Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1960 Þorvarður J. Júlíusson, framkvæmdasti. Verzlunarráðs ísl. Verzlunarálagning lækkuð FYRIR nokkrum dögum voru birt ný ákvæði um verðlagn- ingu á innfluttum vörum í heildsölu og smásölu. Engar skýringar fylgja þessum ákvæðum, og er því ekki við að búast, að menn átti sig umsvifalaust á, hvað í þeim felst. Hin nýju ákvæði eru reiknuð út frá þeim ákvæðum, sem gilt hafa hingað til, eftir þeirri meg- inreglu, að tæpur þriðjungur (30%) af þeirri álagningarpró- sentu, sem gilt hefur ,er lagður á þann hluta af kostnaðarverði vörunnar, sem til kemur vegna gengisberytingarinnar. Hafi á- lagning t, d. verið 10% í heild- sölu og 30% í smásölu verða aðeins 3% í heildsölu og 9% í smásölu lögð á þann hluta kostn- aðarverðsins, sem á rót sína að rekja til gengisbreytingarinnar. Niðurstaðan af þessum um- reikningi hinna eldri ákvæða er sú, að álagning iækkar yfirleitt í kringum 20%, þannig að 10% heildsöluálagning verður 8% og 30% smásöluálagning verður 24%. Á sumum vörum lækkar álagningin minna, en á öðrum meira, allt upp í 30%, eftir því hve mikið kostnaðarverð hækk- ar af völdum gengisbreytingar- innar. Hverjar verða afleiðingamar af lækkun álagningarinnar fyrir verzlunarreksturinn? Það má gera ráð fyrir, að peningatekj- ur þjóðarinnar aukist ekki svo neinu nemi, þannig að heildar- eftirspurnin í krónum verði svo til óbreytt frá því, sem verið hefur. Vörusala fyrirtækjanna mun þá ekki nema hærri upp- hæð en áður, en það þýðir vit- anlega, að magn veltunnar lækk- ar að sama skapi og verðið hækkar. Kemur þetta heim við það, að gert er ráð fyrir veru- legum samdrætti í innflutningi til landsins, til þess að draga úr greiðsluhallanum við útlönd. Samdrátturinn verður að sjálf- söfðu misjafn eftir vöruflokkum, mestur á fjárfestingarvörum og varanlegum neyzluvörum, en minnstur á daglegum nauðsynja- vörum. ★ önnur rök styðja það, að vöru- sala í krónum muni ekki auk- — 25 fórust Framh. af bls. 1 hvirfilvindi, sem gekk yfir eyj- una í janúar. Sá var ekki nálægt því jafnmikill þessum síðasta. Á Mauritius eru Frakkar í meirihluta Evrópumanna, því eyjan var áður og fyrr frönsk. Bretar náðu eyjunni á sitt vald árið 1810 og hafa ráðið henni síð- an. í London er nú einmitt stödd sendinefnd frá Mauritius til þess að leita aðstoðar vegna skemmd- anna í janúar. Hafði brezka stjórnin þegar heitið fjárstuðn- ingi. Nú er hins vegar sýnt, að margfalt meiri styrk þarf til end- urreisnarinnar og óttazt er jafn- vel, að þessa árs uppskera sé með öllu ónýt. Brezkar herflugvélar munu leggja upp frá Kenya með morgni og flytja lyf og hjálpartæki til eyjarinnar — og brezk herskip Ieggur úr höfn á Ceylon eyjar- skeggjum til hjálpar. Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- tun tíma. Á dagskrá efri de.ildar er eitt mál: Utsvör, frv. 3. umr. Tvö mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Jarðræktarlög, frv. 1. umr. 2. Sala tveggja jarða í A- Húnavatnssýslu, frv. 1 .umr. ast að neinu ráði. Innflutnings- fyrirtækjum mun ekki verða mögulegt að fá aukið reksturs- fé í bönkunum. Fyrirmæli lag anna um efnahagsmál um sölu á birgðum langt undir endur- kaupsverði mun valda töluverðri og á sumum sviðum mjög til- finnanlegri skerðingu á fjár- magni fyrirtækjanna. Það er ekki um að villast, að við þessar aðstæður muni brúttó hagnaður verzlunarfyrirtækj- anna lækka að miklum mim, yf- irleitt nálægt því sem álagning- in lækkar, um 20%. Jafnframt verður veruleg hækkun á ýms- um liðum reksturskostnaðar, svo sem vöxtum, akstri, umbúðum og símakostnaði. Þó kann sam- dráttur í rekstri fyrirtækjanna að hafa í för með sér einhverja lækkun á kostnaði vegna minnk- ardi veltumagns, þegar frá líð- ur. — Það ætti að vera augljóst af þessu, að hin nýju verðlags- ákvæði verða þess valdandi, að allur fjöldi verzlunarfyrirtækja verður rekinn með tapi, og verzl- unin þar með svipt möguleik- um á að gegna á fullnægjandi hátt hinu mikilvæga hlutverki sínu að annast innkaup og vöru- dreifingu á sem hagkvæmastan hátt og veita neytendum sem bezta þjónustu. Það er mesti misskilningur, að neytendum sé nokkur greiði gerður með ströngum verðlags- ákvæðum. Neytendur skiptir mestu máli, að verzluninni sé gert kleift að hafa sem fjöl- breyttast vöruúrval á boðstólum og veita fljóta, þægilega og örugga afgreiðslu. Bezta trygg- ing almennings fyrir hagstæðum verzlunarkjörum er samkeppni fyrirtækjanna um verð og gæði vörunnar við eðlilegar aðstæð- ur, en í þeirri samkeppni tekur þátt samvinnuverzlunin, sem nýtur sérstakra forréttinda um skattgreiðslur o. fl. ★ I rauninni má segja, að hin nýju verðlagsákvæði séu bjam- argreiði við almenning i landinu, sprottin af vantrú á skilningi hans á þessum málum. Engum sanngjörnum manni blandast hugur um, að aðgerðir ríkisstjómarinnar í efnahagsmál- um stefna að því að forða þjóð- inni frá efnahagslegu öngþveiti og koma atvinnulífi hennar á traustan og heilbrigðan grund- völl, en því má ekki gleyma, að hagfelld vömdreifing er nauð- synlegur þáttur í heilbrigðu efna hagslífi, og henni verður að búa viðhlítandi starfsskilyrði. Herra og trú Jones EINS og við var að búast, hefur fregnin um trúlofun Margrétar prinsessu vakið feikna athygli allsstaðar, en sérstaklega í Bretlandi. Mesta undrun hefur það vakið hvernig unnt var að halda þessum samdrætti leyndum, því nú er vitað að hjónaefnin hafa þekkzt í tvö ár og að beðið var með til- k^nninguna um trúlofunina, þar til Elísabet hafði átt sitt þriðja barn. En þá féll Mar- grét úr þriðja í fjórða sæti ríkisarfa Bretlands. Anthony Charles Robert Armstrong-Jones, unnusti Margrétar, er 29 ára gamall, kallaður Tony. Hann er son- ur Ronalds Armstrong-Jones, hæstaréttarlögmanns, og fyrstu konu hans Anne Messel, sem nú er gift greifanum af Rosse. Fyrir rúmiega hálfum mánuði kvæntist Ronald Armstrong-Jones í þriðja sinn og valdi í þetta skiptið flug- freyju, 31 árs gamla, svo stjúp tengdamóðir prinsessunnar verður aðeins tveim árum eldri en tengdadóttirin. Tony stundaði nám við Eton og síðar við Oxford háskóla, þar sem hann lagði stund á arkitektur. Ekki féll honum námið, liætti því og setti upp ljósmyiulastofu Náði hann miklum vinsældum sem Ijós- myndari og hefur oft verið kvaddur til að taka myndir af konungsf jölskyldunni. Hann hefur einnig mikinn áhuga á leiklist og teiknaði til dæmis leiktjöld, sem notuð voru við „Your hair on“, eftir John Cranko fyrir þrem árum. Miklar vangaveltur eru um það, hvað Margrét verði köll- uð eftir giftinguna. Meðal annars hefur heyrzt „Hennar konunglega hátign Margrét prinsessa, frú Armstrong Jones“. En til greina getur komið að Elísabet drottning aðli Tony, en allt er enn í H óvissu. 1 Merkjasc Rauða 1 Á MIÐVIKUDAGINN kem- ur, öskudag, verður hinn ár- legi fjársöfnunardagur Rauða krossins og verða þá merki iludagur K rossins seld um allt land. Á undan- förnum árum hafa um tvö þúsund börn selt merki fé- lagsskaparins á öskudaginn Z' NA /5 hnúíar ¥: Snjókoma V Skúrir / SV 50 hnúfar 9 Ú6i IC Þrumur /'//// Reg''- Kuldaskil Vy/sra&i Hitasht H H<*» L ' La"3 29 2.t960kl. II ) V6 'Mo \ mo HÆÐIN yfir Grænlandi er enn á sínum stað, og enn ein lægð er komin milli íslands og Skotlands. Hreyfist hún norð- ur og veldur NA-átt hér á landi. — í Frakklandi voru í gær mikil hlýindi, sums stað- ar 20 stiga. 1 París var 16 stiga hiti. Veðurhorfur kl. 22 i gær- kvöldi. — SV-land til Breiða- fjarðar og Breiðafjarðarmið: Hvass NA og síðan N., skýjað með köflum. Vestfirðir til Austfjarða, Vestfjarðamið til Austfjarðamiða: Allhvass NA og síðan N., skúrir, snjókoma. SA-land og SA-mið: Hvass NA og síðan N., skýjað með kcflum. og eru foreldrar hvattir til að leyfa börnum sínum að leggja honum einnig lið nú. Öllum sölubörnum er boðið í kvikmyndahús og þau börn, sem selja flest merki, fá bókaverðlaun. Merkin verða afhent kl. 9,30 á ýmsum stöðum í bænum og ann ast stúlkur úr Kvennaskóla ís- lands, Húsmæðraskóla Reykja- víkur og Hjúkrunarkvennaskóla Islands aPhendingu þeirra. Bæjarbúar njóta góðs af Ekki þarf að rekja fyrir mönn- um starfsemi Rauða-Krossins. Hún er bæjarbúum svo nátengd. Nægir að minna á Sjúkrabílana, barnaheimilin, hjálpina við Ung- verjana, er þeir komu hingað til lands og þá þjónustu, sem veítt er með því að lána sjúkrarúm og önnur sjúkragögn til þeirra, er hafa sjúka menn í heimahús- um. Reykjavíkurdeildir, hefur nú í gangi þrjá sjúkrabíla og einn nýr vagn er væntanlegur alveg á næstunni. Rekur deildin bílana, en siökkviliðsmenn akstur þeirra. Sjúkrabifreiðarnar eru mjög dýr ar í innkaupi. Bifreiðin, sem nú rétt er ókomin, kostar til dæmis um 200 þús. krónur, enda þótt gefin séu eftir innflutningsgjöld og helmingur flutningskostnaðar. A síðastliðnu ári voru alls farn ar 5424 sjúkraferðir í Reykjavík, þar af 294 með slasað fólk. A vegum Reykjavíkurdeildar R. K. I. voru á liðnu sumri 180 böm í sumardvöl. 120 börn í Laugarási og 60 böm á Silunga- polli. Vantar mikið á að unnt sé að svara öllum beiðnum um sum- ardvalir barna og kemur þar einkum til fjárskortur svo og að hörgull er á góðu fólki til að reka slík heimili. Afhending merkjanna Merki félagsins verða seld á siötíu stöðum á landinu Hér í Reykjavík verða þau afihent á eftirtöldum stöðum: Vesturbær: 1. Skrifstofu R.K.I. 2. Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstr. 8. 3. Efnalaug Vesturbæjar, Vest- urgötu 53, 4. Kjötbúð Vesturbæj- ar, Bræðraborgarstíg 43. 5. Sunnu búðin, Sörlaskjóli 42. 6. Síld og Fiskur, Hjarðarhaga 47. Austurbær A: 7. Elís Jónsson, Kirkjuteigi 5. 8. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. 9. Iþróttahúsið í. B. R., Hálogalandi, 10. Öinnrétt- uð mjólkurbúð, Laugarásvegur 1. 11. Óinnréttuð mjólkurbúð, Laugalækur 4. 12. U.M.F.R. við Holtaveg. 13.K.F.U.M., Kirkju- teigi 33. Austurbær B: 14. Fatabúðin, Skólavörðustíg 21 A. 15. Axels- búð, Barmahlíð 8. 16. Silli og Valdi, Háteigsvegi 2. 17. Breiða- gerðisskóli. 18. Austurver, sölu- turn, Skaftahlíð 24. 19. Sveinn Guðlaugsson, Borgargerði 12. — Laxness Fram. at öls. 1. or Zivagó, setn sé Iíkleg- ast, eða hann rangtúlkar söguna vísvitandi. Sagan fjallar nefnilega ekki um þá sem aldrei hrifust af byltingunni, heldur þá sem í fyrstu hrifust af henni, en urð'n síðan vonsviknir og fór að dreyma um frelsi og hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.