Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 11
MiðvikudagSF 25. nóv. 1959 MORCTHVTtTAfílÐ 11 Þjó&arframleiðslan þat að sexfaldast á nœstu 40 árum NÚ hefur aftur verið tekinn upp í útvarpinu þáttur Sigurðar Magnússonar, „Spurt og spjallað í útvarpssal“. Fyrir hálfum mán- uði var í þættinum rætt um hvort aðskilja ætti ríki og kirkju. En síðastliðið sunnudagskvöld var umræðuefnið, hvort leyfa ætti er- lendum aðilum að taka einhvern beinan þátt í atvinnurekstri hér á landi. Valdimar Steingrímur Þeir, sem tóku þátt í þeim um- ræðum, auk umræðustjóra, voru Ingi R. Helgason, lögfr., Stein- grímur Hermannsson, verkfræð- ingur, Valdimar Kristinsson, við- skiptafr., og Vigfús Guðmunds- son, gestgjafi. Ekki voru þeir fjórmenningarnir sammála, enda munu þeir hafa verið valdir þannig, að búast mætti við veru- legum umræðum. Eins og venja er í þættinum, fluttu þátttakendur, hver um sig, stutt inngangserindi, en síðan var tekið til við umræðurnar. Með og móti Ingi lýsti sig andvígan erlendu fjármagni í þessari mynd, ræddi um þau lög, er nú gilda hér um atvinnurekstur útlendinga og vildi jafnvel takmarka rétt þeirra enn frekar, og sagðist vilja þakka sérstaklega þeim mönnum, sem hefðu komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu hér, þegar hún var sem mest rædd fyrir nokkrum áratugum. Steingrímur kvað nauðsynlegt að auka fjölbreyttni atvinnuveg- anna og að mestar vonir væru bundnar við orkulindimar í því sambandi, enda væri okkur bráð- nauðsyn að nýta þær áður en samkeppni kjarnorkunnar hefði dregið mjög úr mikilvægi þeirra. Þetta væru svo fjárfrekar fram- kvæmdir, að þær væru okkur of- viða, nema að við gætum fengið erlent fjármagn til þátttöku í þeim. Þetta væri leið, sem fjöl- margar þjóðir hefðu farið til upp- byggingar atvinnulífi sínu og hefði yfirleitt gefizt mjög veJ, a. m. k. hjá öllum grónum menn- ingarþjóðum vestan hafs og aust- an. Fjölgar um helming á 40 árum Valdimar benti á, að búast mætti við, að íslenzka þjóðin yrði Safn Þjóðsagna VESTFIRZKAR þjóðsögur, skrá- setjari Arngrímur Fr. Bjarnason, eru nýkomnar út og að þessu sinni 5. bindi. — Útgefandi er ísaf oldarprentsmiðj a. Áður hefir komið út nokkurt safn Vestfirzkra þjóðsagna, og þeim verið vel tekið, enda efnið vinsælt lestrarefni. Þá er oft um mikinn og ágætan fróðleik að ræða um þjóðlíf og lifnaðarhætti fyrri kynslóða, sem mikill feng- u» ar í.oft og tíðum. helmingi fjölmennari en hún nú er um næstu aldamót. Vegna þess arar miklu fjölgunar og til þess að fylgjast með þeim þjóðum, sem framsæknastar eru þyrfti að gera ráð fyrir, að þjóðarfram- leiðslan, allt að því sexfaldaðist á næstu 40 árum. Vegna smæðar þjóðarinnar væri hún mjög háð utanríkisviðskiptum og þó að efa- laust mætti auka fiskveiðar veru- lega, og þó enn meir fjölbreyttni fiskiðnaðarins, þá væri a. m. k. mjög óvarlegt að byggja nær alla gjaldeyrisöflun á þessari einu at- vinnugrein. Til þess að auka fjöl- breyttni útflutningsatvinnuveg- anna þyrfti fyrst og fremst að nýta orkulindirnar í stórum stíl og það væri ekki hægt án að- stoðar útlendinga, bæði vegna fjármagnsins og eins vegna að- stöðu og þekkingar, sem þeir hafa yfir að ráða. Fjölmargar þjóðir hefðu farið þessa leið til upp- byggingar atvinnuvegum sínum, með ágætum árangri ög Samein- uðu þjóðirnar hefðu hvatt til styrkja atvinnuvegi landsins án áhættu. Erlent lánsfé Steingrímur og Valdimar töldu, að ekki væri unnt að byggja em- göngu á erlendu lánsfé til nauð- synlegra stórframkvæmda, en Ingi hélt því hins vegar fram, að svo mikið lánsfé væri fáanlegt, og ræddi í því sambandi, að vinstri stjórninni hefði boðið stór lán með 2% vöxtum. Valdimar sagði, að það væri staðreynd ab þetta íán hefði ekki verið tekið og af því vildi hann draga þá Vigfús Ingi ályktun, að sumum af ráðamönn- um vinstri stjórnarinnar hefði ekki þótt það eins hagkvæmt og Ingi vildi vera láta. Athyglisverðar rökræður um erlent fjármagn á íslandi flutninga einkafjármagns milli landa. Niður á nýlendustig Vigfús lýsti hinu ömurlega á- standi á tímum danskra yfirráða hér og kvaðst hafa kynnzt mjög lélegum lífskjörum víða í S- Ameríku og kenndi erlendu fjár- magni um. Hann sagði að íslenzka þjóðin ætti að búa að sínu og temja sér meiri ráðdeild og hag- sýni. Fjármagn í eigu útlendinga, sem fengi að starfa hér á landi myndi líklega færa þjóðina aftur niður á nýlendustigið og myndi því geta eyðilagt það sem áunn- izt hefur. í umræðunum reyndust menn sammála um, að stefna þyrfti að því að sexfalda þjóðarframleiðsl- una á næstu 40 árum. Ingi og Vigfús töldu að hægt yrði að byggja að mestu á útgerð og fiskiðnaði, til þess að ná þessu marki, en Vigfús talaði þó um fleiri atvinnuvegi og Ingi taldi að eitthvað þyrfti að hugsa til stóriðju. Nauðsyn stóriðju Steingrímur og Valdimar sögðu, að það mætti heita útilokað, að hægt yrði að byggja svo mjög á þessari einu atvinnugrein, og sér- staklega væri þó óvarlegt að gera það. Stóriðja þyrfti að vaxa upp samtímis því, sem stöðugt yrði reynt að bæta skilyrði annarra atvinnugreina. Var nú vikið að reynslu ann- arra þjóða í þessu sambandi cg voru Ingi og Vigfús margorðir um hið slæma ástand í Suður- Ameríku, þar sem uppreisnir væru daglegt brauð og annað ástand í samræmi við það; en er- lent fjármagn hefði fengið greið- an aðgang að þessum löndum. Steingrímur og Valdimar héldu því hins vegar fram, að ekki væri hægt að bera ísland saman við þessi lönd, en við gætum fyrst cg fremst lært af nágrannaþjóðum okkar, eins og til dæmis Norð- mönnum og Hollendingum, hvern ig semja ber um hið erlenda fjár- magn, til þess að geta látið það Hægt að loka mörkuðum Steingrímur benti á, að við yrð- um einnig að taka tillit til stóru félaganna, sem sumir kölluðu auð hringi og réðu yfir mörgum grein um heimsmarkaðarins. Ingi sagði, að við gætum selt til þeirra landa, þar sem þessir aðilar réðu engu. Steingrímur svaraði því þá til, að það væri mjög hættulegt, því að í þeim löndum, sem hann þætt ist vita, að Ingi ætti við, væri hægt að loka markaðinum með einu pennastriki. — Kvað Ingi þetta órökstudda fullyrðingu. Að lokum dró hver þátttakandi fram í stuttu máli það sem honum þótti mestu skipta umræðuefninu viðvíkjan^' Til sölu nokkur stykki ódýrar kvenkánur. Réttarholtsveg 53. Stúlka Reglusöm og ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa til jóla. Upplýsingar í síma 12770. Laugavegur — húsnæði Tvö samliggjandi herbergi ca. 40 fermetrar til leigu. Heppilegt fyrir litla heildsölu. Tilboð sendist blaðinu fyrir 28. nóv. merkt: „Laugavegur — 8623“. Einangrunarkorkur IVz tomma og tomma. HL Benediktsson hf. Sími 11228. TIL LEIGU 2 samliggjandi Skrifstofpiherbergi í Austurstræti 12. Upplýsingar í síma 13851. Atvinna Vön kona óskast nú þegar í sláturgerð. Uppl. í síma 11112 kl. 6—7 í dag og næstu daga. Bláa dreng jabókin 1959 Stei na r sendiboði keisarans Bláa drengjabókin í ár er komin út. Hún heitir Steinar, sendiboði keisarans, og er eftir Harry Kull- man. Steinar, sendiboöi keisarans, er valin drengjabók, því að hún er í senn brá,ðskemmtileg, spennandi og gott lestrarefni fyrir alla röska og tápmikla drengi. Steinar, sendiboði keisarans verður óskabók drengjanna uin þessi jól. Bókf e llsútgáf an

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.