Morgunblaðið - 17.02.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.02.1960, Qupperneq 9
Miðvikudagur 17 f^br 19ðtíF Mfírtnrisnr.AÐiÐ 9 Heim- speki dr. Helga Pjeturss ALLMARGIR urðu til þess í vet- ur að skrifa um hina nýútkomnu Ferðabók dr. Helga Pjeturss, og má segja að þar segðist öllum nokkurnveginn á sama veg. Bók þessa hafa allir lofað að nokkru, eins og líka maklegt er, þó að af jmismikilli vinsemd væri. En eitt hafa allir þessir ritdómar látið ó- gert, og það er að ræða um heims peki dr. Helga, og mætti þó ef til vill segja, að þar hafi verið ein undantekning. Dr. Sigurður Þór- arinsson tók það fram í sinm grein, að hafi hann þar ekki mikl ar mætur á, og mun honum hafa þótt það öruggara álits síns vegna. En nú finnst mér, að ekki þyrfti að vera úr vegi, að fræði- menn tækju sig loksins til og segðu eitthvað um þetta efni, annaðhvort til lofs eða lasts. Mér þætti t.d. gaman að vita, hvers vegna dr. Sigurður hefur litlar mætur á þessari heimspeki, og vildi ég gjarnan, að hann færði fram ástæður fyrir því. Og slíkt vildi ég þá, að fleiri lærdóms- menn gerðu. Varla mun því nú verða neit- að, að dr. Helgi Pjeturs hafi haft réttara fyrir sér varðandi ís- íslenzka jarðfræði en prófessor Þorvaldur Thoroddsen, og er því ekki réttmætt að leggja þá þar að jöfnu. Eins og Jóhannes As- kelsson tekui fram í sinni grein, Í>á eru niðurstöður dr. Helga varðandi kvarterjarðfræði Is- lands undirstöðuatriði, og væri því nokkur ástæða tií að gæta að því, hvort svo hafi ekki einnig getað verið um annað það, sem hann taldi sig hafa komizt að raun um og skilið. Gæti menn t.d. að því, sem hann sagði um eðli svefnsins og draumanna og fram ar öðru er undirstaða heimspeki hans. Þeir sem lesið hafa Nýals- rit dr. Helga munu að vísu sjá, að þar er byggt á þeirri þekkingu, sem þegar hefur fengizt á heimi og lífi. En það, sem þar kemur til viðbótar, er hinsvegar byggt á eigin athugunum hans varðandi svefninn, draumana og annað það, sem ekki verður með réttu neitað, að séu staðreyndir. A ég þar við fyrirbæri þau, sem kennd eru við miðla, hugsanaflutning og fleira það, sem margir fímr menn virðast vera feimnir við að taka nokkura afstöðu til, nema þá neikvæða. Og þetta er það, sem ég vildi geta fengið menn til að ræða í nokkurri alvöru. Hvað segja fræðimenn t.d. um þá kenningu dr. Heiga, að undirrót draumanna sé samband sofand- ans við einhvern vakanda? Hafa þeir raunverulega gert sér ljóst, að slíkt sé fjarstæða, sem ekki geti átt sér stað? Og hafa þeir þá gert sér ljóst, að aðrar kenningar séu þar sennilegri eða komi bet- ur heim við það, sem draumarnir raunverulega eru? Þessu vildi ég fá hina lærðu menn til að svara. Og ennfremur vildi ég fá þá til að ræða nokkuð um hið merkileg- asta, sem á miðilfundum hefur átt sér stað, og hvaða möguleika þeir sæju til þess, sem þar hefur stundum verið sannað, að maður- inn lifi þótt hann hafi dáið. Sýni !hver sem getur fram á náttúru- fræðilega möguleika til framlífs annarsstaðar en á jörðum ein- hverra fjarlægra sólhverfa. Sýni hver sem getur fram á mögu- leika til þess að sjá slíkar sýn- ir, sem í draumi geta átt sér stað án þess að eitthvað hafi verið séð. Bendi hver sem getur á óyggj- andi sannanir fyrir því, sem hald ið hefur verið fram, að draum- sýnir sofandi manns séu einung- Dr. Helgi Péturss is hugarburður hans og að hann geti þannig látið sig sjá hugrenn- ingar sínar á sama hátt' og þeg- ar hann horfir á hluti eða staði. Fyrr en einhver hefur þetta gert, getur hann ekki með rökum sagt, að heimspeki dr. Helga Pjeturss sé röng og ekki um- ræðuverð. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. Enginn ntvinnu- Inus í bænum Á FUNDI bæjarráðs á föstu- daginn var lagt fram bréf frá Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar. Þar er tilkynnt, að við atvinnuleysisskráningu er fram fór hér í bænum 1.—3. febrúar, hafi enginn gefið sig fram til skáningar. Rætt um skrúð- garða í bæjarráði Á FUNDl bæjarráðs á þriðjudag inn var rætt um gerð skrúð- garðs í Bústaðahverfinu. Hafði garðyrkjustjóri bæjarins lagt til við bæjarráð að gerður yrði skrúðgarður á milli Hólmgarðs og Hæðargarðs. Var á það fallizt. Loks var rætt um lagfæringu á garðinum við Lækjargötu. Var í því sambandi lagt fyrir garðyrkju stjóra og skipulagsstjóra, hvort ekki myndi vera hægt að koma þar fyrir biðskýli fyrir farþega með Hafnarfjarðarvögnunum. Sigrún Stefánsdóttir — Minningarorð Þó að nokkur tími sé liðin frá andláti og jarðarför Sigrúnar Stefánsdóttur, vinkonu minnar, þá langar mig að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Sökn- uðurinn er mér svo sár enn. Eg minnist þeirrar stundar, er rnér barst sú óvænta fregn, að Sigrún væri dáin. Ég var að koma heim frá vinnu um hádegi þann 18. júlí sl. Eins og venju- jega opnaði ég útvarpið. Mig setti hljóða, er ég heyrði and- látstilkynninguna, enda kom hún mér mjög á óvart, þar eð ég hafði ekki heyrt um veikindi hennar,- Fráfall hennar mun hafa borið snöggt að. Hún andaðist á Sjúkra húsi Siglufjarðar þann 17. júní sl. Fyrir skömmu hafði ég hitt hana, glaða og káta að vanda, og naut ég þá innileika hennar og hlýju eins og svo oft áður. Hún gladdi mig með því að gefa í skyn, að hún hugsaði sér að heimsækja mig fljótlega aftur og dvelja þá lengur, og hlakkaði ég innilega tiL En svo fór sem oftar, að mennirnir ákveða en Guð ræður. Ég varð að trúa þeim veruleika, að við ættum ekki eftir að sjást aftur í þessu lífi. Svo skjót er oft breyting í heimi hér. Sigrún var fædd að Þrastastöð- um í Stíflu 18. desember 1905. Fluttist síðar með foreldrum sín um, Önnu Jóhannesdóttur og Stefáni Benediktssyni, að Berg- hyl í Fljótum. Þar ólst Sigrún upp hjá foreldrum sínum, ásamt mörgum systkinum. Vorið 1922 bar skugga að heimili þeirra, er heimilisfaðirinn og fyrirvinnan drukknaði á skipinu Mariönnu, sem fórst með allri áhöfn. Þá knúðu erfiðleikarnir á, þegar Anna, móðir Sigrúnar heitinnar, stóð ein uppi með allan barna- hópinn sinn. Með hug og dug komst þó heimilið af og mun Sig- rún, sem var elzt barna, hafa verið móður sinni og systkinum stoð og styrkur. Arið 1930 giftist Sigrún eftirlif andi manni sinum, Haraldi Þór Friðbergssyni, vélsmíðameistara og voru þau búsett á Siglufirði. Þau hjónin eignuðust sex sonu og eru 5 þeirra á lífi, efnispiltar | og hafa flestir þeirra valið sér | sömu atvinnugrein og faðir þeirra. Sigrún var mikil húsmóðir og batt hug sinn við heimilið, eigin- mann og syni. Hún var allt í senn, hín fullkomna húsmóðir, eigin- kona og móðir. Sigrún var eigin- manni sínum trú og dygg og vandaði vel uppeldi sona sinna. Það er því skarð fyrir skildi eft- ir að þessi góða kona er fallin frá. Ég kynntist Sigrúnu árið 1933. Þá var ég sjúklingur á Sjúkra- húsi Siglufjarðar. Dag einn var komið með nýjan sjúkling áj sjúkrastofuna. Það var Sigrún. Þann tíma, sem við lágum á sjúkrahúsinu kynntisf ég henrti vel. Siðan vorum við ætíð sam- rýndar. Eftir að Sigrún kom á sjúkrastofuna fannst mér sem hún hefði flutt með sér sól og yl. Sigrún var síkát, þrátt fyrir veik indin. Viðmót hennar var svo hressandi, að það hafði bætandi áhrif á hvern sem var. Eftir þetta var ég ætíð velkomin á heimili þeirra hjóna og naut gestrisni þeirra í ríkum mæli. Sigrún átti ríka fórnarlund, vildi öllum hjálpa og greiða götu þeirra, sem hún vissi að áttu í erfiðleikum. Móður sinni og systkinum reyndist Sigrún ætíð vel. Mun því hin aldraða móðir bera saknaðarsár í hjarta. Sömu- leiðis systkinin, eiginmaður, synir og ömmubörnin. Ég skil sáran söknuð þessa fólks. Bið ég Guð að gefa ástvinum styrk í sorg þeirra vegna fráfalls þess- arar góðu konu. Við mennirnir verðum að reyna að skilja tilgang lífsins og treysta því og trúa, að annar heimur biði okkar. Þar munum við hitta ástvini okkar aftur. Þó vinirnir hverfi úr veröld nú og vitji okkar sára undin. Við verðum að hafa trausta trú og treysta á endurfundinn. Nú ertu, vina, horfin yfir á strönd eifífðar, þangað sem leið okkar allra liggur fyrr eða síðar. Vertu sæl, Sigrún, og þakka þér fyrir allt og allt. Aðalheiður Karlsdóttir Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur verður í Iðnó mánudaginn 22. febrúar 19t>0 kl. 8,30 eftir hádegi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. Reikningar Dagsbrúnar fyrir 1959 liggja frammi i skrifstofu félagsins. STJÓRNIN. Ca. 100 íerm. iðnaðarhúsnæði óskast fyrir hreinlegan iðnað. Má vera í Kópavogi. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Iðnaður — 9614“. Fer til London nu í vikunni Vildi gjarna taka að mér erindisrekstur fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Vinsamlegast hringið í síma 10332 eða 35673. Hörður Ölafsson, lögfræðingur liggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku. Til sölu Glæsileg 168 ferm. efri hæð í nýrri villubyggingu við Sólheima. Sér þvottahús á hæðinni. Sér kynding. Tvöfalt gler. Hagstæð lán áhvílandi. Nánari upplýs- ingar gefur JÓHANNES LÁRUSSON, hdl., Kirkjuhvoli — Sími 13842. Verzlun til sölu Sem ný vefnaðar- og snyrtivöruverzlun tíl sölu. Uppl. i síma 35639 frá kl. 13,15—18 daglega. Ford Taunus Station ókeyrður, til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Taunus — 4337“ fyrir 20. þ.m. Veiðimenn Til leigu er Víðidalsá ásamt Fitjá, Gljúfurá og HópL Þeir, sem óska að gera tilboð í leiguréttinn snúi sér til Óskars B. Teitssonar, Víðidalstungu fyrir lok marzmánaðar. 6 herbergja Parhú's við Hlíðarveg. Tilbúið undir tréverk. Hagstæð lán álivíl- andi á 2. og 3. veðrétti. I. veðréttur laus. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Björn Pétursson: fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, II, ;— Símar: 2-28-70 og 1-94-78.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.