Morgunblaðið - 17.02.1960, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.02.1960, Qupperneq 8
8 MPRCTJNVr 4 f>» f) Mifivikudagur I7 febr. 1960 Fiskur sem fiskar OTULIR veiðimenn, sem eyða þúsundum króna til kaupa á stöngum, hjólum, spónum — og hvað það nú heitir allt saman — mega sannarlega öfunda fisk þann, sem enskir nefna „frogfish* 1', en samkvæmt ensk-íslenzku orðabókinni okkar mundi sá kallast kjaftagelgja á „tungu Snorra". — Fiskur þessi hefir nefnilega „innbyggða" ve'ði- stöng og beitu. ★ Talið er, að skepna þessi eigi sér langa sögu, sé frá því snemma á þróunarbraut íisk- anna, enda fullt eins lík froski og fiski — eins og hið enska nafn bendir raunar til. — Kjaftagelgjan hefir eins konar stöng eða tein framan á hausn um, rétt fyrir ofan breiðan og sterklegan kjaftinn, og er teinn þessi raunverulega „framlenging" af hryggnum. ★ Fremst á teininum er „beitan", hreyfanlegur angi, ef svo má segja, sem líkist litlum ormi fljótt á litið. — Þegar smáfiskar láta ginnast af agni þessu og synda að því, opnar kjaftagelgjan ginið upp á gátt — og þar með er fórn- ardýrinu yfirleitt engrar und ankomu auðið. Mikill sog- kraftur myndast, þegar þessi slungni veiðimaður undir- djúpanna opnar kjaftinn, ef EFRI MYNDIN: — Til vinstri: — Smáfiskur hefir hætt sér of nálægt hinu girnilega agni og reynir nú árangurslaust að sigrast á sogkrafti kjaftagelgjunnar. — Til hægri: Dagar fórnardýrsins taldir. NEÐRI MYNDIN: — Kjaftagelgjan aftur í veiðihug. Hér sést vel, hvernig hún réttir úr „veiðistönginni", svo að agnið — sem hún getur Iátið hreyfast eins og lifandi orm — sjá- ist sem bezt. — fiskkrílið hefir hætt sér of ná- lægt, tjóar ekkert þótt það beiti allri orku sinni til þess að reyna að forða sér — það sogast hægt og hægt inn í opið gin „gelgjunnar". ★ Kjaftagelgjan er ekki mjög sjaldgæfur fiskur, en hins vegar veiðist hann frem- ur sjaldan. — Þessi, sem með- fylgjandi myndir eru af, veidd ist eigi alls fyrir löngu við Bahama-eyjarnar undan strönd Florida-skagans. Skriðjöklarnir dragast saman Frá aðalfundi Jöklarannsóknarfélagsins NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur í Jöklarannsóknarfélagi Is- lands. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf og á eftir voru sýndar myndir frá Skeiðarár- hlaupum, bæði því síðasta og frá 1954. I skýrslu stjórnarinnar kom fram, að féiagið hefur að venju haft með höndum athuganir á skriðjöklum og fylgzt'með breyt ingum á þeim og hafa mælingar verið framkvæmdar á 70 stöðum. Þær mælingar sýna að skriðjökl- arnir dragast yfirleitt saman. Einnig var fylgzt með breyting- um á Grímsvatnasvæðinu, og Kötlusvæðinu, þar sem fara má að búast við gosi, og snjómæling- ar gerðar á Tindafjallajökli. Félagar í Jöklarannsóknarfé laginu eru nú um 300, og auk þeirra kaupa nokkrir erlendir einstaklingar, opinberar stofnan- ír og háskólar tímarit félagsins, „Jökul“, þar sem birtast niður- stöður á rannsóknum. Rannsókn- ir félagsins eru fjárfrekar, þar eð mikill kostnaður er því sam- tara að gera út leiðangra á jökla með snjóbíla og annað. En félagið hefur fengið nokkurn styrk úr vísindasjóði og úr ríkissjóði, og einkum hefur það létt undir um kostnað að ferðamenn hafa að undanförnu tekið þátt í rann- sóknarferðunum. A síðasta ári fóru t.d. 60 ferðamenn með í ferðir félagsins á Vatnajökul. Næstkomandi föstudagskvöld, 19. febr. heldur Jöklarannsóknar- félagið að venju árshátíð sína í Tjarnarkaffi. Bærinn kaupir lóð og fasfeign Á FUNDI bæjarráðs á föstu- daginn var samþykkt að heim ila bæjaryfirvöldunum að festa kaup á lóðinni Þingholts stræti 28. Á þessari lóð stóð stórt timburhús, sem Hús- stjórn hét og brann á aðfanga dagskvöld 1957. Á þessum sama fundi var bæjaryfirvöld unum heimilað að kaupa fast eignina Brekkustíg 15 B. Flokkakeppnin í skák NÝLEGA er lokið þriggja landa keppni í skák milli Þýzkalands, Svíþjóðar og Finnlands, sem er liður í svokallaðri flokkakeppni. Þrjár þjóðir eru saman í riðli og sú efsta heldur áfram, én keppn- inni lýkur svo með því að efsta þjóðin hlýtur Evrópu-titilinn. Þýzkaland hlaut 23% stig, Sví- þjóð 19Vz og Finnland 17. — Tvö lönd, Rússland og Júgóslavía hafa þegar komizt áfram í keppn innL Engir auðjöfrar — engin fátœkt Samtal við sendiherra Brazilíu á íslandi FYRIR skemmstu birti brasiliskt biað, „Correio da Manha“, viðtal við Francisco d’AIamo Lousada sendiherra, undir fyrirsögn- inni: Island og Noregur vilja fá meira af appelsínum og kaffi frá Brasilíu. — I greininni segir m. a.: Mikill hluti Brasilíu-kaffisins, sem notaður er á íslandi, er ekki fluttur beint þangað frá Brasilíu, heldur um England. Sama er að segja um appelsinurnar okkar. Á Islandi og í Noregi er góður markaður fyrir þær. Þetta segir Francisco d’Alamo Lousada, sendiherra Brasilíu í Noregi og á íslandi, en í síðarnefnda landinu afhenti hann embætíis- bréf sitt ekki alls fyrir löngu. Góður markaður fyrir brazilíska vefnaðarvöru Lousada sendiherra varð mjög hrifinn af hinum mikla áhuga manna á Islandi fyrir vefnaðar- vöru frá Brazilíu, aðallega baðm- ull. Því miður virðast tilraunir hans til að koma á auknum við- skiptum milli landanna ekki fá góðar undirtektir meðal iðju- hölda í Brazilíu. — Það er leitt til þess að vita, segir sendiherrann, að iðnaðurinn í Brazilíu gefur tillögum okkar um að sendir verði verzlunarfull trúar til íslands og Noregs, lítinn gaum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn, það er liður í okkar starfi. Nú eiga kaupsýslumenn- irnir að taka við. Ég geri mér ljósa grein fyrir hinu erfiða fjármálaástandi í báðum löndun- um, en með góðum vilja og gáf- um er hægt að flytja fjöll. Viðskipti íslands og Braziiíu Mikilvægasti atvinnuvegurinn á íslandi er fiskiðnaðurinn, segir sendiherrann, hann er undirstaða innflutnings. Við fáum saltfisk frá íslandi, að vísu hefur inn- lutningur hans verið rekar lítill að undanförnu, en margt bendir til aukins innflutnings á næst- unni. Og kaffið er eftirsóttasti varningurinn frá Brazilíu á Is- landi. Hann heldur áfram og segir, að árið 1957 hafi Islendingar flutt inn kaffi að verðmæti 31 millj. krónur, en 1958 varð lækkun, fór niður í 21 millj. krónur. En nýja stefnan, sem tekin hefur verið upp í kaffiútflutningnum hefur strax borið árangur, því við höfð um selt kafi til Islands fyrir 8 millj. króna í maí 1959. Fjórða bindið kemur í haust FJÓRÐA bindi Ferðabókar Þor- valds Thoroddsens er nú í prent- un og mun væntanlegt með haust inu. Þegar eru komin út þrjú bindi og er hið fyrsta nær upp- selt. Þorvaldur Thoroddsen ferð- aðist um ísland á árunum 1882— 1898 og rannsakaði landslag þess, fjöll og dali ár og jökla eldhraun og bergtegundir. Um rannsóknir sínar ritaði hann margar bækur, þar á meðal Lýsingu íslands og Ferðabók þessa. Ferðabókin var fyrst gefin út í Kaupmannahöfn 1913—1915. Upplagið var 400 ein tök og er þriðjungur þeirra glat- aður. Jón Eyþórsson veðurræðingur, hefur séð um útgáfu þessa og rit- að inngangorð við kaflaskil. Öðru bindi fylgir Islandskort, sem á eru dregnar allar ferðir Þorvalds um landið. Ber það með sér hversu víða hann hefur farð. A ferðum sínum hélt Þorvaldur dag bækur og samdi Ferðabók sína að nokkru leyti upp úr þeim. 1 fjórða bindinu er fjallað um Norðurland og óbyggðirnar suð- ur af því. Sem bókarauki verður prentuð frásögn af Rannsóknar- för í Öskju og Sveinagjá, sem Þorvaldur fór sumarið 1876. Hef- ur hún ekki fylgt bókinni fyrr. Þá mun nú nú fáanlegt jarðfræði kort, sem Þorvaldur gerði og byggt er á rannsóknum hans. Auk kaffis flutti Brazilía árið 1958 til Islands sykur fyrir kr. 1.280,000; kakó fyrir kr. 810,000; unnin við fyrir kr. 1,367,000; efni til körfugerðar fyrir 35,000; harð viðarspón fyrir kr. 144,600; hnífs- blöð, skæri o.fl. fyrir kr. 275,000; ökutæki fyrir kr. 20,000 og ((huntonitt ) plötur fyrir kr. 91,000. Alls er innflutningurinn kr. 25.762,000. Traustur efnahagur Lousada sendiherra ræðir enn um ísland og segir: „íbúar lands ins eru 160,000 og flatarmál þess er 103,000 ferkílómetrar, mest- megnis hraunmyndanir og fjölL Hvað ferðamönnum viðkemur er Geysir eitt aðalaðdráttaraflið. Is lendingar eru glaðlyndir og gest- risnir. Þar eru allir læsir og skrif andi og þar er frábær háskólL Við höfum líka notið góðs af ís- lenzkum menntamönnum, því við fengum til okkar íslenzka próf- essorinn Ingvar Emilsson, einn af fremstu mönnum í haffræði. Lífs- Franziszo d’Alamo Lousada afkoma almennings er mjög góð og á öruggum grundvelli. Þar eru ekki auðjöfrar og heldur engin fátækt. Stjórnarstefna íslend- inga er hægfara sósíalismi með lyðræðisformi, sem þjóðin hefur aðhyllzt og virt um aldur“. Lousada sendiherra lauk að síðustu lofsorði á hina miklu menntun og virðingu núverandi forseta, Ásgeirs Asgeirssonar „sem stjórnar landi sínu af mik- illi vizku“. Prestkosningar á Sauðárkróki ÞRlR þjónandi prestar hafa sótt um Sauðárkróksprestakáll. Þar verður væntanlega gengið til prestkosninga um næstu mánaða mót. Þeir sem sótt hafa eru séra Arni Sigurðsson prestur á Hofs- ósi, séra Jónas Gíslason prestur í Vík í Mýrdal og séra Þórir Step- hensen í Staðarhólsþingum í Döl- um. Breyting hefur verið gerð á prestakallinu. Reynisstaðasókn hefur verið tekin undan og til- heyrir nú Glaumbæjarsókn. Aft- ur á móti hefur Rípursókn verið felld undir Sauðárkrókssókn. Verður nú kosið samkvæmt þess um breytingum. Prófastur hefur ekki enn ákveðið hvaða dag prestkosningarnar fari fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.