Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. sept. 1959
MORCVWBLAÐIÐ
3
J»essi mynd var tekin í fyrradag austur í Þjórsárdal og sýnir ijársafn Árnesinga, það sem réttað var í gær í Skaftholtsrétt
og réttað verður í dag í Skeiðarétt. Mynd þessa tók Hannes Pálsson ljósmyndari. Er hún tekin frá Gaukshöfða og sér upp
. með Þjórsá.
STAK8TEIMAR
„Óskiljanlegt bull“
Á laugardaginn var birtust á 3.
síðu Tímans þrjú viðtöl. Hið
fyrsta nefndist „Jómfrúrferð með
Sigurði Ólasyni á Hafravatni",
annað „Seisvararorustan“ og var
við Pétur Hoffmann Salomons-
j son. Hið þriðja hét „Tyrknesk
böð og grísk tónlist. Spjallað við
Kristján Árnason nýkominn frá
Aþenu“,
Á sunnudaginn stóð svo í Tím-
anum:
„Athugasemdir.
Undirritaður neyðist til þess að
taka það fram, að „viðtal“ það
við mig, sem birtist hér á 3. síð-
unni í gær, er meira og minna
ósatt og rangt eftir haft, og grein-
in í heild óskiljanlegt bull, enda
sett í blaðið algerlega án minnar
vitundar.
Sigurður Ólason.
Þar sem ég rakst á viðtal í Tím-
anum, sem eignað er mér, vil ég
taka fram eftirfarandi:
Freistingin
Bóka-
þjófar
eru bí-
rœfnir
BÓKAÞJÓFNAÐUR hefur
lengi verið landlægur á ís-
landi, enda um auðugan garð
að gresja, einkum hin síðari
ár, þegar hvert bókaforlagið
hefur sprottið upp af öðru, og
bókabúðum fjölgað svo ört, að
mörgum finnst nóg um. Þetta
er þó gleðilegur vottur þess,
að bókaást íslendinga er ekki
alveg fjöruð út á þessum has-
ar- og kynóra-tímum, sem nú
eru við lýði.
Fátækir bókaunnendur hafa oft
orðið að grípa til þess ráðs, til
að gleðja hungur hjarta síns, að
náþpa einni og einni bók, sem
þeir hafa ekki getað komizt 'yfir
á annan hátt. Ekki eru þó allir
bókaþjófar haldnir taumlausri
ást á bókum, heldúr mun meiri
hluti þeirra hafa sterkari ást á
auðgripnum peningum.
Hjá Bakadómaraembættinu
liggur nú fyrir eitt slíkt mál. —
Bókaþjófurinn er 16 ára reyk-
vískur piltur, er undanfarna mán
uði hefur lagt stund á bóka-
þjófnað í bókabúðum bæjarins
og selt fenginn fombóksala ein-
um hér í bæ fyrir niðursett verð.
Piltur þessi játar að hafa und-
anfarnar vikur stolið bókum , að
verðmæti um 9000 krónur í út-
sölu, og selt þær aftur fyrir þriðj
ung þess verðs.Þjófnaðina framdi
hann í alls 6 bókabúðum, en hafði
þó sérstakar mætur á einni búð-
inni, þa sem honum virtist eftvr
litið slælegast.
f nokkur skipti hafði hann með
sér annan pilt, á svipuðu reki.
Aðferð þeirra var sú, að annar
þeirra sneri sér til afgreiðslu-
stúlkunnar og bað hana um bók,
sem þeir höfðu fyrirfram kynnt
sér að lá ekki frammi í verzlun-
inni, svo stúlkan varð að bregða
sér frá til að nálgast bókina,
fylgdi annar henni eftir, en hinn
tróð inn á sig á meðan. Síðan fóru
þeir félagar heim til fornbóka-
salans (ekki í búðina) og seldu
honum bækurnar, sem oftast
voru ekki valdar af ódýrara tag-
inu, og skiptu fénu jafnt á milli
sín.
Bækurnar, sem hurfu úr bóka-
búðunum á þennan hátt voru
einkum Ferðabók Þorvaldar
Thoroddsen 2. bindi, Frá liðnu
sumri, Skagfirzk ljóð, Ævisaga
Snæbjarnar í Hergilsey, Virkir
dagar, íslandsferðin 1907, Lög-
fræðingatal, Guðfræðingatal, 7 ár
í Tíbet og svo framvegis, en pilt-
urinn, hafði kynnt sér, að þær
seldust vel. Þó mun staðsetning
bókanna í búðunum hafa ráðið
nokkru um valið
Alls hefur piltur þessi, ýmist
einn eða ásamt félaga sínum,
stolið um 20 eintökum af ferða-
bók Þorvaldar Thoroddsen, en
eitthvað minna af hinum bók-
unum, sem hér eru taldar upp.
Einstöku sinnum stal pilturinn
reyfurum, sem hann las áður en
hann seldi þá á 10 kr. stykkið.
í skýrslunni kom það fram, aö
pilturinn treystir sér ekki til að
nafngreina allar þær bækur, sem
hann hefur stolið, en lýsir útliti
þeirra í staðinn. Segist hanu
meðal annars hafa stolið eintaki
af einhverju „tali“ í grárri og
brúnni kápu, einnig bók með
mynd af slöngu utan á, sem heitir
í leit að einhverju, man ekki
hverju, og ljóðabók í svartri kápu
með hvítum stöfum.
Pilturinn stal bókunum venju-
lega um hádegið, en þá færra
afgreiðslufólk í búðunum og auð
veldara að átta sig. — Síðustu
þrjá dagana fyrir 17. júní, segist
hann hafa stolið bókum, sem
hann fékk um 700 krónur fyrir
hjá fornbóksalanum. Ljóst virð-
ist, að fornbóksalinn hafi vitað
um háttarlag piltsins, því piltur-
inn segir, að hann hafi eitt sinn
spurt sig, hvort hann ætlaði nú
ekki að fara að hætta þessu.
í sambandi við bókaþjófnaðinn
hafði blaðamaður Morgunblaðs-
ins tal af einum bóksalanna, sem
piltar þessir stálu frá. Sagði bók-
salinn, að bóksalar í Reykjavík
hefðu lengi vitað, að mikil brögð
væru að því að bækur færu út úr
verzlunum þeirra, án þess að
borgað hefði verið fyrir þær. —
Bókaþjófnaður þessara pilta væri
ekkert einsdæmi, myndi stolið
meira og minna allan ársins
hring, ekki sízt fyrir jólin. Erfitt
hefði reynzt að hafa hendur í hári
bókaþjófanna, sem væru oft
fram úr hófi slyngir og slóttugir.
Til dæmis segist hann eitt sinn
orðið þess var, að 3 bindi af 5
bindum nýjustu útgáfunnar á
verkum Davíðs Stefánssonar,
uefðu verið horfin af sínum stað.
Þótti honum þetta kynlegt, og
spurði afgreiðslufólk sitt, hvort
það hefði selt 3 bindi úr safn-
inu, en ekki safnið allt. Svo
var auðvitað ekki. Bað hann það
þá að vakta þessi 2 eintök, sem
eftir væru. Var þetta gert.
Skömmu síðar urðu eintökin 2
uppnumin fyrir framan nefið á
furðulostnu afgreiðslufólkinu.
Það hefur þó nokkrum sinnum
kornið fyrir, að við höfum staðið
bókaþjófa að verki, t. d. sagði
einn starfsbróðir mér frá litlum
dreng, sem stakk inn á sig ein-
taki af bókinni Móðir mín, rétt
fyrir jólin og hefur sennilega
ætlað að gefa móður sinni. Bók-
salinn vatt sér að drengum- og
sagði honum, að bókin kostaði
svo og svo mikið. Og sá stutti
varð að tína til alla aurana, sem
hann var með í vasanum.
í bókabúðinni hjá mér eru til
5 stór bindi af erlendri reiknings-
bók og inni í hverju bindi er
reikningsstokkur, sm fylgir bók-
inni. Ýmsir strákar virðast hafa
ágirnd á svona stokkum, og er
ekki um það að spyrja, að á
skömmum tíma voru allir reikn-
ingsstokkamir horfnir, þrátt
fyrir það, að afgreiðslufólkið
hefði ekki augun af bókunum.
En þetta fer nú að verða erf-
ara viðfangs fyrir bókaþjófana,
því að bóksalar hafa nú aflað sér
tækja, sem munu gera það næst-
um ómöguegt fyrir þessa karla
að stunda iðju sína, án þess að
verða staðnir að verki. Erlendis
tíðkazt það að nota sjónvarp til
þess að fylgjast með öllu sem
fram fer í búðunum.
Hugsum við bóksalar gott til
þeirra tækja, sem við höfum afl-
að okkur, sagði bóksalinn að lok-
um.
Barnaveriidar-
hreyfingin 10 ára
LANDSSAMBAND ísl. barna-
verndarfélaga heldur landsfund
um barnaverndarmál dagana 18.
og 19. þ.m. Fundurinn hefst kl.
2 e.h. í Góðtemplarahúsinu. Rædd
verða auk félagsstarfsins ýmis að-
kallandi mál í vernd barna og
unglinga. í kvöld kl. 8,30 vcrður
hátíðleg samkoma í hátiðasal Há-
skóla íslands í tilefni þess að nú
eru liðin rétt 10 ár síðan fyrsta
barnaverndarfélagið var rtoínað.
Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, flytur er-
indi: Með köldu blóðú Kristinn
Hallsson óperusöngvari syngur,
Fritz Weisshappel leikur undir.
Áhugafólki um barnaverndarmál
er heimill aðgangur að fundum
sambandsins, meðan húsrúm leyf-
ir.
1) Fæst þeirra orða, sem eftir
mér eru höfð í tefndu viðtali eru
mín eigin orð.
2) Þau fáu orð, sem ég get
gengizt við í þessu viðtali, eru
svo úr lagi og samhengi færð, að
nær væri að nefna ritsmíð þessa:
Samtal blaðamanns við sjálfan
sig.
Kristján Árnason"
í næsta blaði Tímans þar á eft-
ir birtist
,,Enn ein athugasemd“
Hún hljóðaði svo:
„í Tímanum á laugardag birt-
ist viðtal \ ið Kristján Árnason
og frásögn af reynsluför aýs báts
Sigurðar Ólasonar, lögfræðings,
á Hafravatni. Báðir þessir menn
eru samtaka um að bera allt til
baka sem eftir þeim er haft í blað
inu. Undirritaður vill taka fram
að viðtölin bæði eru efnislega
sannleikanum samkvæmt og rétt
eftir höfð og er reiðubúinn að
standa við það, hvar og hvenær
sem er. Hins vegar reyndist ekki
unnt að ná til þeirra í tæka tíð
til að bera i ndir þá þessi greinar-
korn og eru þeir beðnir auðmjúk-
lega afsökunar á því.
Er i fyllsta máta furðulegt hvað
þeir hafa brugðizt reiðir við sín-
um eigin orðum, en hvorugur hef
ur bent á eitt atriði, sem er rang-
lega eftir þeim haft. — Að vísu er
orðalagi sums staðar breytt og frá
sögnin gerð fyllri eins og tíðkast
i viðtölum, svo þau líti ekki út
sem þurrar yfirheyrslur og vitna-
leiðslur.
Jökull Jakobsson".
Svo er að sjá sem Pétur Hoff-
mann Salomonsson sé hinn eini
sem ekki telur á sig hallað, Enda
birti Tíminn enn í gær of nýja
frétt með fagurri mynd.
„Steinbiinua- eða
hræsni“
Hinir fyrri samstarfsmenn,
Framsókn og kommúnistar,
sem láta eins og velferð þjóðar-
innar sé komin undir því, að
þeim takist að endurreisa V-
stjórnina, halda áfram að sendast
á kveðjum. Þjóðviljinn segir t. d.
í gær um skrif Tímans:
„Slík steinblinda eða hræsni
sem birtist í þessari áminningu
til verkalýðs og allra launþega
mun einsdæmi í íslenzkum stjórn
málum: Framsóknarflokkurinn
er einmitt sjálfur nýbúinn að
sprengja samstarf verkamanna
og bænda á því að heimta 8%
launalækkun af verkamönnum!
Framsóknarflokkurinn gekk ein-
mitt í vetur í lið með auðhyggju-
öflunum til þess að níðast á laun-
þegum — jafnvel vann það til að
skaða bændur líka, tii að geta
níðst á verkamönnum."