Morgunblaðið - 01.11.1959, Page 13

Morgunblaðið - 01.11.1959, Page 13
Sunnudagttr 1. nóv. 1959 MORCVISBLAÐIÐ 13 Frá talningu atkvæða í Reykjavík. REYKJAVIKURBREF Laugardaguir 31. okt Atkvæðatap Sjálfstæðis- flokksins „Við fyrstu sýn eru aðalein- kenni kosningaúrslitanna at- kvæðatap Sjálfstæðisflokksins yfir til Alþýðuflokks. Aðrar breytingar eru minni en þó eft- irtektarverðar“. Á þessa leið hljóðaði fyrsta umsögn Morgunblaðsins um kosningaúrslitin. Sjálfstæðis- menn hafa síður en svo löngun til þess að draga athygli manna frá atkvæðatapi flokksins nú. A staðreyndunum einum verður byggt. Yfirburðir Sjálfstæðis- manna fram yfir aðra eru ein- mitt fyrst og fremst í því fólgn- ir, að þeir reyna aldrei að blekkja hvorki sjálfa sig né aðra. í þessu sem fleiru fer þeim mjög ólíkt og bæði kommúnistum og Framsókn. Sjálfsblekking kommúnista <>g Framsóknar Þjóðviljinn segir raunar sl. fimmtudag: „Annars reyna íhaldsblöðin sem mest að fela staðreyndir kosningaúrslitanna". \ Þetta segir Þjóðviljinn þvert ofan í hina skýlausu umsögn Morgunblaðsins, jafnframt því, sem hann prentar með sínu stærsta letri: „Alþýðubandalagið er sigur- vegari Alþingiskosninganna“. Allur sigurinn er þó í því fólg- inn, að flokkurinn hefur nú 16% atkvæða miðað við 15,3%, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur nú 15,2% á móti 12,4% í sumar. Var þó fyrirfram vitað, að litlu flokk- arnir hlytu að bæta við sig úti á landi, vegna hinnar nýju kjör- dæmaskipunar, sem gerði að verkum, að fylgismenn þeirra hljóta nú miklu fremur en áður að greiða flokkum sínum at- kvæði. 1 Reykjavík töpuðu kommúnistar frá því í sumar, þó að í litlu væri. Fögnuður þeirra yfir úrslitunum þar var einung- is vegna þess, að þeir töldu sig hafa unnið „varnarsigur" eins og þeir sjálfir tóku til orða. Sama óraunsæið kemur fram í Tímanum, þegar hann reynir að rökstyðja, að þrátt fyrir allt hafi Framsókn ekki tapað, þó að at- kvæðahlutfall hennar lækki úr 27,3% ofan í 25,7%. Eins telur Tíminn, að vinstri stjórnin hafi hlotið traust í kosningunum, þó að engum geti dulizt, að fylgis- aukning Alþýðuflokksins kemur beinlínis af því, að hann hvarf frá vinstri stefnu og tók upp aðra „íhaldssamari", svo að orð Tím- ans sjálfs séu notuð. Saman fengu flokkarnir tveir, Fram- sókn og kommúnistar, sem í kosningunum sögðust vilja end- urvekja V-stjórnina 41,7% en í sumar 42,6%. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkúr fengu aftur á móti nú 54,9%, en í sumar 55% rétt, eða svo að segja alveg sömu hlutfallstölu og nú. Á móti V-stjórn Það er rétt, að fyrir kosning- arnar aðvöruðu Sjálfstæðismenn kjósendur um, að þeir skyldu varlega treysta því, að Alþýðu- flokkur yrði með öllu ófáanleg- ur til að taka þátt í nýrri V- stjórn. Aðvörunin var byggð á því, að Alþýðuflokkurinn hefði áður reynzt reikull í ráði. Hins vegar viðurkenndu allir fyrir kosningarnar, að stefna flokks- ins væri þá í algjörri andstöðu við stefnu V-stjórnarinnar. Tím- inn og Þjóðviljinn þreyttust aldrei á því að útmála, að ekki mætti sjá mun á stefnu Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Al- þýðuflokkurinn sjálfur lét sér ekki nægja að flytja stefnu sína og hamra á þeim verkum, sem voru í mestri andstöðu við V- stjórnarstefnuna, heldur spurði Alþýðublaðið stórum stöfum á sjálfan kjördaginn: „Viltu hverfa aftur til Her- mannstímabilsins? “ Um það tjáir ekki að deila, að kjósendur tóku yfirlýsingar og athafnir Alþýðuflokksins trúan- legar og juku þess vegna mjög verulega fylgi sitt við flokkinn. A fylgisaukningu hans nú er engin önnur skýring til. Horft til baka Þetta verður því auðsærra, ef horft er til baka og sveiflur í fylgi Alþýðuflokksins síðari ár athugaðar. I næstu kosningum áður en Hræðslubandalagið var stofnað, þ. e. 1953, fékk Alþýðu- flokkurinn 15,6% . atkvæðanna, eða lítillega meira en nú. Við stofnun Hræðslubandalagsins 1956 gerðist það, að Hræðslu- bandalagsflokkarnir í samein- ingu, Alþýðuflokkur og Fram- sókn, töpuðu um tíunda hluta fylgis síns. Við athugun þess, hvar fylgistapið var mest og þess, sem fram kom í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum 1958, verður ótvírætt ljóst, að það voru fylgismenn Alþýðuflokks- ins, sem hurfu frá bandalaginu, en Framsóknarfylgið hélzt fylli- lega. Fylgisaukning Sjálfstæðis- manna í Hræðslubandalagskosn- ingunum 1956 átti því að veru- legu leyti og sennilega að mestu, rætur sínar að rekja til þeirra fyrri kjósenda Alþýðuflokksins, sem ekki vildu una því, að flokk- ur þeirra gengi Framsókn svo gersamlega á hönd, sem þá voru horfur á. Þetta kom enn greini- legar fram í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum 1958. Þá lýsti enn mikill hluti fylgismanna Alþýðuflokksins óánægju sinni yfir þátttöku hans í V-stjórn- inni með því að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði. Eftir á geta Sjálfstæðismenn gert sér grein fyrir, að fylgið, sem þeir hlutu í þessum kosningum var að miklu leyti mótmæli almenn- ings gegn V-stjórninni. Hér er þó síður en svo eingöngu um eftir á vísdóm að ræða, því að Sjálfstæðismenn bentu þegar á þetta í ræðu og riti, þó þeir með eðlilegum hætti vonuðu, að þetta fylgi festist í flokki þeirra. Þegar V-stjórnin endanlega er liðin undir lok og Alþýðuflokk- urinn samkvæmt ótvíræðum yf- irlýsingum er horfinn frá V- stjórnarvillunni, þá fær hann aft- ur svo að segja nákvæmlega sama atkvæðamagn og hann hafði tapað frá því að Hræðslu- bandalagsbraskið byrjaði. Þess- ar tölur eru svo líkar, að þar getur trauðla verið um tilviljun að ræða. Gerði Sjálfstæðis- flokkurinn sig sekan um tvíveðr- ungshátt? Þó að tölurnar komi merkilega heim, þá er hér að sjálfsögðu ekki að öllu leyti um sömu at- kvæðin að ræða. Hitt dylzt ekki, að Alþýðuflokkurinn hafði í þessu góðan jarðveg, sem hon- um heppnaðist að nota sér. Þar skar ágreiningurinn um verð- lagsmál bænda úr. I þeim efn- um var sótt að Sjálfstæðis- flokknum úr tveimur áttum. Annars vegar af Framsókn, sem þóttist vera hinn eini sanni stuðningsflokkur bænda. Hins vegar af Alþýðuflokknum, sem þóttist með bráðabirgðalögunum hafa unnið þrekvirki, risið gegn öllum og ,,þorað“ að stöðva dýr- tíðina. Af beggja hálfu var Sjálf- stæðisflokknum brugðið um ó- heilindi og tvíveðrungshátt. Sjálfstæðismenn gerðu sér strax í upphafi grein fyrir, að þetta mál kynni að valda þeim atkvæðatapi. Aldrei var þó hik á þeim. Um ákvörðunina var eng- ! inn ágreiningur innan miðstjórn- ar og þingflokks, hver einasti einn var henni samþykkur. Forsenda stöðvim- arlaganna Málið lá alveg ljóst fyrir. Þeg- ar stöðvunarlögin voru sett í vetur, var það forsenda þeirra, að á enga einstaka stétt yrði j hallað. Þá heimtuðu Framsókn- armenn, að bændur fengju þeg- ar í stað hækkun, sem þeir áttu ekki rétt til fyrr en í september. Sjálfstæðismenn, þ. á. m. bændafulltrúar Sjálfstæðis- manna, greiddu atkvæði gegn þessu, en framsögumaður fjár- hagsnefndar Jóhann Hafstein lýsti því yfir, a. m. k. í umboði Sjálfstæðisflokksins, að bændur fengju að sjálfsögðu það, sem þeir ættu rétt til, þegar þar að kæmi í september. Ef Sjálfstæð- isflokkurinn hefði ekki þá tekið þessa afstöðu, er fullvíst, að stöðvunarlög stjórnarinnar hefðu fallið á vetrarþinginu. Þá var ekki þinglegur meirihluti fyrir þeim. Sjálfstæðismenn töldu, að Al- þýðuflokksmenn væru jafn skuld bundnir þeim til að fullnægja forsendum stöðvunarlaganna. Sjálfstæðismenn réðu að sjálf- sögðu ekki gerðum Alþýðu- flokksmanna • en sínum eigin gerðum hlutu þeir að ráða. I huga þeirra kom aldrei annað til mála en standa við gefin loforð, enda var lagaréttur bænda í þessum efnum ótvíræður. Sjálft verðákvörðunarkerfið hafði hins vegar brotnað niður. Þess vegna var ljóst, að sérstaka ráðstöfun þurfti til endurreisnar þess eða nýrrar skipunar. Þang- að til það tækist, var því hið eina sanngjarna að bændur fengju hina lögboðnu hækkun, en hún yrði greidd niður á sama veg og nú er varið 250—300 milljónum til niðurgreiðslna. Þar hefðu 3—5 milljónir til viðbótar ekki haft nein áhrif. Meira í húfi en fylgistap Tilraun Framsóknar til að gera Sjálfstæðismenn tortryggi- lega hjá bændum mistókst, enda var það að vonum, því að Sjálf- stæðismenn tóku afstöðu með bændum í málinu. Þeir lögðust gegn því, sem vitað var að meg- inhluti neytenda óskaði eftir. Vel má vera, að Sjálfstæðismenn hafi vanmetið hættuna, sem þeir settu fylgi sitt í með þessu. — Hvort svo var eða ekki skiptir ekki máli. Stærsti flokkur þjóðarinnar er ekki þekktur fyrir að taka á- kvörðun sína miðað við hættu á stundar-fylgistapi. Stærð hans byggist einmitt á því, að flokk- urinn þori ætíð að segja satt. Hann tali ekki tungum tveim, heldur geri eftir beztu vitund öllum jafnhátt undir höfði og þori að ganga gegn því, sem hann telur fordóma meirihlut- ans, ef hann telur sjálfan sig sjá réttara. Stéttarflokkar geta tekið ákvörðun miðaða við ein- hliða stéttarsjónarmið. Ef stærsti flokkur þjóðarinnar miðar af- stöðu ~sína við það, hefur hann glatað miklu meira, heldur en þó hann verði fyrir nokkru fylg- istapi um sinn. Tilfiimingar í stað raka Ekkert af þessu haggar því, að skoðun margra neytenda var sú, að Alþýðuflokkurinn hefði sýnt röskleika í aðgerðum sín- um. Einmitt með því að þora að gera hlutina, hefði hann unnið til trausts. Hér var frekar um að ræða tilfinningar en rök. Þær eru einmitt erfiðastar viðureign- ar af öllu í stjórnmálum. Gegn tilfinningunum duga engar rök- færslur. Með þessu er ekki sagt, að ríkisstjórnin hafi tekið ákvarð- anir sínar í illri trú. Hún bar fyrir sig, að nýjan verðlagsgrund I völl hefði ekki verið hægt að finna lögum samkvæmt. Hinum fyrri hefði verið sagt upp, og það af hálfu bænda sjálfra. Þess vegna væri engan veginn á því að byggja, að bændur ættu í raun og veru rétt á 3,18% hækk- un, heldur væri það óafgert mál. Því til að svara er, að sam- kvæmt lögum frá 1947 á gamli grundvöllurinn að gilda þangað til nýr er fundinn. En auk þess, þá var það veik aðstaða hjá neytendum að hverfa úr 6-manna nefndinni og synja þátttöku í gerðardómi, ef þeir í raun og veru höfðu sannfæringu fyrir, að verðlagsgrundvöllurinn ætti að lækka en ekki hækka. Fiiina verður lausn Um þetta tjáir ekki að þræta eftir á. Ekki heldur um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði ef honum var full alvara í and- stöðunni við bráðabirgðalögin, átt að láta stjórnina fara frá. Með því var gert miklu meira úr mál- inu en vert var, og efnt til stjórn- arkreppu á allra óheppilegasta tima. Nú er um að gera að finna lausn á þessum vanda. Með ein- hverju móti verður að fá úr því skorið, hver grundvöllurinn átti að verða í september. Ef bænd- ur hafa verið sviftir því, sem þeir raunverulega áttu rétt til, getur enginn sanngjarn maður staðið á móti því, að þeir fái það að fullu bætt upp. Ef svo er ekki að mati hlutlausra manna, þá er að taka því. Lang eðlilegast er, að hlutlaus- ir menn og sérfræðingar skeri úr þessu. Það er ekki aðeins for- senda þess, að deilan um braða- birgðalögin leysist, heldur og skilyrði fyrir því, að frambúð- argrundvöllur fáist. En undir því kann öll lausn efnahagsmálanna að vera komin. Margliáttuð gagnrýni Vegna andstöðu margra kjós- enda, einnig þeirra ,sem kusu Sjálfstæðisflokkin, við afstöðu flokksins í málinu, skapaðist betri jarðvegur fyrir aðrar árás- ir á hann. Rógurinn út af út- svarsmálunum hafði sin áhrif. Þar varð úrelt kerfi til þess að gera misendismönnum mögulegt að vekja tortryggni gegn heið- arlegum andstæðingum sínum. Samkvæmt lögum er álagning út- svara eftir efnum og ástæðum, þ. e. a. s. gert er ráð fyrir, að föstum reglum verði ekki fylgt til hlítar. Niðurjöfnunarnefnd hefur að vísu sett sér til leið- beiningar álagningarreglur, en vikið frá þeim í mörg þúsund til- fellum. Þeir, sem á er lagt, geta að sjálfsögðu ekki gert grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar, heldur verða að lúta þeim eins og aðrir. Nefndin sjálf vinnur hins vegar undir þagnarheiti og getur ekki að gagni skýrt álagn- ingu á einstaka menn, nema taka marga aðra til samanburðar. Til viðbótar kemur, að vegna þess að föstum reglum er ekki fylgt, er ætíð mögulegt að vekja grun um að um handahóf kunni að vera að ræða. Allt þetta sannar það eitt, áð reglurnar sjálfar eru óhæfar. Finna verður skattform, þar sem slík tortryggni getur ekki skapazt. I framhaldi þessa vöktust upp önnur atriði sem ýmsir töldu með réttu eða röngu að betur mætti fara. Árangur alls þessa varð sá, að ýmsir örvæntu um heiðarleika allra stjórnmálamanna, og létu jafnvel leiðast til þess að kasta atkvæði sínu á Þjóðvörn í ein- beru mótmælaskyni! Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.