Morgunblaðið - 17.02.1960, Síða 13
Miðvikudagur 17. febr. 1960
MORKTlNnLAÐIÐ
13
Ræða Bjarna Benediktssonar:
Af hverju hafa lífskjörin ekki
með eðlilegum hætti
Beitum sömu úrræðum otj þar sem
bezt hefur til tekizt.
BJARNI BENEDIKTSSON dómsmálaráðherra talaði
af hálfu Sjálfstæðisflokksins í síðari umferð útvarps-
umræðunnar á Alþingi í fyrrakvöld og mælti á
þessa leið:
Frá ófriðarlokum höfum við íslendingar haft til eyðslu
og framkvæmda miklu meiri fjármuni en við höfum aflað
með vinnu okkar og afköstum á þessum árum. Þar nægir
að minna á innistæðurnar, sem til voru eftir ófriðinn, féið
sem fékkst vegna Marshallssamstarfsins, miklar lántökur
hin síðari ár og framlag það, sem Bandaríkjastjórn hefur
frá 1958 greitt með varnarliðsvinnunni, vegna þeirrar „mis-
mununar". sem Þjóðviljinn kallar svo og þá var tekin upp
á skráningu gjaldeyristekna af þeirri vinnu, og samsvarar
sú mismunun í raun og veru nokkurra hundruð milljón
krónu gjöf frá Bandaríkjastjórn. Alls nemur þetta umfram
fé nokkrum þúsunda milljóna króna.
Þó að eyðsla hafi verið
mikil og margt farið í súg-
inn, þá hefur uppbyggingin
einnig verið mikil, og sízt vé-
fengi ég það, sem hv. þm.
Einar Olgeirsson sagði í um-
ræðunum um þetta mál hér
á dögunum, að síðustu tutt-
ugu ár væru mesta fram-
kvæmdatímabil í sögu þjóð-
arinnar.
Lífskjörum hrakað
verst urðu úti í ófriðnum, hafa
ekki aðeins rétt sig við á ný,
heldur bætt kjör borgara sinna,
svo að ekki verður um deilt.
Á sl. hausti vann ríkisstjórn
Breta frægan kosningasigur,
þrátt fyrir það, þótt hún heíði
orðið landi sínu lítt til sæmdar
út á við, með því að vitna til
hinna miklu hagsbóta almenn-
ings á stjórnarárum hennar. Æv-
intýrið um endurreisn Vestur-
Þýzkalands þekkja allir.
Málin vafin
Þá hafa forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar ekki sofið á
verðinum eða dregið af séríkröfu
gerð. Lengst af á þessum tíma
hefur vísitölukerfið verið í full-
um gangi og leitt til víxl-hækk-
unar kaupgjalds og vöruverðs.
Þar á ofan hefur komið hver
grunkaupshækkunin eftir aðra.
Þá hefur og verið leitazt við
að standa á móti óeðlilegri gróða
myndun fárra manna. Ströng
verðlagsákvæði hafa gilt, um-
fangsmikið eftirlit og verðlags-
dómar hafa verið settir. Enn eru
í gildi öll þau ákvæði í þessum
efnum, sem vinstri stjórnin sál-
uga setti.
Ekki hefur verið látið við það
sitja að hindra óeðlilegan gróða,
heldur hafa skattalög verið með
þeim hætti, að jaðrað hefur við
eignaupptöku. Venjulegir skatt-
stigar eru ekki einungis
hærri hér en annars staðar, held-
ur kannast allir við lögin um
stríðsgróðaskatt, eignakönnun og
nú síðast stóreignaskatt.
Ætla hefði mátt, að allt hefði
þetta leitt til þess, að lífskjör
almennings hér á landi hefði stór
batnað á þessum árum. En að
dómi háttvirts þingmanns Reyk-
víkinga Einars Olgeirssonar og
skoðanabræðra hans fer því
fjarri, að svo hafi orðið. Einar
hefur oft fullyrt, að lífskjörum
verkamanna hafi beinlínis hrak-
að frá því á árinu 1947 og hið
sama kom fram hjá háttvirtum
þm. Eðvarð Sigurðssyni. Aðrir
véfengja þá fullyrðingu að vísu,
en engum kemur til hugar að
halda því fram, að þau hafi batn-
að eins og efni stóðu til.
Þetta er því athyglisverðara,
sem á þessum árum hefur orðið
meiri framför á lífskjörum al-
mennings í nálægum löndum en
áður eru dæmi til. Þar tala menn
í alvöru um að fátæktin sé úr
sögunni. Jafnvel þær þjóðir, sem
Hvernig stendur á því, að við
á íslandi, sem höfðum haft ó-
grynni fjár úr að moða, fram-
kvæmt mikið, notið hinn-
ar almennu tækniþróunar,
búið við sívaxandi kröfu-
gerð af hálfu verkalýðs-
foringja, barizt á móti milliliða-
gróða og haft strangari skatta-
ákvæði en nokkrir aðrir til að
tryggja jöfnun lífskjaranna, skul
um þrátt fyrir allt þetta nær hafa
staðið í stað í lífskjörum eða
miðað aftur á bak, eins og sumir
segja, á þeim sama tíma, og aðr-
ir hafa sótt svo fram á við, sem
raun ber vitni?
Skýringin er sú, að hér hefur
þróazt efnahagskerfi, sem hefur
orðið okkur fjötur um fót. Un
orsakir þess, að það varð til, má
margt segja. Þar eiga allir ein-
hvern hlut að. Ástæðan fyrir ó-
farnaðinum er ekki sízt sú, að
mun í stað bess að reyna að láta mál-
in liggja ljóst fyrir, bæði stjórn-
völdum og ölum almenningi, þá
hefur verið alveg stérstök stund
lögð á, að vefja málin svo, að
jafnvel þeir, er í forystu voru,
hvað þá allur almenningur, ættu
erfitt með að átta sig á, hvernig
komið var, og hvert stefnan ló.
Glöggt dæmi þes hugsutiar-
háttar, sem hér hefur ríkt,
er það þegar talsmenn þess
flokks, sem lengst hefur farið
með völd hérlendis, segja það
nú fjandskap við byggðir
landsins, þegar ráðgert er að
veita ekki ríkisábyrgðir, nema
gera sér grein fyrir, hverjar
líkur séu á, að sá, sem ábyrgst
er fyrir, geti sjálfur greftt
skuldina.
Með sama hætti er látið sen
það horfi til landauðnar að menn
vilja ekki lengur dylja raunveru
legan hag ríkissjóðs með því að
skipta honum í tvennt, og fela
framlög af almannafé til ein-
stakra atvinnugreina með því p
greiða þeim misháar útflutnings-
Bjarni Benediktsson.
uppbætur svo að nauðsynlegur
samanburður verði sem erfiðast-
ur. En hann hlýtur að vera und
irstaða heilbrigðs mats á því,
hvort ástæða sé til að veita til-
teknum atvinnugreinum sérbæt-
ur og er það mál að sjálfsögðu til
athugunar.
Efla samhug
Ráðið til þess að halda við
byggð hvarvetna þar á landmu,
sem er byggilegt, er ekki að dylja
fyrir sjálfum sér með rangri bók
færslu og reikningsklækjum,
hvað er verið að gera, heldur hitt
að efla samhug þjóðarinnar og
skilning á því, hvað til þess þurfi
að halda við því Islandi, sem
okkur hefur alið og við viljum
láta börnum okkar í té.
Sjálfsagt er og að ríkið stuðli
að því, að æskufólk geti sótt
nauðsynlega menntun út fyrir
landsteinana. En engum er það
til góðs að það sé gert með rangri
gengisskráningu í stað þess að
gera sér rétta grein fyrir kostn-
aðinum.
Varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttleg fundin,
sagði Eysteinn sá, er Lilju kvað.
Þetta heilræði má aldrei líða
okkur úr minni. Þeir sem við
urkenna, eins og hv. þm. Ey-
steinn Jónsson, að skrásetning
íslenzku krónunnar sé alger-
lega röng en vilja þó ekki taka
afleiðingunum og finna réttan
grundvöll efnahagslífsins, þeir
berjast á móti því að undir-
staðan sé réttleg fundin.
í stað þess hefur verið smíðuð
svikamylla þannig byggð að út-
flutningsframleiðslunni er haldið
við með tekjum af hátollavör-
um, sem þjóðin getur ekki flutt
inn nema með stöðugum og sí-
vaxandi erlendum lántökum.
Öflun gjaldeyrissjóðs
Greiðslubyrðin, sem af lánun-
um stafar er nú þegar komin
langt fram úr því sem við getum
undir staðið með sparnaði og
áframhaldandi eðlilegum fram-
kvæmdum í landinu. Þó verðum
við, ef kerfinu á ekki að breyta,
að halda áfram að taka ný og
ný lán. Lánsheimildir þær, sem
eru í frv. eru allt annars eðlis, því
að þar er einungis um að ræða
öflun g j aldeyris varasj óðs, sem
þjóiðnni er brýn þörf á til trufl-
unarlauss reksturs atvinnuveg-
anna. Erlendar fjármálastofnan-
ir viðurkenna nauðsyn okkar á
slíkum varasjóði, þó að halla
og eyðslulán á borð við þau, sem
tekin hafa verið hin síðustu ár
áéu ófáanleg, því að um nokk-
urra ára skeið hefir ekki verið
hægt að afla lána til langs tíma
með eðlilegum hætti. Þar hafa
erlendar ríkisstjórnir orðið ac
hlaupa undir baggann og verður
hver um að dæma, hvort það
muni einungis gert af umhyggju
fyrir okkur eða hvort eitthvað
annað ráði þar ekki síður.
Stjórnarandstæðingar láta nú
eins og fram hefur komið í um-
ræðunum í kvöld svo sem allt sé
þetta í lagi og eiga ekki nógu
sterk orð til að býsnast yfir því
írafári og jafnvel illvilja ríkis-
stjórnarinnar að vilja stöðva
þessa þróun.
Sjálfir vita þeir betur, enda
lætur almenningur ekki blekkja
sig í þessu. Um það má vitna úl
aðsendrar greinar, undir dulnefni
þó í Tímanum sl. laugardag er
nefnist „Almannarómur“. Þar
segir m. a.:
„Það hefur verið á allra vit-
orði, að svo mundi komið högum
þjóðarinnar, að mikið átak þyrfti
að gera til þess að koma efna-
hgsmálum hennar á fastan grunn.
Þjóðin hefur lifað um efni fram
sem heild, og þeim afleiðingum
verður hún að taka nú“.
Raddir Skúla Guðmundssonar
og Gísla Guðmundssonar nú í
umræðunum eru harla hjáróma,
þegar — „Almannarómurinn
heyrist — jafnvel í Tímanum.
Bókhaldóreiða
Þó að hvorugur Eysteinn Jóns-
son eða Einar Olgeirsson vilji
taka afleiðingum þess, hafa þeir
báðir í umræðunum að undan-
förnu viðurkennt, að gengi krón-
unnar væri rangt skráð. En Ein-
ar telur það ekki til að fárast
yfir, þó að bókhaldið hafi eilítið
ruglast, eins og hann komst að
orði, svo mörgu sem þurft hafi
að sinna. Ef bókhaldsóreiða sann-
ast á einstaklinga, þá eru þeir
teknir, sektaðir og eftir atvikum
sviptir frelsi fyrir þær sakir. En
þjóðinni er ekki síður en ein-
staklingum þörf á að vita,
hvernig hún er stödd í fjárhags-
efnum og þess vegna hafa bók-
hald sitt í lagi.
Framsóknarmenn fárast yfir
því, að ráðstafanir stjórnarinn-
ar muni hafa í för með sér mikla
tekjutilfærslu með þjóðinni, tala
um þúsund millj. króna í því sam
bandi, og gefa í skyn, að sú tekju
tilfærsla eigi að renna til hinna
ríku meðal þjóðarinnar. Tekju-
tilfærslan nú er þeim mun minni
en hún var t. d. 1958 og 1950,
þegar Framsóknarmenn áttu hlut
að gengislækkun, sem gengis-
lækkunin nú er minni en hún
var þá. Þá sem nú var ætlunin
að búa betur en áður að fram-
leiðsluséttunum. Núverandi
stjórn lætur ekki þar við sitja.
Viðbótarbreytingar hennar á
efnahagskerfinu og fjárlögunum
miða allar að því að tryggja hag
þeirra, sem verst eru settir.
Það er því algert öiugmælt,
þegar haldið er fram, að nú
sé verið að gera hina fátæku
fátækari og hina ríku ríkari
og efla peningavaldið í land-
inu. Með því að afnema hið
misheppnaða visitölukerfi,
sem engum hefur verið til
góðs, og setja í þess stað fjöl-
skyldubætur, auknar greiðsl-
ur til gamalmenna og öryrkja
og afnema tekjuskatt á lág-
launamönnum, er verið að
gera eina hina mestu félags-
málaumbót, sem ákveðin hef-
ur verið á landi hér.
Hverjir skulda mest?,
og hverjir skulda
minnst?
En hvað með hækkun vaxtantt*
og þrengingu útlánanna? Hv. þm.
Einar Olgeirsson lýsti því ræki-
lega á dögunum, að atvinnurek-
endur hverju nafni sem nefnast,
ættu hér yfirleitt ekki peninga.
Þeir rækju fyrirtæki sín með lán»
fé úr bönkum. En hverjir eiga
meginhluta þess fjár, sem bank-
arnir lána út? Sparifjáreigendur,
allur almenningur í landinu.
Það eru a. m. k. ekki hinir
fátækari meðal þjóðarinnar, sem
hafa tekið bankalán í trausti þes»
að þeim mun meira af sparifé
hennar sem þeir gætu fengið i
sínar hendur, þeim mun örugg-
ari yrði gróðinn,* vegna þess
að það eitt væri víst, að krón-
an haldi áfram að falla og allir
þeir, sem gætu komizt yfir önn-
ur verðmæti ei. peninga bættu
þess vegna sjálfkrafa sinn hag.
Þessar aðfarir hafa leikið spari-
fjáreigendur svo, að vextirnir
hafa naumast eða ekki nægt til
að standa undir sífelldri verð-
rýrnun peninganna á hverju
einasta ári.
Þessi þróun verður að breyt-
ast.
Vaxtahækun er að ýmsu leytA
erfið og vandmeðfarin. Þar verð-
ur að gæta hófs og láta hana
ekki standa lengur en hún þjóiv.
ar tilgangi sínum. En því skul-
um við ekki gleyma, að tekjumar
af vaxiahækkuninni renna til
sparifjáreigenda, þ.e.a.s. almenn
ings um land allt, og almanna-
stofnana eins og ræktunarsjóðs,
byggingarsjóða og annarra slíkra.
sem vegna fjármála-óstjómar
undanfarinna ára lenda í fyrir-
sjáanlegu greiðsluþroti, ef ekkl
verður að gert, en að sjálfsögðu
verður eftir sem áður að halda
vöxtum þeirra lægri en almenn-
um vöxtum í landinu.
Ýmsir lenda vafalaust í örðug.
leikum um .sinn vegna vaxta-
hækkana. Stjórnin hefur sérstak
lega í huga, hverjar ráðstafanir
er hægt að gera til að tryggja
hag þeirra, sem hafa verið aS
koma upp yfir sig eigin íbúðum
og eru í lánsfjárörðugleikum. Það
er mál fyrir sig. En því má eng-
inn gleyma, að allir þeir, sem
búnir eru að fá föst verðmæti
standa nú betur að vígi hlut-
fallslega en áður, miðað við
hina, sem peningana eiga. Þess
vegna er eðlilegt, að hér verði
nokkur jöfnuður á gerður.
Hv. þm. Skúli Guðmundsson
sagði, að betra hefði verið fyrir
sparifjáreigendur að sleppa við
þá verðrýrnun sparifjár, sem
leiddi af gengislækkun. Betur
hefði farið á, að hv. þm. hefði
gætt þessa heilræðis, þegar hann
var mikill valdamaður á árum
vinstri stjórnarinnar, en það er
einmitt atferli hennar, sem við
Framh. á bs. 14.