Morgunblaðið - 25.11.1959, Page 20

Morgunblaðið - 25.11.1959, Page 20
20 MORCUIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. nóv. 1959 9e9 n ví incj, íjct 21 áinum EFTIR RITA HARDINGE 8. kafli. -Konungur hafði ekki fengið ráðrúm til að jafna sig, þegar Rupert sagði: — Guð blessi þig, Janet! I>ú ert alveg dásamleg! Hann falaði með hlýrri og ástríkri rödd, sem þó var undarlega róleg. — Farðu og læstu dyrunum. Það má enginn trufla okkur nú. Hann sneri sér aftur að kon- unginum, sem var alveg ringlað- ur. — Janet? endurtók Michael. — Þú veizt þá, hver hún er? — Ég veit allt um það, sagði Rupert — og þess vegna skal ekki nema annar okkar sleppa lifandi héðan út. Nú er sú stund komin, Michael, sem ég hef lengi beðið eftir, síðan mér varð Ijóst, hversu vesæll þorpari þú ert. Nú skulum við gera út um örlög landsins — maður gegn manni og sverð gegn sverði! Hann tók sverðið niður af þilinu og rétti konunginum, sjálíur tók hann það, sem Janet hélt enn á. — Komdu og berstu, þín arma rotta! Nú stöndum við jafnt að vígi, Michael! Konungur stóð hikandi andar- tak, en svo brá hann sverðinu til að mæta Rupert. Janet hljóp að djrrunum og sneri stóra lyklinum í skránni. Svo stóð hún með bak ið við hurðina og horfði skelfd á. í allri martröðinni, sem hún hafði lifað síðustu dagana, var þetta hroðalegasta stundin — fyrir framan augun á henni börð ust tveir menn upp á líf og dauða með nöktum sverðum. Janet vissi lítið um skylming- ar, því að hún hafði aðeins stöku sinnum séð slíkt í kvikmyndum, en samt skildi hún strax, að það voru tveir afburða skylminga- menn, sem hún horfði á. Öll deyfð og áfengisáhrif voru ger- samlega horfin af Miehael, svo hann var jafnsnöggur og liðugur og Rupert. Þeir hreyfðu sig svo fimlega og fagurlega, að Janet datt í hug listdans. Það var næst um ótrúlegt, að þetta væri ekki lenkur, heldur bardagi um lífið. Michael tókst að rispa Rupert á kinninni með sverðsoddinum. — Rupert! I þessu hrópi fólst öll sú ást, sem hún hafði aldrei ætlað að láta uppi. Báðir menn- irnir skildu það, og það var sem þeir fylltust nýjum ofsa við það. — Svo þú heldur að þú mun- ir vinna hana líka? másaði kon- ungur, og í ofsa sinum og bræði sótti hann svo ákaft, að Rupert varð að hörfa aftur á bak. Skref fyrir skref hopa^i hann, unz hann stóð með bakið við þilið. — Nú hef ég þig! hrópaði kon- ungur sigri hrósandi. En hann fagnaði sigri of fljótt. Rupert kastaði sér skyndilega fram. Hann brá sverðinu svo ótt og títt, að allt, sem á undan var gengið, virtist seinagangur í I samanburði við það. Það heyrð- ist glamur — hróp — konungur- inn riðaði aftur á bak og hrasaði undan þessari æðisgengnu árás. Andartak lét hann sverðið síga ofurlítið, svo hann var óvar inn, og það mátti lesa úr skelfd- um augum hans, að hann bjóst við dauða sínum, því að kaldur hefndarsvipurinn á andliti Rup- erts bar ekki vott um neina náð. Janet starði á þá, örvita af hræðslu. En það var ekki sam- úð með konunginum, sem kom henni til að stökkva fram á milli mannanna tveggja. — Nei, Rupert — nei — þú mátt ekki drepa hann! hrópaði hún. — Þú gleymir, hvað þú baðst mig að gera. Ég er drottn- ingin, og „framtíð Androvíu er mér fyrir öllu! Hugsun hennar var orðin merkilega skýr, og það var sem orðin streymdu sjálfkrafa af vörum hennar. — Skilur þú ekki, hélt hún áfram, — að ef þú drepur hann — ef hann deyr hér hjá þér — þá gerir þú einmitt það, sem þú vilt hindra. Hvað myndi leiða af þvi annað en byltingu, ef þjóðin fengi að vita, að Rupert prins hefði drepið konunginn? Hann starði á hana, og svo lét hann sverðið siga hægt, unz odd- urinn snart gólfið. Bardagaofs- inn hvarf úr augum hans, og þau urðu allt í einu þreytuleg. — Og þú sagðist ekki vera fær um að koma í stað Gloríu! sagði hann svo, næstum hvíslandi. — Það eina, sem ég get sagt, Janet, er þetta: Guði sé lof fyrir, að þið voruð tvær, báðar jafndásam legar, og að sú betri ykkar var hér á þessari stundu! Hann sneri sér að konunginum, sem stóð og virtist sljór. — Þú getur farið, Michael, farðu aftur til hallarirfnar og hinna rottanna. En þú mátt skilja, að nú ertu búinn að vera. Janet veit sannleikann um þig, og ég veit um skiptin á Gloríu og Janet. Við höfum öll trompin á hendinni. Ég fer með þér til hallarinnar, hitti Bersonin og hin, og set skilyrðin fyrir því, að Janet og ég varðveiti leyndarmál ið um dauða Gloríu. Hann þagnaði, því nú var bar ið ákaft að dyrum. — Rupert prins — — Yðar hátign — Það heyrðust margar æstar raddir og það var augljóst, að liðsforingjarnir höfðu heyrt hávaðann af einvíginu. — Michael — nú verður þú að leika vel, þegar ég lýk upp, skip aði Rupert. — Feldu þig bak við teppið, Janet. Ég sendi þá burt, meðan við ræðum málið betur, þú skalt setjast þarna við arin- inn, Michael, og segja eitthvað viðeigandi, um leið og ég opna. Rupert tók sverðin og fleygði þeim afsíðis. Svo gekk hann til dyra, en kon ungur skjögraði að stólnum við arininn, beygður og kúgaður, og Janet smaug bak við veggtepp- ið. En um leið varð henni litið á konunginn. — Rupert! æpti hún, rétt í því hann opnaði og skelfd andlit liðsforingjanna birtust. — Rupert — það er of seint! Hann hefur drukkið eitrið! Meðan hún sagði þetta, hné konungurinn niður á gólfið, en glasið féll úr hendi hans og brotn aði með klingjandi hávaða. Janet varð fyrst litið til konungs ins. Augun voru orðin sljó, en það var líf í þeim enn, og hann bærði varirnar. — Það væri örlagarík slysni, ef konungurinn dæi hér — já! sagði hann háðslega. — Það er öldungis rétt hjá þér! Já — nú hefur sú örlagaríka slysni skeð. Ég ligg og dey, hérna hjá þér, Rupert! Þú skalt fá að sjá, hvað fólk hugsar, þegar það fær að vita það! Hann leit á Janet og muldraði hálfkæfðri röddu: — Það varir ekki lengi. Ber- sonin sagði, að eitrið verkaði samstundis, og það er rétt. Að þetta skyldi verða endirinn! Sljó augun litu af Janet á Rupert, sem einnig hafði kropið niður hjá honum. — En mér hef ur þó tekist að gera þér bölvun, allt til hins síðasta, Rupert. Þeg- ar ég er dauður hér, verður ekki friður í Androvíu — það verður neistinn í púðurtunnuna! Hann rak upp meinfýsinn hlát ur, sem endaði í hryglusogum, og svo varð hljótt. — Hann — hann er dauður. 9. kafli. Janet hafði aldrei séð mann deyja. En Rupert lagði handlegg inn yfir um harta, og hún faldi andlitið upp við hann. En svo komu mýkri hendur og drógu hana burt, og hún kom auga á Helgu. Blá augu hennar voru uppglennt og hún var ösku grá í framan, en hún var blíð og undarlega rósöm, meðan hún reyndi að sefa Janet. Rupert stóð upp og sneri sér að mönnunum. Hái, ungi liðsfor- inginn stóð við hlið Helgu, eins og til þess að vernda hana, en án þess Rupert þyrfti að skipa honum fyrir, gekk hann nú að dyrunum, sneri bakinu að þeim og stóð þar með sverð í annari hendi og skammbyssu í hinni. Hinir manna Ruperts tóku sér einnig stöðu í herberginu, svo þeir mynduðu hring um þá, sem voru hjá líkinu. Rupert sneri sér nú að þeim. — Stephan ofursti — Mauban major, sagði hann rólega. — Þið hafið sjálfir séð það, sem skeði. Konungurinn svipti sig lífi með því að drekka vínglas, sem mér var ætlað, og hann hafði sett eit ur í. En það er ekki höfuðatriðið. Atvikin höguðu því svo, að hann lézt hér hjá mér. Þið vitið, hvað muni gerast, ef það verður opin- bert. Þið megið ekki segja eitt orð um það, sem hér hefur skeð. Sá eldri af mönnunum, rétti úr sér. Hann var gamall, gráhærð ur hermaður, og augu hans voru köld og hörð. — Ég tek ekki við skipunum af yður, sagði hann hranalega. — Ég er hermaður konungs, og það er skylda mín að gefa skýrslu um það, sem hér hefur gerzt. — Jafnvel þó að það þýði, að landið verði eyðilagt? — Ég er hermaður, ekki stjórn málamaður, svaraði hann þrjózkulega. — Ég skil ekki við hvað þér eigið. Ég veit bara, að konungur minn er dauður, og ég verð að gera skyldu mína. Umhverfis jörðina á áftatíu dögum L ú á Nú skall hurð nærri hælum, gamli vinur. Og ef Depill hefði ekki komið heim, aurugur upp fyrir haus, hefðum við ekki fund Það er bezt að ég fari að pakka og Siggi kemur heim úr skólan ið þig. Ég hugsa að þeir verði niðux f„ngrinum, ég fer strax | um. góðir vinir eftir þetta, Sirrí. — — Og hver er sú skylda? —- Að gera lífverði konungs aðvart og láta handtaka alla, sem voru hér í stofunni, þegar hans hátign dó, svo komizt verði fyr- ir sannleikann við réttarrann- sókn. — Enga heimsku, ofursti! sagði Rupert. — Haldið þér, að við lát um yður sleppa lifandi héðan út, ef þér hyggizt gera slíkt? — Ógnið þér mér? Gamli ofurstinn lét höndina síga að sverðshjöltunum og sama gerði majórinn. — Ég er neyddur til þess, sagði Rupert kalt. — Þá fæ ég að deyja með kon ungi mínum, sagði ofurstinn og brá sverðinu. — Ég hef ávallt þjónað konunginum — ........kporið yðuj hKup á milli maj-gra vr.-rzlajia1- OOHUMl (1ÖKUM tfWM! - AusturstraeCi SHUtvarpiö 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi“ eftir Estrid Ott: VIII. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Jónas Jónasson). 21.00 Samleikur á knéfiðlu og píanó: Erling Blöndal Bengtsson og Arni Kristjánsson leika sónötu op. 102 nr. 2 eftir Beethoven. 21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis jörðina á 80 dögum“f gert eftir samnefndri sögu Jules Verne; IV. kafli. t- Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson. Leikendur: Ró- bert Arnfinnsson, Þorsteinn O. Stephensen, Erlingur Gíslason, Baldvin Halldórsson, Einar Guð- mundsson, Arni Tryggvason og Bjarni Steingrímsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Frá Vejle — háborg nor- rænna íþrótta (Sigurður Sigurðs- son). 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir íslenzk dægurlög. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni'* — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Aldarminning Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hól- um. (Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálast j óri). 20.55 Einsöngur: Arni Jónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. a) „I fjarlægð“ eftir Karl O. Runólfsson. b) „Ef engill ég væri" eftir Hall- grím Helgason. c) „Horfinn dagur“ eftir Arna Björnsson. d) „Þei, þei og ró, ró“ eftir Björgvin Guðmundsson. e) „Til skýsins" eftir Emil Thor- oddsen. f) „Til hafs“ eftir Nordquist. 21.15 Upplestur: Andrés Björnsson les Ijóð eftir Matthías Johannessen. 21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur; III. erindi (Dr. Hallgrímur Helga- son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Tveggja mínútna þögn“ eftir H. C. Brann- er (Karl Isfeld skáld þýðir og les). 22.35 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Pélleas og Mélisande“ eftir De- bussy (Janine Micheau, Camille Maurane og Rita Gorr syngja ásamt Elisabeth Brasseur-kórn- um; Lamoureux-hljómsveitin leik ur undir stjórn Jeans Fournet). 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.