Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVHTJLAÐlfí Föstudagur 25. sept. 1959 rÚHCMVlNt*! HLUTVERK íslenzku kyn- slóðarinnar í dag er að klæða og skreyta landið. Okkur ber í annan stað að bæta fyrir rányrkju þeirra forfeðra okk- ar er lifðu fyrr á öldum og að hinu leytinu að berjast gegn ágangi náttúrunnar á ís- lenzkt gróðurlendi. Margt hefur hjálpazt að við þá eyð- Þar er slegið á eyðileggjandi hönd sandfoksins Gengið um ríki Þórarins sandgrœðslu- manns í Krossdal allt sunnan frá' Lónsheiði og vestur í Húnavatnssýslu. Það var fyrir tveimur árum að Þórarinn var fengin stjórn þessa umdæmis í hendur, en sjálfur hefir hann unnið að sandgræðslu allt frá árinu 1947. Á þessu árabili hef- ir langmest verið unnið að sand- græðslustörfum í Norður-Þing- eyjarsýslu, enda þörfin þar brýn ust. Nýtt viðhorí Nú hefir skapazt nýtt viðhorf - ----------------- wy -rr-^r ..v— ■>■•/■■■ W y' Utan girðingar og innan á Hólssandi. Hér sér hvar sáð hefir verið innan við sandgræðslugirðinguna, en t. h. sér í auðnina utan girðingarinnar. i sandgræðslumálum landsins með tilkomu flugvélar sem bæði sáir grasfræi og deifir áburði. Flugvélin var notuð allvíða við sáningu í vor og hefir nú komið í Ijós að árangur af því starfi hennar er ótrúlegur. Þórarinn í Krossdal stjórnaði áburðardreif- ingu n^pð flugvél { vor í hálfan mánuð. Þá var dreift á annað hundrað tonnum af áburði og 6 tonnum af fræi bæði mel og ving- ultegundum. Fyrr í vor var búið að dreifa með jarðýtu um 80 tonnum af áburði og sáð tveim- ur tonnum af vingulfræi og 3—4 tonnum af mel. Við melsáning- una er talið nauðsynlegt að herfa fræið niður um leið. Jarðýtan dregur mjög stóran og mikinn áburðardreifara, en á honum eru tveir menn sem sá melfræinu. Aftan í dreifarann er svo tengt herfi, sem herfar hvort tveggja niður fræið og áburðinn. Með þessum útbúnaði tekur ekki nema tvær mínútur að sá í hvern hektara lands. Sú sáning sem hér hefir verið nefnd, fór að sjálf- sögðu fram á Norð-Austurlandi. Melskurður Eitt af haustverkum Sand- græðslunnar er melskurður til frætöku. Mestur hlutinn af mel- skurðinum hefir farið fram á svo- nefndum Ársandi, en hann hefir myndast af framburði Jökulsár í Axarfirði. Þar hefir verið skorið undanfarin ár fyrir um 30 þús. kr. á ári. Vinna að skurðinum um 100 nurnns í nokkra daga. Það er aðeins örskamman tíma, sem fræ- ið stendur hæfilega þroskað svo að melskurður geti farið fram. Það er því um að gera að vinna þetta verk fljótt, enda er það veitt í ákvæðisvinnu, þannig að 'mm Þórarinn Jóhannesson í Krossdal, er framkvæmdur. Umi sýnir hvernig melskurður (Myndirnar tók vig.) hver maður hlýtur 50 kr. fyrir hvern 20 kg. sekk, sem hann lýk- ur við að fylla. Og hann fær greitt fyrir sekkinn sinn um leið og hann kemur með hann. Þann- ig myndast geysimikil keppni við melskurðinn. Allir vilja safna sem flestum 50 krónu seðlum yfir daginn. Okkur gefst tækifæri að skoða eina stærstu melgirðinguna á Ár- sandi. Hún er alfriðuð fyrir á- ingu lands, sem víða blasir við okkur í dag. í fyrstunni hafa það ef til vill verið menn og dýr sem spjöllum ollu, en síð- an hefur veðrahamurinn tek- ið við og eyðileggingarmáttur hans er ótrúlegur. Á örfáum klukkustundum getur t. d. sandfok lagt kjarnmikið skógi og viði klætt gróðurlendi í svo algera auðn að aldrei framar sjáist þar stingandi strá og að skömmum tíma liðnum sé margra metra þykkur jarðveg urinn á þessu sama landi far- inn að velta áfram undan vindinum og vinni að því að kæfa ný gróðurlendi. Rætt við umsjónarmann Sandgræðslunnar Fyrir nokkru átti tíðindamað- ur blaðsins þess kost að ræða við Þórarin Jóhannesson í Krossdal í Kelduhverfi, en hann hefir á hendi umsjón með sandgræðslu {‘••‘ÍJimW Þessi mynd er frá Hólssandi og sér til Sandfells. Til hægri er skógræktargirðingin en t. v. gróður- lendið sem hefði farið alveg í auðn ef fokið hefði ekki verið stöðvað. Merki sandfoksins sér á gróðurlendinu. gangi búfjár en laufslægjur eru -iww-w þar talsverðar. \ Kraftaverkið á Hólssandi Eitt athyglisverðasta sand- græðslusvæðið á Norð-Austurl- andi er Hólssandur. Þangað brugðum við okkur til þess að skoða framkvæmdir þar. Sand- græðslugirðingin var sett upp á Hólssandi árið 1954. Skömmu eftir að girðingin hafði verið sett upp gerði óveður er stóð í nokkr- ar klukkustundir. Flæddi þá sand aldan yfir 500 m. breitt gróður- svæði og 10 km. langt. Mátti þá héita að sá hluti sandgræðslu- girðingarinnar sem var á gróð- urlendi, hyrfi í auðnina. Var því sýnilegt, að ef svo héldi áfram, væri þessi girðing tilgangslaus og það sem meira var, sandflóð- ið ógnaði allrj byggð í Axarfirði sandi. — í Sandgræðslugirðingunni er góð laufslægja. og hefði lagt þá fögru og blóm- legu byggð í auðn ef ekki hefði verið gripið til róttækra aðgerðra. Og fangaráðið var að reisa borð- við á rönd á sandinum. Borðin voru höfð 5—8 tommu breið í tveimur röðum. Alls voru not- uð 300 þúsund fet í þetta. Var verkið framkvæmt á árunum 1955—’56. í dag er sandfokið stöðvað í dag er svo komið að tekizt hefir að stöðva þetta ógnþrungna sandfok, sem nærri lá að legði blómlega sveit í auðn. Það nálg- ast kraftaverk, sem þarna hefir verið unnið, og trúir því enginn nema hann sjái vegsummerkin, hve ægilegur eyðileggingarmátt- ur sandfoksins er. Þegar sandald- an fellur yfir landið er það lík- ast sem snjóbolti hlaði utan á sig, því lengra sem * sandfokið nær, þeim mun stærri og ógn- þrungnari verður sandaldan. Á Hólssandi er nú búið að sá I 700 ha. lands og nú hefir vörn verið snúið upp í sókn. í fram- tíðinni verður haldið inn í auðn- ina og hún gerð að blómstrandi gróðurlendi á ný. Fáum er betur trúandi til þess að hafa á hendi stjórn þessa verks á Norður- og Austurlandi en Þórarni í Kross- dal, svo viðurkenndur dugnaðar- maður er hann og frábær verk- stjóri. — vig. Brúðkaup Bald- vins sýnt á Húsa- vík HÚSAVÍK, 20. sept.: Bandalag íslenzkra leikfélaga sendir í þess- um mánuði leikflokk um landið og sýnir norskan, alþýðlegan gam anleik, Brúðkaup Baldvins, eftir Wilhelm Krag. Leikur þessi hef- ur verið sýndur um allan Noreg við miklar vinsældir, en er nú sýndur í fyrsta skipti hér á landi. Leikurinn hefur nú verið sýnd- ur á Austur- og Norðausturlandi við ágætar undirtektir, og var sýning á Húsavík í gærkvöldi. — Leikstjóri er Þóra Borg, en leik- endur auk leikstjóra, eru, Emilía Borg, Kristin Jóhannsdóttir, Valdemar Lárusson Harry Ein- arsson og Erlendur Blandon. Flokkurinn fer til Raufarhafn- ar í dag, en sýnir nú eftir helgina á Akureyri, Siglufirði og víðar. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.