Morgunblaðið - 17.02.1960, Side 20
20
MORCVNBLAÐ1Ð
Miðvilíudagur 17. febr. 1960
endurlifa það kvöld fyrir alla
heimsins peninga — það kvöld,
þegar ég laumaðist í burtu og
forðaðist hvert götuljósker á leið
inni til stöðvarinnar. Og það var
aðeins byrjunin“.
„En Balinkay, það er einmitt
þesss vegna sem ég vi1 komast
sem lengst í burtu, komast á
einhvern fjarlægan stað, þar sem
ekkert slíkt er til og enginn veit
neitt um mig“.
„Nákvæmlega það sem ég sagði
við sjálfan mig. Hofmiller. Ná-
kvæmlega það sem ég hugsaði.
Eg vildi bara komast í burtu og
þá hélt ég að allt yrði þurrkað
út — tabula rasa. Betra, hugsaði
ég með mér, að vera skóburstari
eða uppþvottamaður í Ameríku
eins og hinir miklu milljónamær-
ingar sem við lesum um í dag-
blöðunum. En, kæri Hofmiller,
það eitt að komast til Ameríku
kostar mjög mikla peninga. Og
þú getur ekki gert þér í hugar-
lund, hvílík viðbrigði það eru.
Jafnskjótt og gamall úlani finnur
ekki til kragans með stjörnunum
utan um hálsinn, getur hann
naumast staðið á sínum eigln
fótum lengur og því síður talað,
eins og hann var vanur. Hann
situr bara tungubundinn og vand
ræðalegur, jafnvel í návist beztu
vina sinna. Og þegar hann þarf
svo að biðja einhverrar bónar,
bindur stoltið fyrir munninn á
honum. Já, gamli vinur, ég varð
að þola margt, sem ég vil helzt
ekki hugsa um, óvirðingar og auð
mýkingar, sem ég hefi aldrei
minnzt á við nokkurn mann. —
Hann spratt á fætur og gerði
snögga hreyfingu með handleggj-
unum, eins og frakkinn hefði
skyndilega orðið of þröngur á
hann.
„En hvers vegna skyldi ég ekki
segja þér frá því öllu? Eg er
löngu hættur að skammast mín
fyrir það og svo væri það líklega
hreinasta góðverk, að svifta þig
þessum rósrauðu tálmyndum, áð-
ur en það er um seinan". — Hann
settist aftur og ýtti stólnum enn
nær mér.
„Eg þykist vita að þér hafi
verið sögð sagan um mig, hvern-
ig ég kynntist konunni minni á
Excelsior Hotel í Cairo. Eg veit,
að þeir segja söguna í hverri ein-
ustu herdeild og myndu eflaust
vilja skrá hana í bók um þrek-
virki unnin af liðsforingjum Hans
Keisaralegu Hátignar. Nú jæja,
svo aðdáunarvert var þetta nú
ekki. Það er aðeins eitt atriði í
sögunni satt og það er, að ég hitti
hana raunverulega í Excelsior.
En hvernig það skeði, veit eng-
inn nema við tvö og hún hefur
ekki sagt neinum frá því og ég
ekki heldur. Og ég segi þér þetta
einungis til þess, að þú gerir þér
það ljóst, að það vaxa ekki rús-
ínur á götunum fyrir menn eins
og okkur. Jæja, til að gera langa
sögu stutta, — þegar fundum okk
ar bar saman í Excelsior, þá var
ég — já, láttu nú ekki líða yfir
þig — þá var ég þjónn þar. Já,
drengur minn, bara venjulegur
vesæll þjónn, hlaupandi með
bakka upp og niður stigana. Auð-
vitað gerði ég það ekki mér tii
skemmtunar, heldur sökum ein-
skærrar heimsku og reynsluleys-
is. Eg hafði kynnzt Egypta einum
í Wien og hann hafði grobbað af
því við mig, að mágur sinn væri
forstjóri Royal Polo Club í Cairo
og ef ég léti hann fá 200 króna
þóknun, þá skyldi hann útvega
mér starf sem þjálfari. Eg hafði
alltaf verið góður polo-leikari og
launin, sem hann nefndi voru
ágæt. Eg tók því tilboðinu fegins
hendi. Eg ætla ekki að þreyta þig
á því, að telja upp allar þær dyra-
bjöllur, sem ég varð að hringja,
eða allar þær vandræðalegu af-
sakanir vina minna, sem ég varð
að hlusta á, áður en ég hafði
skrapað saman þær nokkur
hundruð krónur, sem ég þurfti
til fararinnar. Þegar ég kom til
Cairo, átti ég nákvæmlega sjö
piastra hringlandi í vasanum. —
?egar ég hringdi dyrabjöllunni á
Royal Polo Club, kom svertingi
út, ranghvolfdi augunum fram-
an í mig og sagðist hvorki þekkja
mr. Efdopulos né mág hans og
fullyrti jafnframt, að þá vantaði
alls ekki neinn þjálfara, enda
væri búið að leysa Polo Club end-
anlega upp. Nú fer þér sennilega
að skiljast það til fulls, að þessi
Egypti var einungis óþveginn
þorpari sem hafði svikið þessar
tvö hundruð krónur út úr mér,
blásnauðum vesaling og ég hafði
ekki verið nógu forsjáll til þess
að láta hann sýna mér öll bréfin
og símskeytin, sem hann þóttist
hafa fengið. Já, kæri Hofmiller,
við erum ekki jafnokar slíkra
þorpara og það sem undarlegast
er, þá var þetta ekki í fyrsta
skipti, sem ég hafði verið blekkt-
ur og svikinn í leit minni að at-
vinnu. í þetta skipti var það raun
verulegt rothögg, því að þarna
var ég staddur £ Cairo, einn og
öllum ókunnugur, með eina
skitna sjö piastra í vasanum. Eg
skal hlífa þér við því að heyra
hvernig og á hverju ég lifði
fyrstu sex dagana. — Það er mér
sjálfum óskiljanlegt kraftaverk,
hvernig ég fór að komast klakk-
laust úr því ævintýri. í mínum
sporum hefðu auðvitað flestir far
ið beint til ræðismannsins og
beðið hann að senda sig aftur
heim. En vandræðin eru þau, að
við liðsforingjarnir getum ekki
gert neitt slíkt. Við getum ekki
farið og setið inni í biðstofu með-
al hafnarverkamanna og atvinnu
lausra burðarkarla. Og ég hefði
ekki þolað augnatillitið, sem ræð
ismaðurinn hefði gefið mér, um
leið og hann stafaði nafnið á vega
bréfinu mínu: „Balinkay barón“.
Náungar eins og við viljum held-
ur lenda algerlega í hundana. Og
ú getur því gert þér í hugarlund,
vílík heppni það var fyrir mig
í allri óheppninni, þegar ég frétti
það af tilviljun, að það vantaði
undirþjón á Excelsior. Þar sem
ég átti kjólföt — meira að segja
ný — og kunni frönsku, þá létu
þeir svo lítið, að taka mig til
reynslu. Jæja, á yfirborðinu virð-
ist þetta starf mjög þolanlegt.
Maður stendur bara með glans-
andi skyrtubrjóst, afgreiðir gest-
ina og þjónar þeim við borðin.
En að þurfa að sofa uppi 1 þak-
herbergi, rétt undir brennandi
heitu þakinu, með tveimur öðr-
um þjónum og mörgum miiljón-
um af flugum og veggjalúsum og
þvo sér á morgnana úr sama fat-
inu og báðir hinir og finna
drykkj upeningana brenna í lófa
sínum o. sv. frv. — Við skulum
draga blæju yfir það allt. Nóg
að taka það fram, að þetta varð
ég allt að þola og slapp lifandi
úr þeirri eldraun að lokum.
Og þá var það, sem konan mín
kom til skjalanna. Hún var ný-
lega orðin ekkja og hafði farið
til Cairo með systur sinni og
mági. Þessi mágur var einn sá
auðvirðulegasti náungi, sem hugs
ast getur, stuttur, feitur, frekur,
ósvífinn og það var eitthvað í
fari mínu, sem hann þoldi alls
ekki. Kannske var ég of snyrti-
legur fyrir hann, kannske hneigði
ég mig ekki nógu djúpt fyrir hon-
um. Svo var það einu sinni, þeg-
ar honum fannst ég ekki koma
nógu fljótt með mprgunmatinn til
hans, að hann hrópaði: „Þú —
fífl“ . . . Það er erfitt að þola
slíkt athugasemdalaust, þegar
maður hefur verið liðsforingi.
Það hafði sömu áhrif á mig og
hestinn, þegar kippt er snöggt í
taumana. Eg var alveg að því
kominn að gefa honum ærlegt
kjaftshögg, en sá að mér á síð-
asta augnabliki og stóð bara kyrr
og brosti hógværlega að honum
— náunginn varð grænn í framan
af reiði, því að hann fann það
einhvernveginn á sér, að ég var
meira en jafningi hans. Svo gekk
ég út úr herberginu, kaldur og
rólegur og hneigði mig óþarflega
djúpt og hæðnislega, svo að hann
var nærri sprunginn af bræði.
En konan mín, þ. e. a. s. konan,
sem nú er eiginkona mín, var við
stödd og hún skildi þegar — hún
játaði það fyrir mér síðar — á
því hvernig ég hagaði mér, þegar
ég gekk út, að enginn hafði leyft
sér annað eins við mig áður. Og
hún kom á eftir mér fram í gang-
inn og útskýrði það fyrir mér, að
mágur sinn væri dálítið æstur,
ég mætti ekki taka því illa og —
það er bezt að ég segi þér allan
sannleikann — hún reyndi jafn-
vel að stinga að mér bankaseðli,
til að bæta fyrir þó óvirðingu,
sem mágur hennar hafði sýnt
mér.
Þegar ég neitaði að taka við
Skáldið og mamma litla
1) Eg get ekki elzt lengur við þessa 2) Slökktu þá bara Ijósið og láttu 3) .... þá flýgur flugan strax nið-
flugu, hún kemst alltaf undan! dyrnar standa opnar ....... ur til ykkar!
Dm morguninn.
Litarefnið er að verða tilbúið
Markús.
tg vona að það sé nógu sterkt
til að lita þennan birki-börk,
Sirrí.
Baldur, mér þykir svo afskap-
lega leiðinlegt að ég varð þess
valdandi að þú meiddist.
Það er allt í lag, Súsanna. —
Með því skiiyrði að þú hjúkrir
mér þar til ég næ fullum bata!
Hafðu ekki áhyggjur. Ég skal
hugsa vel um þig, Baldur.
seðlinum, hlýtur hún að hafa
fundið það í annað skipti, að það
var eitthvað grunsamlegt við
þjónsstarf mitt.
Og þarna hefði allri sögunni
getað verið lokið, vegna þess að
þessa fáu mánuði mína í þjóns-
starfinu hafði mér tekizt að draga
saman það mikla peninga, að ég
hefði getað farið beint heim aft-
ur, án þess að fara á fund ræðis-
mannsins, en þangað fór ég ein-
ungis til að afla mér sérstakra
upplýsinga. Og þá loks kaus ham-
ingjan mig allt í einu sem óska-
barn sitt. Ræðismaðurinn gekk af
einskærri tilviljun í gegnum bið-
stofuna og hver skyldi hann þá
vera annar en Elemér von Ju-
hácz, sem ég hafði hitt guð veit
hvað oft, í Jockey-klúbbnum.
Hann tók í báðar hendur mínar
og bauð mér samstundis með sér
í klúbbinn sinn og — og þá var
núverandi eiginkona mín einmitt
þar. Þegar Elamér kynnti mig
sem vin sinn, Balinkay barón,
varð hún eldrauð í framan. Hún
þekkti mig auðvitað strax og
bligðaðist sín meira en orð fá
líst fyrir drykkjupeningana, sem
hún hafði boðið mér. En ég sá
strax hvers konar manneskja,
hversu hrein og heiðarleg sál,
hún var, því að hún reyndi ekki
að láta sem hún hefði gleymt
fyrri viðskiptum okkar, heldur
var hún einörð og hreinskilin.
Allt annað gerðist í einu vetfangi
og kemur ekki þessu máli við.
En trúðu mér, það eru ekki marg-
ir sem verða svona heppnir og
þrátt fyrir eigur mínar og þrátt
fyrir konuna mína, sem ég þakka
guði þúsund sinnum fyrir, á
Slltltvarpiö
Miðvikudagur 17. febrúar
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma
skilur allt“ eftir Stetán Jónsson;
VII. (Höfundur les).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga-
dóttir).
21.00 Píanótónleikar: Wilhelm Back-
haus leikur lög eftir Johannes Brahms.
21.20 Matvælaframleiðsla Islendinga, —
erindi (Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur).
21.45 Kórlög úr óperum eftir Mascagni,
Verdi o. fl. (Kór San Carlo óper-
unnar í Napolí syngur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (2).
22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn
Th. Björnsson listfræðingur).
22.40 Tónaregn: Syavar Gests kynnir
íslenzkar dægurlagasöngkonur.
23.20 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 18. febrúar
8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn
ir. — 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.00 „A frívaktinni“, sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19 40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20 30 Erindi: Jón Sigurðsson og við-
brögð Islendinga sumarið 1855. —
(Lúðvík Kristjánsson rithöfund-
ur).
20.55 Einsöngur: Guðrún Tómasdótt.ir
syngur lög úr íslenzxum leikrit-
um; Fritz Weisshappel leikur und
ir á píanó.
21.15 Ljóðalestur: Jakobína Johnson
flytur frumort ljóð.
21.25 Tónleikar: Norskir þjóðdansar.
21.50 „Eigi veldur sá, er vaiir“ (Mar-
grét Jóhannesdóttir hjúkrunar-
kona talar um áfengisvarnir).
22.00 Fréttir og veðurfregnlr.
22.10 Passíusálmur (3).
22.20 Smásaga vikunnar: „Auglýsinga-
skiltið“ eftir Hans Kirk. (Þýð-
andinn, Friðjón Stefánsson rit-
höfundur, les).
22.35 Sinfónískir tónleikar: Konsert 1
G-dúr fyrir píanó og hljómsveit
op. 44 eftir Tjaikovskij íEmil
Gilels og hljómsveitir Tónlistar-
háskólans í París leika; Andrés
Korody stjórnar).
23.25 Dagskrárlok.