ágætur maður og hafði al
mennt orð á sér fyrir manngæði
og drengskap. Má nærri geta hví-
líkur missir þetta hefur orðið
fyrir eftirlifandi konu hans, sem
stóð nú einmana uppi með 5 börn,
2 höfðu þau misst. Börn þeirra.
Sveins og Guðrúnar, sem upp
komust exru þessi: Guðrún Björg,
sem er elzt gift í Reykjavík
Herði Jóhannessyni málarameist,-
ara. Var Guðrún heitin hjá þeim
síðustu æviárin sín og naut um-
hyggjusamrar aðhlynningar dótt
ur sinnar og tengdasonar. — Hin
eru Björn búsettur og giftur i
Hafnarfirði, kona hans: Guðríður
Bæringsd., Þórdís kona Björns
Guttormssonar á Ketilsstöðum,
Einar málari, Snotrunesi, kona
hans Ólína Halldórsdóttir, og
Ester ógift í Reykjavík. Var hún
tekin ung í fóstur af hjónunum
Þórarni Jónssyni pg Guðrúnu
konu hans, að Jórvík í Útmanna-
sveit og ólst hún þar upp.
Var nú úr vöndu að ráða fyrir
Guðrúnu. Búið mun heldur hafa
gengið saman, þá árin á undan,
og nokkrar skuldir hvíldu á því.
Gu'orúnu voru boðin barnfóst-
ur, en hún hafnaði þeim tilboð-
um, en réði til sín fyrir ráðs-
mann Pétur Pétursson frá Bessa-
staðagerði í Fljótsdal og sat hún
svo í óskiptu búi til vorsins 1918
að búið var selt. Allir sem áttu
skuld að heimta í dánarbúið
fengu þó sitt, en iítið varð það,
sem kom til skipta Fóru þau svo
frá Kóreksstöðum og bjuggu
næstu árin á ýmsum stöðum i
Hjaltastaðaþinghá. Árið 1923, 2.
sept. létu þau vígja sig í hjóna-
band Pétur og Guðrún. Voru þau
efnalítil og mun Guðrún þá hafa
verið búin að láta frá sér öll
börnin af sínu fyrra hjónabandi.
Og vita þeir sem reynt hafa hvi-
líkum sársauka slíkt getur vald-
ið. Um þesar mundir hafði Pétur
maður Guðrúnar tekið að sér
bréfhirðingu á Hjaltastað og póst
ferðir á milli Egilsstaða og Borg-
arfjarðar, sem hann hafði eftir
það í 30 ár.
Vorið 1925 fluttust þau hjónin
ofan í Njarðvík við Borgarfjörð,
og hófu þar búskap, áttu þau fá-
ar skepnur en 12 kvígildis ær
fylgdu jörðinni og bætti það dá-
lítið um fyrir þeim, svo og það
að Pétur hafði póstinn eins fyrir
því, þó erfitt væri. Þurfti hann
nú fyrst að_fara upp að Egils-
stöðum og taka þar póstinn og
fara með á Borgarfjörð, og taka
þar póst aftur og flytja í Egxls-
staði, síðan að fara heim af:ur
til Njarðvíkur. Urðu með þessu
móti 4 ferðirnar, sem- Pétur
þurfti að fara hverju sinni á mitli
Borgarfjarðar og Egilsstaða i stað
inn fyrir 2 ef hánn hafði átt
heíma í grend við Egilsstaði. Eink
um kom þetta hart niður á póst-
inum þegar ekki var hægt að
koma við hestum, sem ekki var
nærri ævinlega að vetrinum.
Oft dugðu ekki 4 dagar til þess-
ara ferða, svo kom og„ fyrir að
pósturinn þurfti að bíða jafnvel
heilan dag á stundum. Þessar
ferðir munu hafa verið 15 á ári
fyrst alllengi en var seinna fjöig-
að, svo þær urðu hálfsmánaðar-
lega. Kom þetta allverulega nið-
ur á Guðrúnu á meðan drengir
þeirra voru ungir, því þá þurfti
hún sjálf að hafa á hendi bæði
innan og utanbæjar verk hvemig
svo sem viðraði. Kom nú Guð-
rúnu að góðu haldi að hún hafði
á yngri árum dálítið fengizt við
gripaönnun en oft voru þetta erf-
iðir tímar og haani minnisstæðir,
sem von var.
Þau Pétur og Guðrún eignuð-
ust 5 börn og aru þau öll á lifi
og gift, Hulda elzt alin upp á
Hóli hjá hjónunum Geirmundi
Eiríkssyni og Guðnýju konu
hans, hún er nú gift í Reykjavík;
Hjalti bóndi í Snotrunesi, hans
kona Björgheiður Andrésdóttir.
Eiður bóndi á Snotrunesi, kona
hans Margrét Halldórsdóttir;
Ásthildur húsfreyja í Njarðvík,
maður hennar Björn Andrésson.
Og Brynjar sem er yngstur syst-
kinanna fóstraður upp á Galta-
stöðum úti í Tungu Hann er nú
giftur og búsettur á Nýlendu hjá
Sandgerði, kona Bára Magnús-
dóttir. Barnabörn Guðrúnar eru
nú 30.
Njarðvik er þannig í sveit kom-
ið að þar hefur bæði fyrr og síðar
á meðan fólk fór ferða sinna á
hestum eða fótgangandi, verið
áningarstaður ferðamanna. Marg
ir gistu þar eða þágu góðgjörðir
áður en lagt var á Gönguskarð
(fjallvegur), eða suður um Njarð
víkurskriður, sem mörgum
þurfti að fylgja yfir. Húsakynni
hjá þeim hjónum voru þröng, en
sagt hefur verið að „þar sem er
hjartarúm, þar sé einnig hús-
rúm“ svo var og í Njarðvík, að
tekið var á móti gestum og gang-
andi jafnvel lemgur en húsrúm
hrökk til.
Guðrún var óskálagengin eins
og lang algengast var lengi um
alþýðukonur á Islandi, en
hún var eins og áður segir
bókhneigð og þó hún hefði lang-
oftast nauman lestrartíma þá var
hún fljót að nema og minnug i
betra lagi. Eins og drepið er á
hér að framan las hún bækur á
Norðurlandamálum sér til fróð-
leiks, og hún kunni ógrynni af
ljóðum, þulum og lausavísum
I eftir marga höfunda. Oft gat hún
j líka komið með vel kveðnar vís-
ur, sem áttu vel við það, sem um
var rætt í það og það skiptið.
íslenzku skrifaði hún mikið til
rétt, án þess að hafa fengið í því
nokkra tilsögn. Guðrún var vel
greind og létt um mál. Aldrei
var hún utangátta um þau mái-
efni sem til umræðu voru, og
lagði jafnan gott til þeirra mála,
sem hún var til kvödd. Hún var
því töluvert menntuð, þó hún
hefði aldrei í skóla komið.
Skapkona var Guðrún og sat
þá ekki ævinlega á geðinu en
varð ævinlega jafnfljót að stillast
aftur, en þar kom enginn að tóm
um kofunum, sem Guðrún var.
Hún kunni frá mörgu að segja
og margir höfðu gaman af að
tala við hana. Hvort Guðrún hef-
ur verið trúkona,veins og oft heí-
ur verið lagt svo mikið upp úr,
skal ekkert sagt um hér, en hún
vildi að öllum bæði mönnum og
málleysingjum liði vel sem hún
hafði yfir að segja, en það er á
sinn hátt, þó einn bezti þáttur-
inn í því að búa vel
Sannur manndómur var álla
tíð einn af eðlisþáttum Guðrún-
ar, sem komu fram í mörgum
myndum á starfssviði hennar
bæði í hugsua, athöfnum og
breytni.
Skal hér sagt frá einu atriði
því til sönnunar, í þeim þætti
hennar: Eitt sinn er hún var að
fara hingað austur frá Reykja-
vík, til að sjá félk sitt, eftir að
hún fór að vera að mestu fyrir
sunnan, átti ég gem skrifa þessar
línur xir í aðgjörð þar austurfrá,
og hafði beðið einhvern kunn-
xlgan að senda mér það ef yrði
ferð. Var nú Guðrún beðin fyrir
úrið til mín og tók hún við þvi
nýviðgjörðu og gangandi, var svo
gamla konan sitthvað að hand-
leika úrið en missti það niður í
gólfið með þeim afleiðingum að
það hætti að ganga. Sendi hx'm
þá úrið til úrsmiðs aftur og kost-
aði aðgjörðin kr. 130,—, færði
svo Guðrún mér úrið, og komst
ég að því að hún hafði borgað
úr sínum vasa fyrir aðgjörð á
því. Vildi ég nú greiða Guðrúnu
þá upphæð, sem hún hafði lagt
fram vegna þessa, en við slíkt
var ekki komandi. Sagði hún eitt
hvað á þessa leið „Þó ég tæki
ekki úrið til ábyrgðar, þá tók ég
við því gangandi, og ég skal sjálf
þó ég sé ekki rík, bera allan
kostnað af því að glopra því 1
gólfið, þó aldrei nema það kost-
aði mig nokkrar krónur að fá
gjört við það aftur“. Svona var
Guðrún ósérhlífin á alla lund.
Á sextugs aldri var Guðrún
farin að verða mjög slitin og
heilsu hennar fér þá að fara ört
hnignandi, leið henni þá oft ilia
en hún bar það lengi vel með
þolinmæði. En það voru erfiðir
tímar. Fór hún þá til Reykjavík-
ur sér til lækninga og eftir það
dvaldist hún ýmist heima eða í
Reykjavík oft á sjúkrahúsum, en
annars á heimili G. Bjargar dótt-
ur sinnar Mávahlíð 27 og síðustu
árin alveg hjá henni, sem áður
segir.
Minningin um Guðrúnu
fyrnist seint þeim sem kynnt-
ust henni. Hún dó 7. júlí sl.
og hvíla jarðneskar leifar
hgnnar í Fossvogskirkju-
garði. Þar sem er laginn eitu
og skáldið sagði „Konungur-
inn við kotungs síðu, þeir
hvílast báðir jafnt“. i •
Halldór Ármannsson. '