Morgunblaðið - 17.02.1960, Side 11

Morgunblaðið - 17.02.1960, Side 11
Miðvikudagur 17 fehr. 1960 MOnr.Tixnr4Ð1Ð 11 Vanþurrkun olli skemmdum á salt tiski sem fluttur var til Jamaica MBL. greindi frá því ekki alls fyrir löngu, að þeir Kristján Einarsson, framkvstj. SÍF, og Jón Axel Pétursson, framkv- stj. Bæjarútgerðar Reykjavík ur, væru á förum til Jamaica til að rannsaka nánar kvart- anir, sem þaðan höfðu borizt vegna skemmda á saltfiski, sem við flytjum þangað suður eftir. í gærkvöldi barst blað- inu eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá þeim: Með það fyrir augum, að fisk- verkunarstöðvar þær, sem salt- fisk þurrka, svo og þeir fisk- matsmenn, er meta þurrfisk til útflutnings, geti fengið upplýs- ingar, sem kæmu þeim að gagni í framtíðinni, viljum með nokkr um orðum skýra frá skemmdum þeim, er urðu á íslenzkum salt- fiski, er sendur var til Jamaica í haust, og mörgum fiskeigendum mun vera kunnugt um. Óhæfur til manneldis. Snemma í janúar bárust S.Í.F. fréttir frá Jamaica þess efnis, að allmikið af saltfiski þeim, sem sendur hafði verið með ms. Öskju þangað og héðan fór 3. nóvem- ber sl., væri stórskemmdur, og að heilbrigðisyfirvöldin þar í landi hefðu dæmt nokkurn hluta fisks ins óhæfan til manneldis. Stjórn S.Í.F. ákvað þá þegar að senda okkur undirritaða til Jamaica til þess að sannprófa mál þessi og til þess að ná samkomu- lagi við kaupanda um tjónið hvert sem það kynni að verða, ennfremur til þess að vera við móttöku þess farms Öskju, sem fór um áramótin og væntanleg- ur var til Kingston næstu daga. Allt of lítið þurrkaður. Þegar við komum til Jamaica, var það starx sýnilegt, er skoð- un fiskisins hófst, að allmikið af fiskinum var stórskemmt og nokkur hluti hans langt frá því að vera hæfur til manneldis. Þeir pakkanna, sem verst voru farnir, voru raunverulega blautur massi og fiskurinn sundur fall- inn í stykki. Þá var mikil „rauða“ komin í fisk þennan, og hafði hún breiðzt út víða, eins og jafn- an er, ef „rauða“ kemst í fisk. Við rannsókn kom þó í ljós, að fiskur frá einni verkunarstöð olli aðallega skemmdum, og voru kaupandi og við íslendingarnir á •einu máli um það, að fiskurinn hefði verið alltof lítið þurrkaður og verkun hans og mat algerlega ófulnægjandi. í fiski frá annarri stöð var rauði í fiskinum, en hann sýndi þó, að þurrkun hans hafði verið eðlileg. Á að þola hitann. Mestur hluti farmsins hafði verið rétt þurrkaður og metinn, og var sá fiskur óskemmdur, nema þar sem pakkarnir tóku í sig bleytu frá skemmda fiskinum. Þegar við fengum það upplýst, að fiskurinn hafði verið geymd- ur i ókældum húsum, létum við í ljós undrun okkar yfir því, að nokkrum dytti í hug að geyma saltfisk í ókældum geymslum í loftslagi Jamaica, þar sem hit- inn er frá 28—32° C og þar yfir og loftið mjög rakt. Fengum við það svar, að þarna væru engar kæligeymslur og ekki venja þar í landi að geyma saltfisk í kæld- um húsum. Þá tóku kaupendur það fram, að Newfoundiandfisk- urinn — en þaðan er heildin af fiski þeim, sem keyptur er til Jamaica — væri aldrei geymdur í kælihúsum og þyldi hann það. Engar skenundir áður. Er fiskx þessum að vísu pakkað f trétunnur, og skemmir harm því ekki út frá sér, þótt einhver galli kunni að koma í ljós í ein- hverjum tunnanna. Þá vörðu kaupendur sig einnig með því, að engar skemmdir hefðu komið fram í þeim 3000 tonnum, sem áður hefðu flutzt frá íslandi til Jamaica, enda þótt fiskurinn hefði ekki verið geymdur í kæli húsum. Töldu þeir því engan vafa leika á því, að verkun fisks ins eða hráefni — eða hvoru tveggja — hefði verið ábótavant frá hendi seljenda. Óttast meiri skemmdir. Þegar skoðun þessari var lok- ið, var ms. Askja að koma í höfn í Kingston, og voru áhyggjur okkar aðallega bundnar við það, að farmur þessi — að verðmæti £ 67.800 — reyndist ekki að- finnsluverður við afhleðslu, því að ef svo yrði, væri S.Í.F., sem seljandi í geysilegri hættu, þar eð íslenzkur fiskur hafði þegar orðið fyrir miklum álitshnekki og var okkur sagt, að kaupendur úti um land væru orðnir alvarlega hræddir við kaup á fiski héð- an. Við vorum að sjálfsögðu við- staddir, er afhleðsla m.s. Öskju hófst. Ennfremur voru þar full- trúi kaupenda og sérfræðingur þeirra í tryggingamálum, brezk- ur maður — auk agents Lloyds, sem var við afhleðsluna allan tímann að ósk okar og kaup- enda. Aðeins „sviti“ Það kom brátt í ljós við af- hleðslu farmsins, að fiskurinn leit sem heild vel út, pakkarnir hreinir og þurrir að sjá. Þó voru nokkur brögð að dökkum blett- um af raka eða svita utan á pökk unum og sums staðar rakarákir eftir öllum pökkunum. Nokkr- um pakkanna, sem sýndu ytri merki um svita, var haldið sér í lestum skipsins og þeir skoðaðir þar Reyndist fiskurinn í þessum pökkum til allrar hamingju þurr og eðlilegur í útliti. Rakinn náði aðeins gegnum strigann og á ytra borð hins vaxborna pappírs, en raki hins vegar hvergi finnan- legur innan á pappírnum, sem að fiskinum sneri og ekki á fisk- inum sjálfum. Skoðun og eftirliti var haldið áfram, þar til allur farmurinn hafði verið losaður, og komu engar sýnilegar skemmd ir fram í fiskinum. Þarf að pressast í lágum stöflum Það, sem við leggjum til og leggjum áherzlu á, að gert verði í framtíðinni til þess að forðast skemmdir á fiski þeim, sem sendur er til hitabeltislandanna, land og loftslagi þess hentar. 1. Að fiskurinn sé ávallt þurrk- aður þannig, að rakainnihald hans sé í samræmi við það, sem um er samið við hvert einstakt land og loftslags. 2. Fiskur sá, sem er ísaður eða margra nátta úr netum eða ef hráefnið á einn eða annan hátt hefur orðið fyrir gæðarýrnun — verður að verkast sérstaklega. Hann þarf að saltast vel í frem- ur lága stafla, og umstaflast í hástafla svo að hann pressist vel, þvi að fiskur þessi er, sem kunn- ugt er, laus í sér og stundum sprunginn. Hann þarf að standa lengi og helzt að umstaflast einu sinni, meðan hann stendur í stakk eftir vöskun. Hann verður að þurrkast töluvert meir en fiskur sá, er um ræðir í næsta lið hér á eftir. 3. Fiskur sá, sem kemst nýr og óskemmdur í salt og fær venjulega meðferð við söltun, út- heimtir ekki meiri þurrkun en þá, sem gilt hefur undanfarin ár. — Geymsluþol þessa fisks er mikið, þótt loftslag sé heitt. 4. Fiskurinn þarf að metast réttilega í sérhvern af hinum fjórum gæðaflokkum, sem fiskur er metinn í til hitabeltislandanna. Það er hægt að framleiða vel seljanlega vöru úr því hráefni, sem á undanförnum árum hefur verið saltað og þurrkað fyrir Suður-Ameríku og Vestur-Indí- ur, aðeins ef meðferð fisksins er rétt við þurrkun og mat. Þess ber þó að gæta, að fiskur þessi skilar ekki jafn háu verði og ó- gallað hráefni og þvi í hæsta máta óskynsamlegt fyrir verkun- arstöðvarnar að greiða hráefni þetta sama verði og góðan fersk- fisk. Kristján Einarsson. Jón Axel Pétursson. (Innífyrirsagnir eru blaðsins) Amerísku Ford-verksmiðjurn ar hafa nú nýlega sent frá sér nýjan ,,smá“-bíl, sem nefnist Mercury Comet. Þessar sömu verksmiðjur framleiða einnig „smá“-bílinn Ford Falcon, sem hingað hefur flut",t. Sala á smábílum í Bandaríkjunum er meiri en búizt hafði verið við, og er reiknað með því að hún muni nema 20—25% af heildarsölunni. Mercury Comet bifreiðin er knúin sex strokka, 90 hestafla vél, sem er 32% léttari en venjuleg Fordvél. Áætluð / benzínnotkun er urr 10 lítrar J á 100 kílómetra. Flugfélags-vélar fóru 6181 ferBir á síBasta ári ÁRIÐ 1959 fluttu flugvélar Flug félags íslands hf. rúmlega 80 þús. farþega (80.766) í áætlunarflugi milli landa, innanlands og í leigu flugi. Flugvélar félagsins fóru sam- tals 6181 flugferð á árinu og voru Þing somb. ísl. Grænlnnds- nhugamanna SAMBANDSÞING Grænlandsá- hugamanna, hið fyrsta, var hald- Rauði Kross íslands og blástursaðferðin I HINU fróðlega riti Rauða Kross Islands, „Heilbrigt líf“, sem er nú komið út, er m. a. ýtarleg grein um hina nýju lífgunarað- ferð, sem skrifað hefur verið um hér í blaðið. Með birtingu þess- arar greinar hefur Rauði Kross- inn hafið kynningu meðal al- mennings á máli, sem miklu skiptir að sem flestir þekki. Með greininni birtast margar mynd- ir af lífgunartilraunum við börn og fullorðna samkvæmt blásturs- aðferðinni og einnig eru þar leið- beiningar um notkun öndunar- pípu. Ritstjórar tímaritsins eru iæknarnir Arinbjörn Kolbeinsson og Bjarni Konráðsson. Sigmundur BöBvarsson kosinn formaBur Vöku AÐALFUNDUR VOKU, félags lýðræðissinnaðra stúdenta var haldinn 12. des. sl. í IV. kennslu- stofu Háskóla íslands. Formaður Vöku, Jósep H. Þor- geirsson, setti fundinn, en Grétar Haraldsson var fundarstjóri. — Formaður flutti því næst skýrslu stjórnarinnar. Haldnir voru nokkrir almennir fundir á árinu m. a. fundur með Félagi frjáls- lyndra stúdenta um kjördæma- málið. Þá voru haldnir þrír dans- leikir svo sem venja hefur verið undanfarin ár. Bar skýrsla for- manns þess vitni að félagsstarf- ið hafði verið blómlegt á árinu. Eftir að formaður hafði lesið skýrslu stjórnarinnar, voru lagð- ar fram breytingartillögur stjórn arinnar á lögum félagsins. Urðu allmiklar umræður um tillögurn- ar, en bær voru síðan samþykkt- ar með nokkrum breytingum. Þá fór fram kosning nýrrar stjórnar. Að venju voru lagðar fram tillögur fráfarandi stjórnar. Gerði hún að tillögum sínum, að næstu stjórn Vöku skipuðu eftir- taldir stúdentar: Form.: Sigmundur Böðvarsson, varaform. og ritstj. blaðs Vöku: Styrmir Gunnarsson og aðrir í stjórn: Agnar leir Hinriksson, Hans Christiansen, Hörður Sig- urgestsson, Ólafur Sigurðsson og Steingrímur Gautur Kristjáns son. Ennfremur lagði stjórnin til, að ritnefnd Vöku-blaðsins skipuðu: Benedikt Sveinsson, Guðni Gíslason, Halldór Blöndal og Hannes Hafstein. Endurskoð- endur Andrés Valdimarsson og Ásmundur Einarsson. Voru tillögur stjórnarinnar samþykktar samhljóða og hyggja stúdentar gott til starfs Vöku á líðandi starfsári. ið 7. febr. og voru 40 fulltrúar mættir víðs vegar af landinu, en sambandsfélögin eru 11 með um 1000 skráðum félögum. Þingfor- setar voru kjörnir Erlingur Páls- son yfirlögregluþjónn og Óskar Clausen rithöfundur. Þessir menn voru kosnir heið- ursfélagar: Pétur Ottesen, fyrrv. alþingismaður, Helgi Valtýsson, rith. og Sigurjón Jónsson, rith. Voru dr. jur. Jóni Dúasyni send- ar árnaðaróskir, en hann gat ekki setið þingið sökum veikinda. Á þinginu voru samþykktar margar tillögur og ályktun gerð um stefnu sambandsins og mark- mið í Grænlandsmálinu. Meðal tillagna voru áskoranir til Alþing is um að taka upp á fjárlögum fjárveitingu til Grænlandsmála og sérstaka fjárveitingu til að gefa út aðalvísindarit dr. jur. Jóns Dúasonar um Grænland á helztu heimstungum, föst árleg prófessorslaun til handa dr. Jóni og fjárveiting til að ljúka útgáfu vísindarita hans. Þá var skorað á Alþingi og stjórnarvöld, að hefja undirbúning þess að minnzt verði 1000 ára afmælis fundar Græn- lands, að íslenzkir fræðimenn taki þátt í þeim fornleifarann- sóknum, sem fram fara á Græn- landi og að Alþingi og ríkisstjórn herði sóknina í handritamálinu. Merkjasala og lán Um fjármál samþykkti þingið að efna til árlegrar merkjasölu til ágóða fyrir samtökin og enn- fremur að bjóða út lán til að auðvelda sambandinu útbreiðslu starfsemi. í stjórn Landssam- bands ísl. Grænlandsáhugamanna voru kosnir Henry Hálfdánarson, forseti, Þorkell Sigurðsson, gjald keri, Ragnar Sturlxxson, Erlingur Erlingsen, Sturlaugur Jónsson, Sveinbjörn Beinteinsson og Sverr ir Hermannsson úr Reykjavík, Friðrik Sigurbjörnsson fyrir Vest firði, Magnús Gamalíelsson fyrir Norðurland, Niels Ingvarsson fyr ir Austfirði og Sigurður Guðjóns- son fyrir Suðurland. á lofti 8585 klst. Áætlunarflugi var haldið uppi til sömu staða erlendis og innanands. Fargjöld héldust þau sömu allt árið. Fleiri leiguferðir voru farnar en nokkru sinni fyrr, einkum til Grænlands. Innanlandsflug Farþegar á innanlandsflugleið um urðu 51.271, en voru 56.045 árið áður og nemur fækkunin 8.5%. Fluttar voru 1140 lestir af vörum og minnkuðu þeir flutn- ingar um 22.9%. Póstflutningar jukust hins vegar verulega, flutt ar voru 183 lestir og er aukning 26.3%. Farnar voru 4478 fhig- ferðir innanlands og flugvélar félagsins voru 3967 klst. á Iofti á innanlandsflugleiðum. Nýting innanlandsflugvélanna er betri en í fyrra sökum færri flugtíma. Millilandaflug í áætlunarferðum milli landa fluttu „Faxarnir“ 23.156 farþega en 19.350 árið áður. Aukningin nemur 19,7% miðað við fyrra ár og á m.a. rætur sínar að rekja til stóraukinna flutninga félags- ins á flugleiðum milli staða er- lendis, t. d. milli Glasgow og Kaupmannahafnar. Póstflutning- ar og vöruflutningar milli landa jukust einnig, að mun. Fluttar voru 55.2 lestir af pósti á móti 47.1 í fyrra, aukning 17% og 251 lest af vörum á móti 234 sl. ár. Aukning nemur 7,2%. Með til- komu 55% yfirfærslugjaldsins sem kom til framkvæmda á miðju ári 1958, dró allmjög úr ferðalögum og bera skýrslur um flutninga þess ljósan vott. Hins vegar varð sætanýting milli- landaflugsins mjög góð. Alls fóru flugvélar Flugféags íslands 1300 flugferðir á árinu í áætlun- arflugi milli landa og voru á lofti í þeim ferðum 3287 klst. Leiguflug Fleiri leiguflug voru farin á vegum félagsins á árinu en nokkru sinni fyrr. Flest vom þau farin til Grænlands, en einn ig til nokkurra staða á Spáni, til Frakklands og Norðurlanda. Flugferðir vegna þessa voru 403 á árinu og fluttir voru 6339 far- þegar en sl. ár voru farþegar í leiguflugi 4839. Aukning 29.6%. Flugtímar í leigufluginu voru 1256.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.