Morgunblaðið - 17.02.1960, Page 22

Morgunblaðið - 17.02.1960, Page 22
22 M OJt fíW rn4 fílÐ MiðviTcudagur 17. febr. 1960 Utbúnaðurinn betri en hæfni Engin gullverðlaun eru örugg fyrirfram, segja fréttamenn í Squaw Vall- ey — nema verðlaun Carol Heiss, 20 ára Banda ríkjastúlku. Aðeins veik- indi geta komið í veg fyrir að hún fái þau. Svo örugg er hún, og slíkir hafa yfirburðir hennar verið á síðustu 4 heims- meistaramótum, þar sem hún hefur sigrað. Handknattleikur heima og erlendis EIN fyrsta keppnin á Vetrar- leikunum er brunkeppni karla. Fer hún fram á föstu- daginn. Brun er einhver glæfralegasta og hættulegasta grein skíðaiþróttarinnar — og nú eru komnir til Squaw Valley allir kaldrif juðustu skíðamenn heims og þeir leiknustu til að berjast um gullið í þeirri grein. Hver það hlýtur er ógerningur að spá um. Þeir, sem mest og bezt fylgjast með þessari grein vilja helzt nefna nöfn 10—12 manna, sem líklegra sigur- vegara. ★ Erfið brunbraut 1 Squaw Valley er núna eng- inn Toni Sailer. Þar er enginn nægilega taugasterkur og nægi- lega líkamssterkur og nægilega fimur til þess að vera talinn lík- iegastur sigurvegari. Austurríki, Frakkland, Ítalía, Sviss og Þýzka land eiga fjölda brunmanna, sem 3200 kr eða 7600 kosiar að sjá Vetrarleikina ÞAÐ finnst mörgum Evrópu , manninum dýrt að vera á- horfandi í Squaw Valley. Að göngumiði hvers liags í skautahöllinni kostar 25 , dali. Vilji menn kaupa miða er gildir alla Ieikina verða þeir að leggja 200 dali á 1 borðið. Það er ~264 kr. eftir skáðu ge».gi en 7600 eftir , ráðgerðu gengi. Það er þess vegna þegar búið að slá eitt Olympíumet. Aldrei hefur aðgangurinn verið dýrari. Bandaríkjamenn vilja á þessum leikum „slá í gegn“. Setningarathöfnin á morgun verður áreiðanlega ógleym- , anleg. Walt Disney og menn , hans eru að leggja síðustu hönd á plóginn. Það munu bergmála fallbyssuskot milli hárra tinda „Kerlingadals" , og þar óma tónar lúðra og í þeim blæstri og söng sem fylgir taka þúsundir manna þátt. — Og allt endar þetta með svo stórkostlegri flug- eldasýningu að fullyrt er að bjarnii htnnar sjáist til San Francisco, sem er hálft ann- að hundrað kilómetra í burtu eða meir. eru svo jafnir að þeir skiptast a um sigrana á stórmótunum. Og brun er sú grein sem óvissust er. Þar getur allt skeð. Brunbrautin í Squaw Valley hefur verið lögð. Hún er engan vegin hættulaus og ef t. v. að hún harðnar um of við æfingar skiðamannanna í henni, þá mun reynast nauð- synlegt að fjarlægja nokkur hlið, þar sem bein lífshætta yrði í brautinni ef ísaði. — Þannig lýsti yfirmaður braut- arinnar henni. Brautin gerir miklar kröfur til skíðamann- anna. Sérfræðingar benda á að margir séu líklegir til sigurs: Karl Schranz, Austurríki; Willy Forrer, Sviss; Hans Lanig, Þýzka landi; Bruno Alberti, Italíu,- og Duvillard, Frakklandi, eru há- tromp landa sinna. En ótal aðr- ir — landar þeirra og annarra þjóða menn — geta eins hlotið sigur. Sérfræðingamir benda á að útbúnaður hvers manns geti í brunkeppninni ráðið eins miklu eða meir en hæfni hans og kunn- átta. Það rökstyðja þeir með því að skírskota til sigurs Duvillards á Kitzbuhel-mótinu síðasta. Hann notaði þá stálskíði og segja þeir að það hafi öðru fremur fært honum sigurinn í ísaðri braut- inni. hr Rásnúmerin Það hafa verið ákveðin rás númerin. Slagurinn var mik- ill um að komast í „fyrstu grúppu“, þ. e. a. s., að fá rás- númer milli 1—15, en þá er brautin minnst grafin. Það er nefnd alþjóðasambandsins sem raðar skíðamönnunum eftir fyrri árangr' þeirra. — Karl Schranz hlaut rásnúmer 1. Og meðal hinna 15 beztu fengu Austurríkismenn 5 menn, Þýzkaland tvo, Sviss þrjá, Frakkland tvo og ítalía tvo. HKRR samþykkti í lok síðasta árs áætlun um heimsóknir er- lendra liða til Reykjavíkur næstu 7 árin, og á samkvæmt því að koma hingað lið á vegum XR í vor. Við fréttum að IR mundi bjóða hingað þýzku meisturun- um frá Goppingen en ekki náðist samkomulag við þá og mun ÍR nú vera að hugsa um sænskt 1. deildar lið! Kannske Matorana? Hér er staðan í Alsvenskan eft- ir leikina um helgina, hafa þá allir leikið 15 leiki: Víkingur á samkvæmt hinni nýju áætlun HKRR kost á að bjóða hingað liði í haust, en enn hefur ekki frétzt hvað þeir muni leita fyrir sér. Þýðingarmikið fyrir undirbún- ing heimsmeistarakeppninnar er, að liðið verði gott. — Vitað er að Víkingur var í sambandi við AGF, Aarhus, í fyrra. AGF leikur til úrslita í Evrópukeppninni 13. marz en heima fyrir hefur þéim ekki geng ið eins vel. Hér er staðan í 1 deild inni dönsku, eftir leikina á sunnu dag: Aarhus KFUM féll úr 2 sæti á fimmtudag er það tapaði fyrir Skovbakken 17—19. Aarhus KFUM hefur þar með tapað möguleika á efsta sæti nema eitt- hvað mjög sérstakt komi fyrir. Danir eru þegar farnir að hugsa til heimsmeistarakeppninnar og mun landsliðsnefnd þeirra hafa í huga að reyna eitthvað nýtt, — er Danir leika landsleiki við Pólverja og Austurríkismenn um miðjan marz. LUGI 12 1 2 320:257 25 Heim 12 0 3 341:269 24 H43 10 0 5 278:272 20 Redbergslid 7 1 7 265:263 15 Sköve 6 2 7 287:298 14 Majorana 7 0 8 244:263 14 Karlskrona 5 1 9 265:290 11 AIK 5 0 10 276:284 10 IFR Malmö 4 1 10 266:312 9 GVIF 4 0 11 305:339 8 HG 19 337:222 32 Helsingör 17 306:204 28 Aarhus KFUM 18 352:304 27 Torup 19 327:344 20 Skovbakken 20 355:327 20 AGF 18 343:306 19 Stjernen 20 351:411 16 Schneebloth 18 275:296 16 Universitetet 17 244:271 15 Teestrup 18 301:368 13 Svendborg 19 325:411 9 Ajax 19 299:351 7 Gott veflur ER Bandaríkjamenn sendu út veðurlýsingu ' Bandaríkjunum í dag til flugþjónustunnar á Kefla vík fylgdi í fyrsta sinn veður- spá í Squaw Valley kl. 18 í gær. veðurlýsingu frá Bandaríkj. í og logn, 3 stiga frost. Það verður sem sé vart á betra kosið Knatt- spyrna kvenna KVENFÓLKIÐ í Danmörku X er að verða vitlaust í knatt- x spyrnu. Líðu varla sú vika Q að ekki berist fréttir um að 0 nýtt kvennalið hafi verið ö stofnað, og nú nýlega komu /) fulltrúar margra kvennaliða /) á Sjálandi saman til fundar A og var þar ákveðið að stofna \ til skipulegrar keppni og Sjá X landi skipt í tvö svæði — v austur og vestur, sem keppa Q innbyrðis og síðan til úr- ö slita. Q Fyrsti landsleikur kvenna Q í knattspyrnu verður háður A að öllu forfallalausu í sumar X milli Dana og Hollendinga. \ í upphafi var ákveðið að X taka England með, en það v fyrirtæki þótti of dýrt en nú Q Q er í ráði að hollenzkt kvenna Q lið komi til Danmerkur og n heyi landsleik. A Misjafnar eru skoðanir A manna um það hvort knatt- \ spyrna sé kvenleg íþrótt, en x „ísinn virðist þegar brotinn" (f í Danmörku Hollandi, Eng- Q landi og víðar. Q Metin talla • I dag fór fram í Squaw Valley „úrtökumót" meðal skautamnnna. Þar var keppni hörð og það sem enn meiri athygli vekur var hve árang- urinn var góður. Sannar það bezt hve skilyrðin eru góð. • í 500 m. skautahlaupi náði Rússinn Grisjin betri tíma en gildandi heimsmet. Hann hljóp á 40,0 sek. í öðru sæti urðu þeir jafnir Bandaríkja- maðurinn William Disney og Framh. á bls. 2. /jbróttablaðið Sport 3.—5. tbl. 5. árg. er nýkomið út. Er þetta langstærsta Sportblaðið til þessa (44 bls.) og prýtt ara- grúa mynda, nýrra og gamalla. Af efni þess má nefna greinar u/n meistaramót karla, kvenna, unglinga, drengja og sveina (í frjálsum íþróttum), landsleikina og Islandsmótið í knatt- spyrnu, útihandknattleiksmeist- aramótin norrænu kvenna- og unglingakeppnina, íþróttaþing Í.S.I., úrslit íþróttaviku F.R.I., mótin úti á landi, sundmeistara- mót Norðurlanda, heimsókn þýzku sundgarpanna ,skíðarabb, innl. og erl. íþróttafréttir og loks nýstárlega skrá yfir 50 beztu skákmenn íslands, efnilega nýliða og eldri skákmeistara. Ritstjóri Sports er sem kunn ugt er Jóhann Bernhard og mun hann vera höfundur flestra þess- ara greina. Sem fyrr er blaðið smekklegt og vel úr garði gert, enda er það haft eftir hinum fræga íþróttasérfræðingi, Querce tani, að íþróttablöð Jóhanns Bernhard séu þau smekklegustu, sem komið hafi úf eftir síðari heimsstyrjöldina. Penny Pitou er ung skíðastúlka bandarísk. — Við hana eru bundn- ar hvað sterkustu vonir Bandaríkja manna um verð- laun á þessum leikjum — og þeir vonast jafn- vel eftir gulli. — Hún þykir fögur mjög, en fimi hennar í skíða- brekku þykir þó enn meiri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.