Morgunblaðið - 28.02.1960, Side 6
6
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 28. febrúar 1960
Úr verinu
Eftir Einar Sigurðsson
Togararnir
Fyrir vestan land, þar sem tog-
ararnir hafa aðallega haldið sig
undanfarið, hefur alltaf verið
stormur og sama og ekkert hægt
að toga.
Flest skipin ef ekki öll munu
nú vera komin suður á bóginn, á
Eldeyjarbankann og Selvogs-
bánkann, og eitthvað af þeim hef
ur verið undir Jökli.
Afli hefur verið mjög tregur,
en samt misjafn eins og gerist.
T. d. fékk Marz, sem eingöngu
hefur verið á Selvogsbanka, rúm-
ar 200 lestir af ufsa á rúmri viku.
En aftur sem dæmi upp á afla-
leysið má geta þess, að Hvalfellið
kom inn í vikunni eftir 11 daga
útivist með 60 lestir.
Það má til tíðinda telja, að í
vikunni kom togarinn Neptúnus
með 56 lestir af síld, sem hann
fékk í troll út af Portlandi, aðal-
lega á tveimur nóttum. Auk þess
var hann með 48 lestir af öðrum
fiski.
Þó nokkur skip, sem hafa ætl-
að að sigla með aflann, hafa ekki
getað lokið túr vegna aflaleysis-
ins, og orðið að landa heima.
Frétzt hefur, að Englendingar
hafi verið að fá góðan þorskafla
í janúar og febrúar við Nýfundna
land og þar hafi verið góð tíð.
Fisklandanir í sl. viku.:
Pétur Halldórss. 126 t. 11 d.
Neptúnus 48 -
síld 56 - 6 —
Hvalfell 60 - 11 —
Marz 172 - 12 —
saltfiskur 29 -
Ingólfur Arnarson 151 - 11 —
Sölur erlendis:
Bjarni Ólafsson 159 t. 10.658 £
Karlsefni 125 - 8.810 -
Reykjavík
í sl .viku var stöðugur norðaust
an þræsingur og stundum hvass-
viðri á djúpmiðum, þó réru bátar
flesta daga vikunnar..
Aflabrögð voru mjög léleg,
3—6 lestir í róðri. Á fimmtudag-
inn réru állir með línuna beitta
loðnu, en afli var ekki hótinu
betri en á síldina.
Nokkrir bátar eru byrjaðir
með net og hafa fengið sáralítinn
afla, 1—2 lestir í lögn. Þó kom
einn útilegubátur, Guðmundur
Þórðarson, á föstudaginn með 50
lestir af fiski eftir 4 daga útivist.
Fékk hann aflann austur frá.
Útilegubátar, sem eru yfirleitt
enn með línu, voru með svipaðan
afla og undanfarið, 5—6 lestir í
lögn miðað við slægðan fisk.
Nokkrir bátar hafa verið að
skipta frá línunni yfir á netin,
og aðrir, sem ekki hafa hafið
neinn veiðiskap enn eru nú að
steina niður.
Keflavík.
Norðaustan stormstrekkingur
var alla sl. viku og aðeins al-
mennt róið 4 daga vikunnar. Veð
urspáin var oft mjög slæm, en
svo rættist oft betur úr, og dró
það úr sjósókn ásamt aflaleysinu.
Afli hefur verið algengastur
4—6 lestir hjá bát. Er þetta ó-
vanalega tregt og eins og
enginn þorskur sé genginn á mið-
in, því að hann fæst hvorki á iínu
né í net. Uppistaðan í afianum
hefur verið ýsa. Þó nokkrir bát-
ar hafa farið með línuna beitta
loðnu, en ekki verið neitt betra
hjá þeim.
Nokkrir bátar eru búnir að
leggja net, en hafa ekkert fengið
að undanteknum einum litlum
bát, sem fékk á fimmtudaginn
rúmar 7 lestir 2ja nátta.
Akranes
Leiðinda sjóveður var flesta
daga sl. viku, norðan stormur
og kuldi.
Afli var mjög rýr, 3—6 lestir í
róðri almennast. Þó fengu tveir
bátar góðan sinn róðurinn hvor,
annar 10 lestir og hinn 11 lestir.
Um þriðjungurinn af bátunum
er nú búinn að taka netin. Einn
bátur hefur verið með net und-
anfarinn hálfan mánuð, og var
hann með hvað beztan afla á
föstudaginn, 4 lestir 2ja nátta.
Aflahæstu bátarnir frá áramót-
um:
Sigrún 239 t. ósl.
Sv. Guðm. 227 - —
Sigurvon 222 - —
Böðvar 218 - —
Skipaskagi 197 - —
Vestmannaey jar
Sjóveður voru ekki góð í sl.
viku, þó var oftast logn um Eyj-
ar, en stormur og sjór bæði fyrir
austan og vestan þær. Vindur hef
ur staðið þannig, að lognbelti
myndaðist undan Eyjafjallajökli.
Afli var lélegur á línu sl. viku.
Loðna veiddist á þriðjudag og
réru allir með loðnubeitt um
kvöldið. Var búizt við mikluin
afla, því að bátarnir réru yfir-
leitt með 50—60 stampa af línu.
En minna varð þó úr en við var
búizt, yfirleitt 8—10 lestir hjá
bát, aðeins nokkrir bátar fengu
meira. Mestan afla hafði Gull-
borg, 17 lestir.
Nú er línuveiðinni að ljúka,
eru þegar nokkrir bátar búnir að
leggja þorskanetin og búizt við,
Hún er ung, en hjálpar samt til við að setja upp línu.
að flestir eða allir taki þau í
næstu viku.
Afli hjá netabátum hefur verið
tregur, hafa þeir fengið bezt 8
lestir í 4 trossur.
Handfærabátar hafa lítið feng
ið. Virðist svo sem lítill þorskur
hafi komið með loðnugöngunni.
Þessir bátar hafa fengið yfir
200 lestir frá áramótum fram að
laugardegi:
Stígandi 316 t. ósl.
Leó 258 - —
Snæfugl SU 255 - —
Gullborg 252 - —
Dalaröst NK 251 - —
Kári 240 - —
Reynir 236 - —
Eyjaberg 234 - —
Gylfi 207 - —
Ófeigur II. 206 - —
Huginn 206 - —
Glófaxi NK 206 - —
Víðir SU 201 - —
Fæðingarhríðir —
nýir tímar
Viðreisnarfrumvarp stjórnar-
innar er nú orðið að lögum. Skoð-
anir manna á þeim eru skiptar
eins og gengur og gerist, þegar
nýtt er á ferðinni, sem menn eiga
erfitt með að ráða í, hvernig
reynist. Margir eru bjartsýnir á
árangur. Aðrir telja, að annað
hafi ekki verið að gera, ef allt
ætti ekki að . lenda í öngþveiti.
Sumir segja, að hér sé ekkert
nýtt á ferðinni, aðeins verið að
taka upp fyrirkomulag, sem var
í gildi, áður en höftunum var
skrifor úr
daglegq íífinu
]
* Hvernig stendur á
bolludeginum?
Á morgun er bolludagurinn
svokallaður. Þá fara krakk-
arnir á fætur eldsnemma, til
að ná fullorðna fólkinu í rúm
inu, og geta aflað sér sem
flestra gómsætra rjómabolla
með því að slá með litfögrum
bolluvendi á sængina hjá þvi.
Þennan sið kannast flestir
við. En hvernig ætli standi
á honum? Og hvernig ætli að
standi á bolludeginum yfir-
leitt? Ég hefi gert það að
gamni mínu að spyrja nokkra,
gamla jafnt sem unga en held
ur lítil svör fengið. Ætli bak-
ararnir hafi ekki fundið hann
upp, svara þeir yngri. Og
eldra fólkið, sem ég hefi
spurt, svarar: — Ekki gerðum
við okkur neinn dagamun á
bolludaginn í mínu ungdæmi,
aðeins á sprengidaginn og
öskudaginn.
Siðurinn er eflaust ekki ís-
lenzkur, heldur kominn frá
nágrannalöndum okkar á sein
ustu áratugum. Áður fyrr
gerðu menn sér í kaþólskum
löndum glaða tvo fyrstu dag-
ana af föstunni eða þrjá
og felldu svo niður alla
vikudagsnóttina. Mér þykir
gleði um lágnætti á mið-
trúlegt að í þessum lönd-
um hafi einhvers staðar
verið siður að baka og
borða, gott brauð eða bollur
á mánudaginn og kjöt á
þriðjudaginn, eins og hér,
áður en fastan hófst. Og síð-
an hafi þessi siður borizt hing
að, án þess að hann hefði í
rauninni sína upprunalegu
merkingu. Ef einhver kann
réttari skýringu, væri gaman
að heyra hana.
9 Engar bollur íyrr
en á bolludag
Hvernig sem siðurinn að
borða bollur á bolludaginn er
tilkominn, þá finnst mér eig-
inlega lítið nýnæmi að hon-
um, ef krakkamir eru búnir
að sjá og jafnvel borða bollur
í marga daga á undan. Það
er eins og að hafa jólagæsina
í heila viku áður en jólin
koma. Því vill Velvakandi
gera það að sínum vígorðum
í dag: Engar bollur fyrr en á
bolludag.
komið á fyrir 30 árum. Á þetta að
vera til niðrunar efnahagstillög-
unum. Minnugir mega þeir sömu
menn vera þess, að þrjá fyrstu
áratugi aldarinnar, fram að því
að höftunum var steypt yfir
þjóðina, var eitthvert mesta fram
faratímabil í atvinnusögu henn-
ar miðað við allar aðstæður. Þá
komu vélbátarnir og togararnir
til sögunnar, og j arðræktarfram-
kvæmdir voru hafnar með mik-
ilvirkum tækjum. En með komu
haftanna upp úr 1930 hófst ára-
tugur fátæktarinnar og atvinnu-
leysisins, sem gengisbreytingin
1939 linaði, en afleiðingar stríðs-
ins bundu þó loks enda á. Að
vísu munu margir segja, að
kreppa hafi gengið yfir heiminn
um þetta leyti, og það er rétt,
en sú kreppa stóð ekki nema 2—3
ár í nágrannalöndunum.
Við skulum þó ekki gleyma,
þegar rætt er um afnám haft-
anna nú í sambandi við efna-
hagsráðstafanirnar, að við erum
ennþá engan veginn laus við
marga fylgifiska þeirra, svo sem
þó nokkur innflutningshöft, verð
lagseftirlit, niðurgreiðslur, út-
flutningsuppbætur (að manni
skilst á landbúnaðarvörur), fjár-
festingarhömlur og margháttaða
aðra íhlutun þess opinbera af at-
vinnurekstri, verzlim og daglegu
lífi manna, sem allt var óþekkt
fyrir 30 árum. En þetta á sjálf-
sagt eftir að sigla sinn sjó, þeg-
ar jafnvægi hefur komizt á. Það
saknár enginn þessara hvimleiðu
fyrirbrigða úr þjóðlífinu og þjóð
arbúskapnum.
Þegar nú er verið að miklu
leyti að hverfa frá höftunum, er
þjakað hafa þjóðina í þrjá ára-
tugi, er það von manna, að hinu
frjálsa fyrirkomulagi fylgi blóm
legt atvinnulíf. íslendingar eiga
líka mikið af góðum og mikil-
virkum atvinnutækjum, til þess
að svo megi verða, ef þeim er
beitt til hins ýtrasta. En eins og
fyrri daginn veltur hér mikið á
skilningi þeirra, er með völdin
fara. Það er þannig mjög mikið
undir framkvæmd viðreisnarlag
anna komið, hversu til tekst í
þessum efnum. Með gengisbreyt-
ingunni er búið að ákveða starfs-
grundvöll útflutningsframleiðsl-
unnar, og því verður sjálfsagt
ekki breytt, en svo mikið er ó-
hætt að segja, að enginn verður
ofsæll af að gera út og verka fisk
með því að fá 38 krónur fyrir
dollarann.
Margt hjálpast að til að valda
erfiðleikum hjá útveginum. Fyrst
og fremst stórkostlegt verðfall á
fiskimjöli. Fæst nú fyrir það um
fjórðungs minna verð en reikn-
að var með, þegar gengið var á-
kveðið. Þá eru miklir erfiðleik-
ar í sambandi við sjómannaekl-
una. Þetta tvennt eru ef til vill
erfiðustu viðfangsefnin, sem
mæta sjávarútveginum nú strax
eftir breytinguna. Þá má geta
þess, að afli hefur yfirleitt verið
rýr, það sem af er vertíðinni,
þótt, heildaraflamagnið, sé meira
en á sama tíma í fyrra vegna
hinna góðu gæfta. En því fylgir
líka miklu meiri útgerðarkostn-
aður. Það verður þó að vona I
lengstu lög, að úr rakni með
aflabrögðin. Það sem af er ver-
tíðinni, hefur margur útgerðar-
maðurinn, bæði togara og báta,
orðið fyrir miklu tapi.
Með einhverjum ráðum verður
að reyna að koma í veg fyrir, að
útflutningsframleiðslan dragist
saman, því að það segir fljótt til
sín með atvinnuleysi og versn-
andi afkomu almennings. Hvað
sjómannavandræðin áhrærir, er
víst ekki margra kosta völ. En
væri engin leið að bæta þar eitt-
hvað úr með því að slaka eatt-
hvað á skólahaldinu rétt í bili,
og er þó ekki verið að mæla á
móti sem mestri menntun lands-
manna. Það er heldur engan
veginn víst, að nokkrir fengjust
úr skólunum á skipin. Hætt er
við, að löng bið geti orðið á því,
að menn hverfi úr öðrum atvinnu
greinum, aðallega iðnaðinum, til
þess að fara á skipin, á meðan
alls konar gerviiðnaður er vevnd
aður með fjallháum tollmúrum.
Á meðan svo er, gæti þurft að
leggja hálfum togaraflotanum og
fjórðungnum af bátaflotanum, til
þess að fá þaðan nokkurn mann á
útveginn. Og þá kemur það, að
ríkissjóður með sinni miklu yfir-
byggingu má ekki missa hinar
háu tolltekjur. 10—20% tollvernd
ætti að vera forsvaranleg.
Ríkisstjórn, lánsstofnanir og
mörgum öðrum aðilum er hér
mikill vandi á höndum, ekki sízt
í sambandi við fyrstu fram-
kvæmd hinna nýju efnahagslaga.
Almenningur má ekki verða fyr-
ir vonbrigðum í upphafi, það get-
ur haft sín eftirköst síðar. Óvænt
ir erfiðleikar kunna að steðja að
eins og verðfall útflutningsafurð
anna (fiskimjölið), sjómanna-
vandamálið og lítill afli, en þá
verður að yfirstíga. Ekkert er
mikilvægara en gæta þess, að
sjávarútvegurinn verði rekinn
snuðru- og hallalaust. Þá vegnar
öllum vel í landinu.
► SKÁK *
HAFNARFJÖRÐUR
ABCBEFGH
■ «■
iflti
IHf má jmv
ffutl M&M
ABCDEFGH
KEFLAVÍK
21..Ha8—c8
22. Bbl—c2
★
KEFLAVÍK
ABCDEFGH
ABCDEFGH
AKRANES
18. . . . Bd7—e8