Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLHÐIÐ Föstudagur 25. sept. 1959 r - . - f>mH i mmirm ^mmuammmrnmái liiillílt II 1«r-i JH ■;: - - —4 Ríkharöur fer til Arsenal Kynnist þar æfingum — æfir og keppir RÍKHARÐUR Jónsson, hinn kunni knattspyrnu maður frá Akranesi, er nú á förum til Englands, þar sem hann mun dvelja næstu mánuði við knattspyrnuiðkun. Er fullgengið frá því að Ríkharður dvelst hjá hinu stóra og heimsfræga félagi Arsenal í London. Ríkharður heldur utan hinn 5. október næst- komandi og förin er fyrst um sinn ákveðin um tveggja mánaða skeið. Sundfólk á Sundmóti Akureyrar. Piltarnir eru, talið frá v.: Óli, Vernh., Júlíus, Björn, Baldvin, Eiríkur og Guðm. — Stúlkurnar eru, 1. röð frá v.: Auður, Sigrún, Erla M., Alma. 2. röð frá v.: Rósa, Guðný, Súsanna. 3. röð frá v.: Erla, Halldóra, Helga. (Ljósm. G. Ólafsson). ★ Nokkur aðdragandi íþróttasiðan náði tali af Rík- harði í gær og spurði hann um þessa fyrirhuguðu för. — Það hefur áður komið til tals að ég færi utan til Englands til knattspyrnuiðkana. Þegar enska landsliðið var hér á ferð 1956 var á utanför til Englands minnst og bréfaskriftir hófust um það en féllu síðan niður. Á s.l. ári opnaðist möguleiki á því að komast til Arsenal. En af utanferðinni gat ekki orðið þ.á. Á Að æfa og keppa og læra Málið var tekið upp að nýju í haust og er nú eiginlega frá því gengið. — Og hver er tilgangur farar- innar? — Fyrst og fremst að fylgjast með æfingum hjá þessum stór- körlum knattspyrnunnar, fá að æfa með þeim og kynnast starf- semi félagsins knattspyrnulega. Ég bað einnig um það, hélt Rík harður áfram, að fá að leika með B-liði félagsins. Tilgangur farar- innar er því einnig sá að æfa af krafti og keppa — vonandi í góð- um liðum. ýf Árangur æfinga kemur - fljótt í ljós — Þú hyggur gott til fararinn- ar? — Já, ekki sízt vegna þess, að ég hef aldrei átt þess kost að æfa knattspyrnu eins mikið og eins vel og ég hefði viljað. Síð- ustu árin hef ég orðið að vinna óeðlilega langan vinnudag vegna húsbyggingar og fyrst í sumar íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag ÍÞRÓTTAÞING íþróttasambands íslands 1959 hefst í kvöld og stendur yfir laugardag og sunnu- dag. Þingið verður sett kl. 8,30 e. h. af forseta ÍSÍ, Benedikt G. Waage. íþróttaþingið fer fram í Fram- sóknarhúsinu, uppi, við Frikirkju veg. Þar munu líklega mæta um 50 fulltrúar héraðssambanda, íþróttabandalaga og sérsambanda og auk þess nokkrir gestir. Fjölda mörg mál bíða úrlausnar þessa íþróttaþings. vann ég eðlilegan vinnudag — þá vann ég 10 tima að jafnaði. Það er „lúxus“. Ég hafði með því kost á að æfa á hverjum degi — gerði það í maímánuði og náði mér furðu fljótt á strik. Það er sannarlega ánægjulegt að Ríkharður — sem öðrum frem ur hefur verið stoð og stytta ísl. landsliðsins undanfarinn rúman áratug, skuli nú loks eiga þess kost að kynnast knattspyrnu og æfingum þar sem slíkt gerizt bezt. Ekki er að efa að það kem ur ísl. knattspyrnu að góðu fyrr eða síðar. — A. St. Góður árangur á sundmóti á Akureyri SUNDMÓT Akureyrar var haldið dagana 9. og 10. þ. m. Keppend- ur voru frá Akureyrarfélögunum KA og Þór. Þátttaka var állgóð og árangur var eftirtektarverður í mörgum greinum. — Sérstaka athygli vakti kornungur sund- maður, Óli Jóhannsson, 13 ára, en hann sigraði í 50 m skriðsundi og náði 2. sæti, bæði í 100 og 400 m sundi. Sigrún Vignisdóttir, sem er aðeins 11 ára, hefur strax í sínum fyrstu sundkeppnum, náð furðumiklum hraða og þreki. Hinar þekktu sundkonur, Helga Haraldsdóttir og Rósa Pálsdóttir, bættu enn tíma sína og náði Rósa nú sínum langbezta tíma í 100 m skriðsundi, eftir mikla hörku í endaspretti. Met Helgu í bak- sundinu er mjög gott þegar texið er tillit til þess að þetta er fyrsta keppni hennar í þeirri grein, en tímar hennar í bringusundunum eru aðeins sekúndubrotum lax- ari en gildandi Akureyrarmet. — Mót þetta var vel undirbúið af Sundráði Akureyrar og gekk það liðlega. Prentuð leikskrá var nú gefin út og er það ánægjuleg og nauðsynleg nýlunda, sem sjálf- sögð þótti þó fyrr á árum sunds- ins hér. Að þessu sinni var ó- venjumargt um áhorfendur, sem hvöttu keppendur óspart og er það sundfólkinu ómetanlegur styrkur, að finna áhuga fólksins fyrir íþróttinni. — Helztu úrslit mótsins urðu sem hér segir: 50 m skriðsund kvenna: 1. Erla Hólmsteinsd. Þór 36,5 sek. 2. Rósa Pálsdóttir KA 36.8 — 3. Helga Haraldsdóttir KA 36,8 — 200 m bringusund kvenna: 1. Helena Haraldsdóttir KA 3:23,1 mín. 2. Sigrún Vignisdóttir KA 3:45,7 — 50 m skriðsund telpna: 1. Rósa Pálsdóttir KA 37,4 sek. 2. Auður Friðgeirsdóttir KA 40,2 — 3. Alma Möller KA 41,7 — 100 m skriðsund kvenna: 1. Rósa Pálsdóttir KA 1:23,6 mín. 2. Erla Hólmsteinsdóttir I»ór 1:26,1 — 3. Guðný Bergsdóttir KA 1:34,3 — ' 100 m bringusund kvenna: 1. Helga Haraldsdóttir KA 2. Sigrún Vignisdóttir KA 3. Súsanna Möller KA 50 m bringusund telpna: 1. Sigrún Vignisdóttir KA 2. Alma Möller KA 3. Auður Friðgeirsd. KA 50 m baksund karla: 1. Eiríkur Ingvarsson KA 2. Björn Arason KA 3. Júlíus Björgvinsson I>ór 100 m skriðsund karla: 1. Björn Arason KA 2. Óli Jóhannsson KA 3. Eiríkur Ingvarsson KA 200 m bringusund karla: 1. Júlíus Björgvinsson I>ór 2. Guðm. Þorsteinsson KA 3. Eiríkur Ingvarsson KA 50 m skriðsund drengja: 1. Óli Jóhannsson KA 2. Björn Arason KA 3. Atli Kristjánsson KA 4x50 m skriðsund karlP • 1. A sveit KA 2. B sveit KA 400 m skriðsund karla: 1. Björn Arason, KA 2. Óli Jóhannsson KA 3. Vernharður Jónsson KA 100 m. bringusund karla: 1. Baldvin Bjarnason KA 2. Júlíus Björgvinsson Þór 1:26,0 — 3. Guðm. Þorsteinsson KA 1:26,3 — 50 m baksund kvenna: 1. Helga Haraldsd. KA (Ak.met) 42,6 2. Rósa Pálsdóttir KA 44,6 3. Erla Möller KA 47,3 50 m flugsund karla: 1. Vernharður Jónsson KA 40,2 sek. 2. Eiríkur Ingv.arsson KA 41,4 — 3. Björn Arason KA 45,3 — 4x50 m skriðsund kvenna: A-sveit KA 2:40,4 mín. B-sveit KA 3:04,7 — 1:35,1 rr.ln. 1:40,1 — 1:42,9 — 45,5 sek. 47,9 — 50,0 — 37,7 sek* 40,3 41,1 — 1.09,5 : mín. 1.10,8 — 1.13,7 — 3:04,9 : mín. 3:09,8 — 3:24,5 — 30,4 sek. 30,5 — 33,0 — 2:09,9 i mín. 2:31,3 — 6:09,7 mín 6:20,2 — 6:20,9 — 1:24,9 mín. KA Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu 1959, talið frá v. fremri röð: Sigurður, Sig. Óli, Gissur, Einar, Þór, Björn. Aftari röð: Árni, Gunnar, Stefán, Jón, Jakob og Birgir. (Ljósm, Matth. Gestsson). KA Norðurlandsmeísfari í knaftspyrnu MEISTARAMÓT Norðurlands í knattspyrnu fór fram á Akur- eyri fyrir nokkru Úrslit urðu þau, að Knatt- spyrnufélag Akureyrar varð Norðurlandsmeistari í knatt- spyrnu 1959, vann alla sína leiki, og vann til eignar bikar þann er keppt var um ,en bikar þennan gaf Knattspyrnufélag Siglufjarð ar fyrir þrem árum. Úrslit einstakra leikja urðu: KA — HSÞ 10:2; Þór KS 4:2; HSÞ — KS 3:2; KA — Þór 9:2; Þór — HSÞ 3:2; KA — KS 5:1. Að lokinni keppni á sunnudag sleit Ármann Dalmannsson, form. ÍBA mótinu í kaffisamsæti er haldið var að Hótel KEA fyrir keppendur og starfsmenn móts- ins. KA sá um mótið. — Mag. Stjórn SKÍ vill að 4 fari til Squaw Walley * — Ffá aðalfundi Skíðasambandsins ÞING Skíðasambands íslands var haldið á Akueyri um sl. helgi. Mættir voru 28 þingfulltrúar víðs vegar að landinu. Ármann Dal- mannsson form. f.B.A. var kos- inn þingforseti. Form. S.K.I. Her- mann Stefánsson, flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi sambands- ins á liðnum vetri. Tveir erlendir kennarar Höfðu tveir erlendir þjálfarar starfað á vegum sambandsins, finnskur stökk- og göngukennari, Ale Laine, er dvaldi á Akureyri, ísafirði, Ströndum og Siglufirði og Egon Zimmerman frá Austur- ríki, einn af þrem beztu svig- mönnum heims. Hafa Norðmenn og Svíar ekki átt þess kost að fá slíkan afburðamann, en það sem varð til þess að Zimmerman náðist til íslands, var það, að hér er hægt að æfa skíðaíþrótt- ir eftir að keppnistímabilinu lýk ur erlendis. Dvaldi Zimmerman á Akur- eyri, Siglufirði, ísafirði og Reykjavík við þjálfun, aðallega á flokki svigmanna, sem landsliðs nefndin hafði valið til undirbún- ings fyrir Ólympíuleikana í Kaliforníu í febrúar n.k. Lands- liðsnefnd minnkaði svo þennan hóp niður í 8 manna landslið, nú í sumar. Stjórn S.K.f. hefir lagt til við Olympíunefnd íslands, að sendir verði 4 svigmenn á leikana í Squaw Valley. Nú samþykkti Skíðaþing, að Skarphéðinn Guð- mundsson stökkmaður verði fyrst ur manna sendur á Ólympiuleik- ana. Stjórnin hefir samið og fjöl- ritað reglur í svigi, bruni og stór- svigi og var þeim útbýtt á þing- inu. Stjórn S.K.f. á lögum sam- kvæmt, að setja keppnisreglur og áskilur sér rétt til að breyta þeim reglum áður en þær fara í prentun, sem verður nú í haust, ef fjárhagur leyfir. Sérstaka athygli vakti frammi- staða íslenzku skíðamannanna á seinasta Holmenkollenmóti. Varð Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.