Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Breytileg átt. — Rigning öðru hverju. H E LSI N Kl Sjá grein á bls. 13. 210. tbl. — Föstudagur 25. september 1959 Spor í áttina til efnahags- legs heil- brigðis Frá aðalfundi Verzlunarráðs Islands AÐALFUNDUR Verzlunarráðs íslands hófst í gær. 1 upphafi fundarins minntist Gunnar GuÖ- jónsson, formaður ráðsins, kaup- sýslumanna er látizt höfðu frá því síðasti aðalfundur var hald- inn, og heiðruðu fundarmenn minningu hinna látnu með því að rísa á fætur. Fundarstjóri var kosinn Árni Árnason, kaupmað- ur, og fundarritarar þeir Sveinn Finnsson og Gísli Einarsson. Formaður ráðsins flutti erindi um efnahagsmál. Lýsti hann efnahagsráðstöfunum þeim, sein gerðar voru um áramótin, og taldi þær spor í áttina til efna- hagslegs heilbrigðis. Gerði hann síðan grein fyrir þeim ráðstöf- unum, sem gera þyrfti, til að fullnægjandi árangur naeðist. — Fyrst og fremst bæri að gera ráðstafanir til þess, að bankaút- lánum og fjárfestingarmálum væri þannig skipað, að sú starf- semi leiddi ekki af sér verðbólgu. Ennfremur væri nauðsynlegt, að rikissjóður og útflutningssjóður væru reknir hallalaust. Formað- urinn ræddi síðan nauðsyn þess, að uppbótarkerfið yrði afnumið og dregið úr niðurgreiðslum á innlendar vörur, án þess að það kæmi niður á þeim, sem verst eru settir fjárhagslega. Að lokum ræddi formaðurinn skattlagningu fyrirtækja og þær breytingar, sem gera þyrfti þar á, svo að frjálsum atvinnurekstri væru bú- in sæmileg skilyrði. Þorvarður J. Júlíusson flutti skýrslu um störf stjórnar V. í. á liðnu starfsári. Höskuldur Ólafsson skýrði frá starfsemi Verzlunarsparisjóðsins. Rakti hann þróun sparisjóðsins frá stofnun og gerði grein fyrir rekstri hans og afkomu. Enn- fremur ræddi hann þörfina á verzlunarbanka. Magnús J. Brynjólfsson, formaður skóla- nefndar Verzlunarskóla íslands, ávarpaði fundinn og skýrði frá áformum um byggingu nýs skóla- húss við Þingholtsstræti. Benti hann á þá brýnu þörf, sem væri á auknu húsrými, og hvatti kaup- sýslumenn til að styðja fram- gang þessa máls eftir megm. Þá voru kjörnar nefndir, er fjalla eiga um þau mál, sem fyrir fund- inum liggja. Að lokum flutti viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ar- indi. Rakti hann þróun efnahags- málanna undanfarin ár og að- gerðir ríiksstjórnarinnar í þeim málum. Gerði hann grein fyrir skoðunum sínum á þeim vanda- málum efnahagslífsins, sem nú biða lausnar. Að loknu erindi ráðherrans var fundi frestað til kl. 2 í dag. Umferðaslysin orðin uggvænleg Borgarar og lögreglan verða að taka höndum saman — sagði lögreglustjóri á hlaðamannafundi 198 siíkum kærum á öiiu árinu 1958. Þessar tölur eru vissulega Á BLAÐAMANNAFUNDI í væri lögreglunni og öllum gær skýrði Sigurjón Sig- almenningi mikið áhyggju- urðsson lögreglustjóri frá því, að hin tíðu bifreiðaslys, sem verið hafa hér í Reykja- vík og nágrenni undanfarið, Héraðsmót að Hellu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður haldið að Hellu, sunnudaginn 27. sept. kl. 4 síðdegis. Ræður og ávörp flytja efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, þeir Ing- ólfur Jónsson, Guðlaugur Gísla- son, Sigurður Ó. Ólafsson og Jón Kjartansson. Fjölbreytta skemmtidagsskrá annast: Árni Jónsson, óperusöngv ari og leikararnir Haraldur Á. Sigurðsson og Ómar Ragnarsson, Hafliði Jónsson aðstoðar. Að síð- ustu verður stiginn dans. Stofnfundur Sjálfstæðis- félags Seltirninga ; STOFNFUNDUR Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður hald- S inn i Valhöll við Suðurgötu í kvöld kl. 8,30. — i ÓLAFUR THORS, form. Sjálfstæðisflokksins, S mætir á fundinum. efni. — Kvað lögreglustjóri nauðsynlegt að borgarar og lögreglan tækju höndum saman til þess að draga úr slysahættunni. Sagði hann að lögreglan ein og óstudd gæti litlu fengið áorkað. Væri nú í ráði að umferðarnefnd sneri sér persónulega í bréfi til allra þeirra bílstjóra, er at- vinnu hefðu af bílakstri, um að gera sitt til þess að ráða bót á þessu mikla vandamáli. Á fundinum voru mættir, ásamt lögreglustjóra, þeir Er- lingur Pálsson yfirlögregluþjónn, og Valgarð Briem, sem um þess- ar mundir er að hætta störfum sem framkvæmdastjóri umferða- nefndar. Það er staðreynd, sagði lög- reglustjóri, að þeir eru ennþá alltof margir, sem valda hættu i umférðinni. Þetta verður að breytast. Opinberir aðilar munu fyrir sitt leyti stuðla að því að svo geti orðið. Tölur þær, sem Reykjavíkurlögreglan hefir nú undir höndum varðandi slysfarir hér í bænum, sýna, að þar hefir orðið veruleg aukning. í þessu sambandi gat lögreglustjóri þess t.d., að það sem af er þessu ári, séu banaslys orðin 8 á móti 5 í fyrra. Bílaárekstrar eru orðnir allmiklu fleiri en á sama tíma í fyrra, — og þeir, sem kærðir ískyggilegar, sagði lögreglustjóri, og það er nauðsynlegt að vekja atþygli almennings á þeim. Finna verður ráð til þess að sporna við þessu ófremdarástandi. Lögregl- an mun herða á umferðareftir- litinu, og þess er að vænta að dómstólarnir beiti nú meira en gert hefir verið ökuleyfissvipting um. Sem fyrr greinir mun um- ferðarnefndin snúa sér bréflega til allra atvinnubílstjóra á leigu- bílum, vörubílum, sendiferðabíl- um og almenningsvögnum. Lög- reglunni er það ljóst, að það er ekki síður þörf að ná til einkabíl- stjóranna. í þessum bréfum mun fylgja úrdráttur úr hinum nýju umferðarreglum. Reglugerðin um notkun umferðarmerkja og þau helztu atriði varðandi um- ferðarlögin, sem nauðsynlegt er að allir bílstjórar tileinki sér í daglegum akstri á götum bæjar- íns. Lögreglustjóri kvaðst vera þess fullviss, að hver einasti maður í bænum muni vilja leggja þessu máli lið. En því aðeins næst góð- ur árangur í þeirri viðleitni að draga úr slysahættunni, að allur almenningur í bænum vilji af fúsum' vilja leggja fram sinn skerf. Minnugur að óaðgæzla og kæruleysi í umferðinni getur valdið stórslysi. Vísitalan óbreytt KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukosnað- ar í Reykjavík 1. september 1959 og reyndist hún vera 100 st:g eða óbreytt frá grunntölu vísitöl- hafa verið fyrir ölvun við akstur, 1 unnar 1. marz 1959. voru í fyrradag orðnir 202 á móti Hagstofa íslands 2. sept. 1959. ÞESSA mynð tók ljósmynðarl blaðsins, Markús Ö. Antonsson, fyrir skömmu austur að Hæli í Hreppum af þeim nágrönnura kisa og kálfinum. Það var sér- lega gott veður og kisi, sem ann ars býr úti í skemmu fór í gönguferð um nágrennið og kom þá við í fjósinu þar sem kálfinn var einan fyrir að finna. Hann var svo lítill að hann gat ekki fylgzt með kúnum á beit um morguninn. Þegar kisi birtist á básnum hans varð hann helður en ekki hissa. Svona kynjaðýr hafði liann aldrei augum litið. Og eins og þið sjáið er hann óskaplega for- vitinn, enda á hann ekki langt að sækja það. En kisi lætur sér fátt um finnast. Hann fann þarna bandspotta til að naga — og ber sig líka voða „manna- lega“ — því að hann fæððist fyrr í mánuðinum helður en kusa. — S ára telpa bíður bana SÍHASTLIÐINN þriðjuðag varð það slys í Jökulðal, að 5 ára gömul telpa, Anna Jóna Þórðar- ðóttir, bónða á Hákonar- stöðum og konu hans, festist i kaðaltrossu á bílpalli, dróst niður á milli stýrishúss og palls- ins og beið nær samstunðis bana. Bókaþjófar BÓKAÞJÓFNAÐUR er einn algengasti þjófnaður hérlend is. Mun árlega stolið bókum frá forlögum og verzlunum svo tugþúsundum skiptir. Ný lega hafði rannsóknarlög- reglan hendur í hári 16 ára pilts, sem undanfarnar vikur liefur stundað þessa iðju og hefur á nokkrum vikum stolið bókum að verðmæti um 9000 krónur, og selt þær fornsala einum hér í bæ. Sjá grein á þriðju siðunni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.