Morgunblaðið - 17.02.1960, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1960, Page 2
2 MORCVWnr.AÐIÐ Miðvilcudagur 17. febr. 1960 Hæstiréttur 40 ára í GÆR voru liðin 40 ár frá því að Hæstiréttur íslands tók til starfa. Ekki var afmælisins minnzt í réttinum í gær. í gær- kvöldi flutti forseti Hæstarétt- ar Þórður Eyjólfsson stutt erindi í útvarpinu um tildrög að stofn- un Hæstaréttar og starfsemi hans. Kvað Þórður Eyjólfsson yngri kynslóðina ekki af eigin reynd þekkja þá tíma, er ísl. þjóðin varð að sækja úrlausn málefna sinna til erl. valdhafa. Þegar Hæstiréttur var stofnaður árið 1920, höfðu erlendir aðiljar farið með æðsta dómsvald í ísl. málum um hálfa sjöundu öld, eða frá því Islendingar gengu Noregs- konungi á hönd, á síðari hluta 13. aldar. í sjálfstæðissókn fslendinga á 19. öld komu fram öðru hvoru tillögur um flutning æðsta dóms- valdsins hingað til lands. Þó Hæstiréttur Danmerkur nyti al- mennrar viðurkenningar, duldist mönnum ekki ýmsir ókostir þess að sækja varð síðustu úrlausn dómsmála til erlendrar þjóðar. — Hinir erlendu dómarar voru ó- kunnir ísl. högum og gátu hvorki skilið né skýrt ísl. málskjöl né Dr. Þórður Eyjólfsson fsT. lög á frummálinu. Síðast en ekki sízt var heimflutningurdóms valdsins nátengdur sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, sjálfstæði þeirrar þjóðar virðist nokkuð hæpið sem sækja verður til er- lends dómsstóls fullnaðarúrlausn dómsmála sinna. Ekki bar þó þessi sókn íslend- inga árangur fyrr en samkomu- lag við Dani við setningu sambandslaganna 1918. Þar var ákveðið að ísland hefði rétt til að stofna æðsta dómsstól í landinu og þá félli jafnframt niður dóms- vald Hæstaréttar Danmerkur í ísl. málum. Akváðu fslendingar þá þegar að nota þessa heimild. — Með lögum frá 1919 var ákveð- ið að stofna Hæstarétt á íslandi og kom það til framkvæmda árið eftir. Var hið fyrsta dómþing réttarins háð 16. febrúar. 1920. í upphafi var Hæstiréttur skip- aður fimm dómendum. Tóku þá m. a. sæti í réttinum þrír dómar- ar sem áður höfðu skipað Lands- yfirréttinn, en hann var lagður niður. Með lögum frá 1924 var dóm- endum fækkað í þrjá og kom það til framkv. 1926 og hélzt til 1942, er dómendum var aftur Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í Sam- einuðu þingi kl. 1,30. Tíu mál eru á dagskrá. 1. Byggingarsjóður ríkisins, þáltill. Ein umr. 2. Verðtrygging sparifjár, þáltill. — Fyrri umr. 3. Síldarrannsóknir og síldarleit, þáltill. Fyrri umr. 4. Byggingar- sjóðir, þáltill. Ein umr. 5. Flug- samgöngur við Siglufjörð, þál- till. — Ein umr. 6. Hafnarstæði við Héraðsflóa, þáltill. — Ein umr. 7. Jarðboranir í Krýsuvík og á Reykjanesi, þátill. — Ein umr. 8. Hagnýting farskipaflot- ans, þáltill. — Ein umr. 9. Vinnsla sjávarafurða á Siglu- firði, þáltill. — Ein umr. 10. Fiskveiðasjóður íslands, þáltill. — Ein umr. fjölgað í fimm svo sem nú er. Prófessorar lagadeildar háskól- ans hafa frá upphafi verið vara- dómendur í Hæstarétti. Núver- andi hæstaréttarritari er hinn þriðji sem því embætti gegnir. Þessu næst vék Þórður Eyjólfs- son dómsforseti máli sínu að starfsháttum Hæstaréttar og því hvernig mál sem koma til kasta dómsins eru undirbúin. Um starfshætti Hæstaréttar komst dómforseti m. a. svo að orði: „ .... Hefur löggjafinn viljað tryggja eftir föngum að hvert mál smátt og stórt yrði að ganga gegnum mörg og mismunandi at- hugunarstig. Fyrst hjá fimm dóm endum hverjum fyrir sig, og síð- an á sameiginlegum fundi þeirra, auk þess sem málflytjendur und- irbúa málin í hendur þeirra og reifa þau. Þegar dómur hefur verið kveðinn upp í Hæstarétti verður honum yfirleitt ekki breytt síðar, en með réttarfars- reglum hefur löggjafinn séð fyrir því að engu máli er ráðið til lykta án rækilegrar yfirvegunar. Ef dómari greiðir sératkvæði er skylt að birta það ásamt dómn- um. Frá því að Hæstiréttur byrjaði hefur málum þar farið fjölgandi, sagði Þórður Eyjólfsson. Venju- legast fer málflutningur fram þrisvar í viku. Hefur tala dæmdra mála verið 130—140 á ári. Það segir þó ekki alla sög- una því málin eru mjög misjöfn að stærð, — og hefur hinum stærri málum farið fjölgandi á síðari tímum. — Bibin Frh. af bls. 3. dag, gáfust menn upp á að spá nokkru, en bíða aðeins þolinmóðir við hliðið. Meiri hluti fólksins sem bíður við hallarhliðið er kon- ur. Þær standa þarna þolin- móðar, þótt nú sé hávetur og hann blási á norðan og geri snjókomu. Þarna stendur m. a. 63 ára húsfreyja að nafni Mary Sheehan frá Willesden í Norður-London. — Gráhærð kona með vökul augu. Hún hefur aðeins átt eitt frí- jtundagaman, að lesa og læra im ensku konungsfjölskyld- ína og fylgjast með öllu sem 'ienni við kemur. Hún er lif- mdi „lexikon" um konungs- 'jölskylduna: — Ég stend hér í 12 klst. á hverjum degi, segir hún og kennir stolts í rómnum. Ég var hér, þegar drottningin eignaðist Karl prins og líka þegar Anna prinsessa fædd- ist. Og ég mun halda áfram að bíða hér, ef fjórða barnið kemur. ★ Einnig stendur í hópnum maður að nafni Jim Crofton og hefur komið hingað alla leið frá British Columbia, á Kyrrahafsströnd Kanada. — Hann segir: — Einu sinni, þegar drottn- ingin heimsótti Kanada brosti hún til mín. Ég stóð aðeins hálfan annan metra frá henni. Nú er ég kominn hingað til að taka myndir af meðlimum konungsfjölskyldunnar. Verst að ég fæ víst ekki að taka myndir af „beibíinu“. Allt í einu fer kliður um mannfjöldann. Hliðið er opn- að og svartlakkaðri RoIIs Royce bifreið er ekið inn í hallargarðinn. I bílnum var Ijósmóðirin Helen Rowe, ein frægasta kona Bretaríkis í dag. Það þykir ekki mikið þótt Elisabet eigi nú sitt þriðja barn. Langamma hennar, Victoria, átti 9 börn með AI- bert, eiginmanni sinum. Síð- asta barnið átti hún, er hún var 38 ára. Hans G. Andersen kominn heim Hans G. Andersen, sendiherra og sérfræðingur ríkisstjórnarinn ar í landhelgismálum, kom til Reykjavíkur í gær frá Paris. Hans verður aðalfulltrúi íslands á Genfar-ráðstefnunni sem hefst 17. marz n.k. Kemur hann nú heim til að ræða við ríkisstjórn- ina um lokastigin í undirbúningi Islendinga fyrir ráðstefnuna. Myndina sem hér birtist af Hans G. Andersen, tók ljósmynd- ari Mbl.: Ól. K. M. á Reykjavik- urflugvelli í gær. Gott fiskverð FISKVERÐ í Bretlandi er mjög hagstætt um þessa dagana, og seldu tveir togarar mjög vel þar í gær. Siglufjarðartogarinn Ell- iði seldi 202 tonn fyrir 14.986 pund í Grimsby. Þá seldi Egill Skallagrímsson 165 tonn fyrir 12278 pund í Hull. í síðustu viku seldu nokkrir togarar í Bretlandi en fiskverðið var þá lágt. íkviknun í Saurbæ á Rauðasandi Patreksfirði, 16. febrúar. KLUKKAN 7,30 í kvöld kom upp eldur í íbúðarhúsinu Saurbæ á Rauðasandi. Varð sprenging í miðstöðvarkatli í kjallara. Var slökkvilið kall- að héðan frá Patreksfirði, en bændum úr nágrenninu hafði tekizt að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. — Skemmdir af eldi urðu mikl- ar í kjallara og á næstu hæð urðu verulegar skemmdir af reyk og vatni. Húsið er steinhús með timbur- gólfum, tvær hæðir og kjallari, Stóraukin aðstoð Washington, 16. febrúar. —■ (Reuter) — EISENHOWER forseti lagði í dag fyrir Bandaríkjaþing tillögu um að veita 4,1 millj- arð dollara til efnahagsað- stoðar við önnur lönd. Er hér um að ræða miklu hærri f járhæð eh sl. ár, þegar Banda ríkjaþing veitti 3,2 milljarða framlag til þessa. Er búizt við að þessi tillaga Eisenhowers kosti mikla „þingbardaga“, ekki sízt þar sem forseta- kosningar eru framundan, en þá er þingheimur oftast nokkru sparsamari en á venjulegum árum. — Metin falla Framh. af bls. 22. Japaninn Fumio Nagarugo á 40,3 sek. • I 5 km. hlaupinu var Hol- lendingurinn Pesman „maður dagsins“. Hann sigraði á 7:46,7 mín, en annar var Norðmaðurinn og Evrópu- meistarinn Johannesen á 7:53,1 mín. • Hollendingurinn var mjög nálægt hinu staðfesta heims- meti 7:45,8 mín og tími hans er betri en gildandi Olympíu- met, sem er 7:48,4 sett í Cort- ina af Sjilkov, Rússlandi. Z' NA/Shnútar y/ S V 50hnútar ¥ Snjókoma > 06 i \7 Skúrír IS Þrumur ‘W.Z, Kuldaskil Hilrsli/ H Hœ» L Lotgi Kaldosti strengurinn um ísland og Færeyjar HÆÐIN yfir Grænlandi færist lítið úr stað, og enn- þá er lægð yfir Norðurlönd- um. Þessvegna er köld norð- anátt á Ishafinu austan Grænlands. Fylgir henni éljagangur alla leið suður til Hollands. Kaldasti strengur- inn liggur um ísland og Fær- eyjar. Um hádegisbilið var 18 stiga frost á Grímsstöðum. Á sama tíma var frostið 26 stig á Tobinhöfða og 34 í Meistaravík. byggt fyrir 40—45 árum. í Saur bæ búa hjónin Sigursveinn Tóm- asson og Hulda Jóhannesdóttir, en jörðin er eign Sigurvins Ein- arssonar alþingismanns. — Trausti. Samtal við húsfreyjuna Blaðamaður Mbl. átti stutt símtal við frú Huldu í gærkvöldi og innti hana nánari frétta al brunanum. — Það var um hálfáttaleytið, að við heyrðum mikla spreng- ingu í kjallaranum. Sigursveinn brá skjótt við og fór niður, en þá var ekki hægt að komast inn í miðstöðvarklefann fyrir eldi og reyk. Lét hann verða sitt fyrsta verk, að taka olíugeyminn úr sambandi, en beindi síðan vatni að eldinum. Notaði hann vatn úr eldhúskrananum, en svo vel vill til, að eldhúsið er beint uppi yfir miðstöðvarklefanum. Tókst honum von bráðar að kæfa eld- inn að mestu. Sérstakt lán Strax eftir sprenginguna hringdi ég til næsta bæjar og bað um hjálp og bað jafnframt um að koma skilaboðum áfram. Komu menn af næstu bæjum að vörmu spori og varð þá að rífa vegg, sem eldurinn hafði læst sig í. Nú held ég samt, að örugg- lega sé búið að slökkva svc hvergi leynist neisti. Skemmdir urðu miklar á íbúðinni okkar af eldi og vatni. Var mikið lán og alveg sérstakt, að svo fljótt skyldi takast að hefta útbreiðslu eldsins, því annars hefði illa far- ið. — Er húsið íbúðarhæft? — Ekki neðri hæðin, en við getum flutt upp á efri hæðina til bráðabirgða. — Vitið þið af hvaða orsökum ketilsprengingin varð? — Það hefur verið af trekk- leysi. Hér hefur verið mikið logn í dag, en miðstöðin sótar sig í logni. — Njassamenn Fram. af bls. 1. villzt í farangursgeymsluna. En í þessu komu fulltrúar flugfélagsins og sögðu að svertingjarnir væru því miðui ekki með flugvélinni. — A1 hverju hélduð þið þá að þeii myndu koma með henni? spurðu blaðamenn. — Við fengum þær upplýs- ingar hjá utanríkisráðuneyt- inu í dag, svöruðu flugfélags- menn. Þar með var málið úr sögunni. Og þegar menn kvöddust, vissi enginn hvað dvalið hafði Orminn langa. Drottning á „fæðingardeild“ LONDON, 16. febrúar (Reuter): Þrír líflæknar Elísabetar drottn- ingar komu í dag Ail Buckingham hallar. Þeir skoðuðu drottningu og ráðlögðu henni að því búnu að flytja úr íbúð sinni á efri hæj hallarinnar í hina svonefndn „belgísku íbúð“ á neðri hæðinni, en þar mun vera einskonar fæð- ingardeild. Við þessar fréttir fjölgaði enn stóra hópnum sem bíður við hlið Buckingham-hallar. Þá ætl- uðu tvær stúlkur, önnur frá Nýja Sjálandi og hin frá Ástralíu að búa um sig á gangstéttinni við hliðið. Höfðu þær með sér svefn- poka og lögðust á gangstéttina. En lögreglan kom og bannaði þeim næturgistingu á gangstétt- inni. Hin ástralska stúlka svaraði þá gröm og særð: „Maður kemst aðeins einu sinni til Englands, hví megum við þá ekki búa sem bezt um okkur?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.