Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 6
6 MORVVWTtrAÐlÐ Föstudagur 25. sept. 1959 Þá var öld- in önnur í BLAÐINU í gær er sagt frá því, að karfa- miðin við Nýfundna- land virðist alveg hafa brugðizt. — Hefir lítill afli verið þar að und- anförnu og íslenzkir tog arar eru ekki leng- ur að veið- um þar. — Á sama tíma í fyrra var afli mjög mikill á þessum slóðum og fylltu tog- ararnir sig- á skömmum tíma. — Myndin var tekin þá. — Full varpan er við síðu cogarans. ÚRSLIT í 6. umferð í opna flokknum á Evrópumeistaramót- inu er fer fram þessa dagana á Sikiley urðu þessi: Sviss vann Austurríki 63—43 England vann Danmörk 73—52 Ítalía vann Líbanon 101—27 Svíþjóð vann Finnland 56—44 Frakkland vann Belgíu 67—44 Noregur vann Spán 52—36 írland vann Holland 57—41 Egyptal. jafnt við Þýzkal. 44—46 í leiknum milli Englands og Danmerkur stóðu leikar í hálf- leik 44—32 Dönum í vil, en síð- ari hálfleik unnu Englendingar 40—8. Úrslit í 7. umferð: Irland jafnt við Noreg 53—48 England jafnt við Sviss 53—49 Egyptaland vann Spán 56—42 Þýzkaland vann Belgíu 48—37 Frakkland vann Finnland 73-^28 Líbanon v£Uin Svíþjóð 41—33 Ítalía vann Danmörk 67—33 Holland vann Austurríki 67—26 Að 7 umferðum loknum er staðan í opna flokknum: I. — 2. Frakkl. og Ítalía 14 stig 3. England 13 — 4. Sviss 11 — 5. Holland 10 — 6. Svíþjóð 9 — 7. Noregur 7 — 8. — 9. Austurríki og írland 6 — 10. Egyptaland 5 — II. —12. Finnl. og Þýzkal. 4 — 13. Spánn 3 — 14.—16. Belgía, Danmörk og Libanon 2 — Frakkland og Ítalía hafa unnið alla sína leiki og það yfirleitt með miklum yfirburðum. Eng- land varð að láta sér nægja jafntefli við Sviss í 7. umferð og kemur það engum á óvart þar sem Sviss hfur á að skipa mjög góðum spilurum. — Sá háttur er hafður á í keppni þessari, að þau lönd, er skipuðu 4 efstu sætin á síðasta Evrópumeistaramóti:; íta lía, Frakkland, England og Sví- MÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaagur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. ♦ * þjóð. spila saman í síðustu um- ferðunum svo margt getur breytzt enn. Þriðjudaginn 6. október n.k. hefst sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Keppni þessi verð- ur með þv£ sniði, að fyrst verða spilaðar 10 umferðir í hraðkeppn isformni. 6 efstu sveitimar munu síðan keppa innbyrðis um félags- haeistaratitilinn, en þar verða leikirnir með venjulegu sniði eða 40 spil hvor leikur. Tvær efstu sveitirnar í keppni þessari munu öðlast rétt til að keppa á næsta íslandsmóti. Þær sveitir er ekki komast í fyrrnefnda úrslita- keppni munu spila um verðlaun I. flokks. Nœg atvinna á Dalvík DALVÍK, 23. sept. — Það, sem af er þessum mánuði, hefur tíðar- far verið mjög gott og þó einkum sl. viku. Almennt mun nú hey- skap lokið hér í sveit, þó mis- jafnlega hafi gengið. I neðri hluta sveitarinnar höfðu sumir bændur ajhirt og lokið Slætti í byrjun þessa mánaðar, og voru heyin yfirleitt vel verkuð. En í dölun- um aftur á móti hefur heyskapur gengið mjög erfiðlega vegna sí- felldra óþurrka í ágústmánuði. Þó munu hey óvíða stórskemmd og töðufall yfirleitt meira en nokkru sinni fyrr. Jarðeplaupp- skera mun vera í góðu meðallagi. Göngur og réttir standa nú yf- ir og í gær hófst slátrun hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Mun gert ráð fyrir að slátrað verði rúm- lega 7000 fjár í haust og er það um einu þúsundi færra en í fyrra. Enn er nokkuð stöðug atvinna hér í þorpinu, við húsbyggingar, síldarflokkun og nú við slátúr- húsið. í dag losar Helgafell um 400 lestir af áburði hér og varð að fá mannafla úr sveitinni að mestu til að annast uppskipunina. Einn bátur, Hannes Hafstein, hefur byrjað róðra hér með línu og fengið nokkurn reyting, bæði á Skagagrunni og í Grímsey. — S. P. J. skrifar ur dagiegq lífínu „Það smáa er stórt í harm- anna heim“. KONA skrifar: Kæri Velvak- andi! Ég hef oft veitt því athygli hve margir koma með vandkvæði sín, til þín —, og þó þetta sem hér fylgir geti ekki kallast beint min vandkvæði þá er þó mannlegt að renna huga til þeirra sem i sorg sitja. Það leitar á hug minn, þetta sem fyrir kom á Akranesi zið- víkjandi ógæfuverki unga maans ir.s þar. Einar Benediktsson skáld segir, „Það smáa er stórt í harmanna heim, höpp og slys bera dular- líki“. Varð einmitt þetta smáa þarna — ekki upphaf að þessum mikla harmleik? Það smáa — að stúlkurnar sem iheyra í þeim í herberginu — heyra þau ræðast við -— fara ekki inn — til að skakka leikinn, held- ur eyða þær tíma í símanum, og þar á eftir hlaupa þær í næsía hús og vekja þar upp, maður þar að klæðast og komast upp í herbergið til þeirra, á meðan tíma — dýrmætum tíma — er eytt í þetta skellur ógæfan yfir, óbætanleg hörmung, verkið er framið. Það er þessi spurning sem sí og æ leitar á hug minn, því fóru ekki stúlkurnar strax inn og ráku piltinn út og afstýrðu þar með ógæfu sem nú er óbætanleg? Guð styrki piltinn, foreldra hans og aðra ástvini í þessari sáru sorg og þungu raun. Bj. G. Síðari hlutinn enn í gildi HÚSMÓÐIR á Seltjarnarnesi hefur sent Velvakanda eftir- farandi bréf: Kæri Velvakandi. „Seltjarnarnesið er lítið og lágt, lifa þar fáir og hugsa smátt“ Þessi góði fyrripartur fer nú bráðúm að tapa gildi sínu, því á nesinu eru nú risin heil hverfi af nýjum og glæsilegum húsum, enda von að fleiri vilji njóta þess dásamlega útsýnis, sem nesið hef- ur upp á að bjóða. En það er bara eitt stórt en. Áður en við förum að laða ferðamannastrauminn hingað, í guðsbænum, það vantar skolpræsi, og sorptunnur hér standa ótæmdar mánuðum sam- an — já. segi og skrifa mánuð- um. „Konurnar skvetta úr koppum á tún, karlarnir vinda segl við hún“. Engin ljós eða kattaraugu ALEIÐ að austan úr sveitum í fyrrakvöld, mætti ég mörg- um bílum, eins og lög gera ráð fyrir. Það var komið myrkur og það sem mér þótti einkennilegast var, að bílarnir sem voru flestir stórir flutningabílar, höfðu eng’n ljós eða kattaraugu á stýrishúss- hornum eða pallhornum. Ég velti þessu fyrir mér og svo hitti ég bílstjóra hér niðri í bæ, sem sagði mér þetta: Þeir hjá bílaeftirlitinu hafa lagt blátt bann við því að ljós séu á hornum stýrishúsa. — Þeir hafa bannað allt sem þeir, telja óþarfa Ijós. Nú er þó vitað sagði bilstjórinn og endurtók, að úti í löndum þar sem um- ferðin á vegunum er margfalt meiri, þar þykir sjálfsagt að hafa hornljós á stýrishúsum bílanna, auk þess sem hafa ber kattaraugu á pallhornum. En mér þætti fróð- legt að vita, hvort öllum flutn- ingabílum beri skylda til þess að hafa kattaraugu, eins og t. d. bxl- ar og strætisvagnar hér eru skyld aðir til þess. Og þetta varðandi bannið á ljósunum á stýrishúsum flutningavagna, er alveg út í hött. Bilstjóri. Sagan um ostkistuna SVO mun vera til ætlazt, að þeir sem taka sér fyrir hendur að gagnrýna ritverk annarra manna, hafi lesið þau áður. Ekki hef ég að nokkru gagni lesið þau mörgu Njálurit, sem samin hafa verið á undanförnum árum og ekki ætla ég að gagnrýna þau, en þó þyk- ist ég glögglega sjá hvað þar er um að ræða. Því er haldið fram, að Njála sé ekki ,eins og við ís- lendingar höfum í einfeldni okk- ar trúað, sagan um Njál og Gunn- ar og Flosa og þeirra skyldulið, heldur skáldsaga eða lygisaga eins og slíkur samsetningur var nefndur. En þó er ekki látið við þetta sitja, því að nú mun sú skoðun vera að komast í tízku, að Njála sé þrátt fyrir allt saga um raunverulega atburði, aðeins ekki þá atburði sem hún segist vera um ,heldur Sturlungaaldarvið- burði, grimuklædda. Njáll er ekki Njáll og Flosi er ekki Flosi ,held ur Þorvarður og Höskuldur er Þorgils skarði o.s.frv., og hér er það sem menn þykjast aftur ætla að koma fyrir sig fótunum. En verður þeim stætt á þessu til lengdar? Það held ég ekki, nýjar leiðir verður að reyna og munu verða reyndar. En hvað er það þá, sem leyst getur vandann? Hver er skýringin á skýringunni? Hún er auðfundnari en margur hyggur. Því ekki að gera ráð fyr- ir því, að þeir þréttándu aldar menn ,sem koma fram í gervum Njálssögu, hafi verið að leika söguhetjurnar og tekizt það svo vel, að „sagan hafi endurtekið sig“ í bókstaflegum skilningi. Með því væri skrefið stigið til fulls og allt „komið í kring“, og Njálu mætti þá að nýju fara að lesa eins og hún kemur fyrir. Eitt atriði er það úr Njálugagn rýninni sem hlýtur að rifjast upp í þessu sambandi. Maður nokkur, ekki óþekktur, var að halda því fram að Njáluhöfundur væri svo óraunsær, að hann hirtj ekki um það stundinni lengur hvað hann væri áður búinn að skrifa, og líkti honum að þessu leyti við út- lenda samtímamenn hans, sem mjög ruglingslega skrifuðu. Njála væri „miðaldalistaverk". Eitt dæmið um þetta átti að vera sag- an um ostkistuna. „OStkistan, sem ein bjargaðist þegar annað brann“. Gagnrýnandinn mun hafa hugsað sér að ostkistan væri kista, sem ostar væru geymdir í, og þótti því kyndugt að hún skyldi koma við sögu eftir að Melkólfur hafði brennt útibúrið. Það er þetta atvik og vandræði gagnrýnandans með það, sem minnir mig svo sterklega á alla Njálugagnrýnina. Það var engin þörf á að gera þetta veður út af ostkistunni. Hún var ekki kista, heldur ostamótin, og var allan tímann inni í bæ og kom þess vegna aldrei til að hún brynni. Þorsteinn Guðjónsson. Rússtieskur togari bjargaði flug- monnum OSLO, 23. september. — (NTB/Reuter). — í GÆR hvarf brezk herflugvél af tegundinni Skyrider út af Noiyegsströnd. Flugvélarinnar eða áhafnar hennar var mikið leitað bæði í gær og í dag, en nú hefur upplýstst að hún hefur farizt, en rússneskur togari bjargaði áhöfn hennar. Mun togarinn skila áhöfninni í land einhvers staðar í Noregi. Atburður þessi gerðist í sam- bandi við flotaæfingar NATO- ríkjanna út af Noregsströnd. — Flugvélin, sem var nýleg og bú- in leynilegum nýtízku vopnum var frá brezka flugvélamóður- Iskipinu Victorious, og tók þátt í æfingunum. Ekki er vitað, hvað olii því, að flugvéUn fórst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.